Vísir - 22.11.1967, Blaðsíða 1
VÍSIR
- ■ j...._____
Nýstárleg hugmynd gætí
sparað milljónir króno
Svonefndir snjónaglar hafa
rutt sér til rúms hin siðari árin
og aka nú\fæstir á snjókeðjum,
57. árg. MiðvilhirlaP]jr_3? nóvember 1967. - w!69. tbl,
Þessi mynd var tekin á Skothúsvegi, rétt eftir að gosið byrjaði,
HITA VflTUÆÐ SPRAKK
íbúar við Skothúsveg og ná-
grenni urðu varir við undarlegt
„gos“ í gærkvöldi um kl. 23. Upp
úr gangstéttinni sunnan við Mæðra
garðinn stóð strókur af heitu vatni
upp í loftið var mikill kraftur
á vatninu. Lögreglan fékk mikið
af tilkynningum um þetta og
héldu flestir að kviknað væri i, og
kom slökkvilið og sjúkrabíll á
vettvang.
Hallgrímur Jönsson, lögregiu-
varðstjóri, tjáði blaðinu i gær-
kvöldi að fyrsta tilkynningin heföi
komið kl. 22.55. Lögreglubílar fóru
þegar á vettvang, og lokuðu þeir
götunni í báða enda og komu lög-
reglumenn í veg fyrir að fólk færi
of nálægt „gosinu“.
Lögreglan lét viðgerðarmann
Hitaveitunnar vita um atburöinn
og var hann mættur innart skamms.
opnaði brunn i gangstéttinni og
hvarf niður i hann. Innan tíðar:
hætti að gjósa að mestu, viö- ,
gerðarmaðurinn hafði skrúfað fyr-'
ir þetta fyrirbæri. Minnkaði gosið
mikið, en í alla nótt mun hafa
runnið úr sprungunni.
1 morgun reyndi Vísir að fá
upplýsingar hjá Hitaveitunni, en
án árangurs. Var enn unnið að
viðgerö síðast þegar til fréttist.
enda er það álit manna, að nagl-
arnir séu mup öruggari en keðj-
umar. Sá galli hefur þó fylgt
nöglimum, aö þeir hafa spænt
upp malbik og steinsteypu, þeg-
ar götur hafa verið snjólausar
eða íslausar, og hefur viðgerð
á götum, af þeim sökum, kostað
óhemjufé.
Það er því ekki að ástæðu-
lausu, að nýjar hugmyndir til
að koma í veg fyrir þessa eyði-
leggingu, veki mikla athygli, en
uppfinningamaðurinn Einar Ein-
arsson hefur nú sótt um einka-
lejffi á nýjung í sambandi við
notkun snjónagla, sem án efa
á eftir að valda gjörbyltingu, ef
hún reynist framkvæmanleg.
Hugmynd Einars byggist á því,
að dekkin eru negld sem áður,
en hægt er að draga naglana
inn í dekkin, þegar þeirra er
ekki þörf. Aðferðin, sem notuð
er til þess, virðist í fljótu bragði
mjög einföld, en hún byggist
á því, að lofthólf eru milli slit-
flatar og strigalaga. Þegar þrýst
ingur er í hólfum þessum, hald-
ast naglarnir innan slitflatar, en '
þegar þrýstingurinn er tekinn af, |
leggjast hólfin saman og nagl- i
amir ganga út úr dekkinu, og |
má líkja þessu við klæmar, |
sem kötturinn setur út, þegar jf
hann er í vígahug, en dregur inn, g
þegar hann er það ekki.
Ekki þarf annað en styðja á |
einn ventil á hverju hjóli, til B
þess að naglarnir gangi út úr E
dekkjunum og þar með eru þau t
„komin í vígahug". Einar heldur I
því fram, að hægt muni vera I
að koma þessu fyrir á þann hátt, |
að ekki þurfi annað en styðja |
á hnapp í mælaborðinu cil að
framkvæma þetta. Hugmyndina
kvaðst hann hafa fengið fyrir
nokkru síðan, er hann keypti sér
bifreið. Skömmu eftir að hann
gerði kaupin hafi komið hálka,
og hafi hann fárazt yfir því, að §
ekki skyldi vera hnappur í mæla |
borðinu til að leysa vandann. |
Einar sagði að nú væru bifréið- |
ar orðnar svo fullkomnar, að |
aðeins þyrfti að styðja á hnappa §
Frh. á bls. 10. $
Engin ákvörðun
í dog um gengið
1 morgun voru athuganir
og rannsóknir vegna hugsan-
legrar gengislækkunar í full-
um gangi í Seðlabankanum
og Efnahagsstofnuninni. Rík-
isstjórnin hélt fund undir há-
degið. Um það leyti virtist
ekkert benda til þess, að á-
kvörðun yrði tekin í málinu
í dag.
Síðdegis í gær höfðu tveir ráð
herranna, Bjami Benediktsson
og Emil Jónsson, fundi með
ýmsum aðilum vegna hugsan-
legrar lækkunar íslenzka geng-
isins. Hófust fundimir klukkan
fjögur. Fyrst ræddu þeir við
Eystéin Jónsson og Ólaf Jó-
hannesson frá Framsóknar-
flokknum og Lúðvik Jósepsson
frá Alþýðubandalaginu. Þá
ræddu þeir við sjö manna
nefnd frá Alþýöusambandi ís-
iands og loks við nefnd frá
Vinnuveitendasambandi íslands.
Að ioknum þessum fundum var
haldinn ríkisstjómarfundur.
Furmunnudeilun
oð leysast?
Áhrifa af vinnudeilunni gætir að
sjálfsögðu víða, olíubirgðir og aör-
ar nauðsynjar eru víða af skom-
um skammti úti um land.
Telja menn líklegt að ef deiian
leysist ekki í dag eða á næstu
fundum, muni samkomulag trauðla
vera í nánd og deilan yrði þá ill-
leysanieg.
^Ös f vefnaðarvöru, hvað þá öðm —
Nauðsynjavörur uppseldar í verzlunum
hlliki
■— Mikið hamstrað í gær
□ Mikið hamstur var í verzl-
Sáttafundur í farmannadeilunni
stóð frá klukkan 8.30 í gærkvöldi
til klukkan rúmlega sex í morgun
og miðaði í samkomulagsátt eftir
því sem Vísir kemst næst. Annar ■
fundur var boðaður með fuiitrúum
vinnuveitendasambandsins og far-
manna- og fiskimannasambandsins
klukka fimm i dag og veröur þá
samningaumleitunum haldiö áfram.
Samkomulag í þessari vinnu-
deilu virðist liggja í loftinu, en
augljóst er að algiört vandræða-
ástand mun skapast innan tíðar,
ef deilan ekki leysist von bráðar.
16 skip hafa stöðvazt vegna verk
falls yfirmanna á kaupskipaflotan-
um, eitt skip, Seiá, stöðvaðist í dag
á Seyðisfirði en þangað kom skip-
ið með 1000 tunnur til Sfldarsöltun-
ar og verður bví lagt bar við bæjar
bryggjuna og skapar bað mikil
þrengsli í höfninni.
Vandræðaástand er að skapast í
Reykjavíkurhöfn og fer hún brátt
að fyliast svo að ekki verður hægt
aö afgreiða skipin þegar þau koma.
unum í gær, og keypti fólk
eins og það hafði aura til,
til þess að byrgja sig upp
fyrir væntanlegar veðrabreyt
ingar í viðskiptalífinu. Sum-
ar vörur eru nú orðnar ófá-
anlegar í bænum að heita má,
einkum sekkjavara, svo sem
hveiti, sykur og því um líkt.
Kaffi mun vera uppselt og
eins smjör og smjörlíki, en
verzlanir fá ekki þessar vör-
ur afgreiddar í heildsölu.
Margir heildsalar munu
liggja á birgðum sínum þar til
útséð veröur um gengi krónunn
ar.
Hamstur er einnig farið að
segja til sín á Akureyri, einkum
eru það stærri hlutir, svo sem
heimilistæki og annað þvílfkt
sem selst í ríkum mæli. Frysti-
kistur munu til dæmis uppseld-
ar á Akureyri.
Stanzlaus ös var í verzhmum
í gær og virtist sama um hvers
konar vöru var að ræöa, hvar-
vetna hefur verzlunin ,tekið fjör
kipp. Fólkið virðist nota þá pen-
inga sem það hefur yfir að ráða
til þess að gera innkaup sín
sem lengst fram f tímann,
birgja sig upp til jólanna og
jafnvel langt fram á vetur.