Vísir - 24.02.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 24.02.1968, Blaðsíða 9
VÍSIR . ^.ugardagur_____iebrúar 1968. 9 • VIÐTAL DAGSINS CILFUR HAFSINS — síldin — sem íslendingar sækja á miðin, hefur lengi verið stór þáttur í þjóöarbúskapnum, og efnalegt öryggi fjölda fólks bundið því, hvernig þær veiðar hafa ráöizt. Mér sýnist því sem til þess sé nokkurt tilefni, að ég geng hér yfir götuna og hitti að máli Gísla Vilhjálmsson, sem allt frá því að hann var til nokkurra átaka vaxinn, hefur starfað viö þennan atvinnuveg, og er senni- lega einn hinn margfróðasti ís- lendingur, hvaö snertir hagnýt- ingu og meðferð síldarinnar eftir að hún er komin um borö í veiðiskip. P' ísli er af kynþætti Borgfirð- inga og Mýramanna, fædd- ur á Ölvaldsstöðum 26. jan. 1899.Foreldrar hans, Vilhjálmur Jónsson og Eyrún Guðmunds- dóttir, byrjuðu búskap sinn í Múlaseli, en staðfestust þar að- eins í tvö ár. Þá fóru þau. að Skorholti í Leirársveit, en þar var heldur ekki nema tveggja ára viðdvöl. Þá var flutt að Sólmundarhöfða við Akranes — þar stundaði faðir Gísla barnakennslu á vetrum. Árið 1912 er svo búsetan færð niður á Akranes og síðan hefur þar verið heimili Gísla Vilhjálms- sonar allt fram á þennan dag. Mér finnst varla hægt að segja annað, enda þótt hann eitt eða tvö ár, þegar síldin dreif að plani hans á Norðurlandi, hafi af vinskap við einhvem héraðs- höfðingja leyft honum að setja nafni sitt þar á skýrslu. — Heimili átti hann á Skaganum. — Tæja, Gísli. Nú hefur þú J orðið. - — Um hvað viltu spyrja? — Sjómennsku þína. — Sjómennsku? — Jú, ég byrjaði að gutla um fermingu, var á þilskipum og svo á mótor- bátum með Einari Ingjaldssyni frænda mínum á Bakka í Sand- gerði. Árið 1916 byrjaði H. P. Duus að salta síld á Hattareyri viö Álftafjörð í ísafjarðardjúpi. Gamli Duss, sem verzlunin var kennd við, var þá látinn en tengdasonur hans Ólafur Ólafs- sen, stóð fyrir rekstrinum. Hann hafði aðsetur úti í Kaup- mannahöfn en sendi Ingvar son sinn hingað upp til að fylgjast með starfseminni. Kristinn Magnússon skip- stjóri sem þá var verkstjóri á Hattareyri, réöi mig til að vera nokkurs konar málpípa fyrir Ingvar, því enda þótt hann skildi íslenzku, hafði hann num- ið í dönskum skóla og var hálf feiminn við að tala máliö. Ég var nokkurn veginn slarkfær í dpnsku, svo þetta gekk allt bærilega. Á Hattareyri var ein- göngu verkuð saltsíld, enda þá aöeins örlítið byrjað að krydda á Siglufirði, og engin reynsla af því fengin. H. P. Duus var lengi stærsti reiðarinn á landinu hvað síldarútgerð snerti. Hann lét setja vélar í „kútterana" sína þegar síldarhugur fór að koma i menn. Á tímabili munu þeir hafa verið 7. Þaö var „Seagull" — „Iho“ — „Milly" — „Valtýr“ — „Ása“ og „Björgvin“. Vél- amar vora 120 ha. Tuxham og var ganghraði skipanna 6—7 mílur í logni. — Hve stór voru þessi skip? — Iho var minnstur, 65 smálestir, en Valtýr stærstur, 98 lestir, hin voru um 80 lestir. Á Álftafirði, þama við Hattar- eyrina er ein sú bezta aðstaða, er v/ð G'isla Vilhjálmsson s'ildarkaupmann sem ég hef nokkurs staðar kynnzt. — Lífhöfn, brattur mar- bakkl skammt frá landi, slétt malareyri sem athafnasvæöi á landi, og nægilegt og gott vatn úr lindum uppi í fjallinu. Mig hefur oft langaö til að koma þarna vestur og rifja upp gömul kynni við staðinn, fá mér ber og huga að steinum, en af því hefur þó aldrei oröið. Ég fylgdi fjölunum hjá H. P. Duus, þangaö til 1919, að allt hrundi. Þá var hann farinn að hafa í seli norður á Djúpuvík og var þar í skjóli Elíasar Stef- ánssonar „reiðara". Ég var nokkurs konar eftirlitsmaður. Aðalsildarmagnið á sumrin var þá fyrir vestan Horn og gekk inn í Djúpið, en þegar dró aö hausti kom síld í Húnaflóann allt að Skaga, en ekki gat heitið að hún sæist austar. að varan sé vönduö og verði eftirsótt til neyzlu erlendis. Á því byggist markaðurinn og sölugengiö. Þegar mér verður hugsaö til liðins tíma meðan Norðurlands- síldin gekk upp að ströndinni, þá finnst mér að hún hafi verið sú bezta markaðsvara þeirrar tegundar, sem viö höfum haft að bjóða. Venjulega var hún alveg tóm, hvorki í henni hrogn né svil, en eftir því sem svilin þrosk ast verður síldin seigari, þurrari í fiskinn og dekkri, einnig hætt- ara á að hún súrni við biö. Maður heyrir sænsku kerling- amar oft segja: „Hvers vegna ertu hættur að koma með al- mennilega Islandssíld?" < TTvað segir þú um síldar- * flnfnínno lon nf n nrA P tl „Ég fékk af þvi reynslu í sumar aö eitt skip getur komið með jafngóða söltunarsíld eftir F tíma siglingu af miðunum og annað. ;em aðeins þarf að fara 12 tíma leið." „ÞAÐ VERÐUR ALLT SVO DYRT í HÖNDUNUM Á OKKUr Þetta ár (1919) var kostnaö- arverð á fullverkaðri síldar- tunnu 45 krónur. Fyrsta kaup- tilboð mun hafa verið 55 kr. — en komst svo að segja strax upp í 60 kr. En svo hófst upp- boðið. — Það vora stundum erfiðar ferðir að brjótast inn á Hólmavík til þess aö senda skeyti eöa taka viö skeytum. Lokatilboö Svíanna var kr. 95,00 pr. tunnu. Þá seldu nokkr- ir meöal þeirra Loftur Loftsson útgm. á Akranesi, aðrir heimt- uöu kr. 100. — En þá kom hranið. Svíar neituðu aö kaupa og síldin varð óseljanleg. Birgö- imar sem í landinu vora eyði- lögðust að mestu, eitthvað var látið til skepnufóöurs fyrir ekkert verð. Þau ár sem síldin gekk í Djúpiö var ísafjöröur mikill og blómlegur athafnabær, en þar eins og víðar skipti skjöt- lega um svip við þetta hrun. jV"ú fór ég til Noregs meö Ingvari Ólafssyni og var þar langdvöldum fram til ársins 1924, þá kom ég hingað heim á vertíðinni og var með Einari á Bakka. Oti komst ég í kynni við firmað „Bjelland Chr.“. Það rak síldarstöð á Raufarhöfn. Á veg- um þessa fyrirtækis fór ég þangað. Engin síld gekk þá á austurmiö, en stöðinni fylgdu 8 hraðskreiðir gufubátar og sóttu þeir síldina vestur. Þá var allt kryddsaltað. En hún var nú oft orðin nokkuð gömul, blessuö sl.apnan, um það bil sem hún var komin í tunnuna. Eftir þetta sló ég mér sama.. við Svía, og á vegum þeirra sömu fugla er ég ennþá, enda þótt einhverjir hafi fyrnzt og aörir upp vaxið, þá standa nokkrir. Mitt aðalstarf hefur alla tíð verið þaö að fylgj- ast meö verkuni.mi og ástandi vörannar fyrir hönd kaupend- anna, — hef ég tekið á móti síld á flestum stöövum á land- inu. Þó að ég alltaf hafi fyrst og fremst veriö umboðsmaður kaupenda síldarinnar, þá hef ég einnig haft í huga hagsmuni landa minna, seljendanna, því það er ekki síður þeirra hagur úr hafi, fleiri sólarhringa sigl- ingu? — Þaö getur lánazt á góðum skipum undir stjóm hygginna og hirðusamra manna, sém láta sér annt um vöndun vörannar og hafa nógan is og góðar hillur. Tilraun sú sem gerð var hér á Akranesi á liðnu hausti með því að senda togarann Víking á síldveiöar sannar þetta. Hann kom hér að landi með góða vöra lar.gt austan úr hafi. Ég fékk af þvi reynslu í sumar, að eitt skip getur komið með jafngóða söltunarsíld eftir 60 tíma sigl- ingu af miöunum og annað, sem aöeins þarf að fara 12 tíma leið. Hér era það umgengnis- hættir veiðimannanna og bún- aður skipanna, sem gerir mun- inn. Allt frá því síldin kemur i vörpuna og þar til hún er full- verkuð i tunnu þurfa allir aðil- ar að vera samhentir i því að vanda meðferð hennar. Það er ekki hægt að gera góða vöra á söltunarstööinni úr því sem skemmist á landleið. Og ekki get ég varizt þeirri hugsun stund- um, aö ýrrir íslenzkir sjómenn Iíti einum um of á kílóafjölda og tunnutal, en gleymi í hita veiðigleðinnar aö miöa við krón- umar sem fyrir vöruna fást. Það muna frændur okkar Norð- menn, enda meta þeir afla skipa sinna eftir þvi hve mikill hann er að verðmæti. — Einhverja hef ég heyrt fara hörðum orðum um veiöi skap Suðurlandssíldar hér við ströndina? Já, ég er þeirrar skoðunar að þar hafi verið of langt gengið. Nái Faxasíld því að verða þrosk- uð og góð, er hún ágæt vara. Hún nær til ýmissa markaöa sem hafsíldin passar ekki fyrir og er því að mörgu Ieyti fullt svo auðveld fyrir okkur. Hún þolir vel reyk, og þegar hún er í beztu ástandi, höfum við reynslu fyrir, að hún gefur betri skurð en hafsíldin, þ. e. fleiri dósir fást úr sama magni að kflóatölu. Fyrirtæki í Kiadesholmen, fékk héðan 300 tunnur af Faxa- sfld og sannprófaði þetta. Hins vegar dugir hún ekki eins vel og Norðurlandssíld, til að rétta neytendum hana fram yfir búð- arborðið. Tjaö er vel þess vert að geta um það, að sænskir kaupendur vita mjög vel hvemig síldin á að vera til þess að hún sé eftirsótt af neytend- um. Þeir hafa aftur á móti alls ekki fullkomna þekkingu á því, hvernig meðhöndla þarf hana til að ná þessu marki. Viö ger- um alltof lítið að því aö kynna okkur hvernig sú vara á að vera sem við seljum á lager. — Norðmenn senda menn í verk- smiðjur og pakkhús i neytenda- löndunum, sem svo koma þaö- an aftur með margvislegar hag- nýtar upplýsingar, og eftir þeim er síðan unnið. — Það er langt síðan Norö- urlandssíld hefur gengið upp að ströndinni? — Hún hefur eiginlega ekki gengið neitt upp á landgrunnið síðan 1944v Veiðarnar við Kol- beinsey áður en Austfjaröar- ævintýrið byrjaði voru utan landgrunnsins. — |Tvaö meö nýtingu sfldar- innar miðaö við það sem áður var? — Það er varla hægt að gera þar samanburö. Áður var ekki tekið f mál að salta síld væri hún yfir 8—9 tíma gömul. Nú fæst engin eða lítil síld, sem ekki hefur veriö lengur í skipi. í sambandi við löndun vildi ég segja það, að mér viröist að ekki komi til mála að nota „krabba“. ef um er að ræða síld, sem á að taka í salt. — Þú hefur fengizt mikið við verkun á hrognum? — Ég er fyrsti íslendingur sem byrjaði að sykursalta hér hrogn. Fyrst á Akranesi og í Keflavík. Sá sem „fínanseraði" þetta fyrir mig var norskur maður, Edvin Jakobsen, kvæntur islenzkri konu, Guðmundu, kjördóttur Hafliða gamla Guð- mundssonar hreppstjóra á Siglufirði. Jakobsen hafði sent hingaö upp norskan mann, Bernhard Petersen til að fást við lýsisbræöslu og síðar einnig viö hrogn. Hann settist hér að. Þá kom einnig annar Norðmaður, Matthias Morset, hann er nú undir grónu Ieiði. Við þrír, hann, Bernhard og ég urðum svo samstarfsmenn. Hrognin uröu eftirsótt vara svo þessi starfsemi óx fljótt. Hætti ég þá að stunda sjó, en fór að salta hrogn úti í Vestmannaeyjum, varð þar mikil umsetning. Faðir minn sá um söltunina hér, en Elías Þorsteinsson í Keflavík. Þannig gekk þetta til fyrstu árin. Verð á þessari framleiðslu hefur verið nokkuð stöðugt og þó heldur hækkandi. — Svíar nota hrogn mikiö til neyzlu. 1 öllum sænskum skólum fær hvert bam mjólk og tvær brauð- sneiðar með eggjum og hrogn- um, tvisvar í viku. — Hvað meö grásleppuhrogn? — Þau eru mjög dýr vara, en markaðurinn er þröngur. Þar eru aðalviðskiptalöndin Þýzka- land Danmörk og lítils háttar Ameríka. Ég held aö til að ná árangri megum við ekki framleiða meira en 5—6000 tunn ur árlega, en ég álít að með góðum hagnaöi megi vinna viö þetta, fáist 100 dollarar fyrir tunnuna. En öll ævintýra- mennska og hófleysi í sambandi k viö þennan atvinnurekstur boð- ar verðfall og lokun sölumögu- leika. En það er jafnan svo,-að verði einhver vara há, vilja allir framleiða hana og vanda sig eins lítið og hægt er. — Þú hvggur til áframhald- andi samskipta. við síldina? — Það er oröið svo framorðið, aö ekki tekur því að skipta inn á nýjar brautir. — Hverju spáir þú svo um það sem framundan er? — Bezt sem minnstu að spá. ' Ég er ekkert of bjartsýnn. Það | verður allt svo dýrt i höndun- •* um á okkur. Nú eykst stöðugt | sóknin á sömu mið og við þurf- íi' um að nýta. Um verð á heims- I markaðinu.'i ráðum við litlu. — L Vöragæðin ein geta gert okkar | hlut viðunandi. Þ. M. (

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.