Vísir - 22.11.1967, Blaðsíða 8
8
V í SIR. Miðvikudagur 22. nóvember 1967,
VÍSIR
Utgefandl: Blaðaútgáian vttxux
Kramkvæmdastjðri: Dagur Jðnasaon
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoflarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsmgastjóri: Bergþór Úlfarsson
Auglýsingan Þingholtsstræti 1. simar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55.
Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 Hnur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innaniands
I lausasölu kr. 7.00 eintakið
Prentsi^iðjr Vfsis — Gdda h.f.
Styrkirnir hverfi
^llir viröast nú sammála um, að gengi íslenzku krón-
unnar verði fellt. Þá eru mjög margir, sem halda því
fram, að íslendingar eigi ekki aðeins að feta í fót-
spor Breta, heldur fella krónuna enn meira. Þessi
skoðun virðist vinna sér síaukið fylgi meðal laun-
þega, atvinnurekenda og stjórnmálamanna.
Hugsanlegur er sá möguleiki, að krónan verði felld
til jafns við sterlingspundið. Þá væru íslendingar að-
eins að verjast afleiðingum af falli pundsins og tækju
jafnframt á sig ýmis vandamál, sem jafnan fylgja
gengisfellingu. Hins vegar mundi sú gengisfelling
ekki leysa nein undirstöðuvandamál atvinnulífsins.
Vegna þessa er ólíklegt, að íslendingar fylgi Bretum
nákvæmlega eftir.
Innlendur tilkostnaður atvinnuveganna hefur hækk
að mjög mikið á undanförnum árum, einkum vegna
inikilla kauphækkana. Þessi verðbólga hefur komið
harðast niður á útflutningsatvinnuvegunum, sem hafa
verið háðir erlendu verðlagi á afurðum sínum. Allt
gekk þetta samt bærilega, þangað til í fyrrahaust,
þegar verðfallið varð á erlendum markaði. Þá var
verðbólgan stöðvuð með verðstöðvunarstefnunni,
sem hefur ríkt síðan. Samt hefur orðið að styðja út-
flutningsatvinnuvegina til þess að hindra rekstrar-
stöðvun. Hefur ríkissjóður haft af þessu mikil útgjöld.
Nú getur það á engan hátt talizt eðlilegt, að ríkið
haldi atvinnuvegum uppi til lengdar með styrkjum.
Þá þarf að fella gengið, til þess að eðlilegur grundvöll-
ur innlendrar framleiðslu skapist á ný. Hins vegar
reyna menn yfirleitt að forðast gengislækkun í
lengstu lög vegna hinnar miklu röskunar, sem hún
veldur í atvinnu- og fjármálalífinu. Verðgildi fjár-
skuldbindinga breytist og peningamir falla í áliti. Áð-
ur óarðbærir atvinnuvegir verða. skyndilega arðbærir
og öfugt. Mörg innflutningsfyrirtæki verða fyrir
miklu áfalli. Þannig má rekja ýmis vandamál, sem
fylgja gengisfellingu.
Því hafði ríkisstjómin ákveðið að leysa vandamál
atvinnuveganna á annan hátt, ef unnt væri. Efnahags-
málafrumvarp hennar byggðist á því. Nú hefur geng-
isf^lling pundsins gert slíkar ráðstafanir vanmáttug-
ar. Þess vegna hefur frumvarpið enn verið lagt á hill-
una og líklega endanlega.
Þar sem gengislækkun virðist óumflýjanleg, virðist
ráðlegast að beita henni til fulls og skrá gengið á því
verði, sem menn telja réttast. Það yrði mjög mikill
blóðgjafi fyrir alla innlenda framleiðslu, einkum út-
flutningsframleiðslu og mundi einnig leiða að öllum
líkindum til aukinnar atvinnu. Þá gætu ríkisstyrkir
atvinnuveganna fallið niður og þungum bagga þar
með velt af ríkissióði.
✓ *
En gengislækkun fylgja ýmis tæknileg vandamál,
sem verður að leysa sem bezt. Þar á ofan bætist hinn
mikli vandi, sem verður samfara nauðsynlegum til-
raunum til að hindra nýja verðbólguþróun.
Listir -Bækur -Menningarmál
Eiríkur Hreinn Finnbogason skrifar bókmenntagagnrýni:
INGIMAR ERLENDUR SIGURÐSSON
ISLANDSYlSA
Skáidsaga. — Helgafell.
Reykjavík 1967. — Vfkings-
prent. 132 bls.
Tveir unglingar horfast í
augu á tröppum skólans og
verða hrifnir. Fjær heyrist urr
í vfgvélum. Síðan hefst tfmi, og
þar kveflur gamall kennari
Yfir kaldan eyðisand. Bæði ís-
lenzk og útlend böm eru í
bekknum. Unglingamir tveir
ganga saman heim og kynna
sig. Hann heitir Jónas, og er
meira að segja Hallgrímsson,
hún heitir Þóra.
Svið sögunnar mun eiga að
vera Reykjavík, og aðstæður
era þær, að landið er fullt af
útlendingum, sem fengið hafa
íslenzkan ríkisborgararétt fyrir
beiðni AHsherjarbandalagsins,
sem Islendingar era aðili að og
hefur á stefnuskrá sinni að
sameina allar þjóðir. Sambúð
fslendinga og útlendinganna er
ill og fer versnandi. Nótt eina
er dreift út bréfi, þar sem
gangur þessa máls er rakinn.
Utlendingamir era miklu fleiri
en fslendingamir og hafa stjóm
ina á sfnu bandi. Bréfið hefur
þau áhrif, að ástandið breytist
úr köldu strfði í virka andstöðu
íslendinga — verkföll hefjast,
háskólanum lokað — en and-
stöðunni er ekki frekar lýst
fyrir utan dálítil áflog milli ís-
lenzkra og útlendra nemenda í
skóla unglinganna tveggja.
Sagt er, að allt þjóðfélagið logi
í óeirðum, en lesandinn verður
þess ekki frekar var. Svo gerist
það, að Ráðherrann kemur í
sjónvarpið og skýrir frá þeim
Rapid Film.
Handrit: W. P. Zibaso.
Stjómandi: Helmuth Ashley.
Aöalhlutverk: Horst Frank,
Maria Perschy, Dietmar
Schönherr.
Sýningarstaður: Stjömubíó.
Hong Kong. Grímubúinn
glæpaforingi stelur eiturlyfjum
frá yfirboðuram sinum. Ung
kynbomba, sem er þama í við-
skiptaerindum, dregst inn í
málið. Tveir vöðvamiklir flug-
kappar, gamansamir, þó alvar-
legir á hættustund, koma inn í
spilið. Nancy Lee, dæmigerö
kínversk barfluga hatar Perk-
ins, glæpamanninn, því að hann
hefur táldregið hana.
Ted, alvarlegri flugmaðurinn,
verður ástfanginn af Claudíu,
viðskiptabombunni. Perkins
hefur Glaudíu í haldi og lætur
lögguna setja flughet'umar inn.
Perkins mútar löggunni til að
sleppa flughetjunum! Æsist nú
leikurinn.
Perkins hefur flughetjumar í
haldi. Perkins lætur pína
Claudíu. Flughetjumar lofa aö
makka með. Perkins sigurviss.
Flughetjumar sleppa. Perkins ó-
hress. Slágsmál. Perkins fær
makleg málagjöld. (Laun synd-
arinnar eru dauðinn — fínn
mörall það).
tihnælum sinum, sem komin eru
fram fyrir beiðni Ailsherjar-
bandalagsins, að allir Islend-
ingar flytji úr landi til að
vemda friðinn. Daginn eftir er
atkvæðagreiðsla um þetta á Al-
þingi. Mannfjöldi flykkist á
Austurvöll, til mótmæla, skilst
manni, en útlendingar era þar
fyrir og verja þinghúsið. >ar
slær í brýnu, og þegar halla tek-
ur á útlendingana, koma „hvít-
liðar“ með gasgrimur út úr hús-
inu og dreifa táragasi yfir
fjöldann. Alþingi samþykkir til-
mæli Ráðherrans. Ráðherrann
flytur fyrstur manna úr landi,
en síðan era allir aðrir Islend-
ingar fluttir brott.
Það er unglingurinn Jónas,
sem segir frá.
Hér er með öðrum orðum tek
ið fyrir mikið efni — þjóð glat-
ar landi sínu — og era raunar
engin undur, þó að sllkt sæki á
á tímum eins og þessum, þegar
óvissa ríkir um flest og oflFjölg-
un og hungur vofir yfir miklum
hluta mannkynsins. X>vilikir at-
burðir hafa gerzt, og er
skemmst að minnast Israelsrík-
is i þvi sambandi.
En hvemig er að verða skot-
spónn slíkra skapa? Hverju glat
ar þjóð, ef hún glatar landi
sínu? Hvaö yrði um okkur ls-
lendinga andspænis slikum
voða. Ekki þurfa að vera neinar
hrakspár í því fólgnar, þótt
slíkt sé tekið til athugunar, það
væri aðeins viðleitni til að gera
sér grein fyrir, hvers virði land
ið er okkur, hversu mikill hlutj
það er af okkur sjálfum.
En við eram því miður jafn-
Alvarlegi flugmaðurinn kyss-
ir kynbombuna samvizku-
samlega.
Kínversk djúnka siglir sam-
vizkusamlega inn i sólar-
lagið.
Endir — lokSins.
Að þessari mynd standa tvær
rótgrónar menningarþjóðir, Þjóð
verjar og ítalir (Sic transit
Gloria Swanson), og með þýzkri
nákvæmni hefur heppnazt að
gera þá ófrumlegustu og leið-
inlegustu mynd, sem hér hefur
sézt lengi. Meira að segja er
eins og þriöjaklassa-leikaramir
i myndinni skammist sín fyrir
ag taka þátt í svona vitleysu.
Handritið er einstaklega bama
legt, t.d. segir glæpamáðurinn
harðsoðni, Perkins, án þess aö
honum stökkvi bros: „Á þessari
byssu er sá galli, að gikkurinn
er mjög kvikur!“ og við Nancy
Lee, barfluguna !:ínversku segir
hann: „Hef ég nokkum tíma
sagt þér, að augun f þér eru
eins og gamalt viskí?“
Þessa mynd ætti enginn að
láta sér detta í hug aö sjá —
ekki einu sinni til að biöa af sér
rigningu. ,
Ennfremur er æskilegt, aö
gjaldeyri sé ekki eytt til aö fá
fleiri myndir á borð við þessa
til landsins. Þráinn.
nær eftir lestur þessarar bókar
— svo jafnnær, að við vitum
naumast að lestri loknum hvaö
vakað hefur fyrir höfundi með
ritun bókarinnar. Þó bendir ým-
islegt til, að hann sé að reyna
að sýna, hvert hann telur geta
stefnt út frá því ástandi, sem
ríkir nú. Virðist hann, skv. fyrr-
nefndu dreifibréfi, hugsa sér ál-
verksmiðjuna og kísilverksmiöj
una upphaf þessarar öfugþró-
unar. Síðan hafi komiö her-
gagnaframleiðsla, þá orðið skort
ur á vinnuafli, og þá hafi verið
brugðið á það ráð að flytja
inn svona margt fólk af svæö-
um, þar sem fjölgað hafði um
of — eða öllu heldur innflutn-
ingurinn verið afsakaður með
vinnuaflsskortinum, því að sá
virðlst andinn vera.
Ég tel ekki í verkahring mín-
um að ræða sjónarmið, hversu
bamaleg sem þau kunna að
vera, heldur verk. Undir fram-
vindu þessarar sögu virðist
rennt einkar óvönduðum stoð-
um, ef stoðir skyldi kalla. Ekki
er t. a. m. annað sýnna en
þetta allt hafi gerzt, áður en
íslendingar vissu af. Engin
teljandi andstaða hefst fyrr en
með dreifibréfinu — eins og
það líka er merkilegt — og þá
era Islendingar strax fluttir
burtu eins og þeir leggja sig.
Svo virðist af urrandi víg-
vélunum, að komið sé hér lög-
regluriki, þegar sagan gerist.
(Annars eru þessar vígvélar ein
kennilegar, stundum nefndar
skriðdrekar, og aka um, les-
andinn veit ekki til hvers, og
stöðvast svo í matartímum (bls.
17), eins og jaröýtur eöa skurð
gröfur). og Og blöðin eru rit-
skoöuð. Samt eru yfirvöldin svo
meinlaus, þegar óeiröimar, sem
aldrei er lýst, brjótast út, aö
forsprakki þeirra sleppur með
áminningu. Og þegar þessi for-
sprakki, Einar að nafni, hlust-
ar á boðskap ráöherrans í sjón
varpinu, hefur hann að honum
loknum aðeins þetta að segja:
„Það verður að gera eitthvað.“
Og hvaö gerir hann? Keyrir í
jeppa á Austurvöll, þegar þing-
ið er að samþykkja brottflutn-
inginn og hrópar í hátalara:
„Við krefjumst þjóðaratkvæða-
greiðslu." Og þetta virðist eina
krafan sem kemur frá íslending
um við þetta tækifæri, og mun
þó lesanda finnast hún heldur
gagnslitil, þar sem áður er fram
tekið, að útlendingar meö ís-
lenzkan ríkisborgararétt og þá
einnig kosningarétt, séu flein '
landinu en Islendingamir sjálf-
ir. Varla hefur verið vafi, þvar
þeir greiddu atkvæöi.
Það virðist þvi skrölta dá
litið óþægilega í beinagrind sög
Framh. á bls. 10.
Undirheimar Hong Kong borgar
/