Vísir - 23.09.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 23.09.1967, Blaðsíða 4
Hinn 84 ára gamli Pablo Pic- asso reynist ekki jafn gestrisinn öllum, sem til hans leita. Um dag- inn gat hann til dæmis ekki hugs að sér að fá heila hjörð ljósmynd- ara og blaðamanna flæðandi inn á heimili sitt og landareign. Því sagðist hann ekki mundu verða heima, þegar honum einn daginn var tilkynnt að ambassador Rússa f Frakklandi, Vaierian Zorin, mvndi heimsækja hann daginn eft ir. Hins vegar bauð hann, daginn eftir rússneska rithöfundinn Ilya Ehrenberg, hjartanlega velkominn á heimili sitt. Zorin varð hins veg- ar að tilkynna yfirmönnum sínum að ennvhefði mistekizt að fá Pic- asso til þess að veita móttöku friðarverðlaunum Lenins, æðstu viðurkenningu Rússa, sem þeir hafa ætlað að afhenda honum síð- ustu 4 árin. „Njet“ sagði hann IIIÍIIBaWMUiafiWMMfeWMM mwmtntsu Systir Jackie Kennedy í kvikmyndum Yngri systir Jackie Kennedy, prinsessan Lee Radziwill ætlar sér í fuliri alvöru að gerast kvik,- myndaleikkona. Það höfðu ýmsar vangaveltur komið fram um það, hvort hún ætlaði sér að leggja fyrir sig kvikmyndaleik og virt- ist hún sjálf ekki hafa verið ákveð in, þótt hins vegar hún hefði oft sagt, að henni fyndist það freistandi. Nú hefur hún afráðið þetta og búið er að ganga frá öllu í sam- bandi við ráöningu hennar og hlutverk. Fyrsta verkefni hennar veröur í kvikmyndinni, „Laura', litmynd tveggja tima löng sem framleidd er fyrir sjónvarp. Kostn aður við gerð myndarinnar hefur verið áætlaður 120.000 sterlings- pund. Helztu leikarar aðrir, sem meö henni leika í myndinni, verða George Sanders, Robert Stack úr „The UntouchabIe“-þáttunum, Farley Granger og Arlene Franc- is. Lee prinsessa hefur ákveðið aö koma fram undir skírnarnafni sínu, Lee Bouvier. Þegar frá því var skýrt, að Lee myndi væntanlega hefja kvik- mvndaleik, var því haldið fram, að nokkrir erfiðleikar heföu risið upp vegna nafns hennar. Sagt var að hún vildi sjálf koma fram und ir skímarnafni sínu, en framleið-, andi myndarinnar, David Suss- kind, hefði hins vegar viljað, að hún notaði Radziwill-nafnið. Hann hefur hins vegar sjálfur sagt, eftir að afráðið hafði verið að hún léki í myndinni: „Hún á erfiðara um vik, vegna þess að hún er yngri systir Jackie Kenn- edy og vegna þess aö hún ber titil. Fólk ætti hins vegar aðeins að dæma hana sem leikkonu fyr- ir leikhæfileika hennar". Undirbúningur að töku myndar innar hefur þegar verið hafinn og eins og stendur æfa leikaramir hlutverk sín í gömlum heræfinga sal í Celsea í Bandaríkjunum. Fyrir nokkru fór Ólafur Noregskonungur i kurteisisheimsókn til Suð- ur-Ameríku og var honum þar vel fagnað. Kom konungurinn þar víða við meðal annars i San Carlos de Bariloche, sem er einkar vinsæll ferðamannastaður í Argentínu. Bjó hann á fjallahóteli með fögru út- sýni, helgina 16.—17., en þaðan fór hann til Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu. Það var síðasta rikið i Suður-Ameríku, sem konungurinn hafði viðdvöl i, þetta skiptið. Myndin er tekin, þegar hans hátign var aö spenna á sig pryggisbelti fyrir ferð, sem hann fór með þyrlu í heimsókn til sjóliðsforingjaskóla í Valparalso. Þar var honum tekiö með heiðurskveðjum liðsforingjaefnanna, dynjandi eimpípublæstri skipanna og kröftugum húrrahrópum. Noregskonungur í heimsókn til Suður-Ameríku Bréf um gömlu, góðu Iðnó „Nú stendur til að rífa gömlu góöu Iðnó, en vegna hvers, iú, það á að rísa ráðhús í Tjörnlnni og þess vegna á Iðnó að hverfa. Það má vel vera, að ráðhús þurfi fyrir Reykjavík, en við þurfum líka leikhús handa L.R. Við verðum að fá gott og stórt leikhús fyrir L.R.. en hvers vegna, jú, vegna þess mikla og , góða starfs, sem L.R. vinnur í / þágu alþjóðar. 1 Ég heyröi fyrir löngu, aö L.R. j hafi fenglð úthlutað lóö ,en sú ji úthlutun hafi síðan verið tekin ' til baka, en hvers veana veit ég !1 ekki. Það er von mln, að gamla góða Iðnó verði ekki rifin fyrr en nýtt leikhús hefir rlsið af grunni, já, leikhús sem er við hæfi L.R., og þá baö stórt að hinir góðu listamenn hjá L.R. geti notið sín til fulls, og geti óhikað tekiö hvaða verkefni sem fyrir er. Þær eru ótaidar bær ánægju- stundir, sem ég hefi átt í Iðnó, og mér finnst, að við sem för- um í gömlu góðu Iðnó og sjáum leikrit L.R. munum veröa svipt allri gleði og öllu lífi og fjöri ef við fáum ekki nýja Iðnó nægi iega tímanlega í stað þeirrar gömiu, Það er furðulegt, hvað L.R. getur gert í svo bröngu plássi sem gömlu Iðnó, og bó, bað er ein skýring á því, því þar fer sarnan góður vilji og gott lista- fólk. Það verður vonandi ekki löng bið bjá L.R. og okkur eft- ir nýju leikhúsi. Og bað verður leikhús, sem L.R. á skilið að fá, og það hið bráðasta. Ég óska L.R. gæfu og gengis og vona, að stór og góð Iðnó megi rísa hið fyrsta af grunni, og ég held að ný Iðnó geti risið af grunni, ef borgarstjóm og aðr ir hafa áhuga á málinu.‘‘ Með vinsemd, „Þröstur". Ekki tel ég að starfsemi Leik félags Reykjavíkur yrði trufluð vegna húsnæðisleysis, því að vart trúi ég því að svo mikið liggi á að rífa gömlu góðu Iðnó að ekki verði komið nýtt leikhús áður en það yrði gert, því svo snar þáttur eru leikhúsin i borg- arlifi Reykjavíkur. Varðandi lóð fyrir leikhús, þá sló ég á þráöinn til Sveins Ein- arssonar leikhússtjóra og spurði hann um málið, og svaraði hann því til að lóð væri þegar fyrir hendi við Kringlumýrarveg, þar sem hinn nýi miðbær á að rísa í framtíðinni. En hins veegar er í athugun ,hvort ekki eru tök á að reisa leikhús við Tjörnina, og halda leikstarfseminni þar áfram sem næst gamla staðnum Þessi byggingarmál eru því of- arlega á baugi, og því ástæðu- laus ótti, að Leikfélagið verði húsnæöislaust, Með þökk fyrir bréfið. Þrándur í Götu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.