Vísir - 17.01.1968, Síða 12

Vísir - 17.01.1968, Síða 12
12 KVIKMYNDASAGA BFTIB A- Ö- QOTHRIE 3r. Um leið og Judith sleppti orðun um fann hún til sárrar blygðunar. Að sjálfsögðu átti hún að þakka almáttugum guði fyrir háfjallaloft- ið og anganina af villigróðrinum, sem Dick Summers fullyrti að væri betra en nokkurt læknislyf við hita sóttinni og afleiðingum hennar. Hún átti að syngja drottni lof og dýrð fyrir það hve drengurinn henn ar var orðinn hraustegur útlits og dökkbrúnn á hörund af vindi og sðl. Það vissi hún, og samt sem áð ur gat hún það ekki, gat ekki með neinu móti losað sig við þennan vá- lega grun um að einhver ógæfa vofði yfir. „Já“, sagði Rebecra. „Hann ber; það meö sér, að ferðalagið hefur haft góð áhrif á hann“ Tod leit á móður sína. „Má ég ekki fara og leika mér með hin- um krökkunum?" spurði hann. „Þeir eru allir að leika sér“. Þeir voru allir að leika sér. Einn hópurinn var niðri við ána og öslaði á grynningunum. Annar var í feluleik og eltingaleik á milli vagn anna i réttinni. Þetta voru allt frjálslegir krakkar og háværir og hraustir af útiverunni á ferðalag inu. En Judith sagði: „Vertu ró- legur væni minn, þú færð að vaða bráðum“. „Mig langar til að vaða strax“. „Ég veit það sonur sæll...“ Rebecca leit spyrjandi á hana — hvers vegna leyfði hún ekki drengn um að hlaupa um og leika sér? „Ég býst við að ég sé varkár um of“. sagði Edith. „En hann hefur verið svo lengi og mikið veikur". Hún sneri sér að Tod. „Hvers vegna hnoðarðu ekki kökúr úr leimum?" spurði hún „Mér leiðist svo að hafa ekketr að gera“. „En leirkökur þá?“ endurtók hún Og hún minntist þess úr sinni eigin bernsku, hvað tíminn haföi oft ver iö lengi að líða, reyndi að setja sig í spor drengsins, hvernig honum mundi líða á þessu endalausa ferða lagi. Hvaö er langt I þetta Syðra- skarð, mamma? Hvað er svo langt hinum megin við skarðiö? Hvað er langt þangað sem viö áum næst? Og hvað er nú langt til Oregon? Ekkert, sem hann gat haft fyrir stafni. Og nú, þegar honum bauöst tækifæri til. að leika sér, óttað- ist hún svo um hann, að hún þorði ekki aö leyfa honum þaö. „Nú skal ég sækja vatn í leir- kökurnar, Toddie minn“, sagði hún um leið og hún tók skjólu og sökkti henni í vatnið. „Þú getur ekki gert.þér í hugarlund hvað það er gaman að hnoða leirkökur", sagði hún og laut aö honum og kyssti hann. Innan skamms höfðu konúmar lokið við þvottinn og Judith þakk- aði Rebeccu innilega hjálpina. „Þetta verður allt í lagi“, sagöi Re- becca hughreystandi. „Viö verðum komin til Willamette löngu áður en þú væntir þín .sannaðu til.“ „Þótt undarlegt sé hef ég ekki neinar áhyggjur af því“, svaraði Judith. „Ég veit ekki sjálf, hvað að mér gengur. Það sækir mig ein hver óskiljanlegur kvíði — eitt- hvert hiigboö. Vitanlega er þetta ekki nema heimska mín“. „Það sem maður kvíðir, kemur oftast annaðhvort ekki fram, eða það reynist ekki viðlíka eins slæmt og hann óttaðist", mælti Rebecca hughreystandi. „Aftur á móti ger- ir ógæfan sjaldnast boð á undan sér......“ Og Rebecca brosti, hristi vatnið af dökkbrúnum .sterklegum hönd- unum og gekk heim að tjaldi sínu, teinrétt og létt í spori. Judith tók balann með undna þvottinum og bar að snúrunni. Þá bar Higgins að, bauð henni góðan daginn og nam staðar hjá drengnum. „Hvernig líður þér karlinn?“ spurði hann glaðlega. „Mamma vill ekki leyfa mér að leika mér“, svaraöi drengurinn dap- urlega. „Hvaða vitleysa, auövitaö leyfir hún ' 5r það. Nú skulum viö reisa okkur virki, lagsmaður. Komdu með kalgreinina þama“. Judith setti niður balann. — Hún vildi gjarnan njóta hinnar sér kennilegu gamansemi Higgins, hann var alltaf hressandi í fram- komu. „Ég hélt að þú værir með þeim í klettunum“, sagði hún. „Til hvers?“ „Nú... til aö meitla nafn þitt í steininn ....“ „Ekki ég.... ekki hann Higgins minn“. Hann braut greinina í tvennt og stakk henni niður en drengurinn fylgdist af áhuga með. „Hvers vegna ekki?“ „Vitanlega gæti ég haft það í svari mínu, að ég væri hvorki læs né skrifandi". Higgins glotti. „Jæja“, sagði Judith og vildi eyða málinu fyrst svo var. • „En því er ekki til að dreifa". „Ilvað er það þá?“ Hann hleypti brúnum og sá þá vart í augun. „Það er víðáttan, sem setur mark sitt á manninn, og það svo geipilega, að loks veit hann ekki sjálfur hver hann er. Svo lítill og einskisverður er hann gagn. art víðáttunni". „Ég skil ekki...“ „Þess vegna finnst honum svo freistandi að meitla nafn sitt í landið“, mælti Higgins enn. „Ein- mitt það, sem þeir eru að gera þarna við klettinn. Þá getur maður sagt við sjálfan sig á eftir: Sjá- um til — þama er ég. Þarna er mitt eigið nafn meitlað í steininn". „Nú?“ „Heyrðu, drengur minn einhverj ar dyr verðum við að hafa á virk- inu, svo að við komumst út ,og inn ... .Jæja, snáðinn. Það sem ég er að segja henni móður þinni er of einfalt til þess, að hún geti skiliö það. Þetta, að þaö væri vita þýðing- arlaust fyrir mig að meitla nafn mitt í klettinn — í fyrsta lagi vegna þess, að ég gæti alls ekki verið viss um, að þaö væri ég sjálfur, sem hefði meitlað það og í öðru lagi vegna þess, að ég gæti aldrei vitað hvort það væri í raun innj : “t eigið nafn, þegar ég sæi það á klettinum". „Ég hélt aö þeir meitluöu nöfn- sín þarna, svo að aðrir ,sem færu hér um, gætu lesið þau þar“, varð Judith að orði. „Þessir menn uppi í klettunum minna mig á hestinn sem fann okk ur hérna í morgun. Ég geri ráð fyr- ir, að hann hafi með einhverju móti villzt frá leiðangri sem fór hér um í fyrrasumar. Síðan hefur hann eigrað um víðáttuna alla daga. Sennilega hefur hann ekki verið bú inn aö gleyma því, að hann væri hestur, en áreiöanlega hvort held- ur hr.nn hét Brúnn, Rauöur eða Skjóni. Víst er um það, að feginn varð hann þegar hann sá okkur í VÍSIR —W■!»!■ ■!! IIIIIWII................ og komst aftur í fés.lag við hesta, og i fann um leið sjálfairu sig aftur. Jæja, I lagsmaður.... herna verðum viðj að koma fyrir tfállbyssu, til að halda Rauðskinncao í skefjum ...“ „Meitla þeir þái, ekki nöfn sín í því skyni að aðrircmegi lesa þau?“ spurði Judith enn. „Þeir, sem þekkja. mig vita hvað ég heiti. Þá, sem f.-kki þekkja mig varðar ekkert umi það.“ „Þú lumar á undarlegum hugs- unum, Higgins” „Og hver gerir þafð ekki?“ Já hver gerði þaðfcekki? Var ekki þessi óskiljanlegi : kvíði hennar sjálfrar eins undarlejgur og fráleit ur og sérvizka Higgims? — „Jæja, hvað sem því líðux, ! þá er okkur það öllum sönn ánasgja, að þú skulir hafa slegizt i. förina, Higg- ins“, sagði hún. „Sama hérna megim Jæja Todd- ie minn, þetta er orijið frægasta virki. Nú ættir þú aiV geta sýnt Rauðskinnum í tvo heiniana, ef þeir eru eitthvaö að ybba jsig. Og nú verð ég að fara og lásg’færa vagn- hjöl, lagsmaður". Hann reis, seinlega > á' fætur, út- limalangur og undarkigur útlits. Fuglahræða, hugsaði Jprflth — hugs andi fuglahræða. Hún tók enn upp balarnn og gekk að snúrunni. „Þú leikur' þér í virk- inu, Toddie minn“, sagð i hún. „Og þegar ég er búin að Itengja upp þvottinn, skulum vi5 koma og vaða“.. Hún setti balann niöur und ir snúrunni, sem hún hafði strengt milli tvcggja trjástofna, og fór að hengja upp. Hugsandi fulgahræða. Persónu- leiki og skaphöfn á bak viö and- litið sem ekki var neínu lfkt. Og meira en . að. Andlegt þrek, sem með þurfti til að vera, Siböðugt í góöu skapi, finna upp éu gaman- samri sérvizku . .. sem miað þurfti til að leika á fiðlu sér tíl dægra- styttingar og öðrum til ánægju, njóta líðandi stundar, lába hvorki harðæri lejjSangursins méaiiííðáttuna buga sig eða beygja Hénni bar aö reyna að'itaka sér hann til fyrirmyndar, sagði: hún við sjálfa sig. Hún yröi að vsirpa frá sér öllum kvíða. Taka þvi,, sem að höndum bæri, vera glöð qg djörf, svo að hún yrði betri rraóðir og eiginkona. Hún tók að raula fyrir munni sér. Fann vakna með sér undarlega gleði og styrk. Einbeitti sér að því að hengja upp þý ottinn, raulaði glaðlega fyrir mutnni sér og bægði frá sér öllum kvíðia. Þann ig leið nokkur stund. Þeg.ar hún hafði hengt síðustu spjc'irina á snúru og leit um öxl, sá hún.dreng inn hvergi. Það hafði alls ekki veriöíætlun hans að laumast burtu. Hann langaði aðeins til að hreyfa sij? svo lítið og svipast um, hann var orð inn þreyttur og leiður á aöj sitja kyrr, þreyttur á leirkökum, ; virkj um og öllu þess háttar, að shann gat ekki annað en haldið af'jsitað. Hann öslaöi þurrt grasið. Þegar hann hafði farið stuttan spi51„ sá hann eitthvað kvikt ,ekki óss/cpað haus á risavaxinni engisprettu, teygja sig upp úr grasinu. H'ann . Miðvikudagur 17. janúar 1968. beygöi sig niður, tók upp tvo litla steina og hljóp svo í áttina að þvi, en þá var það horfið. Hann hljóp spölkorn enn, nam svo stað- ar og svipaðist um. Leiti bar á milli hans og tjaldstaðarins, svo að hann sá hvorki vagnana ne moður sina. eða ' krakkana enda þótt hann heyrði hróp þeirra og sköll i fjarska. Hann varð gripinn ótta jg . forvitni í senn, langaði til aö haHa heim að tjaldborginni aftur, lang- aði um leið til að halda enn lengra á brott. DÖBÐVB EISABSSOIS HÉRAÐSDÓMSLÖGMAÐUR HÍI,lXTlM\tSSiatIISIOFA Blönduhlíð 1. - aimi 20972. fV---’BllAUIEAM 15&ÍLM/82’ RAUPARÁRSTlG 31 SlMI 22022 Sölubörn óskost Hafið samband við . afgreiðsluna Hverfisgötu 55. VISIR . sí'sb „Þú bjargaðir lífi mínu, Tarzan. Ég ætla að reyna að eyða því með því að gsra þig haimingjusaman.“ — Kæra barn, þú skuldar mér ekkert.“ „Þú ferð aftur til skólans þíns landi og kynnist góðum pilti.“ - ég er konan þín.“ „Þú ert ekki konan mín, það var aðeins til að ná þér frá górillunum“. — ,.Við giftum okkur bara með pomp og jprakt, þá erum við löglega gift.“ — „Ég geri þaö ekki.“

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.