Vísir


Vísir - 08.08.1967, Qupperneq 9

Vísir - 08.08.1967, Qupperneq 9
 llllil gasaggg . : k. ....... líiti'iív;:. r mmSmm : Épi > I I , r " V ' '; ' • : ':'.... m pti m [« . ' /*. V IS I R . Þriðjudagur 8. ágúst 1967. Helgarskemmtistaburinn i Saltvik opnabur um næstu helgi S Það vakti að vonum mikla S athygli nú fyrir skömmu, \ er það fréttist að Æsku- \ lýðsráð Reykjavíkur hefði í S hyggju að koma á fót helg- S arskemmt’stað í Saltvík á S Kjalarnesi. og hafa vænt- S anlega ófá ungmenni hugs- S að með tilhlökkun til þess S að svæðið verði opnað al- S menningi. Nú hefur verið S ákveðið að reyna að opna S svæðið um næstu helgi, S enda þótt ekki verði unnt S að ljúka öllum þeim fram- S kvæmdum, sem fyrirhug- S aðar eru, fyrir þann tíma. S Eftir þessa fyrstu helgi S verður unnt að sjá hvað S það er, sem fólk vill helzt S hafa á slíkum stað og verða S áframhaldandi framkvæmd S ir síðan sniðnar eftir ósk- S um og áhuga fólksins. 'T'iðindamaöur blaðsins og ljós myndari brugðu sér upp á Kjalarnes í góða veðrinu í fylgd framkvæmdastjóra Æskulýös- ráðs, Reynis G. Karlssonar, og er komið var að veginum, sem liggur niöur að Saltvík, mættum við ungum pilti, sem kepptist Við að moka sandi í holumar á veginum. Á hlaðinu í Saltvík var hópur pilta úr Vinnuskóla Reykjavíkur, en þeir hafa lokið við að mála öll húsin að utan, og voru nú aö vinna í gólfi hlööunnar, en í henni verða haldnir dansleikir á laugardags kvöldum. Þarna hittum við á hlaðinu ungan mann, Baldvin Jónsson, en hann hefur unnið hvað mest að undirbúningi, og sýndi hann okkur inn í hlööuna, sem er geysistór og há til lofts. I litlu húsi sambyggðu hlöðunni er fyrirhugað að hafa gos- * Þetta er hlöðuopið, en það verður haft svona opið meðan dansað verður inni í hlööunni. ViS treystm unga fólkinu hillkomlega" Þessi ungi piltur heitir Jón Ólafsson, en hann var að Iaga vegar- spottann, sem liggur niður að Saltvík. drykkjasölu, með borðum og bekkjum og eru stórar dyr þaö an inn í hlööuna sjálfa. Reynt verður aö breyta hlöð unni sem minnst .bitarnir í loft inu veröa óhreyfðir, en komið verður fyrir luktum og ljós- kerum meðfram veggjunum. í öðrum húsum á staðnum verða síðan salemi, veitingasala, borð leikir, geymsluhúsnæði og í gam alli smiðju á túninu veröur eins konar „klúbbhús“. Eina húsið sem við gátum ekki ímyndað okkur að hægt væri aö nýta í þessum tilgangi var súrheys- turninn, en þeir virtust sannar lega ekki ætla að deyja ráða- lausir og tjáði Baldvin okkur að í turninum yröi komið fyrir seg- ulbandi, og gæti fólk hlýtt þar á tónlist og síðan verður hátöl- urum komiö fyrir uppi á turn inum og mun þá tónlistin ber ast um svæðið en gera má ráð fyrir að tjöldin verði mjög dreifð um hið stóra svæði, sem tilheyr ir Saltvík. Við höfum fregnað að í hyggju væri að hreinsa strönd ina svo að hægt verði að nota hana sem baðströnd, en Bald- vin sagði. að það yröi væntan- lega gert í vetur, og einnig er í ráði að byggja þarna útisund laug með gufuböðum. Er viö gengum niður í fjöruna, blasti við heljarmikill köstur, og verð ur öllu drasli og spýtum af svæö inu safnað í hann og það síðan brennt á miðnætti fyrsta laugar dagskvöldið, sem svæöið veröur opnaö. Tgr við inntum Baldvin eftir aðgangseyri að mótinu, sagði hann að við innganginn yröu seld merki á 100—150 krónur, sem síðan gilda um allt svæöiö og að öllum húsunum. Týni menn hins vegar merkjunum verða þeir að kaupa nýtt, og mætti ætla að þetta gæti skap aö visst aðhald í umgengni og framkomu manna, þar eð þeir þurfa að gæta þess að hafa merkið alltaf í barminum og glata því ekki. Um eftirlit og löggæzlu sagöi Baldvin að sérstök löggæzla yröi ekki, og engar refsiaðgerðir við þá, er kunna að brjóta eitthvað af sér, heldur muni gæzlumenn staðarins, sem allir veröa ungir menn, aðeins víkja þeim brot legu út af svæðinu. Sagði hann að þeir treystu unga fólkinu til að ganga vel um staðinn og hafa ekki áfengi um hönd, þó að ekki séu lagðar ótal reglur og aðgerðir, til aö fá því fram- fylgt. Húsin og umhverfi þeirra verða eins snyrtileg og unnt er, enda er þaö staöreynd að við góðar aöstæður er umgengni. manna ætíð mikið betri en ef aðstæður eru slæmar. Reynt verður að hreyfa sem minnst við landinu fjær húsunum, har sem tjaldað veröur þannig að fólk geti notið náttúrunnar, eins og hún er og hafi ekki á til- finningunni að það sé á ein- hverju afgirtu svæöi. Aö svo mæltu kvöddum við þessa framtakssömu menn, meö óskum um að unga fólkiö muni kunna að meta þennan skemmti lega og sérstæöa stað og sýni honum tilhlýðilegan sóma með góðri umgengni og framkomu. Úndanfarið hefur verið unnið að bví að hreinsa spýtnarusl úr fjörunni, og hefur því veriö safnað i köst, sem verður kveikt í á miðnætti næsta laugardagskvöld. Hér eru piltarnir úr Vinnuskólanum að keppast við aö moka sandi í hiöðugólfið, sem síðan verður steypt.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.