Vísir - 24.02.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 24.02.1968, Blaðsíða 16
VISIR Laugardagur 24. febrúar 1968. Kvennadeild Slysavarnalélagsins selur nterki Árlegur merkjasöludagur kvenna deildar Slysavamafélags. Islands veröur á morgun, en í 30 ár hef- ur deildin safnað fé með þessu móti á góudaginn. Konur deildarinnar heita nú á alla góða menn að veita þeim lið- sinni í baráttu þeirra við slysin og biðja foreldra að leyfa börnum 'ítium að seija merki eins og endra naer. >au eru beðin að mæta kl. 8,30 á morgun í barnaskólum borg- arinnar. Sunnudaginn 10. marz ætla kon- ur deildarinnar að hafa kaffisölu á Hótel Sögu, en þar verður glæsi- legt Urval af kökum og skemmti- atriðum. NORRÆNISUMARHÁSKÓLINN HÉR Í SUMAR — búizt við 790 erlendum gestum • Nú er að hefjast á vegum íslandsdeildar Norræna sumar- háskólans starfsemi sex námshópa og er það undanfari sumarmóts, sem haldið verður í Reykjavík dagana 2.-11. ágúst n.k. — Verður það fyrsta sumarmót Norræna sumar- háskólans, sem haldið er hér á landi og er búizt við um 190 er- lendum þátttakendum. • Norræni sumarháskólinn var stofnaður 1950 og starfar við háskóla og aðrar æðri menntastofnanir á Norðurlöndum. Tilgangurinn er að auka þekkingu á undirstöðuatriðum vís- indastarfsemi meðal annars og auka samvinnu milli einstakra vísindagreina. Námshópastarf, líkt því, sem nú er aö hefjast í Reykjavík er eitt af aöalþáttum í starfi skól- ans og starfa 105 slíkir hópar í 19 borgum á Norðurlöndum. Stjórn skólans velur hópnum viðfangsefni. Eru þau tólf að þessu sinni, en sex þeirra verk- efna veröa tekin fyrir í náms- hópnum hér. Eru þau flest fé- lagsfræöilegs eðlis: „Útskúfun í nútímaþjóðfélagi", „Líffræöileg stjórnunarkerfi“, „Alþjóðastofn- anir og ríkjabandalög", „Sam- band rannsókna og atvinnu- lífs“, „Hugmyndakerfi og þjóð- félagsskoðanir“, „Mat á skipu- lagi“. Öllum háskólaborgurum er heimil þátttaka í námshóp- um þessum. Lengi hefur verið áhugi á því að sumarháskólinn gengist sjálfur fyrir rannsóknum í framhaldi af starfi námshóp- , anna. — Eftir mikinn undirbún- ing var á síðastliðnu sumri gengið frá áætlun um rannsókn- ir á menningarlífi Norðurlanda á vegum skólans. Eiga þær rann sóknir að standa i þrjú ár, áætl aður kostnaður við þær er 13 milljónir ísl. kr. Norræni Menn- ingarmálasjóðurinn, sem stofn- aður var að frumkvæði Norður- landaráös, veitti í haust 3,6 milljónir til rannsókna á árinu og þess vænzt að hann styrki einnig rannsóknirnar næstu tvö ár. Þá hefur verið leitað eftir fjárveitingu frá Svíþjóð, til þess að unnt verði að framkvæma áætlunina á þessum þremur ár- um. Rannsóknir þessar skiptast í 28 einstakar rannsóknir, sem skiptast í fjóra meginflokka og fjalla um leikhúslíf á Norður- löndum, bókmenntir, tónlist og aöferðir við ákvarðanir list- rænna fyrirbæra. Æðstu menn skátahreyfingarinnar ásamt Geir Hallgrímssyni, borgarstjóra viö opnum heim- ilisins. Skátar opna heimili í Háagerðisskóla Hnuplfaraldur á Akureyrí Lögreglan á Akureyri hefur haft nokkurt annríki undanfarið af smáinnbrotum og hnupli, en Iitlu eða engu hefur verið stolið á hverjum stað. Brotizt var inn í fyrrinótt í Eimskipafélagshúsið — brotin rúða í útihurð — en ekki var að sjá, að neinu hefði verið stolið, eða við neinu hrófl- að inni á skrifstofunum. Þessa nótt var einnig brotizt inn 1 heildverzlun Tómasar Stein- grímssonar, birgðageymslu verzl unarinnar, en ekki var í fljótu bragði séð, hvort þaðan hefði verið stolið neinu, sem einhverju næmi. Þ6 hafði eitthvað verið gengið í sælgætisbirgðir verzl- unarinnar. Húsnæðismál hafa löngum verið ofarlega á baugi hjá skátum í Reykjavík. f ?ær var tekið í notkun nýtt húsnæði fyrir skáta í Bú- staðahverfi, að viðstöddum borgar- stjóra, borgarráði o. fl. gestum. Bærinn lét þetta húsnæði í té síðastliðið haust og var þá þegar hafizt handa. Skátasamband Reykjavíkur kostaði innréttingar, en skátarnir í hverfinu sáu sjálfir um framkvæmdir. Skátaheimilið í Háagerðisskóla skapar alla nauðsynlega aðstöðu til skátastarfs. Þar eru fundaher- bergi flokka, sveita, eldhús og foringjaherbergi, þar sem foringj- um er veitt ýmis nauösynleg vinnuaðstaða. Tala starfandi skáta og foringja í hverfinu er um 200 auk 70 ljósálfa og ylfinga. Á síðustu tveimur árum hafa skátarnir í Reykjavík veriö að flytja starfsemi sína úr gamla skátaheimilinu viö Snorrabraut út í hverfin. Orsökin er sú, að borg- in er orðin svo stór og vegalengdir miklar, aö ekki er lengur taliö . æskilegt að skátar t.d. úr Vesturbæ og Árbæjarhverfi sæki fundi á j sama stað. Auk þess er fjöldi skát- I anna orðinn svo mikill að erfitt er að stjórna þeim frá einni miðstöö. j Því var þaö ráð tekið aö skipta i þeim upp 1 5 deildir, sem hafa að- j setur hver í sínum borgarhlut^. I Alls eru nú starfrækt sjö skáta- J húsnæði í Reykjavík og er hið j nýja, vistlega húsnæði í Háageröis- I skóla eitt þeirra. Vélarbilun virðist ekki hafa valdið flugslysinu — Loftferðaeftirlitið vinnur áfram að rannsókn flugslyssins Starfsmenn Loftferðaeftirlitsins vinna enn að rannsókn flugslyss- ins, sem varð á Reykjavíkurflug- velli, þegar Piper Twin Comanche flugvél Flugstöðvarinnar hf. hrap- aði meö tveimur mönnum, sem j fórust báðir. — Enn hefur ekkert komið fram, sem gæti bent til þess að vélarbilun hafi valdið flugslys- inu, né að bilun hafi orðið á öðr- um útbúnaði flugvélarinnar, að því er Sigurður Jónsson, forstöðumað- ur Loftferðaeftirlitsins sagöi Vísi í gær. ■»»- > 10. síða Náttúrun byggði brýrnar — Vegurinn frá Hornafirði til Fáskrúðsfjarðar eins og malbikaður, að sögn fréttaritara Visis á Horriafirði Fréttaritari Vísis á Horna- frði, Heiðar Pétursson, bif- reiðastjóri, tjáði blaðinu í gær, að hann hefði s.l. þriðju- dag ekið með vörur til Fá- skrúðsfjarðar. Samkvæmt fréttum gæti almenningur hér sunnanlands álitið að færð hefði verið þung á þess- ari leið, en Heiðar hafði aðra sögu að segja: — Ég hef aldrei ekið þgssa leið í betra færi. Segja má, að vegurinn hafi verið eins og mal- bikaður alla Ieiöina. Mikið af óbrúuðum ám og lækjum er á leiðinni, en, þeir voru allir brú- aðir frá náttúrunnar hendi og á ég þar viö ísinn, sem tekið hef- ur að sér hlutverk brúnna. Ferö in gekk því mjög vel og kom- um við aftur heim á miðviku- dag. Eins og lesendur blaðsins vafalaust muna, varö Ifeiðar til þess að a' a á flutningabíl frá Hornarfirði til Reykjavíkur, sunnan jökla, fyrr í vetur, og val.ti sú ferö mikla athygli sem vonlegt er. Nokkrar ferðir hafa síðan verið farnar þessa leið i vetur, af Heiðari og öðrum flutn ingabílstjórum að austan og hafa þær gengið snurðulítiö að frátöldum töfum vegna ágrein- ings bílstjóra og Vegagerðarinn- ar vegna takmarkana á öxul- þunga. Ekki kvaðst Heiðar vita hvort reynt yrði aö fara slíka ferð á næstunni, en snjóþungt er nú á Mýrdalssandi, en hins vegar allgóö færð austan frá Vík í Mýrdal til Reykjavíkur. Skákbingið: Bragi efstur Guðmundur á fallanda fæti Þrjár umferðir hafa verið tefld ar í úrslitakeppni Skákþings Reykjavíkur og hefur útlitið heldur betur snúizt við frá þvi sem var í undankeppninni, en þar stóð Guömundur Sigurjóns- son sig með eindæmum vel. Nú hefur hins vegar heldur hallað undan fætí hjá honum í þess- um fyrstu umferðum og hefur hann aðeins einn vinning og biðskák. Bragi Kristjánsson er efstur eftir þessar þrjár um- ferðir með 2y2 vinning, en þeir Jón Kristinsson og Bjöm Þor- steinsson, sem varð efstur í B- 10. síða Guðmundur Sigurjónsson á fallanda fæti í síðustu um- ferðinni. í /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.