Vísir - 01.11.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 01.11.1967, Blaðsíða 9
V í SIR . Miðvikudagur 1. nóvember 1967. O MÉR HEFUR LIFA LÍFINU ALLTAF FUNDIZT ÉG dagsTns GEGNUM SVEITINA “™ KRISTJAN T^að er dálítið óvenjulegt fyrh gamlan Strandamann, sem bamsskónum sleit á grýttum fjörum útkjálkabyggðar, að sitja i ellinni inni á einu full- komnasta veitingahúsi bæjarins — Hótel Holti og rabba þar um daginn og veginn, liðinn tíma og líðandi stund. — En þessi viömælandi á allt aðra sögu a. m. k. hvað snertir landið sem hann leit fyrst augum — og umhverfið þar sem hann lék bemskubrekin. — Ég heiti Kristján Þorleifs- son, fæddist að Selárdal í Dala- sýslu, bæ sem nú er í eyði fall- inn — og ég tæpast þori að gera mér vonir um að verði byggöur aftur af neinni póli- tískri stríðshetju. í Selárdal bjuggu foreljlrar mínir til þess er ég var sjö' ára gamall, þá fluttust þau aö Höfða í Hnappadal og varð faðir minn þá leiguliði Thor Jensen — sem átti jörðina og um leið allan veiöirétt í ánni. Verður því ekki neitað, að oft fannst okkur hart aðgöngu að sjá laxinn bylta sér með sporöaköstum í ánni, en mega þar hvergi nærri koma. — En svona er lífið, leikur eins getur lamaö annan. — Mér virt- ist nokkuð skipta um þegar hann sjálfur hafði dregið sig í hlé og synir hans voru orðnir hið ráðandi afl. Ef til vill er þetta skiljanlegt. Hann kom hér út til íslands fátækur drengur úr fjarlægu Iandi, landi þjóðar, sem I þá daga mun ekki hafa talið íslendinga almennt nein stórmenni. En aftur á móti syn- ir hans, þeir höfðu flestir, að minnsta kosti, óumdeilanlega tileinkað sér Islendingseðlið og lifðu samkvæmt því í samskipt- um við fólkið. — „Héðan af skaltu menn veiða“ — stendur í hinni helgu bók — og án þess ég gruni þá Thorssyni um neinn slíkan tilgang, urðu þeir af mörgum vinsælir og áttu formælendur ófáa. — Þama ólst þú upp? -j- Já, ásamt vondu fólki, svo vitnað sé í hina merku ævisögu séra Áma Þórarinsson- ar, sem skráð er af Þórbergi Þórðarsyni, rithöfundi. Um upp- vöxt minn er ekkert merkilegt að segja. Séra Ámi fermdi mig, mér þótti vænt um hann og svo hygg ég að verið hafi um flest hans sóknarböm, hvaða fyrir- sagnir sem valdar hafa verið æviritum hans. Helzt hefði ég kosið að dvelja alla mína ævi í sveit. Éð hafði ánægju af allri skepnuhirðingu. Sérstaklega urðu hestar vinir mínir og löngu eftir að ég flæktist hingað 16 ára gamall átti ég hesta og átti með þeim marga óblandna ánægjustund. — Hvers vegna maður hverf- ur frá sinni heimabyggð? Til þess geta legið margar ástæöur, sem erfitt er að gera grein fyrir, og í mörgum tilfellum einka- mál, sem ónauösynlegt er að ræða — en annað vildi ég segja, að flestra rætur munu standa þar sem þeir fyrst áttu heimaslóðir, þótt stundum þurfi kannski djúpt að kafa til að finna sálarbjörgina. — Hvert var svo fyrsta starfssvið þitt í Reykjavik? — Það sama og margra rótar- slitinna drengja, það sem bezt bauöst hverju sinni, að síðustu hafnaði ég i húsgagnabólstrun og hef stundað þá iðn í því nær hálfan fjórða tug ára. — Alltaf nóg að gera? — Já, síðustu sex árin hef ég unnið alveg sjálfstætt, og það hefur gefið það góða raun að hjá mér er oftast „tómt hús“, ekki þó af fólki, fremur af húsgögnum handa þeim, sem til mín hafa leitað, því flestir sem einu sinni hafa haft við- skipti við mig hafa komið aftur, en það mundu menn tæpast gera, teldu þeir sér að því óhag. — Hvað vilt þú segja mér um íslenzkan húsgagnaiðnað í dag? — Hann hefur tekið mjög miklum breytingum. Áður fyrr var um mun meira handverk að ræða. Þá voru vinnubrögðin öll miklu persónubundnari. T. d. gátu komiö inn á verkstæðiö til mín þrjár konur sama daginn, og allar höfðu sinn sérstæða smekk á því Hvernig húsgögnin skyldu vera — ekki einasta lit- urinn á áklæðinu, heldur formið allt. Nú hefur þetta gjörbreytzt. Meirihluti starfsins er unninn í vélum — og fólkið kemur inn biður um djúpan stól, sófasett o.þ.h. Það virðist í mörgum til- fellum alls ekki hafa gert sér grein fyrir hvemig þaö vildi hafa þetta úr garöi gert nema þá helzt litinn. Ég mundi jafn- vel leyfa mér að segja að það væri orðið eitthvað vélrænt við sálina, persónuleikinn í mörg- um tilfellum þurrkaður út en múgmennska og viömiðun kom- in í staöinn. Annars er yfirleitt mjög gott að vinna fyrir fólkið. Þaö tekur leiðbeiningum vel, jafnvel þótt gamaldags séu, en virðist óþarflega oft vera ráða- laust frá sjálfu sér. ÞORLEIFSSON BÓLSTRARA — Hvað viltu svo segja um sjálfan þig, áður varstu sveita- maður, nú ertu borgarbúi? — í hverju finnst þér aðalmunur- inn burt séð frá atvinnunni? — Mér hefur alla tíð fundizt ég lifa lífinu í gegnum sveit- ina. — Nú er hart á jörð heima — nú er spillibloti — nú byrj- ar að vora, — skyldi nú veröa kalt vor. Það hefur svo mikil áhrif á sauðburöinn. — Nú vaða unglingarnir blautar mýr- ar og fenjaflóa — nú sitja lokka- prúðar Daladætur berfættar á fjöruhlein og busla í kyrrlátum Hvammsfjarðaröldum. — Allt þetta á sveitin. Hér í borginni, jú, ég hef nóg að bíta og brenna — ég sé sólina skína, trén blömstra við húsin í velhirtum görðum. — Haustrigningar svo varla er fært út úr húsi, aus- andi krap á illa hirtum götum. En þetta snertir mig sáralítiö — vekur ekki neinar frjóar kenndÞ hjá mínum mnri manni. — Stóllinn eöa sófasettið getur orðið til hversu sem viðrar. — *Ef veðurofsinn býöur mér birg- inn. Þá er bara að snúa einni skífu. — Bíll, takk. — En lífs- fyllingin? — Hún er fólgin í gömlum draumi. Þá var ég að vísu fákænn og fákunnandi en skildi þó sporðaköst laxa í straumi og lontu í lygnum hyl. — Gladdi mig við lítil lömb sem voru að skjögra á kreik — og kitlaði við mjúkan flipa á ný- fæddu færleiksefni, sem síðar meir óö á tölti hjá taumliprum knapa og gaf lífinu gildi------ og undirstrikaði það trúarjátn- ingu mína, að öll erum við frá sömu rót runnin. Þ. M. i j li Hver er hræddur v/ð Virginíu Woolf? Hver er hræddur við Virginíu Woolf? (Who’s afraid of Virginia Woolf?) Leikstjóri: Emest Lehanan. Kvikmyndahandrit: Mike Nic- hols. Tónlist: Alex North. Byggt á leikriti Erwards Alb- ees. Bandarísk frá árinu 1966. íslenzkur texti: Jónas Krist- jánsson. Framleiðandi: Mike Nichols. Flestum er í fersku minni sýn- ing Þjóðleikhússins á leikriti Alb- ees „Hver er hræddur við Virginiu Woolf ?“ Nú er kvikmyndin kom- in hingað til lands, sýnd í Austur- bæjarbíói, margverðlaunuð, með heimsfrægum leikurum í aðalhlut verkunum. Ef leikritið er borið saman við kvikmyndina, verður útkoman leikritinu í vil. Það er kynngimagn aö sviðsverk, samanþjappað og vel unnið. En í kvikmyndinni hef- ur ekkert verið grætt á mögu- leikum tjaldsins, sérstaklega er rifrildi Mörtu (Elisabeth Taylor) og Georges (Richard Burton) við bílinn mjög misheppnað. Hún stik ar fram og aftur eins og persóna í útþynntum gamanleik í verstu klípu leiksins. Sötur Georges og Nicks (Georg Segal) úti við tréð í myrkrinu verkar hjárænulega á mann og dregur kvikmyndina að- eins á langinn. En verkið er þann- ig samið, að hvergi er rúm fyrir svona útúrdúra. E. Albee fæddist árið 1928 og vakti fyrst athygli 1960, fyrir ein þáttunginn The Zoo Story, sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi, — 1961 kom The American Dream, og 1962 þetta leikrit, sem kvik- myndahandritið var samið upp úr. Því hefur verig haldið fram, að áhrifa frá lífi Albees gæti við samningu þess, hann var tekinn til fósturs af barnlausum hjón- um. Hvort sem svo er, eða ekki, er djúpur skilningur á erfiðleik- um konu, sem þráir heitt að eign- ast bam, lifandi veru, sem er hold af hennar eigin holdi. Þegar það tekst ekki, verður óskhyggjan skynseminni yfirsterkari, ekki sízt þegar vínið er annars vegar. George er ákaflega hugstæður, með brostnar vonir og ef til vill þá miklu byrði, að hafa óviljandi orðið báðum foreldrum sínum að bana, „án þess, að hafa einu sinni Burton og Taylor óskað þess I undirmeðvitundinni“ — Kvöl hans vegna framferðis Mörtu við Nick er svo sár, að hann ákveður að hreinsa loftið. Ungu sætu hjónin, hún (Sandy Dennis) sem heltir þvi dísæta nafni Hupang, og hann (George Segal), sem hefði mátt vera hærri laglegri og Ijóshærður, Kansas- Framh. á 10. sfðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.