Vísir - 08.08.1967, Qupperneq 8
s
VÍSIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Framkvæmdastjöri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Tborsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastióri: Bercbór Olfarsson
Auglýsingan Þingholtsstræti i, simar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55.
Ritstjóm: Laugavegl 178. Simi 11660 (5 linur)
Askriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands
! lausasölu kr. 7.00 eintakið
Prentsuiiðja VIsis — Edda h.f.
Opnir skjalaskápar
JJandaríkj amenn standa fremstir þjóða í að vemda
rétt og friðhelgi einstaklingsins. Strax við stofnun
ríkisins var tryggilega gengið frá þessum réttindum
í stjórnarskrá ríkisins og viðbótum þeim, sem bætt
var við hana þegar í upphafi. Þessi stjómarskrá varð
síðár fyrirmynd að mannréttindayfirlýsingu Samein-
uðu þjóðanna og er sögulega séð einn merkasti hom-
steinn lýðræðishugsunar.
Nú á tímum fer vald ríkis, sveitastjórna og samtaka
sífellt vaxandi. Jafnframt eykst hættan á, að réttur
og friðhelgi einstaklingsins fari halloka. Hægt er að
hlera símtöl og taka upp samtöl úr mikilli fjarlægð.
Með könnunum er hægt að komast að ‘ skoðunum
manna og skrásetja þær. Með lyfjum og sálgæzlu
verður bráðum hægt að rækta „rétt“ hugarfar hjá
borgurunum. Opinberar stofnanir geyma einnig hjá
sér margra ára skýrslur um tekjur og eignir manna,
og sveitastjórnir þykjast í vaxandi mæli þurfa að
grípa til eignamáms vegna félagslegra sjónarmiða.
Starf stofnana er orðið svo viðamikið, að almenning-
ur getur ekki lengur fylgzt með, hvað þar gerist.
Þessi þróun veldur því, að sífellt eykst nauðsyn
þess að standa vörð um rétt og friðhelgi einstaklings-
ins. Bandaríkjamenn eru nú sem fyrr þeir, sem láta
sig þetta mestu varða. Á undanförnum árum hefur
þar í landi verið mikið um lagasetningu og dómsúr-
skurði, sem takmarka rétt hins opinbera og annarra
stofnana til að vaða inn í friðhelgi manna eða njósna
um atferli þeirra. Líklegt má telja, að Evrópuþjóðir
geri slíkt hið sama. íslendingar hafa látið sig þessi
mál allt of litlu skipta. Persónufrelsi er að vísu til-
tölulega vel virt hér á landi, en enginn veit, hvað f ram-
tíðin ber í skauti sínu, og því þarf að tryggja persónu-
frelsið betur í stjómarskrá og lögum.
Dæmi um alvöru Bandaríkjamanna í þessum efn-
um er skref, sem þeir stigu 4. júlí s.l. Þá gengu í gildi
lög „hinna opnu skjalaskápa“. Lögin heimila almenn-
ingi miklu rýmri aðgang að skjölum hins opinbera
og beinlínis aðgang að skjalaskápum þess gegn vægu
notkunargjaldi. Hugmyndin er sú, að allar bréfaskrift-
ir og ákvarðanir hins opinbera séu opinber mál, sem
almenningur megi vita um, nema um öryggismál
ríkisins eða einkamál manna sé að ræða. Og fólk get-
ur sótt embættismenn til saka, ef þeir neita að veita
mönnum aðgang að skjölunum. Bandaríkjamenn telja
allt of algengt, að embættismenn liggi á upplýsing-
um, aðeins vegna þess að þeir vilji ekki, að almenn-
ingur sé með nefið niðri í starfsemi þeirra. Það eigi
einmitt að vera eðli lýðræðis, að hið opinbera geti
ekki farið á bak við fólkið.
Skynsamlegt væri af íslendingum að fylgjast með
þessari þróun mála vestra og hugleiða, hvort ekki sé
einhverra aðgerða þörf hér heima.
VÍSIR . Þriðjudagur 8. ágúst 1967.
I
■rx -
EITURGASHERNAÐUR
EGYPTA í YEMEN 0G
SAMVIZKA HEIMSINS
Tj’gyptar hafa sem kunnugt er
her manns I Yemen til stuön
ings‘ lýðveldisstjóminni. Þeir
höfðu þar 50.000 manna her þar
til fyrir skömmu, er þeir neydd
ust til þess að kveöja heim 15
þúsund menn — vegna þess aö
Egyptaland getur ekki lengur
staðið undir kostnaöinum. Fjár
hagur landsins var bágborinn
fyrir styrjöldina I júní og kunn
ugt er af skeytum hversu enn
hefur versnað svo að ríkið ramb-
ar á gjaldþrotsbarmi, og hefir
verið gripið til hinna ströngustu
efnahagsráðstafana i von um að
geta haldið skútunni á floti.
Og ekki aðeins kvaddi Nass-
er heim 15.000 hermenn frá Yem
en — hann tilkynnti vini sín-
um Sallal forseta, að hann yröi
að kveðja heim enn fleiri her-
menn, nema leiðir fyndust til að
standa undir kostnaðinum.
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að Saudi-Arabía styður
konungsSinna í Yemen, en Nass
er Iýðveldissinna, en eftir fregn
um þeim að dæma sem birzt
hafa í vestrænum blööum, væru
veldisdagar Sallals týndir, ef
hann hefði ekki haft egypzka
herinn sér til vemdar. Margir
hans manna hafi snúið við hon-
um baki og sumir flúið land, og
stjórn har.- orðin æ óvinsælli,
ekki sízt vegna veru egypzka
hersins I landinu, sem hefir þar
engin afrek unnið, því að
egypzku hermennirnir eru ekki
jafnokar konungssinna, en not
ið þess að hafa ofurefli liðs.
Mestri gremju hafa valdiö eit
urgasárásir egypzka flughersins
á þorp f þeim hluta landsins,
sem er á valdi konungssinna.
Blöð um allan heim hafa birt af
þeim fregnir, sagt frá mann-
tjóni og þjáningum af völdum
þeirra, en öldur mótmælanna
hafa ekki risið hátt.
Verður nú loks vakin af
svefni kæruleysisins og aðgeröar
laysisins samvizka leiðtoga
þjóðanna til þess að hindra þess
ar svívirðilegu árásir á íbúa smá
bæja og þorpa í Yemen. Þjóð-
verjar hlutu á sinni tíð mikil
ámæli og biöu álitshnekki fyrir
eiturgashemað á vesturvígstöðv
unum (í fyrri heimsstyrjöld).
Nú — Hálfri öld síðar er varp
að eiturgassprengjum á almenna
borgara í óvíggirtum bæjum og
þjóöimar hafa þagað.
Ef eitthvað verður gert nú
verður það eigi sízt að þakka
brezka ráðherranum Duncan-
Sandys, sem hefur hafið baráttu
til kröftugra mótmæla.
Yfir 200 þingmenn I neðri mál
stofu brezka þingsins aðhylltust
ályktun, sem í var hvatning til
Duncan-Sandys, að halda bar-
áttunni áfram, og samtímis
hvöttu þessir sömu þingmenn
stjórnina, til þess að leggja mál-
ið fyrir Sameinuðu þjóöirnar.
Nú er afstaða brezku stjórn-
arinnar sú aö hafa engin af-
skipti af borgarastyrjöldinni í
Yemen, og lagði Brown utan
ríkisráðherra á þetta mikla á-
herzlu á þingi, en hann bætti
því við, að það bæri ekki að
skilja svo, að Bretland væri sam
bykkt hernámi Egypta í Yemen
eða þeim aðferðum, sem þeir
beittu til þess að halda stöðu
sinni þar. (Þeir hafa haft þar
her manns frá 1962). Brown
bauðst til þess að koma bréfi
frá Duncan Sandys til utanríkis
ráðherra konungssinna, en sagði
Duncan-Sandys.
að ríkisstjórnin gæti ekki að-
hyllzt boðskap um stuðning við
þá.
Þess er að geta, að Bretland
viðurkennir imamann Mohamed
al Badra sem þjóðhöföingja Yem
en, en það gera Bandaríkin ekki
Yfirhershöfðingi konungssinna
hefir fyrir milligöngu banda-
ríska sendiherrans I Yemen kom
ið bréfi til Arthus Goldbergs
aðalfulltrúa Bandaríkjanna á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna
í New York.
í bréfinu stendur m.a.:
„Meðan þér eruð að hvíla yöur
eftir það sem þér lögðuð á yö-
ur í þágu réttlætis og friðar
í Austurlöndum nær gerðu 6 af
hinum sovézkbyggðu flugvélum
Nassers árásir á 3 þorp um 25
km vegarlengd frá Sana og vörp
uðu á þær sovézkum fósfor-
sprengjum. Það er fólk af Beni-
þjóðflokknum sem á heima i
þessum þorpum. Fyrstu klukku
stundimar létu lif sitt af völdum
árásanna 45 manns, karlar.
konur og böm“.
Frá þessum bréfakafla segir
Michael Sinding í grein í Berl-
ingske Aftenavis, en Duncan
Sandys hóf baráttu sína með
grein í Daily Mail í London
Hann benti á í grein sinni, að
lýðveldissinnar hefðu lýst yfir
blákalt I útvarpi I Sana, að
eiturgassprengjum verði varp-
að á öll þau svæði, sem konungs
sinnar ráða yfir. Hann segir
konungssinna hafa kvartað ár-
angurslaust yfir þessum árás-
um f 4 ár. Alþjóða Rauði kross
inn sendi rannsóknanefnd til
Yemen ,en niðurstöðunum var
lengi haldið leyndum, þar tii
loks I maf, að Rauði krossinn
tilkynnti opinberlega að, sannan
ir lægju fyrir eiturgashemaðin-
um.
Duncan Sandys hefur gagn-
rýnt Brown harðlega fyrir af-
stöðu hans, að frumkvæði til aö
taka málið fyrir hjá S.Þ. verði
að koma frá stjóm þess lands,
sem fyrir árásunum verður, en
stjóm konungssinna hefir verið
svipt sæti sínu hjá S.Þ.
Duncan Sandys hefir komið
hreyfingu á málið, og er nú eftir
að vita hvort það tekst, að fá
máliö tekið fyrir á vettvanp
Sameinuðu þjóðanna.
(Heimildir fyrmefnd grein í B
A. og Daily Mail). — A. Th.
Kvenfélag Grensás-
sóknar gefur 100 þús.
kr. til safnaðarheimilis
Kvenfélag Grensássóknar heí
ur nýlega gefið 100.000 krónur
til safnaðarheimilis þess, sem
Grensássöfnuður hóf byggingu
á síðastliöið sumar. Var þetta
tilkynnt á aöalsafnaðarfundi.
sem haldinn var 31. maí.
Á fundinum ríkti mikill á
hugi á áframhaldandi fram
kvæmdum, en safnaöarheimilið
mun bæta úr brýnni þörf, þar
eð ekkert samkomuhús er inn
an sóknarinnar, hvorki til guðs
þjónustuhalds né neins konar
félagsstarfsemi.
A vegum sóknarnefndar het
ur undanfarið ár starfað fjár
öflunarnefnd. sem annazt hefut
almenna fjáröflun innan sókn
arinnar. Hefur þessi ^öfnun átt
sinn þátt í, að tekizt hefur að
Ijúka fyrsta í-fanga safnaðar
heimilisins.
Fjáröflunarnefndina skipa.
Jóhann Finnsson tannlæknir, ft
maður. Árni Bjarnason skrif
stofustjóri. Eyjólfur K. Jónssot
ritstjóri Guðmundur Halldórs
son, húsgagnabólstrari. Jón Jút
usson menntaskólakennari. Ma>
grét Jóhannesdóttir. frö