Vísir - 26.10.1967, Page 8

Vísir - 26.10.1967, Page 8
8 VÍSIR (Jtgefandi: Blaðaútgaran vimiv \ Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson / Ritstjóri: Jónas Kristjánsson \ AöstoOarritstjóri: Axe) Thorsteinsson í Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson ) Auglýsingastjóri: Bergþór Últarsson \ Auglýsingar Þingholtsstræti 1, slmar 15610 og 15099 I Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. \ Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 llnur) ( Askriftargjald kx. 100.00 á mánuði innanlands ) I lausasölu Kr. 7.00 eintakið v PrentsuJðjc Vtsls — Edda hd. Hin nýja hagsýsla J>ví meir sem umsvif ríkisvaldsins vaxa, þeim mun ( nauðsynlegra er, að ýtrasta spamaðar sé gætt á öll- ( um sviðum ríkisbúskaparins. Þessi nauðsyn er ekki / sízt aðkallandi við núverandi ástand, er utanaðkom- ) andi ástæður hafa skapað atvinnuvegunum erfiðleika ) og margir aðilar ætlast til, að ríkissjóður hlaupi undir \ bagga með uppbætur og niðurgreiðslur. Við slík skil- ( yrði er fjárhagur ríkisins þröngur og er eðlilegt, að (j hverri krónu sé velt, áður en hún er látin fara. ) Margir, sem tala um nauðsyn þess, að dregið sé úr \ ríkisútgjöldum, átta sig oft ekki á, hvaða aðgerðir ( fela í sér raunverulegan spamað. Vafasamur spam- ( aður væri að draga úr kennslu og skólahaldi, svo / dæmi sé nefnt. Við lestur fjárlaga kemur greinilega í ) Ijós, að umfangsmestu rekstrarliðimir eru á sviðum ) kennslumála, félagsmála, heilbrigðismála og annarr- \i ar slíkrar þjónustu, sem ekki er hægt að draga úr. (( Ýmsir aðrir liðir, sem sagt er, að spara mætti, svo sem (í sendiráð erlendis og veizlukostnaður, eru svo litlir, // að þeir nema ekki einu sinni einum hundraðasta af ) því 750 milljón króna bili, sem efnahagsaðgerðir ríkis- ) stjómarinnar eiga að brúa. \ Tímabundinn sparnaður felst í því að draga úr ( framkvæmdum ríkisins og láta þær bíða betri tíma. (l Hefur verið gert ráð fyrir töluverðum spamaði af // þessu tagi í hinu nýja fjárlagafrumvarpi. En bezti )) sparnaðurinn er fyrst og fremst fólginn í hagkvæm- ) um og vel skipulögðum vinnubrögðum, rækilegum \ undirbúningi framkvæmda og rekstrarbreytinga, og ( hlutlausu vali úrræða. Og það er einmitt spamaður ( af þessu tagi, sem einkennir fjármálastefnu ríkis- / stjórnarinnar. \ Nýlega kom frram á Alþingi annað fjárlagafmm- ( varpið, sem hagsýslustofnun fjármálaráðuneytisins ( hefur samið. Er ljóst, að þegar er orðinn mikill árang- / ur af starfi hinnar ungu stofnunar, enda hafa valizt ) þar til starfa sérstaklega hæfir menn. Mikið af starfi ) hennar mun samt ekki koma í ljós fyrr en á næstu ár- \ um, því að það er tímafrekt að spara á þennan hátt. ( Nú er verið að vinna að endurskipulagningu ýmissa ( stofnana og fyrirtækja ríkisins, og embættismenn em / þjálfaðir í hinni nýju hagsýslu. Þetta starf kemur ekki ) strax fram í sparnaði, en þegar þar að kemur, verð- ) ur um að ræða varanlegan spamað. \ Meðal spamaðarathugana af þessu tagi, sem verið ( er að gera, má nefna nokkrar: Stöðlun skóla og emb- ( ættisbústaða. Endurskipulagning landhelgisgæzlu og / rekstrar vitaskips og sameining skipaútgerðar ýmissa / ríkisstofnana og -fyrirtækja. Sameining vinnuvéla og ) verkstæða ýmissa ríkisstofnana. Stóraukin notkun ( útboða við opinberar framkvæmdir. ( Með hínni nýju hagsýslu vinna fjármálaráðherra og ( ríkisstjómin öll hljóðlátt starf, sem mun spara þjóð- ) inni geysilegar fjárhæðir á ókomnum áram. / V í S I R . Fimmtudagur 26. október 1967. felldu þá. Það voru þeir Cecil Price vara-sýslumaður og Tarny Roberts. Og þeir hótuðu að sprengja réttarsalinn í loft upp, ef þeir væru sekir fundnir um morð. Dómarinn greip þá tækifær- ið. er úrskurðurinn var fallinn og lét setja þá inn og „væri það sér sérstök ánægja“ — en hinir ganga lausir gegn trygg- ingu þar til dómur fellur nú í vikunni. Hver sakbomingur á á hættu að vera dæmdur í 10 ára fangelsi og 5000 dollara sekt. Þótt í reyndinni sé um morð- mál að ræða, var af forms- ástæðum ekki hægt að ákæra sakborninga fyrir morð, því að sambandsríkis (Federal) dóm- stóll getur aðeins tekið fyrir á- kæm um morð framið á sam- bandsríkisgrunni, og þess vegna lét sambandsstjórnin sem hafði forustu í að koma lögum yfir sakbominga, ákæra þá fyrir að hafa svipt hina myrtu borgaralegum réttindum þeirra. Hinir myrtu voru tveir hvitir menn og einn blakkur, og þaö var Price vara-sýslumaður, sem handtók þá fyrir utan Meridan fyrir of hraðan akstur. Eftir aö hafa dúsað inni dálítið var þeim gert að greiða sekt og sleppt, en þeir hurfu á leið út úr bæn- um. Ekk fyrr en 44 dögum siðar fundust limlest lík þeirra, en þau höfðu verið dysjuð. Price og Ku Klux Klan for- sprakkánn ,í Meridan, Samuel H. Bowers, vom sakaðir um samsæri til að ráða mennina af dögum. Saksóknari hélt því fram, að Price hafi haldið hin- um myrtu f fangelsi, nógu lengi til þess að Powers gæti til kvatt Ku Klux Klan menn til þess að vinna ódæðisverkiö. Eitt vitnanna, James Jordan, sagði fyrir réttinum, að Powers hefði þakkað mönnum sínum „dyggilega framkvæmt hlut- verk“. „Þið getið verið stoltir af því, sem þið hafið gert í dag“. á hann að hafa sagt. — Hann kvaðst hafa staöið á verði skammt frá — játaði það fyrir réttinum, - en vitni báru aó hann heföi verið á moröstaðn- um og kallað af ákefð: Skiljið einn eftir handa mér, en þá var búið að myrða hvítu mennina. Lét Jordan í ljós vonbrigði sfn, en dró upp skammbyssu sína og skaut hverju skotinu á fætur öðru á blökkmanninn, sem eftir var á lífi. Heimshorna milli □ í Lockhaven í Pennsylvaníu, Bandaríkjunum brjálaðist mað- ur skyndilega og varð 6 mönn- um að bana og liggur sjálfur milli heims og helju I sjúkra- húsi, en þangað var hann flutt- ur eftir skotbardaga við lögreg1- una, sem reyndi að handsama hann. □ Ag minnsta kosti 19 menn hafa beðið bana í hvirfilvindi í Austur-Pakistan.' Enn er óvíst um afdrif um 500 fiskimanna. Fjöilda margir hafa flúiö heim- ili sín. Cecil R. Price (til vinstri) vara-sýslumaður og Alton Wayne Ro- berts, sem ásamt fimm öðrum voru sekir fundnir. Báðir höfðu utan réttarsalar haft I hótunum við kvlðdómendur. Sögulegur dómur / Mississippi Kviðdómur skipabur hvitum mönnum lýsir seka 7 af 18 sakborningum i Meridan- , kynþáttamorðmálinu — Dómur fellur i jbess- ari viku — TJTinn 20. þ. m. voru sekir 11 fundnir 7 af 18 sakborn- ingum fyrir þátttöku í morði á þremur mönnum, sem unnu i þágu blökkumanna eða að því að þeir fengju í reynd fullt jafnrétti við hvíta menn. Morðin áttu sér stað í Meridan 14. júní 1964. Kviðdómendur sýknuðu 8 af sakbomingum, en gátu ekki náð samkomulagi um hvo'rt sekir væru eða saklausir 3 sakborn- inga. Meðal þeirra, sem sekir voru fundnir, eru vara-sýslu- maður og einn af forsprökkum leynifélagsskaparins Ku Klux Klan. Kviðdómurinn kvaö upp úr- skurð sinn eftir hálfsmánaðar setu, 160 vitni voru leidd. Kvið- dó. -Inn skipuðu sjö hvítar kon- ur og fimm hvitir karlmenn. Tveir dagar fóru til þess að ná einingu um sekt áðumefndra 7 sakbominga. Dómur sem þessi telst hinn sögulegasti í þessum hluta Bandaríkjanna, sökum þess hve erfitt — segja má ógerlegt — hefir reynzt að koma lögum yfir hvíta menn, sem brotið hafa lög á blökkumönnum. Þar hafa menn blátt áfram getað ..agað sér að vild gagnvart blökku- mönnum, án 'þess að óttast af- leiðingamar fyrir sjálfa sig, ef mál kæmi fyrir dómstólana, en vegna nýrra laga um borgaraleg réttindi á seinustu þremur ár- um, hefir orðið stefnubreyting. Meiri samúðar gætir í afstöðu til blakkra. Og vegna hinna nýju laga er ekki eins auðvelt að hræða menn og fyrr. Það tókst oft áður fyrr og það var reynt nú — árangurslaust. Hat- ursmenn blökkumanna geröu opinskátt tilraunir til þess að hafa áhrif á kviðdómendur svo að þeir lýstu ákærðu saklausa. En hótanir og mútutilraunir báru engan árangur. Tveir sak- borninga gengu svo langt aö þeir hótuðu refsiaðgeröum gegn kviðdómendum, ef þeir sak- Samúel H. Bowers.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.