Vísir - 24.02.1968, Síða 10

Vísir - 24.02.1968, Síða 10
10 VlSIR . Laugardagur 24. febrúar 1968. sem fylgdust vel með slysinu, enda flaug flugvélin í aðeins nokkurra metra fjarlægð frá byggingum fé- lagsins áður en hún hrapaði. Skák — t>->- 16. síöu. riðli undankeppninnar, eru með V/2 vinning og biðskákir. Úrslit hafa orðið þessi: 1. umferð Bragi Kristjánsson l/2 Andrés Fjeldsted y2 — Björn Þorsteins- son 1 Leifur Jósteinsson 0 — Jón Kristinsson og Guðmundur Sigurjónsson, biðskák — Gunn- ar Gunnarsson, Benóný Bene- diktsson, biöskák. Mörg loðnuskipanna komu drekkhlaðin inn til Vestmannaeyja I gær. Þarna er Jón Garðar, sem kom um þrjúleytið með á fjórða hundrað tonn. (Ljósm. H. E.) Stanzlaus löndun loðnu í Eyjum Stanzlaus loðnulöndun var í Vest mannaeyjum í gær frá kiukkan 5 um morguninn til klukkan tvö eða þrjú í nótt. Gizkað var á í gær- kvöldi aö Vinnslust. tæki á móti 2300—2400 tonnum af loðnu. Er það afli af níu bátum. — Búizt var við góðri loðnuveiði í gærkvöldi en nokkrir bátar voru þá á mið- unum. Nokkrir bátar lönduðu loðnu á Austfjarðahöfnum í gær, meöal annars fjórir á Norðfiröi. Yfir tuttugu skip eru nú komin á loðnuveiðar og búizt við að þeim fjöigi næstu daga. Loðnan hefur veiðzt austur við Hrolllaugseyjar og vestur undir Kvískerjum, en ef að líkum lætur mun þessi ganga þokast vestur með suðurströndinni og er hennar að vænta vestur fyrir Reykjanesið innan tíðar. Loðnan kemur væntanlega í góð- ar þarfir til beitu ,en beitulaust er að verða sums staðar. Tvær konur urðu fyrir bifreiðum Tvær konur urðu fyrir bifreið- um meö stundarfjórðungs milli- bili um kvöldmatarleytiö í gær- kvöldi. — Fyrra slysið var kl. 19.15 á Nóatúni. Þar varö rúm- lega 60 ára gömul kona fyrir bif- reiö, sem var á leið niöur Nóatún. Konan kastaöist upp á vélarhlíf bifreiðarinnar, lenti á framrúðunni, sem mölbrotnaöi og kastaðist síð an fram af bifreiðinni og lá á göt- unni, þegar að var komið. Konan var flutt á Slysavarðstof- una, en þaðan var hún flutt á Landspitalann. Hún haföi hlotið opiö beinbrot á vinstra fæti, auk annarra meiðsla, sem ekki voru fullkönnuð. Hitt ^lysið varð á móts við Kenn araskólann kl. 19.30, þar sem önn ur kona varð fyrir bifreið. Ekki er talið að hún hafi slasazt jafn- alvarlega og fyrri konan, en meiðsli hennar höfðu ekki verið fullkönn- uð, þegar blaðið fór í prentun. Ævititýrniitciður — 1->1. síðu. síðan klukkan 10 í morgun." „I hvernig ásigkomulagi er farm urinn?“ „Þaö get ég ekki sagt um ennþá, en við erum ekkert farnir að fara í miðlestina. Allt sem komið er hefur verið tekið úr framlestinni." „Hvernig er aðstaðan til björgun- ar?“ „Veðriö er mjög hagstætt, en það er erfið aðstaða til að athafna sig. Verkið er erfitt. Annars erum við núna að ná í fleiri menn, eina 10 frá Ólafsfirði." . „Þú ert búinn að hafa upp í kostnaö?“ „Já, örugglega." „Ætliö þið að vera að í nótt?“ „Við verðum eins lengi og við getum staöið." „Ertu ekki búinn að fá nóg af stritinu?“ „Ég hef nú aðallega verið við aö fylgjast meö verkinu. Ég er kominn á sextugsaldur og að mestu hætt- ur erfiöisvinnu." „Þú ert vongóður um að góður árangur verði af þessari björgun?" „Já það er ég. Nú get ég hlegið að þeim, sem kölluðu mig ævin- týramann." „Þú segist ekki vera ævintýra- maður." „Jú, auðvitað hefur maður allt- af veriö haldinn einhverri ævin- týralöngun — annars væri ég sennilega ekki hérna.“ RaBinsékn — !»->- 16. síðu. Rannsóknin hefur fyrst og fremst beinzt að vinstri hreyflinum, sem vitað er til að var ekki í gangi. Einnig er rannsakaö hvers vegna hreyfillinn var ekki hafður í gangi, ef hann hefur ekki bilað. Eldsneytiskerfi flugvélarinnar hef- ur verið rannsakaö ,en ekkert hef- ur komið fram athugavert við það. Mikill fjöldi sérfróðra manna um flug fylgd.st með flugslysinu og urðu sjónarvottar að því og hefur mikil áherzla verið lögð á aö taka af þeim skýrslur. Sérstaklega voru það starfsmenn Flugfélags íslands, 2. umferð: Bragi 1 Leifur 0 — Jón 1 Benóný 0 — Andrés y2 Guö- mundur y2 — Bjöm og Gunnar biðskák. 3. umferð: Benóný 1 Guðmundur 0 — Bragi 1 Gunnar 0 — Jón y2 Bjöm y2 — Leifur 1 Andrés 0. Á Boösmóti T.R. hafa verið tefldar þrjár umferðir og eru þessir efstir: 1.—2. Haukur Angantýsson og Jóhann Sigurjónsson 3 vinninga. 3. Jóhann Þ. Jónsson 2/2 Gestur mótsins Rubek Rubek sen frá Færeyjum hefur y2 vinn ing af þrem. SKIPAFRÉTTIR Ms. ESJA fer austur um land til Vopnafjarð- ar 27. þ. m. Vörumóttaka á föstu- dag og árdegis á laugardag til Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Fá- skrúðsfjaröar, Reyðarfjarðar, Eski fjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Borgarfjarðar og Vopnafjaröar. Ms. Herðubreið fer vestur um land í hringferð 28. þ.m. Vörumóttaka á föstudag og árdegis á laugardag til Patreks- fjaröar, Tálknafjaröar, Bfldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar, Bolungav., Isafj., Norðurfj., Djúpa víkur, Hólmavíkur, Hvammstanga, Skagastrandar, Sauðárkróks, Siglu- fjarðar, Ólafsfjaröar, Akureyrar, Kópaskers og Bakkafjarðar. Skyldur arkifekta — úrdráttur úr H æsta rétta rdómi RAFVELAVERKSTÆÐI S. MELSTEÐS SKEIFAN 5 SÍMI 82120 Á TÖKUM AÐ OKKUR: ■ MÓTORMÆUNGAR. ■ MÓTORSTILUNGAR. ■ V1Ö6ERÐ1R A' RAF- KERFI, DÝNAMÓUM, 06 STÓRTURUM. ■ RAKAÞÉTTUM RAF- KERFIÐ ■VARAHLUTIR Á STAÐNUM OAEMSASVEOUR xfimTTrrrrn-n-nTn-m rrrrrrn i rrn j Hæstiréttur dæmdi arkitekta ; skaðabótaskylda vegna framkomins galla á íbúð í s.l. viku, eins og skýrt var frá hér í blaðinu á laug- ardaginn. — Þetta mál er próf- mál um skyldur arkitekta vegna bygginga, sem þeir teikna. — Vegn.i plássleysis í blaðinu á laug- ardaginn var ekki hægt að birta úrdrátt úr dóminum, en meginfor- sendur dömsins fara hér á eftir: Eins og áöur er greint, var vikureinangrunin mjög gölluð. Aö- aláfrýjendurnir Gunnlaugur og Guö- mundur sögöu fyrir um efni og blöndun nefn'-ar einangrunar og ákváðu þykkt slitlagsins ofan á vikrinum. Þessi einangrunaraðferð við geislahitalögn var þeim lítt kunn, eins og tilraunir þeirra bera með sér. Þrátt fyrir það fylgdust þeir frá upphafi eigi sem skyldi með framkvæmd verksins og hvernig einangrunin reyndist, þá er ! á hólminn kom. Aðaláfrýjandinn j Jón Eiríksson múrarameistari hafði ! verkið á hendi. Honum var ljóst, að ; einangrunin fullnægði eigi þeim j gasðaskilyr^um, sem gera bar til hennar. Ingvar Þórðárson trésmíöa- meistari fór með verkstjórn á heild- arframkvæmum byggingarinnar fyrir hönd stefnda Byggis h.f. og annaöist kaup á vikursalla þeim, sem notaður var í einangrunina, en lét hvorki kanna gæði vikurs- ins, svo sem arkitektarnir kváðust hafa gert ráð ryrir, né haföi nægi- legt éftirlit með framkvæmd verks- ins. Af hendi allra aðaláfrýjenda og stefnda Byggis h.f. hefur sam- kvæmt framansögðu verið sýnd vangæzla við '.dirbúning og fram- kvæmd /ikureinangrunarinnar og eftirlit með henni, og verða þeir því aö bera óskipta fjárábyrgð á tjóni gagnáfrýjanda. BORGIN BELLA Ég er búin að reikna bað út að ef ég kaupi kanínupelsinn, þá þarf ég ekki að sleppa mat nema f 3 vikur, til að eiga fyrir útborg- uninni. MESSUR Grensásprestakall. Barnasamkoma í Breiðagerðis- skóla kl. 10.30. Messa kl. 2. Sr. Felix Ólafsson. Bústaðaprestakall. Barnasamkoma í Réttarholts- skóla kl. 10.30. Guðsþjónusta kl 2 Séra Ólafur Skúlason. Kópavogskirkja. Messa kl. 11.— Barnasamkoma kl 10 (ath breyttan tíma). Séra Gunflar Árnason. Hafnarfjarðarkirkja. Messa kl. 2 — Barnaguðsþjón- usta kl. 10.30. Séra Garðar Þor- steinsson. Fríkirkian Barnasamkoma kl. 10.30. Guðni Gunnarsson. Messa kl. .2. Séra Kristinn Stefánsson messar. Dómkirkjan. Messa kl. 11 Altarisganga. Séra Jón Auðuns. Laugameskirkja Messa kl. 2 e.h. Barnaguösþjón usta kl. 10 árdegis. Séra Garöar Svavarsson. Langholtsprestakall. Barnasamkoma kl. 10.30 Guðs- þjónusta kl. 2 Séra Arelíus Níels- son. Ásnrestakall. Messa í Laugarásbíói kl 1.30. Barnasamkoma kl. 11. Séra Grím ur Grímsson. Neskirkia Barnasamkoma kl. 10.30. Messa kl. 2 Séra Jón Thorarensen. Mvrarhúsaskóli Barnasamkoma kl. 10. Séra Frank M. Halldórsson. H«'!f;rímskirkia. Barnaguðsbiónusta kl. 10. Syst- ir Unnur Halldórsdóttir. Messa ki 11 Séra Rasnar Fíalar Lárusson Kirkjukvöld kl. 8.30. Sóknarprest arnir. H'Uoirrcifirkia. Messa kl. 2. Séra Jón Þorvarðs- son. Barnasamkoma kl. 10.30. Síðdegisguðsbiónusta kl. 5 (dr. Þórir Ilr. Þórðarson predikar) Sr. Arngrímur .Tönsson. T omrrlval + CjGjÖfrmður Óskastundin verður í Safnaðar- heimilinu á sunnudaginn kl 4. — Aðaliega ætluð börnum. Lnngholtssöfnuður. Kvnnis- og spilakvöld verður í 8 a f n p ðarheim i 1 inu sunnudaginn 25. febr. kl. 8.30 Kvikmyndir verða fyrir börnin og þá sem ekki spila.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.