Vísir - 03.11.1967, Síða 7

Vísir - 03.11.1967, Síða 7
V í SIR. Föstudagur 3. nóvember 1967. 7 morgun útiönd í morgun útlönd í morgun út'lönd í morgun útlönd Talaði Chalfont lávarður af sér? Bauðst til a<5 segja af sér, en Wilson hafnaði Ag uzidanfömu hefur staðið styrr mikill á Bretlandi vegna ummæla, sem eftir Chalfont lávarði voru höfð, er hann var í Sviss, þegar fundur Fríverzlunarbandalagsins var haldinn þar, en meginlandsblöð kváðu hann hafa ýmist gefið i skyn eða hótað, að Bretland tæki til endurskoðunar skuldbindingar sínar gagnvart Evrópu, fengi Bret- land ekki aðild að Efnahagsbanda- lagi Evrópu. Brown saétti aðeins mildri gagnrýni á brezka þinginu George Brown, utanríkisráðherra Breta, hrósar nú happi eftir fyrstu eldraun sina á fyrsta fundi hins nýsetta þings Bretlands. Taiið var, að hann yrði óspart gagnrýndur þar, en þegar til kom, fékk hann aðeins væga áminningu. Brown hefur þótt sleppa um of fram af sér taumunum, þar sem áfengi hefur veriö haft um hönd. Síðasta hneykslið gerðist á þriðju- dagskvöld, er hann sat veizhi á Savoy-hótelinu og heílti sér yfir brezku blöðin. Orðrómur var á kreiki um, aö stjórnarandstaðan mundi krefjast afsagnar hans. Þá tók fyrrverandi forsætisráðherra landsins, sir Alec Douglas Home, til máls í þinginu og dró úr spennunni, sem hefur ríkt vegna Browns. Hann minnti Brown á, að í stöðu hans fælist, að hann yröi að vera ábyrgur gagn- vart áliti Bretaveldis erlendis. Brown þakkaði sir Alec vin- samleg orö og flutti síðan ræðu um utanríkismál. Mun hann hafa talið þá ræðu prófraun á, hvort flokksbræður hans sættu sig við hann áfram sem utanríkisráðherra. Ræðan vakti enga hrifningu, en engu að síður þykir Brown hafa komizt tiltölulega vel úr eldraun- inni. Herskylda óformuð í Jordaníu Jórdaníustjórn tilkynnti í gær áform varðandi endurreisn hers- ins, flughers og landhers. Hér er um að ræöa útvegun nýs ’ búnaöar og að lögleiöa her- skyldu. Þetta kom fram í hásætisræðu ríkisarfans, Hassans prins, er 9. þjóðþing Jórdaníu kom saman til fundar í gær. Mikill osigur flokksins í aukakosningum Winston Churchill náði samt ekki kjöri Brezki verkamannaflokkurinn beið í gær mikinn ósignr i auka- kosningum til þingsins í gær. Kos- ið var í þremur kjördæmum, jafn- aðarmennimir féllu í tveimur beirra og Winston yngra Churchill :ókst næstum að vinna af þeim hið ’iriðja. Úrslitin komu mest á óvænt i skozku kjördæmi, sem hefur haft verkamannaflokksþingmann síðan 1918. Þar vann nú þingsætið 48 ára gömul móðir í flokki skozkra þjóðí ernissinna. í öðru kjördæmi vann frambjóðandi íhaldsflokksins sætið af verkamannaflokknum. Ekki munaði miklu, að hinn 27 ára gamli blaðamaður Winston Churchill næði kosningu í Gorton, sem framtil þessa hefur verið ör- uggt jafnaðarmannakjördæmi. Ekki munaði nema nokkrum tugum at- kvæða. Þótt verkamannaflokkurinn hafi nú tapað allmörgum þingsætum, ^Russell-dómstóllinn" ,ekki sambærilegur við neinn dómstól" og er bvi „slikur fundur" leyfður i Danmörku Danska stjórnin hefir ákveðið, að „vitni“, sem mæti fyrir hinum svo nefnda Russell-dómstóli um Viet- nam, megi koma til Danmerkur, svo fremi að menn sæki um vega- bréfsáritun með venjulegum hætti. Samkvæmt upplýsingum, sem stjómin hefir áflaö sér er hér í rauninni aðeins um rannsóknar- nefnd að ræða, sem ekki sé sam- bærileg við neinn dómstól, og stjórnin geti ekki hindrað, að slík- ur fundur sé haldinn, sem sé ekki frábrugðinn mörgum öðrum, sem haldnir séu í Danmörku um sama efni við og við. SPRENGINGAR JL VANIR MENN NÝTÆKI TRAKTORSGRÖFUR TRAKTOR5PRESSUR LOFTPRESSUR GRÖFTUR ÁMOKSTUR JÖFNUN LÓDA 1 I hefur hann enn traustan meirihluta á þingi, 356 þingsæti af 630. Ihalds flokkurinn hefur 254, frjálslyndi flokkurinn 12 og aðrir aöilar 8. Þetta vakti geysilega athygli á meginlandinu — og ekki síður heima fyrir, þar sem sagt var, að Chalfont lávarður hefði átt að hóta að kveðja heim allan herafla Breta frá Vestur-Þýzkalandi, hætta sam- starfi í NATO um varnir o. s. frv. Svo virðist sem hlakkað hafi f Frökkum vegna ummæla Chalfonts, þótt „engin ástæða hafi nokkum tíma verið til að taka hann sérlega hátíölega", en í London var boriö til baka, að Chalfont heföi sagt það, sem eftir honum var haft og kennt um misskilningi og rangtúlk- un eriendra fréttaritara. Blöðin ræddu málið áfram af ákefð og Heath leiðtogi stjórnar- andstöðunnar boðaöi fyrirspum, er þing kæmi saman, og svo bar málið að sjálfsögðu á góma í neðri mál- stofunni í gær, er umræðan hófst um utanríkismálin. Því skal þó viðbætt, að þegar fréttirnar komust á kreik um um- mæli Chalfonts, þótti Wilson nauð- synlegt að kveðja hann heim til að skýra málavexjti. Sagt var, að hann hefði boðizt til að segja af sér, en Wilson hafnað því boði. — Vart þarf að minna. á, að Chalfont lávaröur er aðalsamningamaður I * Chalfont lávarður Breta um að teknar veröi upp form legar samkomulagsumleitanir um aðild Bretlands að EBE. Til marks um andann í andstæð- ingablöðum stjómarinnar, að Daily Express segir, að menn hafi reynslu af því, á Bretlandi, að „Wilson hafi tungur tvær“, — hann komist upp með það heima fyrir, en ekki á meginlandinu. * Sþ-nefnd vill bæta aðstöðu flóttamanna Laganefnd allsherjarþings Sam- þykkti samhljóða í gær áskorun til allra þátttökuríkjanna um að veita landvist fólki, sem verður að yfir- gefa heimaland sitt af stjórnmála- legum, trúarlegum eða kynþátta- legum ástæðum. Þessi áskorun verð ur síðan tekin fyrir á allsherjar- þinginu næsta haust. I ályktuninni segir, að engum manni megi vísa frá, ef hann óski landvistar. Ríki má ekki afhenda mann stjórnarvöldum lands hans, ef hann biður um hæli. Ef ríki vill ekki veita slíkt hæli, á það að tryggja ferð hans til ríkis, sem vill veita honum það, segir 1 áskorun- inni. lzoioíi De Gaulle horfir á heiminn. Sunday Mirror Innrás í KATANGÁ? Útvarpið í Kinshasa, höfuðborg Kongó, sagði í gær, að vopnaðir menn frá portúgalska bænum Ang- óla hefðu ráðizt fyrr um daginn á bæinn Dilolo í Katanga-héraði og rænt þar og drepið. Útvarpið sagði, að menn þessir væru frá Texeira de Suze í Angóla. Eldd var nefnt, hvort þetta væru hvítir málaliðar, en sagt, að Angóla væri „sjóræn- ingjahreiður' tuttugustu aldarinn- ar“. Allt var kyrrt í stærstu bæjum Katanga, Lumumashi og Kolwezi. Talið er, að árásarmennirnir hafi farið yfir landamærin á miðviku- daginn og komið til Dilolo i gær. Kinshasa-útvarpið sagði, að árásin mundi verða kærg fyrir ðryggis- ráði Sanrcimiðe'þjóðanna.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.