Vísir - 01.11.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 01.11.1967, Blaðsíða 1
VISIR Eldurinn tnlinn hnfn komið upp í eldhúsi GILDASKÁLANS — stórtjón \ ... hjó hinum mörgu fyrirtækjum, sem í húsinu voru — konu bjurguð úr brennundi húsinu ■MMmm Menn ganga ekki þangað inn í kaffi, í bráðina. Eldsupptakanna var leitað i eldhúsi Gildaskálans, sem var mikið brunnið, eins og sjá má. ADALSTRÆT! 9 BRANNINOTT $ Tíu bílar frá slökkviliði Reykjavíkurborgar og -flugvallar unnu við slökkvistarf í nótt, þegar eldur kom upp í húsi númer 9 í Aðalstræti, þar sem Gildaskálinn hefur verið til húsa í áratugi. Tókst að vama því, að húsið yrði algerlega eldinum að bráð, en miklar skemmdir urðu á því að innan og utan. Q Þegar slökkviliðið kom á vettvang hafði eld- urinn króað af konu, sem bjó á rishæð hússins, svo hún átti sér ekki útgöngu von. Var henni bjarg- að úr brunastiga og hún flutt á Slysavarðstofuna, en henni mun ekki hafa orðið meint af reyknum. 0 Aðalstræti 9 er tveggia hæða timburhús með risi, og þar höfðu margir aðilar inni með starf- semi sína. Tveir málaflutningsmenn höfðu þarna skrifstofur, á annarri hæð. Á neðri hæðinni var Gildaskálinn, og hárgreiðslustofan /Ondula var þarna einnig til húsa. Eigandi hússins er Ragnar Þórðarson. Slökkviliöinu barst tilkynning um eldinn kl. 01.19, en um svip aö leyti var lögreglunni einnig gert viðvart. Þeear komiö var á vettvang lagði mikinn reyk frá húsinu og eldur var orðinn nokk uö magnaður í miöju byggingar innar. Innan um reykkófið sást konu bregöa fyrir í glugga á rishæö og var strax skotið upp stiga til þess að sækja hana. Liðu ekki nema örfá andartök áöur en hún var komin í sjúkra bifreið á leið til Slysavarðstof- unnar og þar dvaldist hún í nótt. Leitaö var í húsinu, aö fleira fólki, sem . kynni aö vera inni- lokaö, en engir aörir voru inni. Jafnframt var strax hafizt handa við slökkvistarfið. Slökkvilið borgarinnar haföi þarna til taks sex dælubíla og einn stigabíl, auk tveggja lyftu- bíla frá Rafvcitunni op einn frá Kol & Salt. Þrír slökkviliösbilar frá slpkkviliðinu á Reykjavíkur flugvelli komu einnig á staöiun. Tvær stórar dælúr voru einnig notaðar viö slökkvistarfið. Mestur var eldurinn inni í miöri byggingunni, þar sem ver iö haföi eldhús veitingaskálans. Bak við cldhúsið var gangur og eftir honum komst eldur í efri hæöina og urpu miklar skemmd ir, en þó meiri á neðri hæöinni. Unnið var að slökkvistarfi fram til kl. 3.30, en bá hafði niöur- löguni eldsins verið ráöið. Var síðan höfð vakt um nóttina yfir byggingunní. Taliö er, að eldurinn hafi átt upptök sín í eldhúsi veitinga- skálans, en það hefur bó ekki verið fullkannað ennþá. Bjargaðist úr eldsvoð- anum út um glugga í risinu — Sigríður Guðmundsdóttir, eini íbúinn í (Aðalstræti 9. — Ég vaknaði við eldinn, sagöi Sigríður Guðmundsdóttir, þegar blaðamaöur Visis hitti hana í morgun í íbúð hennar i risi hússins Aðalstræti 9. Sig- ríður kvaöst lítið geta um þetta sagt. Þegar hún vaknaði var eldur kominn í stigann og henni var ekki útkomu auðið, nema út um gluggann, en hann er um það bil fjórar mannhæð- ir frá götu eða meira. Það má því segja, að slökkviliðsmenn- imir hafi bjargað henni úr bráö- um voöa, en þeir reistu bruna- stiga að glugganum og náðu henni út eins og hún stóð. Sigríður var að kanna skemmd- imar á eignum sínum þar í íbúð inni í morgún. Munir hennar höfðu tvístrazt um gólfið og talsverðar skemmdir höfðu orð- ið af reyk og vatni. Dyrakarm- urinn að stofunni hennar var sviöinn, en þó mun þessi hluti hússins hafa sloppið einna bezt úr brunanum. Gangurinn fram- an við íbúðina var kolbrunninn og stiginn niður á aöra hæð — Sömuleiðis herbergin, sem snóru í austur, út að Landssíma húsinu. Þar gat að líta kolbrunn ar þiljur. Húsgögn hárgreiðslu- stofunnar Ondúlu voru öll svið- in og fleira, sem þar vaf fémætt stórskemmt og gerónýtt. Framh. á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.