Vísir - 01.11.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 01.11.1967, Blaðsíða 16
VFSTR Miðvikudagur 1. nóvember 1967 Keflavíkurffliigivöllœr ófram fyrir milfilandaflug og Reykjavíkurflugvöllur fyrir innanlandsflug — Flugvallarnefndin hefur skilað áliti Nýr niillilandafíugvöllur á Reykja- víkursvæðinu kemur ekki til mála | . ' — segir Ingólfur Jónsson samgöngumálaráðherra í viðtali við Vísi Ingólfur Jónsson samgöngumálaráðherra telur eðlilegt, að Keflavíkurflugvöllur verði áfram not- aður fyrir millilandaflug og Reykjavíkurflugvöllur notaður áfram fyrir innanlandsflug, en leitað verði á Reykjavíkursvæðinu að landi til þess að taka frá framtíðarflugvöll fyrir innanlandsflugið. Ekki komi til mála, að byggja fyrir millilandaflugið nýjan flug- völl, sem mundi kosta jafnvel milljarð króna. Vísir hafði í morgun tal af Ingólfi Jónssyni samgöngumála- ráðherra og spurði hann um framtíðarhorfur í flugvallamál-' um Reykjavíkursvæðisins. Fer viðtalið hér á eftir. — Hvaðan teljið þér eðlilegt að gera út miliilandaflugvélar íslendinga í framtíöinni? — Ég tel eölilegt, að Kefla- víkurflugvöllur veröi áfram not- aðud fyrir millilandaflug. Ég tel ekki koma til mála að byggja á Reykjavíkursvæðinu nýjan og stóran flugvöll, sem kosta mundi gífurlegt fé, jafnvel yfir milljarð króna. — Er þá ekki gert ráð fyrir neinu millilandaflugi frá Reykja vík? — Hvort fært þykir meö miklum lagfæringum að nota Reykjavíkurflugvöll að ein- hverju leyti fyrir utanlandsflu^ er mál sérfræðinga í flugmálum, en slíkar lagfæringar mundu kosta mikið fé. ' — En hvaö um innanlands- flugiö? — Óhætt mun að fullyrða, að Reykjavíkurflugvöllur verði nótaður fyrir innanlandsflug næstu árin. Enda er gert ráð fyrir því í skipulagi Reykjavík- urborgar, aö hann verði notaður að minnsta kosti til 1983. Mér þykir líklegt, aö Reykjavíkur- flugvöllur verði notaður lengur eða fram yfir næstu aldamót. — Þá eru ekki horfur á, að byggður veröi nýr flugvöllur á Reykjavíkursvæöinu næstu ára- tugina? — Þaö verður alla tíö nauð- sýnlegt að hafa flugvöll á Reykjavíkursvæðinu fyrir innan- landsflugið. Því þarf aö gera ráð- stafanir til aö finna heppilegt land, sem taka mætti frá í því skyni fyrir framtíðina, ef nauð- synlegt þykir aö flytja innan- landsflugið frá Reykjavíkurflug- velli. — Meöan þessi mál voru í at- hugun í nefnd, var þess farið á leit við Bessastaöahrepp, að ný- byggingar yröu ekki leyfðar á nesinu, því aö þar er flugvallar- stæöi, sem mikiö hefur veriö talað um. Síðan nefndin skilaði áliti hefur þessi beiöni veriö afturkölluö, því taliö er, aö Bessastaðanes og Breiðabólstaö- arland mundu nægja fyrir flug- völl fyrir innanlandsflugiö, ef Álftanesið yrði fyrir valinu. — Hefur flugvallanefndin skil- að áliti um þessi mál? — Þessa nefnd skipaði ég áriö 1965 til þess aö gera tillögur um framtíðarskipan flugvallar- Framh. á bls. 10. Ingólfur Jónsson samgöngumálaráðherra Stytta sér leið um 620 kílómetra Fulltrúar i Varnarmúlu- nefndar utan Banda- ríkjonna | Þrír fulltrúar Vamarmála- i .efndar fóru utan til Banda- 'ríkjanna á mánudagiiin í viku- 'ferð til að skoða aðalbækistöðv- ar Nato og varnarkerfi Banda- ríkjanna. Myndin var tekin, þeg- ar þeir Höskuldur Ólafsson, Hallgrímur Dalberg og Tómas Tómasson gengu um borð í flug- »él frá bandaríska flotanum, sem flutti þá til Bandaríkjanna á mánudaginn. Með tilkomu hinnar nýju hengi- brúár á Jökulsá á Breiðamerkur- sandi eru íbúar Öræfasveita komn- ir í samband við vegakerfi landsins í fyrsta sinn í sögunni. Að sjálf- sögðu er þetta mikil breyting frá því sem áður var, enda má segja að Öræfasveitungar hafi verið ein- angraðir frá öðrum sveitum lands- ins hvað þetta snertir. Um nokkurra ára skeið hafa ver- iö stundaöir flutningar á bifreiðum frá Höfn í Hornafirði til Reykja- víkur og er þáð lengsta landflutn- ingsleið á Islandi, eða tæpir þúsund kílómetrar. Heiöar Pétursson, í Höfn í Hornafirði, hefur á undan- förnum árum annast flutningana, . en sl. sumar voru þeir tveir i félagi Heiöar og Gísli Sigurbergsson. Fyrir nokkrum dögum brugðu þeir félagarnir út af venjunni og óku syðri leiðina, en frostin gera það að verkum að ár eru vatnslitlar á Suöurlandi og var Skeiðará t.d. að- eins hnédjúp og aðrar ár eftir því. Þeir Heiðar og Gísli ætla að stunda flutninga í vetur og fara syðri leið- ina þegar fært er, en flutningar með bifreiöum austrur í Hornafjörð hafa jafnan legið niöri á vetrum svo að hér er um algera nýjung að ræöa. Munurinn á vegalengdum er mjög mikill sé syðri leiöin farin og er hún hvorki meira né minna en 620 kílómetrum styttri en sú nyrðri. Um260borgarstarfsmenn hækkaðir / launaflokkum — Overulegur kostnaðarauki fyrir Reykjavikur- ,borg, eða innan vicj xA°]o af launakostnaði borgarinnar □ I fyrradag voru undirritaðir nýir kjarasamningar milli R- víkurborgar annars vegar og Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, Lögreglufélags Reykja- víkur og Hjúkrunarfélags ís- land^ hins vegar. - Samið var til tveggja ára, en1 samningur- inn fól það aðallega í sér, að j um 260 borgarstarfsmenn voru hækkaðir um 1 — 3 launaflokke en einnig var samið um ýmis önnur kjaraatriði, en eftir er að ganga nánar frá þeirn, og einn- ig niðurröðun launaflokkanna l öllum atriðum. — Launaupphæð irnar í hverjum flokki skulu iniðaðar við niðurstöður væntan iegs kjaradóms í launamálum ríkisstarfsmanna. — Samkvæmt þeimi upplýsingum, sem Vísir befur aflað sér, verður útgjaida- aukning borgarinnar vegna þessara nýju samninga mjög ó- veruleg, eða langt undir 1% af launaútgjöldum borgarinnar, jafnvel innan við 1/2%- - Kjara samningarnir eru að miklu leyti leiðrétting á kjörum borgar- starfsmannanna, sem hækkaðir verða í Iaunaflokkum. Fjölmennustu starfshóparnir sem hækkaðir verða í launaflokk- um, eru strætisvagnastjórar, er hækka úr 12. f 13. launaflokk og hjúkrunarkonur, sem hækka úr 14. í 15. launaflokk. — Nokkrir starfs- Framh. á bls. 10. Viðræðurnar unt efnahagsmálin hafnar að nýju Viðræöufundur fulltrúa ríkis- stjórnarinnar með samninganefnd- um BSRB og ASÍ hófst í morgun kl. 10 í Alþingishúsinu, eftir að rúmlega vikuhlé hafðj verið á við- ræðum þessara aðila vegna efna- hagsfrumvarpsins, sem nú liggur fyrir Alþingi. — Hié var gert á við- ræðunum til aö starfsnefndir BSRB og ASÍ gætu safnað upplýsingum og kynnt sér gögn í málinu, en í gær munu starfsnefndirnar hafa skilað niöurstöðum. — Samstarfs- nefnd ASl og BSRB hafði fund með starfsnefndunum i gær oc varo honum ekki lokið fyrr en seint L gærkvöldi. Þess vegna gat ekki orð- iö af því aö viöræðurnar hæfust i gær, eins og ráðgert haföi verið. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.