Vísir - 24.08.1967, Qupperneq 5
VÍSIR . 7;mmtud;^,>r 24. ágúst 1967.
' ..wZiífomCí. — ■ |'W4J z2\ti
Pönnukökur á nýjan máta
H Pönnukökur eru eitt það fyrsta, sem stúlkur
læra í heimahúsum í matargerð og bakstri,
og líklega vinsælasta „kaffibrauð“ íslendinga. —
Hvemig væri að reyna að hafa dálítið meiri fjöl-
breytni í pönnukökubakstrinum? Hér em nokkrar
uppskriftir af góðum pönnukökuafbrigðum, sem
ætluð eru sem eftirréttir, forréttir eða með kaffi.
Rækjupönnukökur
Út £ venjulegt ósykrað pönnu
kökudeig er sett dálítið rækju-
soð (úr dósinni) í stað mjólkur.
Síöan eru pönnukökumar bak-
aðar á venjulegan hátt og ekki
hafðar of stórar. Jafningur er
gerður úr afgangnum af rækju-
soðinu, hveiti, smjöri, kryddi,
rækjum og örlitlum rjóma, og
jafningurinn siðan settur inn-
an í pönnukökumar og þær
brotnar saman í femt og raðað
á disk, sem er skreyttur með
rækjum, persillu og sítrónusneið
um.
ítalskar pönnukökur
Gerið venjulegt pönnuköku-
deig án þess aö setja sykur í
það. Rifið ost saman við deigið,
og bakið á vanalegan hátt. Ger-
ið fars úr hökkuðu nautakjöti,
steiktu I dálitlum lauk og smátt
brytjuðu beikon. Blandið út í
farsið tómatkrafti, hvítlauks-
dufti, merina, salti og pipar.
Setjið hæfilega mikið fars 1
hverja pönnuköku og rúllið þeim
upp eins og við gemm við vana
legar sykurpönnukökur. Þetta
og hita síðan upp í ofni rétt áð-
ur en það er borið fram.
fspönnukökur
Eplapönnukökur
Eins og við vitum, þá eru
pönnukökumar langbeztar, þeg-
ar þær eru alveg nýjar, og oft
kemur fyrir að við verðum að
henda pönnukökum, ef þær eru
ekki borðaðar meðan þær eru
nýjar. Næst, þegar eitthvað
gengur af pönnukökunum, skul-
ið þiö reyna eftirfarandi: Smyrj
ið eplamauki á pönnukökumar
og brjótið þær síðan saman, eins
og þegar við höfum sett rjóma
í þær, veltið þeim upp úr þeyttu
eggi og örlitlu hveiti og brúnið
í smjöri. Þetta má gera nokkru
áður en pönnukökumar eru
bomar fram, og er alveg sér-
staklega gott að setja örlítið
romm eöa líkjör yfir þær, áður
en þær eru hitaðar upp £ ofn-
inum, Og ef um sérstakt til-
efni er að ræða, þá má hella
ennþá meira rommi yfir þær,
um leið og þær em teknar út
úr ofninum. og kveikja síðan
í þeim, og bera fatið með log-
andi pönnukökunum inn á borð
ið.
írskar pönnukökur
4 eggjarauður, 2 eggjahvítur,
3 dl. rjómi, dálitið múskat, 50
gr. sykur, 60 gr. smjör og 125
gr. hvéiti. — Þeytiö eggin og
hellið rjómanum út £. Hrærið
hveitið og kryddiö, smjöriö og
sykurinn smátt og smátt út i,
þangað til deigið er orðið hæfi-
lega þykkt. Bakið pönnukök-
umar mjög þunnar i mikilli feiti.
Góðar með hunangi eða ávaxta-
hlaupi.
Sýrópspönnukökur
Gerið þykkt pönnukökudeig,
lítið sykrað. Bakið pönnukök-
umar á venjulegan hátt, en haf-
ið þær eins þykkar og hægt er,
án þess að þær veröi hráar. Sið-
an er pönnukökunum raðað
hverri ofan á aðra, og sýrópi
smurt á miHi þeirra. Skreytt að
ofan með ávöxtum. og síöan er
skorið úr pönnukökustaflanum
eins og tertu, og þevttur rjómi
borðaður með. Gætið þess, að
hafa ekki of mikið sýróp á
pönnukökunum, svo að það leki
ekki allt niður.
Sveppapönnukökur
Gerið venjulegt pönnuköku-
deig, án sykurs, og kryddið það
vel með salti, pipar og papriku
og blandið smátt brytjuðum,
litið steiktum sveppum út í.
Bakiö pönnukökurnar ekki of
stórar, rúllið þær upp heitar og
setjiö einn heilan aspas í hverja,
og berið fram með rifnum osti
stráðum yfir.
rK
Líflegir gluggar fyrir
Annað afbrigði af góðum eftir
réttspönmikökum, er að setja
ís innan í pönnukökumar, áður
en þær eru bornar fram, en
gæta skal þess að pönnukök-
umar mega ekki vera heitar,
þegar ísinn er settur í. Einnig
er mjög gott að setja ávaxta-
hlaup (jeily) og þeyttan rjóma
innan í þær. IVÍargar gerðir af
ávaxtahlaupi eru fáanlegar og
bezt að setja dálítið af einhvers
konar ávöxtum út I hlaupið, áð
ur en það stífnar.
litla peninga
góðu verði fyrir þá, sem ‘ekki
eiga gamlar ,,rúllugardínur“, en
hafa hug á að útbúa skemmti-
leg og ódýr tjöld fyrir glugg-
Eigiö þið gamlar „rúllugard-
ínur“, sem em orðnar ónýtar ?
Ef svo er, þá getið þiö sjálfar
auðveldlega gert þær sem nýj-
ar með því að kaupa fallegt efni
og setja í staðinn fyrir pappír-
inn. Plast er hentugast, enda
fást óteljandi tegundir af fall-
egum plastefnum hér í bæn-
um. Ef lítið reynir á gardín-
úrnar, er líka hægt að fá fall-
egt efni, sem ber sig vel, og er
þá hægt aö velja þaö alveg í
stíl við gluggatjöldin sjálf. Á
svefnherbergið er mjög fallegt
að hafa smámynstruð efni, ekki
of gagnsæ, og gæti verið mjög
skemmtilegt að hafa það sam-
litt rúmteppi, púðum eða dúk-
um.
Bezt er að byrja á að mæla
hvaö gömlu „rúllugardínurnar"
em stórar, og þarf að ætla dálft
iö aukalega að ofan og neöan.
Þegar búið er að kaupa efnið,
eru gömlu gardínurnar teknar
niður, pappírinn rifinn af kéfl-
inu og stönginni og síðan er
efnið eða piastið límt með
sterku lími á kefliö að ofan, á
sama hátt og pappírinn var limd
ur. Ef um tau er að ræða er
bezt að setia nokkra smáa nagla
í keflið að ofan til aö engin
hætta sé á að efnið losni. Síðan
er saumaöur eða límdur faldur
að neðan og stönginni smeygt
inn í. Gert er lítið gat fyrir
spottann, sem togað er í. Ef efn-
iö er mjög þunnt, er gott að
límaband me~fram brúununum
tilendanna, þá er minni hætta á
að efniö misteygist. Gæta skal
þess þó, að brúnin veröi ekki
of þykk, þannig að efnið nái
að rúllast alla leiö upp á
kefliö. v
Ef þið hafið ekki komið ykk-
ur upp „amerískum uppsetning-
um“ fyrir alla glugga þá er
þetta mjög ódýr og góð lausn,
sérstaklega fyrir þá, sem búa
á jarðhæð eöa í kjallara. Ef að
þið eigið. gamlar „rúllugardín-
ur“ á háaloftinu. sem löngu hafa
verið teknar niður, þá er hægt
að fá ný járn til að setja keflin
upp á 8 krónur parið í Glugga-
um hf. Þar er raunar einnig
hægt að fá kefli og stangir á
í
Tilvalið er að setja kögur,
blúndu eða mislit bönd neðan
á gardínumar. Hér eru dúskar
saumaðir neðan á köflótt efni,
sem hefur verið klippt £ stór
lauf.
m
ra , •; jje