Vísir - 19.08.1967, Síða 1

Vísir - 19.08.1967, Síða 1
VISIR Keflavíkursj ónvarpinu lokað 1. september ? f w 57. árg. - Laugardagur 19. ágúst 1967. — 188.'tbl. Blaöið haföi i gaerkveldi sam- band viö yfirmann vamarliösins á Keflavíkurflugvelli, Frank B. Stone, aðmirál, og sagðist hann ekki hafa fengið bréf frá utan- ríkisráöherra um þetta efni. — Þess vegna hefði hann ekkert um málið að segja á þessu stigi þess. Þá hafði Vísir samband við Vilhjálm Þ. Gíslason, útvarps- stjóra, og spurði hann um mál þetta. Sagðist hann ekkert hafa um málið að sfegja, frekar en það, sem sagt væri i bréfi utan- ríkisráðherrans. Aftur á móti sagði hann að nú væri unnið af fulium krafti að undirbúningi og mælingum á frekari dreif- ingu sjónvarpsins íslenzka um landið. Útvarpsstjóri sagði ennfrem- ur að nokkur breyting yrði á íslenzka sjónvarpinu er útsend- ingardögum yrði fjölgað i sex. Fræðsluefni myndi mjög aukast, og yrði hafin útsending sér- stakrar fræðsludagskrár fljót- lega eftir næstu mánaðamót. — Nýir liðir myndu koma í dag- skrána og sjónvarpið breyta nokkuð um svip. Utanríkisráðherra íslands, Emil Jónsson, skrifaði Admir- al Frank B. Stone, yfirmanni varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli, sl. miövikudag bréf, þar sem segir, að þar sem 6 daga sjónvarp hjá íslenzka sjónvarp- inu hefjlst hinn 1. september, sé ekkert því til fyrirstöðu af hálfu íslenzkra yfirvalda, að AFRTS (Armed Forces Radio and Television Service) geri þær breytingar á sjónvarps- sendingum, að þær verði tak- markaöar við Keflavík og ná- grenni. Segir i fréttatilkynn- ingu frá utanríkisráöuneytinu, aö varnarliðið hafi skrifaö utan- ríkisráðherra bréf hinn 6. sept- ember í fyrra, og tilkynnt, að af viöskiptalegum ástæðum telji varnarliðið nauðsynlegt, að sjónvarpssendingar þess verði takmarkaðar við Keflavík og ná grenni. Utanríkisráðherra svaraði bréfi þessu daginn eftir, og sagðist þar óska þess, að tíma- setning breytingarinnar verði á- kveðin í samráði við íslenzka sjónvarpið. Segist utanríkisráö- herra þar m. a. hafa f huga, að breytingin fari ekki fram fyrr en íslenzka sjónvarpið væri að fullu tekið til starfa. Heimsokn Haralds ríkisarfa lokið Hinni opinberu heimsókn norska ríkisarfans er nú lokið, en hann hef ur verið hér í 9 daga. 1 gær borðaöi Haraldur hádegis verð í Nausti ásamt forseta ís- íands, hr. Ásgeiri Ásgeirssyni, forsætisráðherra, dr. Bjama Renediktssyni, ambassadorum íslands og Noregs, hinum ís- lenzka fylgdarmanni Haralds, Páli Ásgeiri Tryggvasyni og fleirum. Um kl. 14.20 kvaddi Haraldur viðstadda í Nausti og gekk út að bílnum ásamt forseta íslánds. Kvöddust þeir þar fyrir utan og síðan ók krónprinsinn ásamt fylgdarmönnum sínum út á Keflavíkurflugvöli. Steig hann þar um borð í hina nýju þotu flugfélagsins, Guilfaxa, og lagði hún af stað frá Kefíavik um 15.25 áleiðis til Osló. Loftleiðir i A-Berlin: Engin bréf borizt íslenzkum aðilum — Fréttastofa sendi „fréttina" út SVIFSKIPID bilaði í gær Sandur komst i vélina Vikutöf Nýr hreyfill settur i skipið Svo virðist sem enginn fótur sé fyrir þeirri „frétt“, sem barst hing- að til landsins í byrjun vikunnar, að a-þýzk yfirvöld hefðu veitt Loft- leiðum lendingarleyfi í A-Berlín. Vlsir hafði í gær samband við þá Kristján Guðlaugsson, stjórnarfor- mann Loftleiða, og Níels P. Sigurös son, deildarstjóra í utanríkisráöu- neytinu og spurðist fyrir um málið. Níels sagði, að þar sem ekki væri stjómmálasamband milli íslands og A-Þýzkalands, færu engin bréf milll a-þýzkra yfirvalda og ís- lenzkra. Ef lendingarleyfi hefði ver- ið veitt, hefði það átt að berast til Loftleiöa eöa flugmálastjórnarinn- i ar. Kristján sagöi, að engin bréf | hefðu borizt Loftleiðum, þar sem j lendingarleyfi hefði verig veitt Loft leiðum í A-Berlín, að.því er hann vissi. Kristján sagði, að Loftleiðir myndu ekki aðhafast neitt í þessu máli, nema f fullu samráði við ís- lénzku rikisstjórnina og flugmála- stjómina. Strax eftir að „frétt“ þessi hefði borizt hingað til lands, hefðu Loftleiðir sent út fyrirspum til forsvarsmanna sinna í Þýzka- landi, en þeir vissu ekki neitt um þetta mál, skeyti hefði komið, um að einhver fréttastofa hefði sent þetta út í fréttaskeyti, en engar heimildir tilgreindar. Kristján sagði, að Loftleiðir vissu ekkert um þetta mál, og enginn talsmaöur Loftleiða neins staðar í heiminum hefði gefið slíka jd'irlýs- ingu. Svifskipið, sem hér hefur verið undanfarna daga, bllaði í gær. Sand ur hefur komizt gegnum síur í vél skipsins, og komizt í blásara og skemmt hann. Samkvæmt upplýs- ingum Hjálmars R. Bárðarsonar, skipaskoðunarstjóra, en hann er umboðsmaður lelgjenda skipslns, verður skipt um hreyfil sem er 900 ha. gastúrbína í skipinu og er bú- izt við vikutöf á tílraunum þeim, sem fram hafa farið undanfarið við Vestmannaeyjar. Sagði Hjálmar Vísi í gær, að leigjendur hefðu far- 5ð fram á að leigutími svifskipsins verði lengdur, sem nemur töf þess- ari. Þá sagði Hjálmar ennfremur, að eigendur skipsins bæru tjón af óhappi þessu. Hjálmar sagði að orðið hefði vart við óreglulegan gang vélar skipsins í gær. Við frekari rannsókn kom í ljós, að síur í vél skipsins höfðu ekki dugað til því að sandur haföi komizt í vélina. Virtist sem sandur hér væri fínni en þar sem svifskipið hefði áður verið notað. Sagði Hjálm ar, að von væri á nýjum hreyfli næsta miðvikudag. Reiknað væri með, aö tvo daga tæki að skipta um hreyfil, og ráðgert að skipið verði aftur komið á flot (loft?) næsta laugardag, hinn 26. ágúst n.k. Eins og fyrr greinir, hefur veriö farið fram á það við eigendur skipsins að leigutíminn verði lengdur um þann tíma, sem töfin verður. Svifskipið hefur vakið mikla hrifningu þeirra, sem farið hafa með því. Er það samdóma álit manna, að hér sé um undratæki að ræða, sem gegnt geti mikil- vægu hlutverki á sviði samgangna hér á landi. Mikil aðsókn hefur verið að ferðum með skipinu og færri komizt að en vildu. Ef allt gengur að óskum, verður það reynt milli Akraness og Reykjavíkur á næstunni. Einn færasti org- anisti til íslands í september ítalski orgelsnillingurinn Germany sem var um áraraðir organisti við Pétursklrkjuna í Róm, er væntan- legur hingað til lands 10. septem- ber næstkomandi. Hingað kemur hann á vegum Félags íslenzkra org anista og dvelzt hér í níu daga. Mun hann halda tónleika í Frí- kirkjunni I Reykjavik, og ennfrem ur heldur hann kirkjutónleika á Akureyri, Selfossi og í Keflavik. Germany er talinn einn færasti orgelsnillingur heims. Hann hefur haldið tónleika víða um heim. — Framhald á bls. 10 Meiri laxgengd nú en undanfarin ár — Laxveióin minni nú en skyldi vegna vatns- leysis, en jbó útlit fyrir metár i sumum ám. — Arnar i Húnavatnssýslu fyllast af Iaxi Laxveiðin gekk yfirleitt mjög vel f flestum laxveiðiám f júlí- mánuði, en þrátt fyrir töluverða laxgengd að undanförnu hefur veiðin upp á síðkastið verið dræmari en efni standa til, sagði Þór Guðjónsson veiðimálastjóri í viðtali við Vísi um laxveiðina í gær. Skilyrði til stangaveiði hafa verið heldur slæm vegna vatnsleysis í ánum og góðviðris en þetta getur breytzt mjög skyndilega ef einhverja úrkomu gerir, bví að mjög mikill lax er f fiestum ám. Það er greini- legt, að nú eru miklu meiri laxa- göngur en tvö undanfarin ár og vegna vatnsleysisins í sumar er ennþá að ganga upp lax, t. d. í Borgarfirði. — Laxinn biður úti fyrir árósunum ef lítig vatn er f ánum og gengur ekki upp nema þegar líður að hrygningu eða vatnsma.;nið eykst. Netaveiðin hefur einnig verið mjög góð í sumar, en er nú heldur minnkandi. Netaveiðinni lýkur 19. ágúst í Borgarfirði, en seinna í ánum austanfjalls vegna þess að hún hófst þar seinna í vor. Frameftir öllu sumri var lítil laxveiði í Miðfjarðará í Húna- vatnssýslu og litlar laxagöngur, en nú er kominn mikill lax f ána og sömuleiðis í Laxá í Ás- um, þar sem meira af laxi var komiö á land um mánaðamótin en í allt fyrrasumar. Almennt virðist vera kominn mikill lax i árnar í Húnavatnssýslu. í Elliðaánum er komið svipaö magn á land og í fyrra, en þá þótti veiðin ágæt. Þann 11. ágúst höfðu veiðzt 718 laxar, en 3772 laxar voru gengnir í gegn- um teljarann 15. ágúst, sem er mun meira en í fyrra. Allt útlit er fyrir metveiði í Laxá í Leirársveit, en þar höfðu veiðzt 634 laxar 16. ágúst. 1214 laxar vóru komnir á land í Laxá í Kjós 10. ágúst, sem er tölu- vert meira en í fyrra, og í Leir- vogsá voru komnir 177 laxar á land 11. ágúst. í Norðurá er allt fullt af laxi, en þar höfðu veiðzt 1213 laxar 11. ágúst. Veiðin í Þverá f Borg- arfirði byrjaði heldur illa fyrst f sumar, en þar eru nú komnir yfir 1100 laxar á land. í Laxá f Þingeyjarsýslu hefur gagnstætt öðrum ám á landinu verið heldur mikið vatn, en veið- in hefur engu að sfður verið á- gæt. Laxármýrarveiðin var í gær milli 660 og 670 laxar, svo að búast má við að heildarveið- in sé farin að nálgast 1000 laxa. Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.