Vísir - 03.10.1967, Síða 8
8
V1 S IR . Þriðjudagur 3, október 1967.
VISIR
.1
Utgetandi: Blaðaútgaran viau\
FramkvæmdastjOri; Dagur iónasson
C\itstjóri: Jónas Kristjánsson
AOstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jon Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Oltarsson
Auglýsingar: Þmgholtsstræti l, slmar 15610 og 15099
Afgreiðsla; Hverfisgötu 55.
Ritstjórn: Laugavegi 178 Sími 11660 (5 linur)
Askriftargjald lcr 100.00 á mánuði innanlands
I lausasöln kt. 7.00 eintakið
Prents—iðit Vísis — Edda h.f.
Þrælar kerfisins
gók Svetlönu, dóttur Stalins ,mun vekja meiri athygli
og umræður á Vesturlöndum og víðar en flestar eða
allar bækur, sem út hafa komið þessi árin. Ber þar
margt til. Það vakti strax heimsáthygli, þegar dóttir
einræðisherrans, sem um áratugi var talinn hafa alla
stjórnartauma hins víðlenda ríkis og fjölmargra lepp-
ríkja í höndum sér, flýði undan oki þess stjórnmála-
kerfis, sem faðir hennar hafði byggt upp og trúði á
sem óskeikult lögmál mannlegs samfélags. Þótt bókin
bæti að sönnu litlu við þá vitneskju, sem áður var
fyrir hendi um stjórnarfarið í Sovétríkjunum á Stal-
ins-tímanum, mun marga eigi að síður fýsa að lesa
frásögn þeirrar konu, sem sjálf var alin upp í hjarta-
stað kerfisins.
Stjómkerfi kommúnismans er byggt upp af svo
djöfullegri lævísi, að jafnvel sjálfir höfundar þess
voru orðnir þrælar þess áður en þeir vissu af. Hvað
þá um lærisveinana víðs vegar um heim, sem gleypa
kennisetningarnar í blindni og vita í rauninni ekkert
hvað þeir em að játast undir. Hjá mörgum þeirra er
þetta í upphafi hugsjón, og sumir lifa og deyja í þéifri
trú, af því að til þess kemur aldrei, að þeir þurfi að
búa undir oki kerfisins og taka þátt í framkvæmd
þess. Þeir trúa ekki lýsingum annarra, jafnvel ekki
þeirra, sem sjálfir hafa verið þjónar kerfisins, en svo
brotið af sér hlekkina og öðlazt frelsi og andlega
heilbrigði aftur.
Allur þorri þess fólks, sem fylgir kommúnistum
hér á íslandi, veit nauðalítið hvernig stjómkerfi
kommúnismans er í framkvæmd. Það hugsar ekki
svo langt. Það trúir því, að þessi flokkur beiti sér
fyrir að bæta afkomu þeirra, einkum hinna lægst
launuðu, og því þurfi hann að vera nógu sterkur til
þess að geta haft þar tilætluð áhrif. Þótt lagðar séu
fyrir það órækar sannanir þess, hvemig kommúnist-
ar rækja þetta „hlutverk“ sitt þar sem þeir komast
til valda, lætur það slíkt ekkert á sig fá. Sumir trúa
því ekki, en aðrir, sem hugsa eitthvað svolítið meira,
segja sem svo: „Það er engin hætta á að þeir komist
til valda hér, og ég mundi hætta að kjósa þá, ef það
lægi við borð!
Þannig hefur fólk hugsað og talað víðar en hér á
íslandi, en svo hefur það sums staðar gerzt með
skjótum hætti, að það var lokað inhi í þrælaneti
kommúnismans og átti enga útgönguleið. Að sönnu
er á slíku minni hætta hér á íslandi en víða annars
staðar, en það skyldi þó jafnan haft í huga, að komm-
únistar hafa hvergi komizt til valda með lýðræðisleg-
um meirihluta í kosningum. Það hefur alls staðar
gerzt með ofbeldi fámenns minnihluta. Og þegar
stiórnkerfið er komið á, verður forustumönnum brátt
ljóst, að kerfið stjórnar þeim, en þeir ekki því. Þeir
eiga ekki framar að hafa samvizku eða sjálfstæðan
vilja. Þeir eru þrælar þess ægivalds, er fyrirlítur frelsi
og mannúð og nærist á þjáningum fómardýra sinna.
—Listir-Bækur-Menningarmál-
Halldór Haraldsson skrifar tónlistargagnrýni.
Fyrstu tónleikar
TVförgum tónleikagesti Tón-
listarhátíðar Norðurlanda
hefur án vafa verið hugsað til
þess hver verkanna, sem flutt
voru, mundu hafa nægilegan lífs
neista til að koma til með að
verða flutt oftar f framtíðinni.
Um það er mjög erfitt að segja.
Stundum virðist samtíðarfólk-
ið giámskyggnast á slíka hluti,
ég sagði stundum, við skulum
hugga okkur við, að við höfum
einhverja dómgreind, þótt tak-
mörkuð sé. „Enfant terrible"
eða vandræðabam Rússa á sviði
tónlistar á fyrri helmingi þess-
arar aldar var Sergei Prokofiev.
Þar með er ekki sagt, aö öll
vandræðabörn verði að stór-
skáldum. Þau eru sjálfsagt mörg
vandræðabömin, sem Evrópu-
þjóðimar og fleiri hafa alið á
þessari öld. Þess vegna er það,
að er þau öll gera sinn hávaða
samtímis, eiga samtímamenn
oft erfitt með að greina, hver
er ekta og hver ekki. Þó skul-
um við vona, að dómgreind okk-
ar reynist glöggskyggn í því,
að t. d. uppátæki Kóreumanns-
ins, sem sýndi á sér rassinn hér
forðum daga og átti að vera tek-
ið sem nútímatónlist, séu loft-
bólur, sem ekki verði talin stór-
brotin listaverk í framtíðinni!
Munurinn er e. t. v. sá, að sum-
ir reyna svo mikið að vera „eitt
hvað frumiegt“, en vandræða-
barnið Prokofiev haföi í sér
neistann, þótt samtíðarfólk
hans sæi þag ekki í réttu ljósi
fyrr en seinna.
Þetta kvöld var einmitt leikið
verk eftir Prokofiev, 3. píanó-
konsertinn, sem þótti nú aldeil-
is frumlegur, er hann var flutt-
ur í fyrsta sinn 1921 eða ’22.
En hann liföi og er einn vinsæl-
ustu píanókonserta á þessari
öld. Annar planókonsert var
fluttur, sem fékk ærið misjafna
dóma á sínum tima, nefnilega 5.
píanókonsert Beethovens. Ein-
leikari var bandaríski píanóleik-
arinn Agustin Anievas. Hann
er einn þeirra, sem unnið hafa
marga sigra I píanókeppni
víðs vegar um heim, en þeir,
sem þar til þekkja, vita, aö þar
þarf talsvert til. Anievas hefur
frábæra tæknikunnáttu, en túlk-
un hans, þó oft sé ljóðræn og
smekkleg, virðist nokkuö mis-
jöfn. AÖ þessu sinni þótti mér
hann gera Prokofiev mjög góð
skil, en marga mun vart gruna
hve erfiður hann er tæknilega.
Hins vegar var túlkun hans á
Beethoven ekki eins sannfær-
andi. Þótt tæknilegir og ýmsir
Agustin Antevas.
túlkunarlegir hlutir væru fali-
ega gerðir, vantaöi þennan hráa
undirtón, sem meir kom fram I
leik Wiihrers I sama verki I
fyrra. Hljómsveitin skilaöi sínu
hlutverki furðulega vel í Prok-
ofiev-konsertinum, en hún er I
góðu formi eftir hátíðina. Það
mátti sjá bezt I „Sinfónískum
myndbreytingum" Hindemiths,
sem talið er mjög erfitt hljóm-
sveitarverk. Þetta var því visst
afrek, sem Bohdan Wodiczko
hlýtur að vera ánægður með —
a. m. k. á leiðinni að haerra
marki.
kvik.
mynchr
Stund hefndarinnar
Stund hefndarinnar (Be-
hold a pale horse)
Leikstjóri og framleið-
andi: Fred Zinneman
Byggt' á sögu eftir Emeric
Pressburger
Handrit: J. P. Miller
Sýn'ngarstaður: Stjömu-
bíó, sýningartími 121
mín.
Frá árinu 1963. Tónlist:
Maurice Jarre.
íslenzkur texti
jVTanuel Artiquez (Gregory
Peck), fyrrv. skæruliös-
foringi úr borgarastyrjöld-
inni býr í Frakklandi eins
nálægt landamærunum og
mögulegt er. Þegar myndin
byrjar hefur hann farið marg
ar ferðir til Spánar yfir landa
mærin, bæði til þess að ná
í fé fyrir flóttamenn og til
aö herja á erkióvininn Gu-
ardia Civil (spænsku lögregl-
una).
Lítill drengur, José Dages,
kemur og segir honum lát
föður síns, hann lézt í sjúkra-
húsi eftir meðferð hjá Vin-
olas (Anthony Quinn) yfir-
manni lögreglunnar i San
Martin. Drengurinn krefst
hefndar, því faðirinn vernd-
aði Artiquez með þögn sinni.
Frá Spáni berast Artiquez
þau tíðindi, að móðir hans
liggi fyrir dauðanum, heiðurs
síns vegna verður hann að
ná fundi hennar áður en hvíti
hesturinn kemur. Hefst nú
mikið baktjaldamakk og svik
til að ná Artiques til Spánar.
Keniur prestur- einn, faðir
Franceso þar mjög við sögu.
Beztu atriði myndarinnar
er byrjunin, fréttamyndir frá
borgarastríðinu og reiðmenn-
imir á snæviþaktri jörðinni.
£n myndin sjálf er of lang-
dregin, andvörp og hik Arti-
ques verða leiðinleg og snerp
una vantar. Það táknræna í
myndinni er dálítið útþynnt
og einum of augljóst. Vinol-
as á hvíta hestinum (vald
hans yfir lífi annarra) móðir
og sonur hlið við hlið að lok-
um.
Bezt gerða persónan er
presturinn, leikur Omar Shar
ifs er góður, sérstaklega þeg-
ar tillit er tekið til þess að
hann ieikur mann, sem er
miklu yngri en hann sjálfur.
Hann er heilsteyptasti per-
sónuleikinn í allri myndinni.
Undirstraumur myndarinnar,
föðurhefnd litla drengsins er
máttlaus, hann gæti eins ver-
ið að biðja um appelsínu og
höfuð Vinolasar. Þessi leik-
ræni stíll sem bpr myndina
ofurliði of oft, kemur ekki
sízt fram í byrjuninni, þegar
andlit skæruliðanna eru sýnd,
það er sem hópur vel alinna
borgara hafi fengið byssur og
nokkur sárabindi og raðað
sér upp í röð bföandi eftir að
komast yfir til Frakklands
meö kurt og pí. Minnist nokk
ur fréttamyndanna af fólki illa
klæddu, hungruðu og svipur-
inn altekinn þeirri angist sem
aðeins skelfing stríðsins get-
ur markað. Artiquez lifnar
aldrei í meðferð Pecks, hann
er hvergi þessi harði gamli
skæruliðaforingi, sem allur
Spánn óttast og þekkir, og
síðasta ferð hans til að sanna
sjálfum sér og öðrum hug-
rekki sitt og jafnframt fórna
sér verður ekki eins áhrifa-
mikij og til er ætlazt. Það
vantar alla alvöru, við finn-
um aldrei þessa knýjandi
lausn hans á vandamálinu
finnurn aldrei til með honum
fyrir allt það, sem hann hef-
ur orðið að þola, því einfald-
lega, að þaö er aldrei nógu
vel sýnt svo við getum ööl-
azt hlutdeild í því. Ef t. d.
byrjað hefði verið á aö sýna
okkur úttaugaða menn horfa
upp á allar þær hörmungar,
sem þeir urðu að þola, er þá
lifðu, væri kvikmyndin sann-
ari og um leið betri. En svona
eins og hóp ferðamanna, sem
verða að láta byssurnar af
hendi áður en þeir fara inn
í Iandið, það er fráleitt.
Fred Zinneman hefur sýnt
ýmsa góða kosti leikstjóra i
myndum eins og High Noon
1952 (sýnd hér) og The Sun-
downers, en á því, sem geVói
High Noon að sérstaklega
góðri kvikmynd í sínum
flokki, örlar hvergi hér.
Það er sem allar persónur
vanti forsendur fyrir gerðum
sínum nema prestinn. —
Klippingarnar eru ágætar, en
hraðann vantar alveg. Tón-
listin, sem er eftir Maurice
Jarre, er mjög spönsk og fall-
eg gítartónlisV og eintónn-
inn, sem notaöur er þegar
Vinolas er að springa af ó-
þolinmæði, er mjög góður. —
Atriðiö viö dauða Artiquezar
er svo líkt og í Trönurnai;
fljúga (sýnd í Bæjarbíói) og
einnig slow motion, drengur-
inn að ná boltanum, að
stappar nærri eftirlíkingu
(sem oft er í kvikmyndum),
Því er þetta ekki eins góö
kvikmynd og viö mætti búast
frá hendi Zinnemans.
Það er hvergi minnzt á
Fedrico Garcia Lorca í kvik-
myndinni, en presturinn er
frá Lorca-héraóinu /í Anda-
lúsíu, þaöan sem hann var og
nafn myndarinnar um föla
hestinn rifjar óneitanlega
upp hið dásamlega fallega
kvæöi Lorca úr Blóðbrullaup-
inu í þýðingu Magnúsar As
geirssonar, um stóra hvíta
hestinn sem tákn dauöans.
P.L.
I