Vísir - 01.11.1967, Blaðsíða 13

Vísir - 01.11.1967, Blaðsíða 13
VÍ'SI R . Miðvikudagur 1. nóvember 1967. 13 \ Heimdallar, félags ungra Sjálfstaéðisriianna Rifnefnd: Sigurður Á. Jensson ritstj., Jóhannes Long og Matthias Sfeingrímsson Almenn stjórnmálaályktun 19. þings SUS — 1. hluti 19. þlng sambands ungra Sjálf- stæðismanna var haldíð í Reykja- vík dagana 20.—22. okt. s.I. Þing- ið, sem var hið fjölmennasta til þessa, sóttu 180 fulltrúar víðs veg- ar áð af landinu. GJALLARHORN hefur ákveðið að birta ályktanir þingsins, en sökum þess hve þær eru yfir- gripsmiklar verður að birta þær á nokkrum síðum. — Hér fer á eftir almenn stjórnmálaályktun þingsins, 1. hluíi. Ungir Sjálfstæöismenn telja, að nú sem fyrr sé þaö grundvallar- atriöi í íslenzkum stjórnmálum, að einstaklingarnir og samtök þeirra hafi eðlilegt svigrúm til at- hafna, svo að framtak og þróttur borgaranna féi sem bezt notið sín heildinni til heilla. Þjóðinni hefur jafnan vegnað bezt og at- vinnulíf hennar, menning og fram kvæmdír allar veriö með mestum blóma, þegar borgararnir sjálfir hafa haft sem mést frelsi til orða og athafna. Þessa grundvallarstefnu verður jafnan að hafa að leiðarljósi, þeg- ar glímt er við vandamál líðandi stundar. Lýst er yfir stuðningi við stjórn arsamstarfið og stjórnarstefnuna, en hún hefur á starfstímabili nú- verandi stjórnar leitt af sér ör- ari framfarir og uppbyggingu, samfara betri lífskjörum en nokkru sinni fyrr. Öðrum veröur ekki betur treyst til þess að leysa þann vanda, sem nú steðjar að efnahag landsins. Stjómarsamstarfið má þó ekki verða til þess aö gengið sé í ber- högg við grundvallaratriði sjálf- stæðisstefnunnar. Ungir Sjálfstæöismenn vilja nú benda á eftirfarandi atriði, sem horfa megi til heilla fyrir íslenzku þjóðina: 1. Traustari grundvöllur efnahagslifsins. Ungir Sjálfstæöismenn minna á: — sjávarútvegur verður um langa framtíð meginatvinnuvegur þjóðarinnar, — verðfall sjávarafurða og lok- un markaða fyrir útfíutningsvör- ur, — hættur þær, sem stafa af einhæfum atvinnuvegum, — sala raforku til álbræðslu gerði stórvirkjun við Búrfell fram kvæmanlega, — miklar orkulindir landsins' eru enn ónýttar, — — - Gc.::: - og álykta: ■ að forðast beri þær sveiflur. sem einkennt hafa íslenzkt efna- hagslif vegna stopuls sjávarafla og örðugrar markaösaðstöðu, t. d. með myndun varasjóðs í góðæri til þess að jafna afkomuna frá ári til árs, — að vinna beri að aukinni framleiðni og hagræðingu m. a. með stækkun rekstrareininga, — aö treysta beri efnahags- grundvöllinn með frekari uppbygg ingu stóriöju í landinu í' samvinnu við erlent fjármagn, enda veröi þess gætt, aö þaö verði meö þeim kjörum, sem aðgengileg eru fyrir íslendinga. 2. íslenzkur iðnaöur Ungir Sjálfstæðismenn minna á: | — aukinn innflutningur iönað- arvara hefur þrengt hag íslenzks iðnaðar, — tollar á vélum og hráefni til iðnaðar hafa lækkað, — útlán Iðnlánasjóðs hafa stór- aukizt og rýmkun orðið á starfs- sviði sjóðsins, og álykta: — aö enda þótt heilbrigð sam- keppni íslenzks iðnaðar við inn- fluttar iönaöarvörur séu sjálfsögð, verði að tryggja það, að kjör þau, sem íslenzkum iðnaði eru búin, veiti honiim samkeppnisaðstöðu, — að hagræðing innan iönaðar- ins og framleiðni verði aukin, — aö við mat á innlendum og erlendum tilboðum í iðnaðarvörur eða^iðnaðarverk kopii ,til greina,,. ;að-settar verði fastar -reglur um, að íslanzk tilboð, sem gengið er að, geti verið nokkru hærri en erlend. 3. Landbúnaður. Ungir Sjálfstæðismenn minna á: — miklar framfarir í landbún- aöi undanfarin ár, — nauðsyn þess að í landinu verði framleiddar sem flestar land búnaðarvörur fyrir innanlands- markað, og álykta: — að stefna beri að því að landbúnaður geti oröið sem arö- Frá klúbbfundi sl. laugardag. Gestur fundarins var dr. Bjarni Bene- diktsson, forsætisráðherra. Fundurinn var allfjölmennur, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. (Ljósm. J. Long.) Þessi mynd er frá byggingarfranikvæmdum í Breiðholti á vegum Fram- kvæmdanendar byggingaáætlunarinnar. Við ákveðinn hluta þess verks, sem boðinn var út, stóð um tíma ágreiningur um hvort taka ætti til- boð innlends eða erlends aðila, en hið íslenzka var örlitið hærra. Út- bjóðandi, sem í þessu tilfelli var hið opinbera, sá sér hag í þvi, að taka innlenda boðinu, sem var og gert. Nú hefur S. U. S.-þing lagt til, að komið verði á lagaheimiid, þess efnis, að helmilað sé að taka íslenzkum tilboðum, þó þau séu eitthvað hærri en erlend. ÚR STEFNUSKRÁ HEIMDALLAR HÚSNÆÐISMÁL. Heimdailur leggur ríka áherzlu á, að allir landsmenn geti búið í viðunandi húsnæði, og að sem flestum fjölskyldum sé gert kleift að eignast eigin íbúðir. Til þess að svo geti orðið telur félagið, að stuðla beri áð því, að byggingakostnaður verði lækkaður og veðlánakerfi til íbúðabygginga breytt. Um þetta segir orðrétt í stefnuskrá Heim- dallar: , * j «LÆKKUN BVGGINGAKQSTNAÐAR £ 1. Vísindalegar rannsóknir og tilraunir til endurbóta og lækk- unar á byggingakostnaði séu auknar og niðurstöður rann- sóknanna birtar jafnóðum. 2. Frjáls innflutningur sé á öllu byggingarefni. Með því má tryggja betri og ódýrari vöru. 3. Sameina skal Teiknistofu húsameistara rikisins og Húsnæð- ismálastjórnar, til þess að bæta þjónustu við íbúðarhúsabyggj endur og lækka kostnað þess opinbera. 4. Teikningar og byggingar hins opinbera skulu boðnar út. VEÐLÁNAKERFINU VERÐI BREYTT, 1. Aukið verði lánsfé til íbúðabygginga. I því sambandi verði athugað hvort ekki sé rétt ab stofna sérstakan „íbúðabanka“. 2. Lánað sé út á raunverulegt verðmæti íbúða.“ vænlegust atvinnugrein, m. a. með stækkun búa, — að varasamt sé að fram- leiða þær landbúnaðarvörur til út- flutnings, sem greiða þarf stór- lega niður af almannafé, — að reynt verði að gera land- búnaðarframleiðsluna sem fjöl- breyttasta til aö mæta óskum neyt enda, m. a. með blöndun erlendra búfjárstofna við innlenda til bættr ar kjötframleiðslu,1 — að spornað verði gegn of- framleiðslu á einstökum landbún- aðarafurðum, — aö dregiö verði úr einokun- arsölu á ýmsum landbúnaðarvör- um. 4. Verzlun. Ungir Sjálfstæðismenn minna á: — þann hag, sem neytendur hafa haft af því aukna frjálsræði, sem skapazt hefur í viðskiptahátt- um þjóðarinnar með afnámi hafta, — innflutningur nauðsynlegra neyzlúvara þarf að vera þjóðhags- lega hagkvæmur, en bjóða þó upp á vöruval og vörugæði, og álykta: — aö endurskoöa þurfi núver- andi verzlunarlöggjöf, — að nauðsynlegt sé að sett verði löggjöf til hindrunar á sam- keppnishömlum, — að sem frjálsastur innflutn- ingur og samkeppni tryggi hag- kvæmastan innflutning og vöru- val. 5. Samgöngumál. Ungir Sjálfstæðismenn minna á: — greiðar samgöngur eru eitt af undirstöðuatriðum framfara og góðra lífskjara, — útbreiðslu sjálfvirks síma um landið, — miklar framfarir i samgöngu- málum, og álykta: — að áfram verði að halda Framh, á bls. 10. DAGSKRÁ VIKUNNAR Miðvikud.: Stjómmálakynn- ing. — Hörður Einarsson ræðir um AlþfiL Fhnmtud.: Þjóðmálaklúbbur. Föstud.: Opið hús. Sunnnd. : Opig hús. Þriðjud.: Kynningarkvöld Heimdallarfélaga f M.R. < I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.