Vísir - 22.11.1967, Blaðsíða 9
V í S I R . Miðvikudagur 22.nðvember 1967.
ksXvlvWC'C ý
//
Spjallað við Kristmund Sigurðsson, rann-
sóknarl'ógregl umann
Á hverjum degi stinga
menn af frá árekstrum '
Aðstoð borgaranna lögreglunni nauðsyn
- Það er skammarlegt, hve margir fullorðnir menn læðast í
burt eftir að hafa valdið stundum lítilfjörlegum skemmdum, en
því miður allt of oft miklu tjóni.
Það ætti hver og einn að skilja, hve gremjulegt er að koma
að bifreið sinni mikiö skemmdri, en kannski ekkert til ábending-
ar um það, hver valdið hafi tjóninu, eða hvemig það yrði bætt.
Þetta hafa margir fundið áþreif-
anlega undanfariö, því eins og
Kristmundur J. Sigurðsson. aðal-
varðstjóri í umferðardeild rann-
sóknarlögreglunnar, sagði blaða
manni Vísis einnig:
„Það lfður varla sá dagur án
þess að ekið sé á bíl og síðan
stungið af. Slíkt hendir á hverjum
degi, og stundum oft á dag. í>að
er alveg furðulegt, hve margir gera
sig svona lítilmannlega.“
Það hefur gerzt æ tíðar að und-
anfömu, að lögreglan hefur leitað
til borgaranna og beðið þá um að
veita sér lið og upplýsingar í leit
sinni að þeim, sem stinga af frá
tjóni, sem þeir hafa valdið.
„Það er bezti möguleikinn til
þess að þessar afstungur upplýsist,
að borgarinn láti í té lið og upp-
lýsingar. Þaö er tiltölulega lítið,
sem verður ráðið af skemmdum,
og í langfæstum tilfellum gefa
skemmdimar sjálfar það miklar
upplýsingar, að þær leiði i Ijós,
hver valdur er að verkinu. En
ef einhver eftirtektarsamur borg-
ari veitir atvikinu eftirtekt, leggur
sér á minnið skrásetningarnúmer
þess bíls, sem valdur er að tjóninu
gerð hans, lit eðá bara stundina,
sem þetta verður, og lætur okkur
vita, þá er það mikil hjálp og sú,
sem beztan árangur gefur.
Ég man til dæmis eftir því, að
bíll, sem staðið hafði á Langholts-
vegi, var klesstur og ökumaður
stakk af. Bfljinn var næstum ó-
nýtur á eftir og enginn hafði séð
atvikið, en einn borgari haföi at-
hyglina í góðu lagi og veitti eftir-
tekt nokkru seinna bifreið, sem
var dælduð og rispuð og með
lakkskellur á stuðaranum, svipaðar
því lakki sem veriö hafði á
klessta bílnum.
Hann lét okkur síðan vita af
þessu og frekari rannsókn leiddi
einmitt í ljós að/þetta var sú bif-
reið, sem hafði verig ekið á
bílinn á Langholtsveginum. Hend-
ing ein hafði ráðið því hvort við-
hefðum upplýst þetta mál, ef ekki
hefði komið til aðstoð þessa athug
ula manns."
Rannsóknarlögreglumaðurinn hall
aði sér aftur í sæti sínu viö skrif
borð sitt og leit hörðum rannsak-
andi augum á fréttamanninn, sem
rekizt hafði inn til hans. Sá ók sér
til í sætinu undan augnaráðinu,
en föðurleg rödd hins róaði hann
aftur. Kristmundur hafði aðeins
viljaö fullvissa mig að hann gerði
sér Ijósa þýðingu þess, að borgar-
inn veitti lögreglunni aðstoð.
„Það er ómetanleg aðstoð, sem
menn á bílum með talstöðvar hafa
veitt okkur á undanfömum árum,
þegar riðið hefur d því, að vitn-
eskja um slys, sem haföi hent,
bærist sem fyrst, svo að hinir slq#-
uðu kæmust sem fyrst undir hend
ur kunnáttumanna. Eöa vitneskja
um framið afbrot bærist lögregl-
unni sem fyrst, svo að hún gæti
glöggvaö sig strax á aðstæðum og
verksummerkjum, áður en þeim
yrði spillt.
—Listir -Bækur -Menningarmáí-
Loftur Guðmundsson' skrifar:
OPERAN - TJARNARBÆ:
ÁST ARDR YKKURINN
eftir Donizetti
Tónlistarstjórn: Ragnar Bjórnsson — Leiksvið: Baltazar
— Þýðing: Guðmundur Sigurðsson
■
I
jjá höfum við eignazt vlsi aö
óperu. Það er að segja,
hópi söngvara, sem hefur það
að markmiði að flytja óperur á
sviði um skeiö og að staðaldri,
ef vel gengur. Máltækiö segir
að mjór sé mikils vísir. Óskandi
væri aö það sannaöist á þessum
vondjörfu listamönnum. Ekki
ber aö taka það svo, að þeir
séu enn lítilsmegandi í list
sinni, þvf að í þessum fámenna
hópi em nokkrir söngvarar,
sem komið hafa fram á sviði
erlendis fyrir kröfuharöa áheyr-
endur og staðið sig með miki’.li
prýði. Heldur er þar átt við
þau ytri kjör og aðbúnað, sem
þeir verða að láta sér nægja 1
upphafi — lélegasta húsnæöi,
sem fyrirfinnst f höfuðborginni
til þessara hluta, tvær slag-
hörpur í stað hljómsveitar, svo
eitthvað sé nefnt. En þaö sann-
ar kjark þessara listamanna og
óbifandi trú á list sína og köll
un, að þeir láta það ekki ú
s:g fá. Og þaö er ekki ólíklegt
að sunnudagurinn 19. nóv. þeg-
ar fslenzka óperan tók til stárfa
aö Tjarnarbæ verði sfðar talinn
merkur dagur í íslenzku tón-
listarlífi.
Ekki skal getum að því leitt,
hvort við séum söngvinn þjóð.
En ekki er það ófróðlegt samt,
að hjá okkur hafa myndazt
þjóðsögur af miklum raddmönn
um eins og afburða kraftamönn
um. Kunn er sagan af Jóni
biskupi Ögmundssyni, en hann
söng svo dátt að sjálfu.a erki-
biskupi varö á í messunni, og
afsakaöi sig svo með þvi, að
hann hefði heyrt þá rödd, sem
var líkari engla en manna.
E'tir það byggist öll hin mikla
vegsem, Jóns helga sem Hóla-
biskups fyrst og fremst á radd-
fegurö hans við tíöasöng. Hann
er og merkt nafn i tónlistar-
lífi _þjóðarinnar fyrir það fram-
tak sitt að fá erlendan meistara
að Hólum til :ennslu í söng
og ver: ■jerð. Ef þessi nýstofn-
aða ópera okkar hefði hug á aö
verða sér úti um vemdardýrl-
ing, lægi beinast viö fyrir þá,
sem að henni standa að snúa
sér til Jóns helga Hóla-
biskups, og er ekki ólfklegt að
þeim yrði þar vel til. Jafnvel
á nýlíðinni tíð hefur þessi þjóð
sagnjamyndun haldið áfram t.
d. frásagnirnar af raddfegurö
sérá Geirs Sæmundssonar —
vígslubiskups til Hóla...
Og þar . sem þjóðsögunni
sleppir, taka staðreyndimar við.
„Miðað við fólksfjölda" höfum
við eignazt marga afbragðs
söngvara á skömmum tíma. Um
það bil átta öldum eftir að Jón
Ögmundsson vakt. aðdáun er-
lendis fyrir „engilrödd" sína.
fetuðu þeir þar i fótspor hans.
Pétur Jónsson og Stefán íslandi
Einar Kristjánsson og nú síðasi
Magnús Jónsson og Jón Sigur-
björnsson. Og konurnar hafa
ekki látið sitt eftir liggja. t.
d. María Markan og Guðrún Á.
Símonar.
Ekki mundi reisn Hólastóls
hafa orðiö slík sem raun ber
vitni ' sögum, ef Jón biskup
Ögmundsson hefði látið engil-
rödd sína hljóma eingöngu aö
staðaldri í dómkirkjum erlendra
erkibiskupa, og óbætanlegt
tjón hefði það orðið fslenzkri
menningu í þann tíð. Þetta er
þó ekki sagt til niðrunar þeim
íslenzku söngvurum, sem á und
anförnum áratugum hafa látið
erlenda nær eingöngu njóta
listar sinnar. Þeim er þaö af-
sökun, að þeir áttu ekki nein-
um nýstofnuðum biskupsstóli
aö að hverfa úti á íslandi, eins
og Jón helgi. Hitt fer þó ekki
milíi mála, að mikið -jón hef-
ur þar verið kveðið að tónlist-
armenningu okkar og menningu
yfirleitt. Fyrir það eiga hinir
ungu og kjarkmiklu listamenn,
sem að óperunni standa þakkir
Framh. á bls. 10.
Það eru til dæmis engin eins-
dæmi, að leigubílstjórar hafa séð
til drukkinna manna stíga inn f
bifreiðar og aka af stað, kallað
lögregluna upp og látið hana vita,
þannig að við höfum getað stöðvað
mennina áður en þeir yllu slysi.
Það eru heldur ekki einsdæmi, að
þeir hafi á eigin spýtur króað af
bílþjófa og aðstoðað okkur þannig
við að hafa hendur í hári þeirra“.
„Hvað hafið þið fengið marga
árekstra til rannsóknar, þar sem
stungið hefur verið af frá öllu sam
an Kristmundur?“
„Þú hittir nú þannig á hjá mér,
að ég hef ekki tölur um það til-
tækar. Á síðasta ári fengum við f
umferðardeildinni 3302 árekstra og
umferðaróhöpp til rannsóknar, en
í þeirri tölu eru ekki afstungur að
neinu ráði.
Af þessum málum er rannsókn
fjögurra enn ólokiö.“
„Hvað eruð þið margir í um-
ferðardeildinni?“
„Við erum fjórir.“
„Það er þá nóg að gera hjá ykk-
ur“.
„Já, alveg nóg,“ sagði Kristmund
ur og leit á hlaða af skýrslum,
sem lágu á skrifborðinu hjá honum.
Hann leit á klukkuna og teygöi
sig í símann og blaðamaðurinn
skildi, aö ekki fiýtti það fyrir
starfi lögreglumannsins , að blaða-
menn tefðu hann meö skrafi. Krist-
mundur gaf sér rétt tfma til þess
að kinka til hans kolli í kveðju
skyni um leið og hann baö um í
simanum að inn tfl sín yrði vfsað
næsta vitni.
I