Vísir - 14.08.1967, Blaðsíða 4
Stökk yfir fjög-
urra metra
breitt húsasund
*
Jane Fonda varð fyrir veikind-
um um daginn í kvikmyndaupp-
töku. Sviðsetningin var sú, að hún
stóð í stóru búri innan um tvö
þúsund músarindla, sem áttu að
kroppa utan af henni fötin. Þ. e.
a. s. þannig skyldi það iíta út á
tjaldinu. En það var svo heitt í
veðri, að fuglamir hreyfðu sig
alls ekki. Tæknifræðingamir
gerðu sér þá lítið fyrir og fengu
sér heljarmikla loftviftu. Blésu
þeir fuglunum að Jane Fonda og
Jane Fonda.
á næsta andartaki hvirfluðust um
hana fuglar, ryk, fjaðrir og fugla
fræ. Eftir að atriðið hafði verið
'cvikmyndað aftur og aftur í viku
lagðist Jane Fonda fyrir með hita.
Læknar gátu þó ekki fundið út,
hvort þetta væri flensan eða eitt-
hvað frá fuglunum.
-X
Sovézkir froskmenn og vísinda
menn velta um þessar mundir
hverjum steini í botninum í Stoy
acheye-vatni, um 200 mílur vest
ur af Moskvu. Þeir em að leita
■>ar fjársjóðar, sem álitið er, að
Hapóleon hafi skilið þar eftir á
lótta sínum frá Moskvu 1812.
Talið er, að meðal verðmæta
em Nopóleon hafi orðið að skilja
.Jarna eftir, hafi verið um 25
vagnhlöss af gulli, silfri, gimstein
um, vopnum og brynjum, dýrindis
feldum og skinnum.
ÞANNIG
FARIÐ
jprændur okkar Norðmenn virð-
ast líkjast okkur, eða við
þeim, á fleiri máta en einn, eins
og sagan af Norðmanninum, sem
heimsótti dýragarðinn í Álaborg,
sýnir. Þeir, eins og við, eiga stund
um erfitt með að hiýða settum
boðorðum og umgengnisreglum.
Hann hafði farið að skoða ís-
bimina í dýragaröinum, sem þrátt
fyrir langa dvöl þar hafa ekkert
orðið elskari að mannkyninu en
þegar þeir voru í íshafinu. Enda
voru líka sett upp skilti í kring-
um gryfjuna þeirra, þar sem gest-
um dýragarðsins var bent á þaö,
að ísbimirnir bitu, ef þeir fengju
tækifæri til þess. Auk aðvörun-
arskiltanna var svo strengdur kað
all allt í kringum gryfjuna í hálfs
annars meters fjarlægð frá gryfju
barminum.
Auðvitað tók Norðmaðurinn
ekkert tillit til þessa útbúnaðar,
frekar en við hefðum gert Hann
GETUR
beygöi sig undir reipið og gekk
fram á gryfjubarminn til þess aö
geta virt birnina betur fyrir sér.
En þaö hefði hann betur látið
ógert, því um leið og hann beýgði
sig fram yfir brúnina, stökk'einn
þessara stóm bjama upp í loft og
sló til hans með hramminum.
Klærnar náöu þó ekki til annars
en jakkans, sem maðurinn hafði
hangandi á handleggnum. Þaö
varð honum til happs, að hann
hélt ekki fast í jakkann á móti
bangsa, því þá hefði hann vafa-
laust misst jafnvægið og dottið
ofan í gröfina, jafn tæpt og hann
stóð á brúninni.
í staðinn sleppti hann jakkan-
um við bjöminn og horföi á
hann stuttu seinna rífa hann og
tæta ásamt hinum björnunum.
Þarf varla orðum að lengja að
því, hver örlög hans hefðu orðið,
ef hann hefði verið þar í jakk-
anum.
að var fjöldi manns saman
kominn við hús eitt í Brá-
vallagötu í Stokkhólmi til þess
að horfa á mann fleygja sér fram
af fimmtu hæð hússins, en því
hafði hann hótað, ef lögreglan
svo mikið sem hreyfði litla fing-
ur. Meðal þeirra, sem stóöu niðri
á götunni með öndina i hálsin-
um var móðir hans og horfði á
hann.
„Stökktu ekki, sonur minn!“
hrópaði hún, en hann stökk og
náði með naumindum yfir á þak-
ið á næsta húsi fjóra metra í
burtu. Mátti þó engu muna, að
hann næði ekki alla leið, en í fall-
inu fótbraut hann sig. Varð að
reisa upp brunastiga og sækja
hann.
Hann hafði valdið uppsteit, þar
sem hann var gestur I íbúð á
fimmtu hæð, og þegar kallað var
á lögregluna, fór hann út um
gluggann og yfir á syllu, sem lá
utan á húsinu, með allri hæðinni.
Syllan var ekki meir en svo sem
tuttugu centimetra breið og á
henni rorraði hann og hótaði að
fleygja sér fram af. þegar lög-
reglan kom. Gegndi hann því
engu, þótt með góðu væri reynt
að fá hann inn aftur og var þá
slökkviliðið kallað á vettvang.
• Að endingu lét hann til skarar
skríða og stökk að fjölda manns
aðsjáandi er bjuggust við að hann
lenti í götunni. Biðu slökkviliðs-
mennirnir niðri með útbreidd segl
en urðu svo að klifra eftir honxun
upp á þakið á húsinu, sem hann
lenti á. Það var í minni hæð frá
götunni en syllan, sem hann
stökk af. Veitti hann þeim eng-
an mótþróa, þegar hann var tek-
inn.
pessi mynd er tekin af manninum í miðju stökkinu. Niðri beig fólk-
ið, slökkviliðsmennirnir og kviðu hinu versta um endalokin.
ÓHLÝÐNUM
Bréf um skólabúninga
frá skólapilti:
„Mlklö hefur verið rætt og
ritað um skólabúninga undan-
farið. Ég hefi talaö vSð nokkra
skólafélaga mína um mál þetta
og eru þeir allir fylgjendur
þess. Segja má, að þetta sífellda
kappsmál aö vera „finni en
hinn“, sé orðið hundleiðinlegt
og þreytandl, og yrði vægast
sagt gott að verða laus við það,
bæði fyrlr nemendur, sem eru
„ófínni“ og bammargar eða fjár-
litlar fjölskyldur, sem spara
myndu stórfé. En vel yrði að
vanda til búningsins. Hann yrði
að fylgja tízkunni, þó í hófi,
vera þægilegur og auðvitað gerö
ur til þess að sltja á skólabekk.
Úr einhverju þyrfti að vera
hægt að velja, t. d. peysu eða
jakka, og svp pilsi, kjól eða
buxum o. s. frv. Þegar minnzt er
á skólabúninga, dettur mörgum
í hug hinir bláu skólaeinkenn-
isbúningar Englands, en þelr
eru tæpast heppilegir fyrir okk-
ur. Annars er langeinfaldast að
gera skoðanakönnun á meðal
nemenda í hverjum skóla. En
ef framkvæma á þetta nauð-
synjamál, verður að gera það
áður en skólinn byrjar nú i
haust, annars er áhuginn fljótur
að dofna.
Og aö síðustu, framhaldsskól-
arnir verða einnig að öðlast
þennan klæðnað, því að nítján
ára menntaskólanemar eru hans
áreiðanlega jafnt þurfl og þrett-
án ára skyldustigsnemendur.
Með von um birtingu, einn
fimmtán ára“.
Það var sérlega ánægjulegt
að heyra álit eins af þeim, sem
kæmu til með að nota skóla-
búning, ef til kæmi. Skólabún-
ingar virðast yfirleitt teljast
hagkvæmir, samdóma álit er
flestra, sem la'gt hafa orð í belg,
að taka upp notkun þeirra geti
þýtt stórfelldan sparnað, vegna
fjöldaframleiðslu á sams konar
flíkum. Búningurinn á því að
geta eigi að síður fullnægt kröf
um um nútíma smekk og tízku,
í hófi, eins og fram kemur í
bréfi hins unga manns.
Það virðist, eftir undanfarandi
bréfaskriftum að dæma, vera
jákvæður byr fyrir að taka upp
notkun skólabúninga, en það
vantar aðeins, að þeir aðilar,
sem fræðslu- og' skólamálum
stjórna, taki málið i sínar hend-
ur til nánari athugunar og fram
kvæmdar. Hvert er annars
beirra sjónarmið?
Ég þakka bréfið.
Þrándur í Götu.