Vísir - 08.08.1967, Side 7

Vísir - 08.08.1967, Side 7
VlSIR . Þriðjudagur 8. ágúst 19S7. 7 mórgun útlönd í morgun útlönd í raorgun útlönd í raorgun útlönd „HveríiB heim aftur og valdiB ísrael erfiBleikum" - sagði fjármálaráðherra Jórdaniu Allsherjarverkfall Araba / Jerúsalem Jórdanska stjómin hvatti í gær flóttamenn frá vesturbakka Jórdan a8 hverfa til baka inn á ísraelskt yflrráðasvæði til þess aö valda ísra- el erfiðleikum. Um leiö stóðu leið- togar Araba í Jerúsalem fyrir sól- arhrings allsherjarverkfalli. Til þess að freista manna til að fara í stórhópum vestur yfir Jórd- an til heimkynna sinna hefur jórd- anska stjórnin boðið hverjum sjálf- boðaliða þriggja mánaða matarbirgö ir og sem svarar 200 íslenzkum krónum. Það var fjármálaráðherra Jórd- aníu, Abdel Wahab al-Majali, sem lagöi fram tilboðið í gær á fundi, þar sem viðstaddir voru margir for- ustumenn úr hópi þeirra, sem flúðu austur yfir Jórdan, þegar Israelsher sótti fram í styrjöldinni 1 sumar. Hann sagði það vera skyldu þeirra allra að hverfa aftur vestur yfir og aðstoða hina arabísku íbúa í baráttunni gegn árásaraðilanum unz yfir lyki. Stórtjón í Þessi áskorun kom fram skömmu eftir að Rauða krossinum hafði tekizt að leysa deilu Israelsmanna og Jórdana um orðalag á eyðublöö- um þeim, sem flóttamenn eiga að útfylla, ef þeir vilja hverfa aftur vestur yfir Jórdan. Samkomulag hafði náöst um aö breyta setning- unni „ísraelska ríkið“ í „ísrael“. Allsherjarverkfallið í Jerúsalem tókst mjög vel og voru nærri allar arabískar sölubúðir lokaðar svo og önnur fyrirtæki. Ekki urðu neinar óeirðir. Ekki er vitaö, hverjir standa aö baki verkfallinu, en hóp- ar þjóöernissinnaðra ungmenna dreifðu fluguritum. Talsmaður arab fska verzlunarráðsins f Jerúsalem sagði, að ráðið styddi verkfallið ekki. Finnlandi VILDI SCKARNÓ AFTUR Dr. al Sastroan Djojo, fyrrum for- sætisráðherra Indónesíu, var hand tekinn í gær, kærður fyrir aö hafa tekið þátt í samsæri gegn ríkis- stjórninni, að því er áreiðanlegar heimildir segja i Djakarta. Herinn í Indónesíu telur sig hafa sannan- ir fyrir því, að Djojo, sem þrisvar hefur verið forsætisráðherra, hafi ætlað aö koma Súkarnó forseta. vini sínum, aftur til valda í Indón- esíu. Fyrir nokkrum dögum voru sex foringjar í hernum teknir hönd um af svipuðum ástæöum. Koma / þyrlu og fundu sjúkrahús Brezka lögreglan í Hong Kong lætur nú hné fylgja kviði eftir uppþot Kínverja þar í borg. Er nú framkvæmd hver húsrannsólcnin á fætur ann- arri, tekin vopn og önnur tæki óeirðamanna og þeir settir í fangelsi. Á föstudaginn kom lögreglan öllum að óvörum að ofan. Hún kom í þyrlu á þakhæð háhýsis, sem talið var hreiður óeirðamanna. Háhýsið var samtímis umkringt að neðan. I húsinu fannst heilt leynisjúkrahús, þar sem gert var að sárum óeirðamanna, og töluvert vopnabúr. — Myndin er af einni þyrlunni á húsþakinu. I Aden er nú sagt, að Sovétríkin 'iafi beðið um að fá að byggia her- ekistöð í þeim hluta Yemen, sem I' v reldissinnar ráða. Samkvæmt :’7Í eiga Sovétríkin að hafa boðið r ldsstjórn Abdullah Sallal beina Iiernaðaraðstoð að launum. Hin fyr- irhugaða herbækistöð er ráðgerð við flugvöllinn i Janad, um 20 km frá höfuðborginni Sanaa. Ef þessar fréttir eru réttar og Sallal tekur boðinu, hafa Sovétrík- in I fyrsta sinn náð hernaöarlegri fótfestu á Arabíuskaga. Slíkt mundi hafa mjög alvarlegar afleiöingar í alþjóðamálum. Geysilegur stormur og óveður herjuðu Finnland um helgina og ollu miklu tjóni alls staðar við ströndina Mest tjón hefur orðið við Austurbotn og i kringum Ábo. 100—200 manna er saknað. Ekki er vitað, hversu margir hafi farizt, því taliö er, að margir bátar hafi j leitað skjóls í afskekktum hólum j og skerjum. Yfir 100 báta er sakn- ' að. Veðrið er nú í rénun, en þoka og slæmt skyggni gera allt björg- unarstarf mjög erfitt. DEILT UM SÚEZSKURÐ Israel hefur kært Egyptaland fyrir gæzluliði SÞ á Súezsvæðinu fyrir aö hafa rofið bannið á siglingum hernaðaraðila um skuröinn. Málið er í rannsókn. ► SYRLENDINGUR í MOSKVU A1 Assad, varnarmálaráðherra Sýr- lands, er í Moskvu til viðræðna við Gretsjkö, varnarmálaráðherra Sovétríkjanna. Er betta liður í tíð um heimsóknum Arabaleiðtoga 1 Moskvu. Talið er, að Sovétríkin muni bæta Arabaríkjunum vopna- tjónið, sem þau urðu fyrir í styrj- öldinni við ísrael, n ekki -enda þeim vopn fram yfir það. ► TÍTÓ TIL NASSERS? Talið er öruggt að Tító Júgóslaviu forseti fari á fimmtudaginn til Kairó til viðræðna við Nasser um möguleika á friöi þar um slóðir Mun hann leggja fram málamiðl- unartillögu um, að ísraelsher hverfi frá hernumdu svæðunum og ör yggi ísraels verði jafnframt tryggt af hálfu öryggisráðs SÞ eða f.jór- veldanna Muni Arabaríkin þá ekki viðurkenna tilveru ísraels nema „de facto”. VARÚÐ I VIETNAM Mike Mansfield, leiðtogi demókrata I í bandarísku öldungadeiíáinni, sagði ! í gær, að Vietnamstríðið gæti leitt Itil nýrrar heimsstyrjaldar. Hvatti hann eindregið til, að dregiö yrði úr loftárásum á Noröur-Vietnam og mælti með byggingu varnarlínu þvert yfir landið rétt sunnan hlut lausa beltisins á landamærum Suð ur- og Norður-Vietnam. ^ SOVÉT OG KÍNA BÖRÐUST EKKI 1 Moskvu vai í gær vísað á bug þeirri frétt japansks blaðs, að á veggspjöldum í Peking í Kína hafi verið sagt frá bardögum á landa- mærum Kína og Sovétríkjanna, og að sovézk riddaraliðssveit hafi ver- ið þurrkuð út. ► KOLASTJÓRINN VILL SEGJA AF SÉR Forstjóri kolanámusamsteypu brezka ríkisins, Robens lávarður, sagðist í gærkvöldi vilja segja af sér vegna ásakana rannsóknarnefnd arinnar, sem hefur fjallað um or- sakir slyssins mikla í Aberfan í fyrra, er 144 manns, mest börn, létu lífið. ei- RÁÐIZT Á „SJÓRÆNINGJA“ Á sunnudagskvöld réðust fimm menn, vopnaöir kylfum og með grímur fyrir andliti, á brezku ,sjó ræningja“-útvarpsstöðina Radio- 390, sem er á skipi rétt utan brezku landhelginnar og útvarpar dans- lögum og auglýsingum. Þeir yfir- buguöu áhöfn skipsins og höföu á brott með sér messing og blý að verðmæti yfir 120.000 islenzkar krónur. <> ÁIIUGASAMIR JURTAUNNENDUR Á laugardaginn hurfu nokkrar plönt ur úr bótaniska garöinum í Lundi í Svíþjóö. Voru það plöntur, sem framleiða efni, sem notað er í deyfi lyf- Bankarœningi skaut í allar áttir í miðborg Stokkhólms Vopnaður maöur olli mikilli skelf i ingu I miðborginni í Stokkhólmi í! i gær, þegar hann framdi bankarán j um hábjartan daginn. Hann hleypti | af mörgum skotum, bæði inni f bankanum og úti á götu. Einn bankastarfsmannanna slapp nauð- uglega, er ránsmaðurinn skaut á hann. Kúlan lenti í vasabók, sem hann var mcð x brjóstvasanum. £jcnv_in\ci uui Tilboö Sovétríkjanna kom fram, þegar Abdullah Guez Lan, varafor- sætisráðherra lýðveldisstjómarinn- ar í Yemen, var í heimsókn í Moskvu fyrir skömmu. Fram að þessu hefur hernaðaraðstoð Sovét- ríkjanna verið óbein og farið um Kairó, en ráðherrann var í Moskvu til þess að reyna að fá beina hern- aðaraðstoð. I Aden er betta mál talið liður í tilraunum Sallals til að styrkja aðstöðu sína gagnvart Nasser Egyptalandsforseta, sem sagður er hafa í bígerð að steypa Sallal af stóli. vera neitt.að flýta sér að afhend-- ræningjanum peningana. sem baT’ bað um, skaut rænin.einn á hai”' með fyrrgreindum afle''ðin;>um an ógnaði ræninginn einn5e ö-v starfsfólki bankans oe bað fl.v til hans' seðlabúntum samt-!<- „. hálfri millión íslenzki-a k—’-n" æddi hann út, skaut út ■ götunni, greip unga stúlku og b aöi að skjóta hana. ef fólkið ' sig ekki vera Erlendum ferðamanm tóks. -v.‘ fella ræningjann til jarðar og ha' honum, unz lögreglan kom á v°t> vang. Ræninginn er 34 ára. T ö • reglan í Stokkhólmi hefur áhygg5 ur af sífellt fífldjarfari tiltækium baftkaræningja þar í borg.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.