Vísir - 24.02.1968, Síða 3
VlSIR . Laugardagur 24. febrúar 1968.
„Eg á svo svakalega
marga túkalla
„Heyröu, ertu frá Visi. Þá
ætla ég aö fá einn Vísi. Ég á
marga peninga.“
„Nei, ég er ekki aö selja Vísi.
Ég ætla bara aö tala viö ykkur
og taka myndir“.
„Og fæ ég þá engan Vísi?
Ég á svo svakalega marga tú-
kaila.“
Eftir þessi orðaskipti var
blaðamanni og ljósmyndara
hleypt inn í gang í Dagheimil-
inu í Kópavogi, og drengurinn
sem átti túkallana bætti viö:
„Hún kemur bráðum hún Berg-
þóra“.
Bergþóra er reyndar forstöðu-
kona á Dagheimilinu og von
bráöar birtist hún og bauð okk-
ur að líta í kringum okkur á
heimiiinu.
Það fyrsta sem við tókum
eftir var undarlegur bátur úr
eggjaformum sem hékk í loft-
66
inu á ganginum og bak viö
hann var spjald, þar sem á stóð,
aö allir foreldrar væru hvattir til
aö henda ekki ýmsum úrgangs-
efnum, svo sem dósum, brúsum,
keflum og stokkum, heldur leyfa
bömunum á heimilinu aö nota
það til að búa til ýmsa hluti,
„Við látum hörnin búá til ým-
islegt skemmtilegt úr þessu
dóti, og þau hafa- mjög gaman
af því,“ sagði Bergþóra.
Við fórum inn í „Fiskadeild-
ina“, og þar voru öll börnin að
drekka mjólkina sína, en ekki
var hægt að hafa bömin úti
þennan dag, vegna hálku. Sum
hættu að drekka og litu á okk-
ur stórum augum, önnur létu
eins og þau sæju okkur ekki
og ein lítil stúlka sagöi um
leið og við gengum inn í næstu
stofu „Bangsadeildina, „Þú mátt
aiveg fá mjólk lika“.
Á „Bangsadeildinni“ voru allir
búnir aö drekka og farnir að
leika sér af fulium krafti. —
Deildin hafði eignazt dálítið af
gömlum fötum og voru bömin
búin aö klæðast þeim og settu
upp tilheyrandi hatta og fínirí.
„Við erum að fara f kaffiboö“,
sögöu telpurnar og tritluðu með
kápurnar niður á hæla og hatta
niður á nef út í eitt horniö þar
sem þær settust niður við lítið
borð og fóm að drekka kaffi
„í þykjustunni“.
Við yfirgáfum „Barnadeildina“
og heimsóttum að iokum leik-
skólann, en þar eru börnin bara
hálfan dáginn. Þar vom bollu-
vendir í stórum kössum með-
fram veggjunum, og lítill herra
haföi náð sér í vönd til aö
lumbra á þeim sem næstir
stóöu. Börnin höfðu sjálf búið
til vendina með hjálp fóstranna.
„Ætlið þið ekki að fiengja
marga á bolludaginn?“ spurðum
við börnin.
„Júhú, alla sem ég þekki, og
þig líka“, var svarið og með það
kvöddum viö Dagheimilið f
Kópavogi, og forstöðukonuna,
Bergþóm Gísladðttur.
„Og svo flengi ég alla sem ég þekki“. Þessi ungi maður með
bolluvöndinn heitir Þröstur Guðmundsson og er 4 ára.
MYNDSJÁIN
heimsækir
Deigheimllið
í Kópcivogi
Hiuti af „Fiskadeildinni.“
i fr* . I_
„Við ætlum að fá okkur smákaffisopa“. Frá vinstri Fjóia María 4 ára, Laila 5 ára^Anna
María 4 ára og Margrét 5 ára.
/
I