Vísir - 14.08.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 14.08.1967, Blaðsíða 1
IM vism 57. árg. - Mánudagur 14. ágúst 1967. - 183. tbl. Slld veiðist við Hrollaugseyjar Nokkur skip fengu afla norö- austur í íshafinu nú um helgina. Síldin virðist heldur þokast í átt að landinu, en hún hreyfir sig afar- hægt suð-vestur á bóginn. Fáein skíp eru að veiðum í Norð- ursjó og fengu tvö skip þar afla um helgina, þeir Jón Kjartansson og Gísli Árni. Einn bátur, Sunnu- tindur, fékk afla við Hrollaugseyj- ar, en þar hefur lítið sem ekkert fengizt f sumar. Síldin kvað vera þar smá og á grunnvatni svo aö erfitt er að ná til hennar. Þessi skip tilkynntu um afla yfir helgina: Bjarmi II 200 tonn, Börkur 310 tonn, Sveinn Svéinbj. 230 tonn, Gísli Ár'ni 200 tonn, (úr Norðursjó). Barði 250 tonn, Ásborg 240, Júlíus Geirmundsson 230, Sólrún 170, Bára 170, Hafdís 180, Sunnutindur 125 (við Hrollaugseyjar), Jón Kjartansson 400 (úr Norðursjó). 75. ráðstefna norrænna biskupa: Eiitii biskupanna með að- skilnaði ríkis og kirkju Nýlokið er nú 15. ráöstefnu nor- rænna biskupa í Tönsberg í Nor- egi. Eitt aðalviðfangsefni hennar var aðskilnaður kirkju og ríkis. Biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson sat ráðstefnuna og pré- dikaði hann i dómkirkjunni í Töns- berg. Hinn norski biskup, Fridtjov Birkell, sem er formaöur í siöa- bótanefnd kirkjunnar, segir, aö þessi aðskilnaöur sé ekki ný hug- mynd i Noregi og kveðst sjálfur vera hlynntur hægfara breyting- um og þróun kirkjunnar, sem sjálf stæðrar stofnunar með samvinnu við ríkið. í Svíþjóö hafa rannsókn- ir sýnt, að 90% íbúanna Vilja ó- háöa þjóðkirkju, og segir Birkell ástæðu til að ætla að svipað muni vera um Norðmenn. Sænski bisk- upinn Lindström hefur sagt, að hann telji ekki ástæðu til að vinna að aðskilnaði kirkju og ríkis f Sví- þjóö. Eftir því sem fregnir af ráöstefn unni herma, hefur aðeins einn af biskupunum, sem þátt taka í ráö- stefnunni verið hlynntur algjörum aðskilnaði kirkju og ríkis, og er það sænskur biskup. Myndin er tekin stuttu eftir að fyrsti laxinn tók hjá Haraldi. (Ljósm. R. Lár.) Haraidar og Bjami skildu jafnir — veiddu sina 5 laxana hvor / Haffjarðará Klukkan rúmlega fimm á laug ardag kom Haraldur krónprins að Haffjaröará, ásamt Bjama Benediktssyni forsætisráðherra. Án efa hafa þeir báðir verið fegnir að komast út í óspillta náttúruna, eftir stranga dagskrá undanfarinna daga Innan stundar höfðu þeir skipt um föt og skrýðzt veiði- gallanum og héldu hvor í sína áttina, Haraldur fór niður með ánni, en Bjarni fór hina leið- ina. Þeir vom við veiöar fram á kvöldið en gistu síðan í veiði húsinu við ána. Um morguninn héldu þeir aftur á veiðar og voru að til hádegis. Eins og gefur að skilja mun nokkur eftirvænting hafa ríkt um það, hvor yrði fengsælli, norski ríkisarfinn, eða íslenzki forsætisráðherrann. Ríkisarfinn hefur orð á sér fyrir aö vera fengsæll laxveiðimaður, en for- sætisráðherrann hefur hingað til veriö þekktari fyrir annað en laxveiöar og bjuggust því flest- ir við sigri hins fyrmefnda. En íslenzkum til mikillar ánægju fóru leikar svo, að báð- ir fengu fimm laxa og má segja að forsætisráðherrann hafi sigr- að i viöureigninni, þar sem hann veiddi þyngsta laxinn sem vó sex og hálft pund. Laxinn sem Haraldur veiddi var sendur til Reykjavíkur, en þar verður hann settur í frysti og mun Haraldur ætla að gefa föður sínum einn eða tvo laxa. Haraldur veiddi alla sína laxa á flugu, en ekki er oss kunnugt hvaða beitu forsætisráðherrann notaði.* Klukkan rúmlega hálf fjögur í gær lenti Blikfaxi á flugvell- inum á Stóra Kroppi í Reyk- holtsdal til að sækja Harald krónprins og flytja hann tii Akureyrar. Framhald á bls. 10. Brauzt inn til fyrr- verandi eiginkonu — lagði hendur á hana og veitti áverka Krónprinsinn kemur út úr bflnum á flugvellinum á Stóra-Kroppi. Maöur nokkur, fyrir nokkru frá- skilinn, brauzt inn tii fyrrverandl konu sinnar aðfaranótt laugardags og Iagöi á hana ' Hafði hann brotið upp læsia: uyrnar, þegar hann komst ekki öðruvísi inn til hennar. Varð að lokum að kveöja lögreglu til og tók hún manninn í sína vörzlu. Kom í ljós að mað- urlnn var undir áhrifum áfengis, og gisti hann hjá iögreglunni um nóttina. Nokkuð sá á konunni eftir átök mannsins, en hún hafði þó ekki hlotið nein teljandi melðsli. Situr maðurinn nú í gæzluvarðhaldi fyrir meint innbrot og líkamsárás og er mál hans í rannsókn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.