Vísir - 24.02.1968, Blaðsíða 13
V1 S IR . Laugardagur 24. febrúar 1868.
13
!■■■■■■
UMFERÐARNEFND
REYKJAViKUR
IÖGREGLAN í
REYKJAVIK
Aöalbrautarréttur ekki virtur. Um
allra árekstra og umferð
Verndun aðalbrautarréttarins
Algengasta orsök umferðarslysa
og árekstra í Reykjavík undanfar-
in ár er sú, að reglur um stöðv-
unar- og biðskyldu eru ekki virtar.
Ákvæðin um þessi atriði eru skýr,
og ætti því ekki að vera vand-
kvæðum bundið fyrir ökumenn, að
hafa þau ávallt í huga 'og aka sam-
kvæmt þeim.
Tilgangurinn með aðalbrautar-
réttinum er sá, að gera veg þann,
sem nýtur aðalbrautarréttarins,
greiðfærari en aðra vegi og auka
þannig notagildi hans að miklum
mun. Mikilvægt er því, að ökú-
maður, sem kemur frá hliðarvegi,
virði til fullnustu rétt þess, sem
fer um'aðalbrautina, meðal annars
með því að draga úr hraða, hæfi-
lega löngu áður en komið er að
vegamótum. Snögghemlun á síð-
ustu stundu verður til þess. að öku
maður á aðalbrautinni hikar. Hann
getur ekki treyst rétti sínum alger-
lega, en það tefur báða aðila og
rýrir að mun notagildi aðalbraut-
arinnar.
STÖÐVUNARSKYLDA.
Allir ökumenn þekkja stöðvunar
skyldumerkið, en hvað boðar þetta
merki? Þegar ökumaður kemur ak-
andi að gatnamótum, sem merkt
eru með stöðvunarskyldumerki, ber
honum að stöðva algjörlcga, áður
en hann ekur inn á, eða yfir gatna-
mótin. Ef stöðvunarlína er mörkuð
á yfirborð götunnar, á að stöðva
við hana, þannig að framendi bif-
reiðarinnar nemi við stöövunarlín
una. Sé stöðvunarlína ekki mörk-
uð á akbrautina, er heppilegast að
hafa það fyrir fasta venju. að
stöðva við sjálft stöðvunarmerkið.
Ef merkið eða ,;stöðyunarlfnan er
ekki nærri jaðri akbrautarinnar,
þannig að ökumaður sjái vel til
beggja hliða eftir aðalbrautinni, et
rétt að framkvæma sjálfa stöðvun-
ina eins og áður er sagt, en
bifreiðina síðan renna rólega inn
að sjálfum gatnamótunum og
stöðva aftur, ef umferð er á aðal-
brautinni.
Aðalatriðið er, að stöðvunin sé
markviss, að bifreiðin sé í algjörri
kyrrstööu, til aö tryggia aö um-
ferðin á aðalbrautinni veröi ekki
i'yrir trufiun eða töfum.
BIÐSKYLDA.
‘ Þegar ökumaður kemur akandi
að biðskyldumerki, ber honum að
draga úr hraða í hæfilegri fjar-
lægð frá gatnamótum og gæta
þess, að trufla ekki þá umferð,
sem fer eftir aðalbrautinni.' Ef út-
sýni er mjög býrgt eða blint, þann
ig að ökumaðurinn hefur ekki nægi
legt útsýni yfir gatnamótin, ber
honum aö stöðva alg.idUega, sem
um stöðvunarskyldu væri að ræöa.
Biðskyldu- og stöðvunarskyldu-
merki eru sett upp til þess að
skapa greiöari og öruggari umferð.
Merkin eru fyrst og fremst sett
upp við götur, sem liggja að mikl-
um umferðargötum, til þess að
vernda þá umferð, sem fer eftir
aðalbrautinni og varna því, að sú
umferð verði trufluð eða hindruð.
Ökumenn! Verum minnugir þess,
að um 15% umferðaróhappa í
Reykjavík sl. ár urðu vegna þess,
að reglur um biðskyldu og stöðv-
unarskyldu voru brotnar.
Kvenfélag Hallgríms-
kirkju hefur happdrætti
Gott málefni — góðir vinningar
Þégar ég er búinn aö setja fyrir- | efni — góðir vinningar", finnst
sögn á þessa Iitlu grein, „gott mál-1 mér, að ég heföi mátt bæta við orð
Danfoss hitastýrður ofnloki er lykillinn
að þcegindwn
Húseigendur!
I vaxandi dýrtíð
hugleiða flestir
hvað spara megi
í daglegum kostnaði. Með DANFOSS
hitastilltum ofnventlum getið þér »
senn sparað og aukið Sægindi í hý-
býlum yðar.
= HEÐINN =
VÉLAVERZLUN-SfMl: 24260
unum „gott fólk“. Svo er nefni-
'eca mál með vexti eins na heear
hefir verið getið um opinberl., að
kvenfélag Hallgrímskirkju er að
stofna til happdrættis fyrir gott
málefni, bvggingu Hallgrímskirkju.
Fleiri og fleiri eru nú að komast
á þá skoðun, að með byggingu
þeirrar kirkju sé þjóðin að sam-
einast um átak, sem eigi eftir að
verða guðs rfki til eflingar og þjóð-
inni til gleði um aldir fram.
Góðir vinningar eru í happdrætt-
inu. Hér er óþarfi að telia þá upp,
þvf að þeir ru skráðir á hvern
miða. Enda er málefnið aðalatrið-
ið fyrir flestum, sem kaupa slíka
happdrættismiða. En „gott fólk“ er
það, sem gefið hefir verðmæta
muni til happdrættisins, og auk
bess vinnu sína við prentun eða
dreifingu miðanna. Stundum yppta
menn öxlum yfir því, að of mikið
sé orðið um happdrætti á landi
hér, en sé nánar að gáð, þá ber
hvert happdrætti óbeinan vott um.
að til er hópur af óeigingjörnu
fólki, • sem ekki er að hugsa um
eigin hag, heldur almennings. Og
þegar happdrættismiðar kvenfélags
ins eru boðnir til sölu, vænti ég
þess, að fleira og fleira af góðu
fólki hlaupi undir baggann og
kaupi miðana. Þessari áskorun
minni vil ég láta fylgja beztu þakk-
ir til alls hins góða fólks, sem
bæði fyrr og síðar hefir stutt að
byggingu Hallgrímskirkju, minn-
ingu séra Hallgríms og kristnTHFí
landsins yfirleitt. j. ■
Jakob Jónsson.
rpiirjn
uoft
rJ''æplega er hægt að ásaka nú-
verandi stjórn Taflfélags
Reykjavíkur um aðgerðaleysi
nú í vetur. Varla er einu skák-
mótinu lokið fyrr en annað
byrjar og nú standa. yfir
tvö skákmót f einu. Annars veg-
ar úrslitakeppni Skákþings
Reykjavíkur og hins vegar svo-
kallað Boðsmót T.R. Gestur
mótsjns er ungur færeyskur
skákmaður, Rubek Rubeksen.
Er vissulega ánægjulegt að virk
samskipti skuli hafa komizt á í
skák milli Færeyinga og íslend-
inga, en s.l. ár bauð færeyska
taflfélagið íslendingi til alþjóð-
legs skákmóts í Þórshöfn. Fær-
eyingar hyggja á þátttöku í
Olympfuskákmótum og leggja
kapp á aö þjálfa lið ,sitt eftir
föngum fyrir þá erfiðu keppni.
í undanúrslitum á Skákþingi
Reykjavíkur skáru þeir sig nokk
uð úr í A riðli, Gunnar Gunn-
arsson og Guðmundur Sigur-
jónsson. Skákin milli þeirra
varð úrslitaskákin um efsta
sætið í riðlinum og fer hún hér
á eftir.
Hvítt: Guöm. Sigurjónsson.
Svart: Gunnar Gunnársson.
Drottningarindversk vörn.
1. d4 Rf" 2. c4 e6 3. Rf3 b6
4. Rc3 Bb7 5. Bg5 ...
Skákin hefur teflzt eins og
1. skákin í einvíginu Spassky:
Keres. en í 5. leik lék Keres
h6 6. Bh4 Be7 7. e3 Re4 8. BxB
DxB 9. RxR BxR 10. Be2 Db4 +
11. Rd2 Bxg og sókn hvíts
reyndist ekki nægilega sterk.
5. . .. Be7 6. e3 Re4 7. BxB
DxB 8. RxR BxR 9. Be2 0-0 10.
0-0 f5?
Þessi leikur reynist illa. Svarti
biskupinn villist af réttri línu
og lendir í erfiðleikum.
11. d5! f4
Þvingað. Svartur verður að
rýma fyrir biskupnum.
12. exf Hxf 13. Rd2 exd
13. ... Bg6 14. Bf3 c6 15.
Hel hefðúvarla gefið betri raun.
14. RxB DxR 15. cxd
Ef 15. Bf3 HxB 16. DxH DxD í
17. gxD og svartuif hefur meira
mótspil en hann fékk í skákinni.
15. . .. c5 16. Hel Dd4 17. Bd3
Hvítur er óhræddur við að
gefa peðið á f2. Opin f-línan
yrði aðeins aukið álag á svörtu
stöðuna.
17. ... HfS 18. Dc2 g6 19.
He7 Df6 20. Hael
Svartur teflir raunverulega
með tveim mönnum minna, svo
ekki er von að vel fari.
20. ... a5 21. De2 Ha7 22.
De3 Hc7 23. Dh6 Dxft 24. Khl
DxH +
Örvænting. Svartur gæti eins
gefizt upp.
25. HxD d6 26. h4 c4 27.
Bxc! HxB 28. He7 Gefið.
Eftir 28. . . Hf7 29. He8 Hf8
mátar hvítur.
Jóhann Siigurjónsson.
.■.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.
10 'rsaxir í hverju skipi
arslysa í Reykjavík 1967 orsökuðust af því, að reglur um bið- og
stöðvunarskyldu voru ekki virtar.
I greininni um isvarnir i blað-
nýlega mátti skilja að
reglur um þetta atriði krefðust
þess að ninnst sex ísaxir væru um
borð í íslenzkum fiskiskipum. en
það er ekki rétt 1 reglunum segir
um þetta atriði eitthvað á þá leið.
að togarar og önnur fiskiskip. sem
hafa langa útivist að vetrarlagi
skuli Ivera búin 10 ísöxum. eða
öðrum hentugum bareflum til þess
að brióta með klaka. Almennt eru
ísaxirnar taldm- beztu áhöldin til
þess að losa is at skipum, en marg-
ir nota einnig eikarkylfur með öx-
unum til þess að losa um ísinn.
Róðið
hitanum
sjálf
með ...
LEIKFIMI
JA2Z-BALLETT
ÉTFrá DANSKIN
m 47V 8 Búningar
So|<kabuxur
Netbuxur
Ijmm Dansbelti
JplsE Margir litir
Allar stærðir
■ Frá GAMBA
Æfingaskór
m Svartir, bleikir, hvítir
V* Táskór
' +
# Ballet-töskur
^&allettíúð in
SÍMI 1-30-76
I I I I I I I I I I II I II I I I
Með ÖRAUKMANN hitastilli a
hverjum ofni getið þér sjólf ókveð-
ið hitastig hvers herbergis —
BRAUKMANN sjólfvirkan hitastilli
ít %hægt að setja beint á ofninn
eða hvar sem er á vegg í 2ja m.
tjarlægð fró ofni
Sparið hitakostnað og aukið vel-
líðan yðar
BRAUKMANN er sérstaklega hent-
ugur á hitaveitusvæði
SIGHVATUR EINARSSON&CO
SÍMI 24133 SKIPHOLT 15