Vísir - 14.08.1967, Blaðsíða 10

Vísir - 14.08.1967, Blaðsíða 10
70 V1SIR. Mánudagur 14. ágúst 1967. Skildii jnfnir — Framh. al bls. 1 Fremur var þungbúið er vélin lenti, og skömmu seinna gerði dálitla skúr. Með vélinni komu Hans G. Andersen ambassador, Jóhann Hafstein dómsmálaráð- herra og Tor Myklebost am- bassador. Nákvæmlega 8 mínút ur fyrir 4 renndi bíllinn með krónprinsinn upp að vélinni, en hann kom beint frá Haffjarðará, Heilsaöi krónprinsinn þeim sem með vélinni komu og flug- stjóra Blikfaxa, Henning Bjarna syni og aðstoðarflugmönnum. Kvaddi Haraldur því næst for- sætisráðherra Bjama Benedikts- son en hann var sá eini í fylgd- arliði Haralds, sem ekki fór með norður og mun hann hafa ætlað að halda áfram veiðunum. Gekk Haraldur nú upp í vélina og voru hreyflarnir ræstir og von bráðar var vélin komin á loft og stefndi i norður. Er þetta í fyrsta sinn, sem Fokker Friend- ship lendir á þessum flugvelli, en hann er 1080 metra langur. íþróttir — Trésmiðir óskast Trésmiðaflokkur óskast til að slá upp fyrir einbýlishúsi við Barðavog. Grunnplata þeg- ar steypt. Upplýsingar í síma 17775 og 23175 eftir kl. 6 síðdegis. Framh. at bls. 2 var mjög jafn. Hún fékk 5.20.6, en svissnesk stúlka var á sama tíma, en dæmd á undan, — og setti svissneskt met, en 3. í riöl- inum var á 5.20.4, sem sýnir hve mikil harka hefur verið milli þess- ara þriggja. Sigurvegari var Vera Kock frá Svíþjóð á 4.55.2 Guð- munda varð 15. í röðinni af 22 keppendum. í 100 metra baksundinu var Sig- rún Siggeirsdóttir meöal keppenda og varð 17. af 22 keppendum á 1.20.2, nokkru lakara en hún náði í Kaupmannahöfn fyrir helgina (1.18.6). A-þýzk stúlka sigraði á 1.11.1. í dag keppir unga fólkið í tveim greinum, Sigrún í 200 metra bak- sundinu og Ólafur í 200 metra bringusundi. Á morgun keppa Sig- rún og Ólafur í 200 metra fjór- sundunum og Guðmunda i 800 m skriösundi. Pjoðnoiðmgja - íbuðin í VÖLKERFREUNDSCHAFT, áður Stocholm, — er laus í skemmtisiglingu n k. miðvikudag. — 16 dagar. — 16. — 31. ágúst. — Bergen — Osló — Kaupmanna- höfn — Amsterdam — London. allorca London SIGLT ÚT — FLOGIÐ HEIM Einstakt tækifæri. — 31. ágúst — 18. september. Siglt út með hinu glæsilega skemmtiferðaskipi VÖLKER- FREUNDSCHAFT, dvalið í 12 daga á Mallorca. — Sól- arhringsdvöl í London á heimleið. — Verð frá kr. 12.000 — 15.000. — ALLT INNIFALIÐ. — SUNNA Bankastræti 7, sími 16400 — 12070. SCrónprinsinn — i;'ramhald at bls 9 inn í bifreið sinni og voru tveir menn í för með þeim, norskur maöur og ungur Islendingur sem hefur verið við nám í Noregi undanfarna vetur, en hefur á sumrum unnið við Haffjarðará m.a. sem leiðbeinandi útlendra veiðimanna. Nú var komið að þeirri stund í lífi norska krónprinsins, að fá að reyna veiðihæfni sína í einni glæsilegustu laxveiðiá ís- lands. Þaö var engum vafa undirorp ið, að gnægð fisks væri í ánni, því ekki liðu nema fáeinar sek- úndur milli þess að laxar stukku um alla ána. Nú var fluga valin og staður sem kasta skyldi frá og var auð- séð á vinnubrögöum Haralds, að hann hefur einhvern tíma áö ur reynt sig á þessu sviði og kastaði hann hvítri flugulínunni af snilld. En þrátt fyrir mikil sporða- köst og líf í ánni, virtist ætla að fara svo, að enginn lax vildi bfta á hið tignarlega agn. Önnur fluga var reynd, en dugði ekki heldur. Loks var þriðja flugan reynd og var sú af írskri gerð, svört á búkinn með silfurlitu bandi og brúnleita vængi. Eftir að þessi glæsilega írska fluga hafði skollið á vatnsborð- inu nokkrum sinnum, lét einn fimm punda lax glepjast af feg urð hennar og gleypti með húö og hári. Þar með hafði þeim lax inum tekizt að afla sér verð- skuldaðrar frægðar og var dreg- inn að landi eftir að hafa tekizt á við krónprinsinn góða stund. Haraldur var að vonum glað- ur vfir veiðinni og leyfði að taka af sér mynd, þar sem hann hélt á veiðinni. Kunnum vér ekki sögu þessa lengri, þar sem leiðir skildu. Við héldum suður á bóginn, en krónprinsinn hélt til veiðihúss- ins til að snæða þar kvöldverö og gisti hann þar um nóttina. REYKIÐ íöastecpiece PIPE TOBACCO »tfseaauu Næstu sýningbr 3. - 10. 9. 1967 Neyzluvörur 3. - 12. 3. 1968 Iðnaðar- og neyzluvörur Eins og aðrir kaupsýslumenn og iðnrekendur, gerið þér yður far um að fylgjast með markaðsþróun í yðar vörugrein. — í þeirri viðleitni yðar veitir ferö á Kaupstefnuna í Leipzig yður ómetanlega aðstoð. — Vegna fjölskrúöugs vöruframboðs er Kaupstefn- an mjög yfirgripsmikil, en með nákvæmri skiptingu í fjölda vöruflokka, er hún jafn- framt sérsýning. Og vegna hinnar miklu alþjóðlegu þátttöku er Kaupstefnan í Leipzig einkar eftirsóknarverð. - Sérhver vörusýning í Leipzig býður eitthvað nýtt, og hin viðurkennda góöa þjónusta, svo sem útlendingamiðstöð, innkaupamiðstöð, blaðamið- s+öð og fleira, auðveldar sýningargestum starfið. — í Leipzig eru til sýnis yfir milljón sýningarmunir frá 70 löndum og er þeim skipt í 60 vöruflokka. Leipzig er um leið mið- stöð nýtízku iönaðarlands, Þýzka Alþýðulýðveldisins. | Leipztg er miðstöð heimsv1ðskipta, — þar býðst tækifæri til þess að afla nýrra við- skiptasambanda og ganga frá viðskiptasam ningum. Upplýsingar um ferðir til Leipzig og sýningarskírteini fást hjá umboðsmönnum hér : KAUPSTEFNAN - REYKJAVÍK, Póshússtræti 13. S. 10509 og 24397 LEIPZIGER MESSE - DEUTSCHE DEMOKRATISCHE REPUBLIK ..uo^aiNDSIOI BORGIN BELLA Til að byrja meö vann Hjálmar mig alltaf, en síöan ég keypti nýju tennisfötin mín ... I/eðr/ð ' dag Austan gola eöa kaldi, skúrir. Hlti 9—11 stig. TILKYNNING Óháði söfnuöurinn. Farið verður í feröalag sunnu- daginn 20. ágúst. Upplýsingar og farseðlar í Kirkjubæ, þriðjudag miðvikudag og fimmtudag kl 7—10 e.h., sími 10999. Stjórnin. SÍMASKRÁIN R K H Slökkvistööin 11100 11100 51100 Lögregluv.st. 11166 41200 50131 Siúkrabifreið 11100 11100 51336 Bilanasimar Rafmagnsv Rvk. Hitaveita Rvk. Vatnsveita Rvk. D 18222 11520 13134 Símsvarar Bæjarútgerð Reykjavíkur Eimskip hf. Ríkisskip Grandaradíó N&H 18230 15359 35122 24930 21466 17654 23150 SÖFNIN ■95K.. Bókasafn Sálarrannsóknarfé- lags Islands Garðastræti 8 sími 18130. er jpið á miðvikudögum :1. 5.30 - 7 e.h. Tæknibókasafn l.M.S.Í. Skip- nolti 37 3 hæð, er opið alia virka daga ki. 13 — 19 nema laug- ardaga Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið alia daga nema iaugar daga frá kl. 1.30 — 4. eu-wafiKsasacr’-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.