Vísir - 03.10.1967, Qupperneq 1
V
57- árg. - Þriöjudagur 3. október 1967. - 226. tbl.
ELTINGALEIKUR
VIÐ BÍLÞJÓF
Lögreglan elti lengi I nótt ölv-
iðan, nngan pilt, ökuleyfislausan
og á stolnum bíl. Hafði lögreglan,
sem var á eftirlitsferð í Austurbæn-
um, komið auga á hinn stolna bfl
á Laugaveginum, á móts við Ás,
og hófst eltingarleikurinn, þegar
ökumaður stolna bilsins geröi til-
raun til þess aö stinga lögregluna
af.
Barst leikurinn eftir Laugaveg-
inum og upp Nóatúnið, en af því
og inn í Brautarholt og í Skipholti
Röðull sviptur framleng-
ingarleyfí eina helgi
Nú hefur veriö gripið til þess
að svipta þau veitingahús, sem
virða ekki reglur um takmark-
aðan hámarksfjölda gesta, fram-
lengingarleyfi lögreglustjóra. —
Um síðustu helgi var veitinga-
húsiö Röðull svipt framlenging-
arieyfinu og var því lokiö kl.
23.30 föstudag, laugardag og
sunnudag, eða klukkustund fyrr
en hin veitingahúsin.
Hafði eigendum,skemmtistaðar
ins verið gert viðvart, að vegna
fyrrj brota á reglugeröarákvæði
sem fjallar um hámarksfjölda
gesta á samkomustöðum, yrði
staðurinn sviptur framlenging-
arleyfi næst þegar slíkt kæmi
fyrir. Helgina 23. sept. kom í
ljós, að ofannefnt ákvæði var
brotið gróflega og varð húsiö
að loka fyrr á kvöldin um síð-
ustu helgi.
Til þessa ráðs hefur verið
gripið áður og fyrir stuttu var
veitingastaðnum Glaumbæ lok-
að klukkustundu fvrr en öðr-
um skemmtistöðum vegna svip-
aðs brots, en staöurinn haf&:
verið sviptur framlengingarleyfi
eina helgi.
endaði eltingarleikurinn, eftir tals-
vert hringsól um holtin. Náðist
piltúrinn, þegar hann ók bilnum |
ofan í húsgrunn á móts við hús nr. 1
15 í Skipholti. Kom í Ijós, að pilt- j
urinn hafði áður komið við sögu í
lögreglunnar. Hafði hann áður tek-
ið bifreið ófrjálsri hendi og ekki
alls fyrir löngu hafði hann misst
ökuleyfi vegna ölvunar við akstur.
Reyndisí pilturinn vera ölvaður í
þett- sinn einnig.
-<S>
•••••••••••••••••••••••<
Þessi ljós hreykja sér hátt yf-
ir borgina. Þau standa uppi á
turni Hallgrímskirkju, sem þeg-
ar er hæsti tum í Reykjavík.
Hann getur að sjálfsögðu verið
varasamur flugvélum, og til að
varast óhöpp em ljósin þar,
rauð að lit og blikka í sífellu.
Hallgrímskirkja hækkar óð-
um og fyllir orðiö Skólavörðu-
holtið, svo að hvað eina verður
þar smásmíði í samanburði. —
Ofan á turn hennar á nú eftir
að setja turnspíruna sjálfa, —
og munu þá vera eftir 20—25
metrar i fulla hæð, sem verður
70 metrar.
MIKLAR BREYTINGAR Á
HVERAS VÆÐINU / NÓTT
Nýju hverirnir gusu 60-70 metra i morgun, en
gos var hætt um 10-leytið — Hverasvæbib oð
breibast út, segir vitavörðurinn i Reykjanes-
1 vita i morgun
Meiri háttar breytingar hafa
orðið á hverasvæðhm viö
Reykjanesvita í nótt og virðist
hverasvæðið vera að breiðast
út, að því er vitavörðurinn í vit-
anum, Sigurjón Ólafsson, taldi,
þegar Vísir hafði samband við
hann í morgun. — 1 morgun,
þegar vitavörðurinn fór til að gá
til veðurs lagði 60 — 70 metra
háa gufusúlu upp af öðrum nýja
hvemum með mínútu fresti og
stóð um það bil háifa mínútu
hverju sinni.
Um 10-leytið hætti gufugosið og
þegar vltavörðurlnn kom á hvera-
svæðið sá hann að lækkað hafði i
öðrum nýja hvernum og var kom-
ið tært vatn í hann, en þar var
vatniB mjög leirmengað áður. —
Gaml) hverinn, sem var orðinn ó-
virkur á sunnudaginn, var aftur
oröinn fullur af leirleðju og voru
smágos í honum. Mestar breyting-
ar höfðu þó orðið fyrir norðaust-
an veginn, þar sem hverasvæöið
vlrtist hafa stækkað verulega. —
Rauk úr heilum hól, fyrir norðan
skúrinn, sem stóð á svæðinu, en
þar voru aðeins minni háttar hver-
ir.
Heimilisfólk vitavarðarins varð
ekki vart við neina jarðskjálfta
í nótt, en þó er greinilegt, að mik-
ið hefur verið um að vera á hvera-
svæðinu f nótt. Jaröhitinn hefur
greinilega aukizt verulega og hvera
svæðið er að breiðast mikið út.
Þar sem nýi hverinn gaus i morg-
un, stóð Reykjanesgeysir svokall-
aður áður, en sá hver varð óvirk-
ur 1918.
S0L TUNIN / SUMAR EINS 0G A
EINNIMEDAL VIKUIFYRRA
— Heildaraflinn 242 þús. á móti 463 þús.
lestum i fyrra
frá Langanesi (ekki 180, eins og I torgið" — aðalveiðisvæðið út af
misritaðist í Vísj í gær). En taliö Austfjörðum — upp úr miðjum
er, að síldin verði komin á „Rauða mánuðinum.
Heildaraflinn á síldveiðunum
norðan lands og austan f sumar
var á laugardaginn 242.346, eftir
því sem komizt verður næst. Bú-
ið er að salta i 23.569 tunnur, eða
svipað og saltað var hverja meðal-
viku um vertíðina i fyrra. Þá nam
heildaraflinn um þetta leyti
463.087 lestum og söltun 379.948
tunnum.
Búið er að frysta 222 tonn í ár,
en 1984 tonn á sama tíma í fyrra
—. í bræðslu hafa farið 232.043
tonn, en 405.631 tonn á sama tíma
f fyrra.
Erlendis hefur verið landað 6.640
lestum. En erlend skip hafa landað
hér 312 lestum.
Verðmæt; sfldaraflans er að sjálf
sögðu miklu minni í ár en í fyrra,
en kostnaðurinn við að ná honum<s>
hins vegar miklu meiri, þar eð svo
langsótt hefur verið á miðin lengst
af.
Undangengna daga hefur veriö
bræla á miðunum, tæpast veður
til síldarleitar. Mörg skip hafa
legið inni á fjörðum, til dæmis
voru skip inni á Seyðisfirði um
ihelgina, en flest eru þau nú á
leið á miðin.
Nokkur skip hafa beðið við Jan
Mayen í vari, eftir því að Haförn-
inn kæmi og losaði þau, og þar
hefur síldarleitarskipið Árni Frið-
riksson legið af sér bræluna, en
fór aftur út til leitar í morgun.
Búizt er viö að síldin verði kom-
in allnokkru sunnar og vestar, þeg-
ar brælunni slotar, en fyrir helg-
ina var hún um 280—290 mílur
Eigandinn handtók inn
! \
brotsþjófinn sjáðfur
/■ |
Að undanförnu hefur setiö í
gæzluvarðha! " hjá lögreglunni í
Kópavogi innbrotsþjófur, sem stað-
inn var að verki þar sem hann hafði
brotizt inn í lakkrísgerðina ,,Drif“
við Fífuhvammsveg. Hefur hann
verið í ströngum yfirheyrslum hjá
lögreglunni, sem haföi hann grun-
aðann um fleiri innbrot, en þaö
var ekki fyrr en í morgun, sem
hann játaði í sig nokkur innbrot
til viðbótar.
Þjófurinn var handtekinn á mið
vikudagskvöld á innbrotsstað, þeg-
ar eigandi „Drif“ kom að honum.
Hélt eigandinn þjófnum föstum
meðan þeir biðu komu lögreglunn
I ar, en hann veitti litla mótspyrnu
j Við rannsókn fannst á þjófnum
1 nokkuö af skiptimynt, sem hann
' hafði stolið úr lakkrísgeröinni.