Vísir - 24.08.1967, Síða 8
8
V1S IR . Fimmtudagur 24. ágúst 1967.
VÍSIR
Utfeefandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Framkvæmdastjúrl: Dagur Jónasson
Kitstjóri: Jónas Kristiánssot)
Aóijtoóarritstjórt: Axe) Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson
Auglýsingan Þingholtsstræti 1, simar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55.
Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 Unur)
Áskriftargjaid kr. 100.00 á mánuði tnnanlands
! lausasölu ttr. 7.00 eintakið
Prentsuúðje Vísis — Edda h.f.
Innlendar skipasmíðar
Enginn ágreiningur ætti að vera um það, að allra hluta
vegna sé æskilegast að íslenzk fiskiskip séu smíð-
uð hérlendis, ef þau standast samanburð við erlend
skip um gæði og verð. Að sögn þeirra, sem dómbæ'rir
eru á þessi mál, eru íslenzkir skipasmiðir að öllu leyti
jafnokar erlendra starfsbræðra sinna, og verðið þytfti
ekki að vera óhagstæðara, ef smíðastöðvarnar hefðu
árviss verkefni. Þess var t. d. getið í blaðaviðtali fyrir
skömmu, að tvö stálskip, 360 og 370 lestir að stærð,
sem smíðuð eru hjá Stálvík, séu ódýrari en sambæri-
leg skip, sem flutt hafa verið til landsins upp á síð-
kastið.
Hins vegar eru tréskip af stærðinni 30—50 lesti'r
allmiklu dýrari hér en erlendis. Skýringin er sögð sú,
að ekki hafi verið gerð áætlun um endurnýjun báta-
flotans, og því sé það meira og minna tilviljunum háð,
hvo'rt skipasmíðastöðvarnar hafi nokkuð að gera í
þeirri smíði eitt árið, en næsta ef til vill ekki hægt
að anna eftirspurn, sökum þess að afgreiðslufrestur-
inn, sem útgerðarmenn setja, er of stuttur. Þeir vilja
of margi'r fá skipin í einu, og leita þá sumir til erlendra
stöðva. Var haft eftir formanni Félags íslenzkra drátt-
arb’rautaeigenda, að ef ekki yrði komið á einhvers
konar áætlun um endurnýjun flotans, gæti innlend
skipasmíði aldrei komizt á öruggan grundvöll.
Nú hefur iðnaðarmálaráðuneytið haft forgöngu um
skipun nefndar til þess að rannsaka þessi mál í heild
og m. a. komast að niðurstöðu um, hvaða stærð og
ge'rð fiskiskipa sé heppilegust og hvort hægt verði
að staðla byggingu þeirra, þ. e. smíða svonefnd „seríu-
skip“, eins og nú tíðkast mjög erlendis, t. d. í Þýzka-
landi, Hollandi og víðar. Með því móti ættu skipin
að geta orðið mun ódýrari, afgreiðslufrestur styttri
og afkoma skipasmíðastöðvanna ö’ruggari.
Aðstaða til smíði stærri skipa er einnig fyrir hendi
hérlendis á a. m. k. þremur stöðum. Tilboð hafa verið
gerð í smíði tveggja skipa fyrir Skipaútge'rð ríkisins,
og ekkert er því til fyrirstöðu að smíða hér togara.
Og verði íslenzkri skipasmíði tryggður sá starfsg'rund-
völlur, sem hún þarf, líður varla á löngu, unz hægt
verður að byggja hér stór farþega- og flutningaskip,
m. ö. o. að við getum orðið okkur sjálfum nógir að
mestu eða öllu leyti í þessu efni.
Það eru engar smáupphæðir, sem við greiðum sum
árin til erlendra aðila fyrir smíði á skipum, sem við
gætum hæglega byggt sjálfir, ef þessum atvinnuvegi
væru sköpuð nauðsynleg skilyrði: Hér er því um stó'r-
kostlegan gjaldeyrissparnað að ræða og atvinnutekj-
ur allmargra manna. Við verðum því að finna leið
til þess, að þessi innlendi iðnaður, sem þegar er svo
vel á veg kominn, lognist ekki út af fýrir mistök og
úrræðaleysi.
Úrslitakostir Kínastjórnar
árásin á brezka sendiráðií
U inn 20. þ. m. bárust fréttir
um, aó kínverska stjómin
hefól sett brezku stjóminni úr-
slitakosti — krafizt þess f orö-
sendingu, aó fellt yröl niður út-
gáfubann á 3 kinverskum blöð-
um í Hong-Kong og handtekn-
um starfsmönnum þeirra sleppt
— og ef ekkl yröi failizt á þess-
ar kröfur myndl Kina grípa til
hinna strengilegustu gagnráðstaf
ana. Alls var um 53 handtekna
menn að ræða. Veittur var
tveggja sólarhringa frestur tii
þess að verða við kröfunum.
í orðsendingunni var lýst yf-
ir, að yröi Bretland ekki við
áskoruninni, bæri það alla á-
byrgð á alvarlegum afleiðingum,
sem af myndu leiða. Ekkert var
gefið í skyn um hverjar þær
gætu oröið, en þær komu þegar
í ijós, er fresturinn var útrunn-
inn síðdegis í gær og Bretar
neitað að hlíta úrslitakostunum,
því að nær samtímis var árásin
gerð á brezka sendiráðið í Pek-
ing (sbr. fréttir f blaðinu í gær
og í dag).
í gildi eru alþjóöalög og regl-
ur um foréttindi sendiráða og
2 sýningar i haust á sviði
brezks byggingaiðnaðar
Á hausti komanda verður efnt
til tveggja mildlla sýninga í
London á vélum og efni o.s.frv.
sem notað er við bygginga-
framkvæmdir. Nefnist önnur
„Intemational Construction Equ
ipment Exhibition" og stendur
dagana 2.—7. október í „Crystal
Palace“ eöa Kristalshöllinni. Til
slíkra sýninga er efnt annað
hvert ár.
Hér er sýninga þessara að
nokkru getið vegna þeirra, sem
áhuga kynnu að hafa á þeim,
en eins og kunnugt er fara ís-
lenzkir áhugamenn ýmissa iðn-
stétta og ýmsir sérfræöingar
tíðum á ýmsar tæknilegar sýn-
ingar, sem haldnar eru í ná-
grannalandi okkar Bretlandi.
Sýningar þessar sækja bygginga
iðnaðarmenn Bretlands og
margra annarra landa, verkfræö-
ingar, húsameistarar, námu og
vegaverkfræðingar og fulltrúar
bæja- og ríkisstofnana.
Sýningin í Crystal Palace var
útnefnd sem sýning bygginga-
iðnaðar Evrópu 1967 af sérlegri
Evrópunefnd, „Committee for
European Constraction Equlp-
ment“, en sýnendur verða um
200 helztu framleiðendur véla og
tækja í heiminum, m.a. frá eftir
tölduni löndum: Asturríki, Dan-
mörkú, Frakklandi, Hollandi,
Italíu, Japan, Kanada, Noregi
Sviss, Bandaríkjunum og Sovét-
ríkjunum.
Verðmæti véla og tækja á sýn
ingunni er áætlað um 12 millj
ónir punda. Sýningarflötur er
um 40 ekrur lands, en nokkur
hluti hans, um 20.000 ferhym-
ingsfet, verður notaður til þess
að gefa gestum kost á að sjá
tækin og vélarnar I notkun.
Eins og á sýningum fyrri ára
verða byggðar tvær brýr yfir
þennan vang sýningarinnar, til
Framh á bls. 13
eru þau gagnkvæm hvarvetna,
þar sem stjómmálatengsl eru
milli landa. Sendiráðin eru sem
sé friðhelg, hús þeirra og starfs-
liðið, og er hverri ríkisstjóm tal-
ið skylt að sjá um vernd sendi-
ráða og sendiráðsstarfsmanna.
Ekki er það einsdæmi, að sitt-
hvað gerist kringum sendiráö,
en það er þó oftast sent lið til
að skakka leikinn, áður en of
langt er gengið. Ofbeldi við
sendiráð hafa þó tíðast veriö
fáheyrðir atburðir, nema á þess-
um „seinustu og verstu tímum“
og svo virðist sem í landi eins
og Kína megi nú alltaf búast
við, aö hvað sem er geti gerzt
eins og komið er. Samkvæmt
fréttum frá London hefur
brezka stjórnin þó ekki búizt
við, að afleiðingar úrslitakost-
anna yrðu aðrar en þær, að til
lokunar sendiráðsins kynni að
koma, en það er í höndum sendi-
fulltrúa (charge d’affaires, • sem
gegnir störfum sendiherra sem
settur).
Meðfylgjandi mynd sýnir, er
brezkt herlið f Hong-Kong geröi
húsrannsókn hjá einu hinna um-
ræddu blaða.
Blöð þessi hafa í trássi við
útgáfubannið komið út einu
sinni sfðan a. m. k. (einnar sfðu
blað, nánast „fregnmiði").
Áframhald er á hryðjuverkum
kommúnista í Hong-Kong og
einkum verða sprengjutilræði
tfðari. Þeim hefur verió komiö
fyrir í nánd við bamaleikvelli
og á einum biðu 2 böm bana,
og hefur það vakið meiri gremju
í Hong-Kong en allt annað.
Áöumefnd blöð voru sökuð
um áróður og fjandskap við
landstjórnina, jafnvel landráða-
starfsemi.
Dagblað alþýðunnar f Peking
krefst þess, að Bretar skili aftur
Hong-Kong, sem „alltaf hafi ver
ið kínverskt land, en eftir ópí-
um-stríðið fyrir 100 árum hafi
Bretar notaö tækifærið og
„hnuplaö" landinu". Hið sanna
er, að yfirráð Breta byggjast á
sáttmála.