Vísir - 22.11.1967, Blaðsíða 4
J
Barna-betl og fjárkúgun
1 samfélaginu höfum við ara-
grúa af alls konar góðgerðar-
félögum fyrir utan öll hin fé-
lögin, sem hafa hitt og þetta á
stefnuskrá sinni. ÖH þessi félög
þurfa peninga til starfrækslu
sinnar. og þurfa því bæði að
stofna til sérstakra fjáröflunar-
daga og hefja „herferðir" til
styrktar starfseml sinni. Klass-
iskar fjáröflunar-aöferðir eru
hlutaveltur, happdrætti og
merkjasölur og væri ekki nema
gott um þetta að segja, ef þessi
félög væru ekki orðin það mörg
að safnanir þessar eru orðnar
plága. Yfirleitt er ekki heimilis-
friður einn einasta sunnudag
fyrir þessum herferðum. Sunnu
dag eftir sunnudag koma sömu
krakkaskinnin, stundum blá af
kulda, bjóðandi merki eða happ-
drættismiöa fyrir hin og þessi
góðgeröarfélög. Pað er bara orð
ið svo oft, sem bankað er upp á
cð þetta barna-betl er orðið
plága. Stundum er iafnvel gert
ónæði snemma á sunnudags-
morgnum.
Líklega eru mörg þessara
söfnunarfél. farin að finna fyrir
því, að barna-betlið gengur verr
en áður, því að nú er orðin
algeng sú aðferð í sölu happ-
drættismiða hjá mörgum fé-
lögum að senda bara í pósti 10
miða eða meira, og ætlast til
að fólk standi í því að selja
miðana, eða kaupi þá öðrum
kosti. Það þykir jafnvel ná-
nasarskapur að skila slíkum mið
um eöá senda þá aftur, sérstak
lega ef um er að ræða þessi
virkilegu góðgerðarfélög. sem
hafa „stóru“ niálin á dagskrú.
En þeir góðu menn, sem „her-
ferðunum" stjórna verða bara
að gera sér grein fyrir því, að
fólk er almennt orðið þreytt
á þessum sníkjum. og ennfrem
ur er getan ekki eins mikil
núna f augnablikinu, svo að
þessum söfnunum vcrður aö
linna í bili, og bessar sendingar
á happdrættismiðum þegjandi
og hljóðalaust er nánast kurt-
eisleg fjárkúgun, því ef menn
eru svo dónalegir að endur-
senda þá eru þeir taldir nízkir,
en ef þeir trassa endursendingu,
þá eru beir taldir skuldugir fyr-
ir miðunum.
Óánægjuraddir fólks heyrast
hvarvetna, því að fólk hefur
ekki peninga til að styrkja alla
félagsstarfsemi, sem æskilegt
væri, a.m.k. ekki í augnablik-
inu. Hinir áhugasömu fjármála-
menn hinna ýmsu félaga verða
því að finna önnur „snjallræöi“
til fjáröflunar, en barna-betl
í formi merkjasölu eða happ-
drættis. Ennfremur ættu póst-
scndingar á happdrættismiðum
alls ekki að eiga sér stað, því
þær eru bað lang ósvífnasta
af því öllu. Það er þvi mjög
almenn ósk fjölda fólks til
hinna ýmsu fjármála „snill-
inga“ hinna ýmsu félaga, að
þeir linni látum.
Þrándur í Götu
Xjtötuh&r GötU
Umberto, fyrrverandi Italiukonungur
ar því hefur hann lagt fram vott-
orð frá heilsuhæli í Madrid. Dóm
stólarnir hafa ekki látið sér vott-
orð nægja, heldur krafizt pess að
öll Savoj-ættin yrði yfirhevrð, til
þess að ganga úr skuggs um það
hvort Maria er vitskert eða ekki.
)Það mundi þýða, að hægt væri að
kalia fyrir réttinn belgísku kon-
ungshjónin núverandi, fyrrver-
andi konung Belgíu Leo'pold og
fyrrverandi drottningu Búlgaríu,
Giovanni, og þá auðvitað Um-
berto sjáifan, en á því eru vissir
erfiðleikar, því að hann er út-
læ"ur úr ítalíu.
Maria, prinsessa og Arena hafa
verið á stöðugu ferðalagi nú í
hálfan mánuð. s;ðan Arena nam
hana á brott úr hressingarhæli í
Róm þar sem Maria hafði verið
lögð inn. Þar átti hún s*ð ganga
undir nuddmeðferð til varna
gegn blindu, eða svo var sagt,
en talið er aö blindan hafi verið
Arena.
Annie Oakley byssukvendið
fræga, virðist vera fyrirmynd
kvenna í Scott-sýslu í Iowafylki'
í Bandaríkjunum. Það úði og
grúði af gluggagægjum og kyn-
ferðislega brengluðum afbrota-
mönnum í sýslunni, sem lögðu í
einelti einstæðar konur grasekkj-
ur og fleiri, og þrátt fyrir ýmsar
aðferðir lögreglunnar höfðu kon
ur engan frið fyrir þessufn mönn
um. Þær gripu þá til sinna ráða
og áður en varði voru öll nám-
skeið f skotfimi, sem haldin voru
í sýslunni, þéttsetin konum. Eru
þær nú komnar í yfirgnæfandi
meirihluta á námskeiðum þessum
en ekki hefur hins vegar liðið
nægilega langur tími til þess að
séð yrði hvaða áhrif þetta hefur
haft á gluggagægja hvort úr
þeim hafi dregið kjarkinn.
í fimm ár hafa þau dansað saman, Margot Fonteyn og Hróðólfur Nure-
jev, mestu dansarar okkar tíma. Núna eru þau stödd í Stokkhólmi, og
hafa hlotið .rábærar viðtökur. Þessi mynd af hjúunum var tekin, þegar
þau héldu til náttverðar hjá enska ambassadornum í Stokkhólmi.
í Madrid er mikið vandamál
komið upp. ítalska menningar-
stofnunin hefur fengiö leyfi til
að sýna kvikmynd Fellinis „La
dolce vita“ (Hið ljúfa líf) í einn
dag. Fram til þessa hefur myndin
verið stranglega bönnuð á Spáni,
en yfirvöldin veittu þessa einu
undanþágu. En vandamálið er
það, sagði einn af starfsmönnum
stofnunarinnar, að í kvikmynda-
húsinu eru aðeins 150 sæti, en
meira en 1000 miðapantanir hafa
borizt.
Philip prins, eiginmanni Eng-
landsdrottningar barst ekki alls
fvrir löngu boð frá iðjuhöldin-
um, Bill Kirk. eiganda Midlands
verksmiðjanna miklu, um að ger-
ast hjá honum iðnverkamáður.
Bill Kirk gramdist ræða. sem
prinsinn hafði flutt um slælega
stjóm fyrirtækja í Bretlandi, og
hafði í boði sínu beinlínis ögrað
prinsinum og skoraö á hann að
reyna sjálfur. Prinsinn skrifaði
honum svarbréf og afþakk-
aði boðið. Kvaðst hann óttast að
hann yrði mun ergilegri og ringl
aðri á óstjóm verksmiðjanna. ef
hann kynntist þeim betur
andvigur giftingu dóttur sinnar
Undanfarið hefur Umberto fyrr
um konungur Italíu verið mikið í
fréttum erlendra blaða. Hann hef
ur barizt með oddi og egg gegn
því, að 24 ára gömul dóttir hans
Maria Beatrix giftist ítölskum
kvikmyndaleikara, Maurizio Ar-
ena, vöðvafjalli nokkru, sem far
ið hefur með hlutverk Tarzans í
ítölskum kvikmyndum.
Umberto hefur tekizt fram til
þessa að hindra að skötuhjúin
næðu að ganga í hjónaband með
al annars á grundvelli þess, að
Arena væri giftur fyrir, en fyrir
nokkru sló Arena það vopn úr
hendi konungsins fyrrverandi,
þegar hann leiddi í ljós, að til
þess hjónabands hefði verið stofn
aö til að blekkja blöð og almúga.
Hann hafði fengið leikkonu og
'sett á svið sjónarspil í Tokýó,
þótzt kvænast henni til þess að
leiða hugi manna frá sambandi
sínu við dóttur Umberto.
Þau hjónaleysin, María og Ar-(
ena, hafa víða komið við til þess
að fá einhvem til þess að gefa
þau saman, en ávallt hefur eitt-
hvað orðið til þess að koma í veg
fyrir að af því yrði. Síðast
reyndu þau í smáborginni, Rcad-
ing í Bretlandi, og var ekki ann-
að séð, en þar myndu þau ná tak
marki sínu.
Svo varð þó ekki, þvi, eins og
áður, varð eitthvert smáatriði
því valdandi, að úr hjónavígslu
varð ekki. Fógetinn, sem þau
höfðu leitað til, tjáði þeim það,
að hann gæti ekki gefið þau sam-
an, því að þau hefðu ekki búið
í Reading í 15 daga, en það væri
skilyrði til þess. að það væri
hægt.
Maria og Arena hafa þó ekki
misst 'móðinn, heldur ætla þau
sér samkvæmt því, sem síðast
heyrðist frá þeim, til Gretna
Green í Skotlandi, en þar mun
fólk vera gefið saman án þess að
fyrir það séu lagðar alltof margar
óþægilegar spurningar áður.
Umberto sem situr í útlegð i
Portugal, hefur reynt fyrir dóm-
stólunum í Róm að fá dóttur sína
svip'. forræði á grundvelli þess,
að hún sé haldin stundarbrjál-
semi, forfallin drykkjusjúklingur
og éiturlyfjaneytandi. Til sönnun
Viis