Vísir - 17.01.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 17.01.1968, Blaðsíða 13
13 V1SIR . Miðvikudagur 17, janúar 1968. |—Listir -Bækur -Menningarmál- i Í l í SLYS (Accident). Framleiðendun Joseph Losey, Stjómandi: Joseph Losey. Norman Priggen. Aðstoðarstjómandi: Richard ' Handrit: Harold Pinter, byggt á Dalton. sögu Nicholas Mosley. Michael York og Jacqueline Sassard. Halldór Haraldsson skrifar tónlistargagnrýni. Sinfómuhljómsveit Islands: 8. tónleikar Stjómandi: Ragnar Bjöms- son. Einleikari. Frederick Marv- in. Á fyrstu tónleikum þessa árs var frumflutt hér á landi (að því er ég bezt veit) Fantasía fyrir píanó og hljómsveit eftir Tsjai- kovský. Val þessa verks stafar vafalítið af því, að einieikarinn f því verki, Frederick Marvin, eins og sagt er í efnisskrá, „iðk- ar músikvísindi, rannsakar gleymd tónverk frá liðnum öld- um“. Þetta getur verið gott og blessað I sumum tilfellum, eins og til dæmis, þegar Mendelssohn uppgötvaði verk J. S. Bach, sem þá höfðu verið gleymd í um 100 ár, en flestum kemur áreið- anlega saman um, að þar sé um mörg meistaraleg verk að ræða. Hins vegar er varla unnt að kalla það greiða við dáð og virt tónskáld að grafa upp rykfallin verk þeirra, sem betur mættu kyrr liggja. Fantasían, sem hér var leikin er dæmi um það léleg- asta í rómantískri tónlist, inni- haldslítið og yfirmáta tilfinninga samt verk, sem verður allt að því hlægilegt á köflum, vegna væmni og svo ofhlaðins íburðar án nokkurs tilefnis. T. d. verður hin langa kadenza í fyrri hlut- anum hlægileg, vegna þess, að þar er gert fárviðri án nokkurrar ástæðu eða öllu heldur án nokk- urs innihalds, sem er það merki- legt, að ástæða sé að gera óveð- ur út af því. Tsjaikovský og fleiri,meiri háttar höfundar áttu í -skrifborðum sínum fleiri slík verk, en það er meira á sviði grúskara og sérfræðinga að rann saka þau. Hins vegar, ef merk verk finnast eins og áður var drepið á, er góð og gild ástæða til að draga þau fram í dags- Ijósið. En að draga fram verk, eins og hér heyrðist, er að vekja upp drauga, sem eru fremur óboðnir en hitt. Leikur Marvins var langt frá þvi, sem maður bjóst við af. manni, sem stundar músikvísindi. Bæði var hann grófur, ónákvæmur og yfirborðs- kenndur. Að vísu virtist pedal flygilsins ekki vera í lagi og á- stæða til að athuga það, en það eitt er ekki næg afsökun fyrir hið fyrrnefnda . Hljómsveitin lék undir stjórn Ragnars Bjömssonar „Síðdegi skógarpúkans“ eftir Debussy og Sinfóníuna I d-moll eftir César Franck. Miðað við allar aðstæð- ur verður frammistaða Ragnars að teljast góð. — Heildarmótun hefði mátt vera sterkari, en inn- an um var margt fallega gert, og stundum náöi þann mairi snerpu í túlkun en áður. Sem sagt allt á framfaraleið í stjóm hans, en um leið knýr á þessi spurning: Hvers getum við vænzt af stjómanda, sem fær tækifæri einu sinni til tvisvar á ári til að stjóma hljómsveitinni? Ég er ekki í nokkrum vafa um, að hér mætti haga málum betur. Það er mikill fengur að hafa hér fyrsta flokks erlenda stjórn endur, en þaö er engin ástæða að vanrækja þá íslenzku um leið. Við getum aldrei búizt við neinum íslenzkum hljómsveitar stjóra, þagar málum er svo hátt að. Það er án vafa hægt að veita íslenzkum stjómendum meiri tækifæri, t. d. æfa meira fyrir útvarpsupptökur, skólakonserta, svo eitthvað sé nefnt. Ég vildi nú rétt svona nefna þetta, svo að álit eins í hópnum komi fram, en mig grunar að fleiri hugsi svipað. Hins vegar veit lesandi góður, að það er alveg sama hvað maður skrifar og finnur að, það er aldrei tekið alvar- lega, svo það mætti segja hvað sem er þess vegna! Þess vegna verður þetta nöldur hér aldrei annað en dauð prentsvertan svo mörg voru þau orð. Kvikmyndun: Gerry Ficher. Tónlist: John Dankworth. Leikendur: Dirk Bogarde, Stan- ley Baker, Jacqueline Sass- ard, Michael York, Vivien Merchant, Delphine Seyrig, Alexander Knox, Harold Pinter, Nicholas Mosiey, Maxwell Findlater, Caroi Caplin o. fl. Myndin var kvikmynduð í Cob- ham, Oxford, London og Syon House og í Twickenham- stúdíóum f iúlí til september 1966. Fyrst sýnd í London 9. febrúar 1967. Lengd 105 mínútur. íslenzkur texti, Háskólabíó. Það er furðulegt, að Losley skuli hafa tekizt að afla sér tryggra aðdáenda. Hann er ekki sérlega teknískur, og spekin hans er grunn og frumstæð. En allt um það, Losey hefur sýnt, að hann er altént í hópi þeirra leikstjóra, sem einhvers má vænta af þótt hann sé nú um sextugt. „Accident" fjallar um há- skólakennara og bamshafandi konu hans, — annan háskóla- kennara og ástarævintýri hans með austurrískri aðalsmær, er trúlofast ungum skólabróður sínum, sem einnig er af aðals- ættum. Myndin byrjar á því, meðan titlamir renn„ yfir tjaldið, að sýnt er hús prófessorsins (Dirk Bogarde) að næturlagi. Engin Joseph Losey tónlist er tekin og aðeins hljóð næturinnar heyrast. Þegar titl- amir hverfa af tjaldinu tekur myndavélin að nálgast húsið of- urhægt. Það heyrist vélarhljóð, ískur og mikill hávaði. Eftir drykklanga stund eru húsdyrnar opnaðar og Dirk Bogarde birtist. 1 bílnum, sem hefur ekið út af eru tveir nemendur hans; pilt- urinn er dáinn og stúlkan kíöngrast út úr bflnum, og stíg- ur á andlit drengsins, þegar hún er að reyna að komast út. Gefið er í skyn, að stúlkan háfi ekið, en prófessorinn segir lögreglunni ekkert um það, þegar hún kemur. Ástæðan til þessa er sú, að hann hefur augastað á stúlkunni. Frá blóðugu andliti látna piltsins er klippt á mjög áhrifa- rfkan hátt yfir í það „flash- back“. (upprif jun), sem inni- heldur hina raunverulegu for- sögu atburðanna. í upprifjuninni sjáum við pilt- inn og stúlkuna kynnast og kom umst að raun um, að Stanley Baker og stúlkan eiga í ástaræv intýri, og það lftur einnig út fyrir, að Dirk Bogarde og pilt- urinn (Michael York) séu í aðra röndina keppinautar. Pilturinn verður hjálparvana tákn dæmdr ar áesku. Þegar sá tími kemur, að eigin kona Bogardes leggst á sæng, nota Stánley Baker og stúlkan (Jacqueline Sassard) hús þeirra hjóna undir ástarævintýri sitt. Síðar trúlofa þau sig Michael og Jacqueline, og Michael heitir þvi að koma á fund Bogardes kvöld eitt — en sú ferð endar með slysinu og Michael bíður bana. Sömu nótt elskast þau Bogarde og Jacqueline, en morguninn eft ir yfirgefur hún England og held ur til heimalands síns og skil ur hinn vonsvikna Stanley Bak- er eftir. í millitiðinni hefur eigin kona Bogardes alið barn, sem á erfitt með andardrátt og er geymt í súrefnishylki. Lokaatriði myndarinnar er næstum því eins og fyrsta atr- ið myndavélin líður heim að hús inu, hundur kemur skokkandi þaðan og út á veginn . □ Losey er ekki stórbrotin eða grípandi höfundur, en samt fær áhorfandinn áhuga á þessu fólki sem hann sýnir og veröld þess og lífi, enda er ekki í kot vísað að stjórna mynd, þegar sjálfur Harold Pinter skrifar handritið, en hann er að lfkindum einna fremstur þeirra, sem fást við að skrifa kvikmyndahandrit í Bretlandi. Leikurir— í myndinni er yf- irleitt mjög góður, þótt hann sé stundum eins og dálítið þvingað- ur. Losey kærir sig kollóttan um hraða atburðarás og hraðar klippingar — sumar tökur verða jafnvel óþolandi langar. Losey fær ekki ótakmarkað fjármagn til að gera myndir sínar úr garði eins og hann helzt kysi, enda gjalda þær þess kannski að einhverju leyti. T. d. er „Iead-up“ (upphaf) myndar- innar hvergi nærri nógu áhrifa mikið og Losey skýrir sjálfur frá þvi, að hann hefði helzt viljað nota þyrilvængju, þegar verið var að taka fyrsta atriðið, en þess var enginn kost- ur. Tveir þekktir menn koma fram í litlum aukahlutverkum, Harold Pinter, leikritaskáldið fræga, sem skrifaði handritið af myndinni, leikur Mr. Bell, starfs mann sjónvarpsfyrirtækis. Og rithöfundurinn Nicholas Mosley, sem skrifaði bókina sem myndin er gerg eftir, sést í myndinni í gervi háskólaprófessors. „Accident” rís hvergi mjög hátt, þótt hún sé mörgum gæða flokkum ofar en flestar þær myndir, sem hér eru sýndar, en hún er skemmtileg og hrffandi svo að full astæða er til að mæla með henni við kvikmyndahús- gesti. Þráinn. kvik . mynmr ntninBamqmnimini vik J ÐSBBkví yndir| HlMlaMmynt nmnii Doktor Strangelove (Dr. Strangelove — ellegar: Hvemig ég læröi aö kæra piig kollóttan og fékk ást á sprengj- unni). Stjórnandi og framleiðandi: Stanley Kubrick. Aöalhlutverk: Peter Sellers, George C. Scott, Sterling Hay den, Keenan Wynn, Slim Pick ens o.fl. Ensk -amerfsk, íslenzkur texti, Stjömubíó. Gerö eftir sögu Peter George, „Red AIert“. Þetta er sú fyrsta af mörgum myndum, sem gerðar hafa verið í seinni tíð og henda kaldrana- legt gaman að kjarnorkustyrj- öldum. Efnisþráðurinn er f stuttu máli sá, að háttsettur bandarísk ur hershöfðingi (Sterling Hayd- en) missir vitglóruna og þrýstir á hnappinn sem gerir kjamorku styrjöld óumflýjanlega. Æðslu menn Bandaríkjanna á samt rússneska sendiherranum safnast saman f „Stríðsherberg- inu“ og halda uppi símasam- bandi við Kissov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, sem að vísu er á kéndiríi. í þessari mynd leikur Peter Sellers þrjú hlutverk, með til- heyrandi gerviskeggjum og hár kollum, hvers vegna skil ég ekki þvf að auðvelt hefði verið að fá tvo leikara honum til full- tingis, enda hefðu þeir varla spillt heildarblæ myndarinnar með farsakenndum ofleik. Vinsældir Sellers em ótvíræð ar, þegar hann birtist fyrst á tjaldinu fór hlátursgusa um á- horfendahópinn menn krimtu og tautuðu: „Hvenær byrjar hann að sprella?" Og það versta var, að Pétur byrjaði fljótt að sprella og hafði í öllum hlut- verkunum þrem f frammi ofleik og fífIalæti, sém stungu mjög í stúf við heildarsvip myndar- Aðrir leikendur voru yfirleitt góðir. Sterling Hayden lék hers höfðingjann geðbilaða af mikilli prýði, en það er mjög í stil við húmor myndarinnar að láta hers höfðingjann bera nafnið Jack Ripper eftir frægum fjöldamorð- ingja, sem lék lausum hala í Lundúnum á öldinni, sem leið. Keenan Wynn var að vanda á- gætur í litlu hluverki Guanó of- ursta, og George C. Scott var frábær sem Turgidson hers- höfðingi samnefnari þeirrar manntegundar sem lítur á stríð sem reikningsdæmi. Major King Kong (heitinn eftir fræg um risaapa) var leikinn af Slim Pickens, og gerði hann nafna sínum enga skömm tií. Það sem gerir þessa mynd einhvers virðj eru sviðsmyndir eða „sets“ Ken Adams og frá- bær stjórn Stanley Kubricks, en honum tekst að ná raunveru- leikablæ á mörg atriði myndar- innar, þrátt fyrir að ærsli og skripalæti keyri stundum úr hófi. Kubrick er fæddur 1928 og hefur gert sex kvikmyndir: „The Killing" (’56), „Paths of Glory“ (’58), „Spartacus" (’60) „Lolita” (‘62), „Dr. Strangelove” (’63) og „2001: A Space Odyssey" (’67). Kannski er það góð tilbreyt- ing að sjá menn 'reka áróður fyr ir friði með því að gera gys að styrjöldum í stað þess að setj- ast með ábúð og alvöruþunga í dómarasæti — en kaldhæðnin í Dr. Strangelove missir marks. Fyndnin qr of langsótt og öfga- kennd. Endirinn er misheppnað ur, og skýtur engum skelk í bringu. Sýnt var úr næstu mynd Stjömubíós, en það er „Kardöv álinn“. sem hinn þekkti leik- stjóri Otto Preminger stjómaði. Sú mynd er gerð árið 1963 og þvi sannarlega kominn tími til að hefja sýningar á henni. Þráinn. .V.V/AV.VAVAV.V.V.'AV.VAV.V.V.'.V.V.V.'.V.V.V.V.Y.VViV.Y.YAWVYAVYy'.Y |

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.