Vísir - 01.11.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 01.11.1967, Blaðsíða 12
72 S IR . MiSvikudagur 1. nóvember 1967. -jMZæZ- .. .,.....’ 'KfT~~K7- r" "ZTr. athuga minn gang. Ég heyrði það, að Stan vildi komast að því hvort ég væri vel fjáö, þótt hann færi kænlega að því. Ég var ekki viss um hvort ég ætti aö láta hann halda að ég væri auðug, en vitanlega þýddi mér ekki heldur að reyna að koma honum á gagnstæða skoð- un. Miðað við hótelið, þar sem ég bjó, hlaut hann að álíta að ég væri auðugur útlendingur, ef til vill eins konar uppgjafaástmey einhvers tiginborins manns eða auðkýfings. Ég varaöist því að láta nokkuð upp skátt um einkalíf mitt. „Höfum við ekki sézt einhvers staðar áður madame?“ Þetta var Stan... Ég varð að halla mér að armi hans til að koma í veg fyrir að ég hnigi niður, en áttaði mig fljótlega og baðst afsökunar. Á meðan við biðum þess að hleypt væri inn í salinn, skiptumst við á nokkrum hversda^slegum orðum á ensku — þar sem ég óttaðist að hann kynni að bera kennsl á rödd mína, varð mér það ósjálfrátt að svara á þeirri tungu. Við sátum nokkra stund inni í salnufn, en brátt gerðist ég leið á kvikmyndinni og hélt á brott, og hann fylgdi mér eftir. Við fór- um inn í kaffistofu, og samtalið rann í sama farveg, hversdagslegar setningar um allt og ekkert — að þessu sinni á frönsku, sem ég tal- aði með nokkrum mállýzkuhreim. Stan, sem talar fimm eða sex tungu mál reiprennandi, hefur aldrei náð tökum á enskunni. Hann var vanur að afsaka það með þvl, að það væru einungis erfið tungumál sem hann gæti tileinkað sér. Þegar við höfðum setið þarna hálftíma, mæltist Stan til þess að eiga stefnumót við mig, og okkur kom áaman um að hittast aftur að tveim dögum liðnum og skildum síðan, án þess að segja nokkuð markvert annað. Ekkert virtist eðlilegra — aðlað- andi karlmaður hittir fyrir konu sem enn er á bezta aldri, og þau ákveða að hittast aftur. Hvemig stóð þá á þvf, að ég var haldin einhverri óþægilegri tilfinningu, sem kom í veg' fyrir að mér yrði það ánægja að vita Stan svo ná- lægan mér, og að ég vakti áhuga hans? Það er eitthvað óheilt við þetta, eitthvað óljóst, sem ég get ekki áttað mig á og veldur mér áhyggjum. Ég reyni að hugsa sem minnst um það. Ég hef tvívegis séð hann síðan. En við vorum sitt á hvorri leið, svo ekki var neitt afsakanlegt til- efni til að talast við. Ég hlaut að viöurkenna, að framkoma Stans var að öllu leyti óaðfinnanleg. Hann sýndi fyllstu hæversku; ég átti þar i skiptum við þann Stan, sem hlot- ið hafði gott uppeldi, tileinkað sér siðfágun og nærgætni; ólíkan þeim Stan, sem ég hafði kynnzt. Hann gerði sér allt far um að skila óað- finnanlega hlutverki, sem ekki féll honum og ég komst ekki hjá því að spyrja sjálfa mig: ,,Er þetta í rauninni hann? Það er ótrúlegt...“ Hvað hyggst hann fyrir með þess um kynnum okkar? Hann spurði mig um sjálfa mig, en af nærgætni og samúð. Hvað nafn mitt snerti, átti ég ekki nema um eitt að velja, þar eð ég hafði skýrt þeim frá því í skrif- stofu hótelsins, að- ég dveldist þar undir gervinafni, Julia Robinson. Gott að mér skyldi detta það í hug. Ég get gert mér í hugarlund, að ég sæti þar að snæðingi með Stan, og þjónninn spurði hæversklega: „Má bjóða madame Pilgrin meiri súpu?“ Þaö fer um mig hrollur, þegar mér verður hugsað til þess. Hvað þjóðernið snerti, gilti sama — það stóð svart á hvítn, að ég væri brezk. ; Hvaö annaö snerti, varð ég aö Svo fór ég að spyrja hann. Hann sagði ekki neitt, sem ég ekki þeg- ar vissi, og ekki líkt því allt, sem ég vissi. Á valdi tilfinninga, sem mér er um megn afi skilgreina, gerðist ég svo djörf að spyrja um konu hans. Hann sagðist vera stríðs ekkjumaöur, og ekki meira um það. Hann sagði það svo hlutlaust, að ekkert varð af því ráðið um til- finningar hans. Hann bar giftingar- hringinn ekki lengur, og hvað mig snerti, þá hafði hringurinn verið tek inn af mér, og ekki komizt aftur til skila. Það er ákveðið að ég skreppi með honum til Vichy að tveim dög- um liðnum, þar sem hann á að tefla blindskák á þrjátíu borðum samtímis. Ég hef ekki neina ástæðu til aö ætla aö hann vilji láta mig halda sig riddaralegri en hann er. Ég geri ráð fyrir að hann bíði ein- ungis eftir nánari samveru okkar á ferðalaginu, til þess að leika næsta leik. En hvers konar leik? Það hlýt- ur að koma á daginn von bráðar. Þessi látalæti geta ekki gengið öllu lengur. 13. ágúst. Dyravörður hótelsins var rétt 1 þessu að skýra mér frá þvf, að virðulegur maður hefði verið að reyna að fá hjá honum upplýsingar um mig. Ég fór því að hitta for- stjórann, og bað hann að gæta þess, að tilmælum mínum væri fylgt út í æsar af öllu starfsfólki hans. Hann svaraði af mikilli festu: „Þér þúrfið ekkert að óttast. Stofn- un sem þessi viðurkennir hið forn- kveðna, að þögnin sé gulls ígildi". Til vonar og vara rétti ég þeim, sem helzt kemur til mála að verði spurðir, ríflegan drykkjuskilding. 16. ágúst. Hvílíkt ferðalag ... Tilfinninga- rót, óvæntir atburðir, allt enn dul- arfyllra en mig gat órað fyrir. Stan kom og sótti mig fyrir tveim dögum, klukkan átta að morgni. Hann ók gömlum, en gljáandi Cít- roen, sem hann virtist ákaflega stoltur af og við lögðum af stað í átt að Bourbonnais. Veðrið var ynd islegt, andrúmsloftið þrungið trún- aði og einlægni, að mér fannst. Hann ók glannalega hratt eins og hann var vanar. Fór svo að segja mér ævisögu sína, sennilega með það fyrir augum, að ég fylgdi for- dæmi hans. Ég haföi einmitt mik- inn áhuga á að heyra hvemig ævi- saga hljóðaði I „opinberri útgáfu'" hans, en hann var naumast kominn að efninu, þegar hjólbarðinn á öðru framhjólinu sprakk. Stan skipti um barða og var fljótur að, og fékk gert við sprungnu slönguna án þess að veruleg töf yrði að. Við vorum ekki komin lengra en til Forét de Fontainebleau, þegar eins fór um annan hjólbarða, og í það skiptið munaði minnstu að Stan missti stjóm á bílnum og slys hlytist af. Hann varð að kaupa nýjan hjólbarða, þótt Stan væri það bersýnilega þvert um geð. Hann hafði tekið upp þráðinn, þar sem frá var horfið, en ekki heldur meir, þegar hljóðkúturinn bilaði á gatnamótunum úti fyrir Montargis, og hávaðinn í bílnum varð svo mikill, að samtal kom ekki til greina. Viðgerð mundi hafa tafið okkur of lengi, svo við urðum að halda áfram, þótt gnýrinn frá hreyflinum ætlaði að æra okkur. Vegna hans stöðvaði lögreglan okk- ur tvívegis, og í bæði skiptin varð Stan að greiða nokkra sekt. Morg- unverð snæddum við svo að Grand Cerf í Cosne; góðan mat og ekki ýkja dýran, og þögnin var okkur of kærkomin til þess að við vfld- um rjúfa hana. Skammt fyrir utan Nevers, gat Stan hagað því svo til að hann ók næst á eftir miklum vömfhitninga- bíl, sem var svo hávær £ akstri, að lögreglan veitti þv{ ekki neina at- hygli, að hreyfilgnýrinn I Citroen- bílnum var ódeyfður, og þannig héldum við áfram förinni til Saint- Pierre le Moutier. Þar héh ég aö för okkar mundi Ijúka — það heyrð ist hávær sprenging I farartækinu og vatn spýttist upp á framrúðurta. FELAGSLIF VlKINGUR, handknattleiksdeild. Æflngatafla fyrir veturinn 1967 -1968. Sunnudaga kl. 9,30 4. fl. karla - 10,20 - - - - 11,10 3. fl. karla - 13,00 M., 1. og 2. fl. karia - 13,50 - — — — Mánudaga kl. 19.00 4. fl. karla - 19.50 3. fl. karia - 20.40 M., 1. og 2. fl. kvenna - 21.30 - - - Þriðjudaga kl. 21.20 M., 1. og 2. fl. karia - 22.10 - - — Fimmtudaga kl. 19.50 M., 1. og 2. fL karia — 20.40 ----------- Föstudaga kl. 19.50 3. fl. kvenna Laugardaga M. 14.30 3. fl kvenna Æfingar fara fram 1 iþróttahúsi Réttariioltsskólans, nema þriðju- daga, en þá eru þær I íþrótta- höllinni I Laugardal. — Æfing- amar byrja þann 15. sept. Ný- ir félagar eru velkomnir. Mætið vel frá byrjun ÞJálfarar. ,3yssa Toms“. — „Flýtið yður í burtu, „Þú hefur bjargað lífi mínu“. „Ég varð að „Hvað, — hvers vegna ertu að gráta ?“ áður en hann nær yður líka“. gera það, þú varst að reyna að bjarga mínu“. „Vegna þess, að ég er svo hamingjusöm“. „Ég hef aldrci fyrr skotlð úr byssu“. Skipuleggjurn og gerum yður fast verðtilboð. Leitið upplýsinga. EiDHÚSIÐ MUQAVEQI 133 «»1131117BB fubörn óskust Hafið samband við afgreiðsluna HirDrficantii R!? txB4 Eldhúsið, sem allar húsmceður dreymir um Hagkvœmni, stílfegurð og vönduð vinna á öllu. METZELER Vetrarhjólbarðamir koma snjó- negldir frá METZELER verk- smiöjunum. BARÐINN Ármúla 7. Sími 30501. HJÓLBARÐASTÖÐIN Grensásvegi 18. Sími 33804. AÐALSTÖÐIN Hafnargötu 86, Keflavík. Sími 92-1517. Almenna Verzlunarfélagið Skipholti 15. Simi 10199 Knútur Bruun hdl. Lögmannsskrifstofa Grettisgötu 8 II: h. Sími 24940.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.