Vísir - 24.08.1967, Qupperneq 1
57. áFg?*- FimmtudágOT 24.
1067. - t92. tbl.
Landsleikurinn i gærkveldi:
Mesta hneyksli ís-
lenzkrar íþróttasögu
— segir Björgvin Schram, formaður KSI
Varla er um annað talað í
dag en reiöarslag þaö, sem ís-
lendingar fengu í landsleiknum
við Dani á Idrætsparken í gær-
kvöldi. Vísir haföi í morgun
samband Við Björgvin Schram,
formann Knattspymusambands
íslands, en hann gat ekki farið
út meö liðinu vegna anna hér
heima. Vísir spuröi hann um
álit hans á leiknum og úrslit-
um hans. Björgvin sagði:
Ég er næstum orölaus. Leikur
þessi lagöist mjög illa I mig
þegar í byrjun, og ég bjóst viö,
að Danir sigruöu meö 4—5
marka mun. En að þeir skoruðu
14 mörk, tekur út yfir allan
þjófabálk. Ég myndi segja, aö
þetta væri mesta hneyksli ís-
lenzkrar íþróttasögu. Lið, sem
hefur fengið á sig 6 mörk í fyrri
hálfleik, hefur ekki leyfi til aö
fá á sig 8 í þeim síðari. — Með
þeirri varnartaktik, sem þekkt
er nú hjá öllum knattspyrnu-
þjóðum, á aö vera unnt aö koma
í veg fyrir slíka útreið.
Mér er algerlega óskiljanlegt,
hvernig íslendingarnir hafa lát-
ið danska liðið brjóta sig niður.
— Hvað skal þá gera, Björg-
vin ?
— Ja, hvað gerir maöur við
krakka, sem hafa fallið á prófi?
Sendir þá heim og lætur þá læra
betur. Ég held, aö hér sé um
eitthvað óeðlilegt að ræða. Að
vísu vissi maður, að Danirnir
væru fremri islenzka liöinu, en
að munurinn væri tólf mörk,
það er eitthvað óeðlilegt.
Fer Islandssildin upp að
— Norski sildarkóngurinn Finn Devold spáir
þvi, að sí/din taki sér vetursetu við Lófóten
Norski síldarkóngurinn Finn
Devold vakti mikla kátínu á árs
þingi hafrannsóknafélagsins
norska um seinustu helgi, þegar
hann sagði aö íslenzka síldin
'-f'fði framið eins konar „barns-
rán“ á norsku síldinni — lokkaö
norska síldarstofninn til hafs.
Norski síldarstofninn kom ár
hvert upp aö ströndum Noregs
við Lófóten til þess að hrygna
— eða fram ti! 1966, en þá segir
Devold aö íslenzka síldin hafi
óvænt blandað sér f málin og
táldregið norð-norsku vetrar-
síldina til ævintýraferðar og vet
ursetu við strendur Islands. Síð-
an hafi ekki sézt svo mikið sem
branda af norö-norsku stórsíld-
inni við Noregsstrendur.
En Devold er bjartsýnn á að
næstu árgangar muni byggja
upp nýjan síldarstofn, sem komi
upp að ströndum Noregs á
næstu árum til að hrygna. Hann
gerir sér jafnvel vonir um að
■WV/V^WWWVWVWWI
Sakséknari óskar
eftir rannsókn
á Þistilfjarðar-
veiðunum
1 dag sendir saksóknari rík
isins sýslumanni Þingeyjar-
sýslu skýrslu Landhelgisgæzl
unnar með ósk um að málið
verði tekið til rannsóknar.
Varðskipið Þór tók skýrslu
af fimm bátum, sem voru að
veiðum með hringnót á Þistil
firði hinn 15. þessa mánaðar,
en eins og kunnugt er leikur
grunur á að hér sé um ólög-
Iegar þorskveiðar að ræða.
IVIun sýslumaður væntanlega
kalla þessa skipstjóra til yfir
heyrslu á næstunni. — Jafn-
framt hefur Landhelgisgæzl-
unni verið falið að hafa vak-
andi auga með veiðunum.
^WVWSA/WWWXAAAA,
Gullfaxi á Akureyri í gærkvöldi. Fremstir á myndinni: Ingólfur Jónsson, samgöngumálaráöherra, Birg-
ir Kjaran og Magnús Jónsson, fjármálaráðherra.
— segir flugmálastjóri að lokinni
boðsferðinni með GULLFAXA
Fyrstu þotufarþegarnir á inn-
anlandsleiö komu til Reykjavfk-
ur í gærkvöldi laust fyrir kl. 23
frá Akureyri, — meö lendingu í
Keflavík. Flugferðin og bílferðin
tóku samanlagt nær eina og
hálfa klukkustund, en frá Akur
eyri og þar til þotan renndi yfir
ljósum skrýdda höfuðborgina
liðu aðeins litlar 15 mínútur!
Agnar Kofoed-Hansen, flug-
málastjóri, einn gesta Flugfélags
ins i gærkvöldi, og jafnframt
fyrsti flugmaður Fí setti enda-
punktinn á skemmtilega reisu,
þakkaði Flugfélaginu fyrir á-
nægjulega ferð og sagði m.a. aö
hann myndi ekki betur en að
hann hefði fyrir 30 árum skilað
sínum 4 farþegum á fyrstu far-
þegavél Fí, eins hreyfils Wacho
frá Akureyri til Reykjavíkur á
2 mfnútum styttri tima en nú er
gert með nútímatækni. „Hér er
einhver skekkja í dæminu“,
sagði flugmálastjóri, „og fyndist
mér ekki óráðlegt að reikna það
dæmi upp á nýtt“. Átti hann
eflaust viö hið umdeilda lend-
ingamál. Meöal gestanna voru
samgöngumálaráðherra, Ingólf-
ur Jónsson, og Magnús Jónsson,
fjármálaráðherra.
Þotan lenti á Akureyri stund
arfjórðungi fyrir átta í gær-
kvöldi. Allir sem vettlingi gátu
valdið voru mættir úti á flug-
velli, enda er flugáhugi rótgró-
inn á Akureyri, eins og kunnugt
er, Fólki var gefinn kostur á að
skoða vélina meðan hún hafði
viðdvöl, en það var í iy2 tíma.
Komust færri að en vildu. Gizk
að var á að á 4. þúsund manns
hefðu farið út á flugvöll til að
sjá vélina, en ekki er gott að
gizka með neinni vissu á töl-
una.
Nýja flugbrautin reyndist frá
bærilega vel og viröist ekkert í
veginum að þotan verði notuð á
ieiðinni Reykjavík—Akureyri,
þegar svo býður viö að horfa, en
Keflavfkurflugvöllur setur að
vísu stórt strik í reikninginn.
Gullfaxi, undir öruggri stjórn Jó
hannesar Snorrasonar, þurfti að
eins tæpa hálfa braut og var
stöðvuð fyrir framan flugstöð-
ina. í flugtaki notaði hún aðeins
rúma hálfa braut. Hávaði af
völdum hennar virtist ekki meiri
en t.d. í DC-6B flugvélum.
Fyrstu þotufarþegarnir, sem
munu hafa verið 13 taisins voru
ákaflega ánægðir með ferðina,
það kom þeim þægilega á óvart
að fá svo skemmtilega vél, en
ferðin milli Keflavíkur og
Reykjavikur var þó að dómi
fólksins talsverður ljóður.
Togaralöndun í Reykjavík meiri nú
en allt seinasta ár
Engar sóluferðir meðan karfinn veiðist? Útgerð-
armenn uggandi vegna ástandsins á isfisk-
markaðinum i Bretlandi og Þýzkalandi
Togararnir hafa nú í allt
sumar veitt nær eingöngu fyrir
heimamarkað. Þeir eru nú búnir aö
landa um það bil jafn miklum afla
í Reykjavík og allt seinasta ár. —
Ir.gólfur Arnarson landnði í fyrra-
dag 26G tonnum 190 kg. og nam
löndun togarafisks 16.103 tonnum
þaö sem af er árinu. Karlsefni land
aöi á þriðjudaginn um 70 tonnum
og Hallveig Fróðadóttir landaði í
í gær 104,240 tonnnum, og er bá afl
inn sem landaö hefur verið hér
oröinn heldur meiri en landað var
allt seinasta ár, en þá nam togara-
löndun í Reykjavík 16.226 tonnum.
f morgun var svo von á Jóni Þor-
lákssyni meö góðan afla og vænt-
anlega verður Iandaö úr honum í
dag.
Afli togaranna hefur verið næsta
góður allt þetta ár. Þeir hafa flest
ir verið á karfaveiðum í sumar á
heimamiðum, djúpt út af Breiða-
firði, út af Víkurálnum og víöar.
Þess ber þó að gæta að allt fyrra-
sumar voru farnar söluferðir og
minna af aflanum landað í heima-
höfnum en nú. Nú er hins vegar
útlit fyrir erfiðleika á sölumarkaði
togaranna, einkum 1 Þýzkalandi þar
sem EFTA-tollarnir eru sem óöast
að ganga í gildi og koma hart nið-
ur á togarasölum ríkja, sem standa
utan við Efnahagsbandalagið..
Útgerðarmenn eru mjög uggandi
um sölumarkaö togaranna af þess
um sökum og þykir grundvöllurinn
fyrir Þýzkalandssiglingum orðinn
æði hæpinn, en þangað hafa skipin
mikið siglt á haustin. Hins vegar
vona menn aö löndunarhömlunum
í Bretlandi verði aflétt,' þegar þær
verða endurskoðaðar í spetember.
Þeir útgerðarmenn, sem blaðiö
hefur talað við um þessi markaðs-
mál eru á einu máli um að nauö-
Framh. á 10. síöu.
Lendingamálið—„dæmi sem reikna
þarfupp á nýtt"
Landsþing Kven-
félagasambands ís-
lands sett í morgun
17. landsþing Kvenfélagasam-
bands íslands var sett kl. 10 í morg
un í Neskirkju, Mun landsþineið
standa þangað til á laugardag og
verður því slitið eftir hádegið. Við-
staddir setninguna i morgun voru
m.a. fulltrúar Norðurlandanna, sem
setið hafa stjórnarfund Húsmæðra
sambands Norðurl., sem haldinn
var hér í Reykjavík á mánudag og
þriðjudag, en hinir norrænu gestir
munu fara á morgun.
Formaður Kvenfélagasambands-
íslands er frú Helga Magnúsdóttir
á Blikastöðum.