Vísir - 01.11.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 01.11.1967, Blaðsíða 3
VlSIR iagur 1. nóvemDer 1967. 3 . MYNDSJ J Breiðholti, þar sem í vor var aðeins urð og grjót og mýr- arflákar, er nú óðum að rísa upp nýtt íbúðahverfi. Störvirkaf vinnuvélar og hendur stritandi manna eru að breyta óbreyttri náttúrunni í borgarhluta, þar sem þúsundir manna, kynslóð fram af kynslóð mun lifa og hrærast. Þó að margir aðilar séu þarna að verki með bygg- ingu fjölbýlishúsa, einbýlishúsa og raöhúsa, detta flestum þó byggingar Framkvæmdanefndar byggingaáætlunarinnar í hug, þegar Breiðholt er nefnt á nafn. Framkvæmdanefndin hefur þarna með höndum byggingu 6 stórra fjölbýlishúsa og 23 inn- fluttra einbýlishúsa úr timbri. Með þessum byggingum er brot- ið blað í íslenzkri byggingarsögu — stóriðja í íbúðabyggingum er hafin á íslandi. Ýmsar nýjungar i byggingum eru reyndar, sem heppilegar eru í fjöldafram- leiðslu íbúða og allar fram- kvæmdirnar eru skipulagðar ít- arlega áður en ráðizt er í verkið sjálft. Framkvæmdir byggingaáætl- unarinnar hófust í vor og hef- ur verið unnið af krafti í allt sumar að byggja yfir íslenzkt láglaunafólk, sem fær þarna út- hlutað íbúðum meö einstökum kjörum. — í vikunni, þegar tíð- indamenn Vísis skruppu upp í Breiðholt, var unnið í öllum fjöl- býlishúsunum og mörgum ein- býlishúsunum. Húsin voru mis- langt komin. Eitt fjölbýlishús- anna var nánast orðið fokhelt, en hin styttra komin. Unnu vinnuhópar f þeim öllum, en hver hópur hefur sitt verksvið og færist hús úr húsi eftir því, hvernig verkinu miðar áfram. Einbýiishúsin voru flest kom- in upp og átti aðeins lítið eftir að gera i sumum þeirra, þann- ig að þau voru orðin íbúðarhapf. 13 danskir iðnverkamenn hafa frá því í júlí síðastliðnum unn- ið við að reisa húsin, sem eru flutt inn í hlutum frá Esbjerg í Danmörku. — Húsin áttu að vera tilbúin öll fyrir 15. desem- ber — en það verður þó ekki fyrr en í febrúar næst- komandi, sem það verður, sagði einn dönsku iðnaðarmannanna. Það hefur staðiö á íslenzku iðn- aðarmönunum, að ganga frá því, sem þeir áttu að skila af sér, eins og t. d. grunnunum. Að- spurðir um gæði innfluttu hús- anna við íslenzkar aðstæður, sogðu dönsku iðnaðarmennirnir, að þeir gætu ekki ímyndað sér annað, en þau ættu að duga vel hér, eins og víðar, þar sem þau hafa verið reist. Það voru ekki allir á sama máli og dönsku iðnverkamenn- irnir. Margir íslenzkir bygging- armeistarar og iðnverkamenn, sem tíðindamenn Vísis hittu aö máli, sögöust efast um, að ís- lenzkir aðilar fengju nokkurn tíma leyfi til að byggja slík hús. Einn tók svo djúpt i árinni að fullyrða, að gæði húsanna væru verri en húsanna í Höföaborg, þegar þau voru reist, hvort sem slíkar fullyrðingar byggjast af réttu mati eða frægri íhalds- semi fslendinga, þegar húsabygg ingar eru annars vegar. — Þetta eru miklár fram- kvæmdir hérna, sögðu tíöinda- menn Visis, þegar þeir hittu byggingameistara á svæðinu, þar sem Framkvæmdanefndin er að byggja fjölbýlishúsin sex. — Já, þetta eru svona álíka fram- kvæmdir og hjá sex meðal brösk urum, var svarið. — En kannski örlítið ódýrara, spurðum við. Ég efast um, að byggingarkostn- aðurinn verði minni. Braskarar hafa hins vegar alltaf selt sín- ar íbúöir á gangveröi, eins og aðrir, en gangverðið hefur verið langt ofan við byggingarkostnað. Það eru því margir, sem hafa sinar efasemdir um byggingarn- ar í Breiðholti, þó því veröi Þegar búið er að reisa húsin, er hafizt handa um að loka þeim, með timbur- og steinveggjum, sem skiptast á. Séð yfir byggingasvæði Framkvæmdanefndarinnar. ekki neitað ,að frámkvæmdirnar við byggingu fjölbýlishúsanna gleðji áugáð, með 'öllum þeim krönum og nýtízku bygginga- aðferðum, sém þar eru viöhafð- ar. Allir spádómar um bygging- arkostnað og endingu húsanna eru ótímabærir nú, þar sem verk ið er ekki nema um það bil hálfn að, en fróðlegt veröur að sjá að framkvæmdum loknum, hver ár- angur hefur orðið af þessari nýj- ung. Ymsir smáveggir eru steyptir fyrir utan húsin, en síðan hífðir með mótunum á sinn stað. — Til hægri sés t í innfluttu húsin. Eitt af 23 mnfluttu einbýlishúsunum. í BREIÐHOLTI f Y 1 i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.