Vísir - 14.08.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 14.08.1967, Blaðsíða 9
V1SIR . Mánudagur 14. ágúst 1967. laugardagsmorguninn lagði Haraldur krónprins upp í ferðalag um landsbyggðina, sem hófst á siglingu upp í Hvalfjörð með varðskipinu Þór. í fylgd með Haraldi voru forseti ís- lands, herra Ásgeir Ásgeirsson, forsætisráðherra, Bjami Bene- diktsson, dómsmálaráðherra Jó- hann Hafstein, Sigurður Nordal prófessor, hinn íslenzki fylgdar- maður krónprinsins, Páll Ásgeir Tryggvason, Hörður Bjarnason húsameistari ríkisins, o. fl. Veð ur var heldur hráslagalegt þeg- ar krónprinsinn gekk um borð, en þar tóku á móti honura Jón Jónsson skipherra, Pétur Sig- urðsson forstjóri Landhelgis- gæzlunnar og fleiri. Var siglt út úr höfninni um hálf ellefu og gengu menn fljótlega niður í skipið, enda var orðið talsvert hvasst ofan þilja. Var snæddur hádegisverður um borð, og eftir tveggja tíma siglingu var lagzt að bryggju í Hvalfirði. Var stór hópur manna samankomin við bryggjuna er krónprinsinn gekk upp að Hvalstöðinni en þarna tók Loftur Bjamason útgerðar- maður á móti Haraldi, og var síðan fylgzt með því, er C2 feta langur búrhvalur var dreginn upp á'planið og byrjað að skera hann. Ekki virtist krónprinsinn kippa sér upp við lyktina þarna, og munu víst ýmsir viðstaddra hafa glevmt henni meðan hinn tigni gestur stóð þar við. Voru síðan þegnar veitingar hjá Lofti Bjarnasyni og síðan lagði bíia- lestin _af stað upp í Reykholt. Var nú veður mjög tekið að batna og hefur Haraldur varla verið svikinn af hinní íslenzku náttúrufegurð á þeirri leið. en ekið var um Geldingadraga og Hestháls. Skein sól alla leiðina. Á hlaðinu í Reykholti tóku á móti Haraldi sr. Einar Guð- mundsson prófastur, Vilhjálmur Einarsson skólastjóri, Jönas Amason alþingismaout', Hapald ur Jónasson fulltrúi sýslumanns og Sturla Jóhannsson hrepp- stjóri. Hópur þýzkra ferðamanna var staddur þarna og þóttust ferðalangarnir heldur en ekki heppnir að fá þarna að sjá norska krónprinsinn og hina ís- lenzku ráöamenn. Einnig stóðu 45 uppklæddar telpur á hlaðinu, en þær dveljast í sumarbúðum í Reykholti. Prófastur Einar Guð mundsson og prófessor Sigurður Nordal fylgdu nú Haraldi um staðinn og fræddu hann á sögu Hvalstöðin skoðuð. Loftur Bjarnason, úigm., talar við Harald og forseta íslands. Við hlið krónprinsins er Bjami Benediktsson. Reykholts. Var Snorralaug skoð uð, gengið inn í Snorragöng, og síðan var gengið að styttu Snorra Sturlusonar, en sem kunnugt er færði Ólafur kon- ungur íslendingum hana ag gjöf frá norsku þjóðinni árið 1947. Gekk Haraldur inn í kirkjuna og skrifaði í gestabók og skoðaði síðan Sturlungagrafreitinn í kirkjugarðinum. Að endingu vom þegnar veitingar hjá Ein- ari rófasti, sem bauð Harald velkominn og flutti stutt ávarp, þar sem hann vitnaði í kvæði norska skáldsins Amulf 0ver- land sem hann orti til Hákonar VII. en þar segir: „Du horer ipg^,., klggge, men hele folket i gl“, Skoðaði Haraldur ljósnrent aö handrit Reykholtsmáldaga, sem mun vera elzt íslenzkra handrita, elzti hluti þess skrifað ur um 1185. Kvaddi nú Haraldur þá Reykholtsmenn, svo og mest- an hluta fylgdarliðs síns, sem nú ók til baka til Reykjavíkur. Var nú ekið sem leið liggur vest ur að Haffjarðará á Snæfells- nesi, en þangað var komið kl. rúmlega fimm, og haldið sem Ieið lá í .veiðihúsið vig ána. Koma krónprinsins til Haffjarö arár hafði verið undirbúin vel og veiðitæki voru tilbúin og biðu þess að verða reynd. Eftir að Haraldur haföi skipt um föt og klætt sig i veiði- gallann. var haldig niður með ánni, að svonefndu Grettis- hlaupi en þar hefur löngum ver ið fengsæll veiðistaður. Hallgrím ur Hallgrlmsson ók með prins- Framhald á hls 10. Krónprmsinn með einn af löxum sínum. Bílalestin við Hvalstöðina. Sigurður Nordal leiðbeinir Haraldi við Snorralaug.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.