Vísir - 26.02.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 26.02.1968, Blaðsíða 4
KAFLAR ÚR DAGBÓK- UM MUSSOLINIS... -K Lögreglurannsókn, sem fram- kvaemd var í klaustri einu við kyrláta götu í París leiddi í ljós að hringur skjalafalsara, vopna- smyglara og alþjóðá eiturlyfja- sala hafði haft þar baekistöð. Lög- regian fann þar prentvél, heilan stafla af fölskum skjölum, svo sem 5000 ökusklrteini og álíka magn af fölsuðum vegabréfum. Tveir menn voru handteknir — hvorugur þeirra þó munkur — og voru þeir ákærðir fyrir skjalafals en auk þess éru þeir grunaðir um vopnasmygl. í fbúð ástkonu ann- ars mánnsins fundust 490 vopn af ýmsum gerðum og nokkuð magn eiturlyfja. -x Hetja brezkra togarasjómanna, Lilly Bilocca, hefur nú misst vinnu þá sem hún hafði við fisk þvott, vegna þess að vinnuveit- andi hennar segir, að hún hafi ekki látið sjá sig á vinnustað I 3 vikur. Hún hafði um 1300 krónur I vikulaun, og varð víðfræg, þeg ar hún fór að láta til sfn taka örver"cráðstafanir um borð í tog- urunum. c, * Franska söngksnan Mireille Mathieu lenti f bílsivsi á dögun- um þegar hún var á heimleið ai Olympíuleikunum f Grenoble. í fvrstu var talið að meiðsli hennar væru ekki alvarlegs eðlis, en nú hefur komið á daginn, að tveir hryggiarliðir brákuðust, svo að hún mun varla syngja opinber- lega á næstunni. Fyrir um það bil tveimur ár- um fundust á Ítalíu dagbókar- slitrur ritaðar með hendi ein- ræðisherrans sáluga, Mussolinis. Dagbækurnar voru í fórum mæðgna nokkurra, og ítalskur kaupmaður, sem vafasamt orö fór af festi kaup á blöðunum. Hann fór tii Brétjands og þar fengu menn fljótiega áhuga á að græða milljónir punda á þvf að gefa þær út. Útgáfurétturinn var fenginn fyrir stórfé hjá Vittor io Miissolini syni einræðisherr- ans, og þar að auki var honum gefin Jagúar-bifreið í kaupbæti. Hann staðfesti, að bækurnar væru með hendi föður síns og það gerðu einnig margir sérfræð ingar. Hér fara á eftir nokkrar glefs ur úr þessum dagbókum Musso- linis: 4. október, 1940: Ég hitti Hitl- er í Brenner-skarði. Margt bar á góma. Ég fór til fundarins ákveð :nn í að ræða við hann um málin af fullri einurð. En ég gerði mér þegar í stað ljóst, að ég mundi ekki koma orði að. Hitler talar f sífellu litlausri röddu, sem er svo þreytandi óg leiðigjarnt að hlusta á. Það er mjög erfitt að. fylgjast með þessum löngu orðræðum sem leiða hann iðulega inn á svið fjarri kjarna málsins. Hann fylgir bersýnilega hugs- unum sínum, sem reika um hug- myndir, áætlanir og drauma, sem skjóta ört upp kollinum í heila hans. Stundum er andlit hans al- veg svipbrigðalaust — eða lýsir tómlegri undran. Síðan má fylgjast með hugrenn ingum hans í andlitssvipnum, sem ýmist lýsir ró, auðmýkt, eða æði, sem nálgast að vera dýrs- legt. Allir samstarfsmenn hans, sem hann hefur kringum sig til skrauts líta á hann sem almátt- uga æðri veru. 13. janúar, 1940. Bréf mitt hef- ur nú verið afhent Hitler. Nú bíð ég svars. Ég geri ráð fyrir, að það líði nokkur tími, unz það berst, og það er undir því kom- ið hver áhrif hin skynsamlega rök færsla mín hefur á þetta prúss- neska átrúnaðargoð. 14. janúar, 1940. Ég trúi því svo sannarlega ekki að England og Frakkland séu mótfailin stríði. Þau vilja stríð, sem þau munu heyja á þann hátt. sem þau kjósa. 22. janúar, 1940. England er vissulega ekki það sem það var 1915. í dag er það máttugt og á- kveðið, og þess vegna gleðst ég yfir því að etja kappi við hina brezku þjóð. 30. júli, 1940. Ég er í Riccione. Fimmtugasti afmælisdagur minn. Mér hefur ekki tekizt að öðlast innri frið eina einustu stund af deginum. Ég er mjög þreyttur. Aldrei áður hef ég fundið hvað árin hvíla þungt á mér. 31. júlí, 1940. Mér finnst eins og eitthvað sé að dvína innra með mér, meðan verk mitt krefst e meiri athygii með degi hverj- um, meiri stjórnar og meira hug rekkis. Hugur minn lætur bugast og vfir mig kemur fánýtiskennd. Gamalla blóma angan berst að vitum mér. Ég læt hrífast með beim töfrum, sem gagntaka mig. 2. júní, 1941. Ég hitti Foringi- ann í Brennerskarði. Aðalumræðu efni — styrjöldin í Rússlandi. . . Ég endurtók, að Rússland er grátt fyrir járnum, og aldrei hef- ur tekizt að sigra þjóðina á henn- ar eigin landi, hún hefur alltaf verið ósigrandi . . . Deilur okkar urðu oftlega mjög ákafar. Hitler, ósveigjaniegur f skoð- unum, krefst þess að Rússlandi verði kennd lexfa .. 3. júní, 1941. Hitler blekkir sjálfan sig aftur .. Rússneska herferðin er brjáiæði og —. guð hjálpi okkur — mun enda með hörmungum. Rússland er að verða hættulegt peð, sem stjórn- að er áf Englandi. Á morgun verður bvf stjómað af Anierfku einnig . . 30. janúar, 1941. Og Engiending- ar, þeir búa yfir óslökkvandi græðgi, spm elur á tveimur ákaf- lega útbreiddum hneigðum: Löng uninni til að þurrmjólka allt til hins ýtra og lönguninni tii að sýna græðgi og ósvífni við öll tækifæri. 16. maí, 1941. Ég hef fengið ðra áskorun frá Roosevelt. Tónn inn er miög breyttur í þetta skipti.. . Hann talar um kristileg boðorð guðspjallanna. Úlfur'f sauðargæru. 2. maí, 1941. Ég svipast um meðal svokallaðra samstarfs- manna minna. Margir meðal þeirra hafa dimman svip og flótta ieg augu svikarans. En það sem er frábært við þessar dagbækur, sem menn héldu að mundu verða óþrjót- andi gullnáma, auk þess að hafa ómetanlegt sögulegt gildi er, að þær eru ekki skrifaðar af ein- ræðisherranum Mussolini, heldur af tveimur öldruðum mæðgum á ftalíu, sem raunar áður hafa ver- ið viðriðnar skjalafals og fengið dóma fyrir slfka iðju. Amalia Panvin og hin 84 ára gamla móðir hennar, Rósa. h 'iMjÍJJ* iUk x Kf. K YtW' VlA,LG^j7-'hr 5~’ VOw /y 6MAQGIO «JLiA. . f *( fcf'fc’5* * * m- w* ",T 0a: ^ Sýnishom rithandar Mussolinis. Fölsunin lfkist mjög þeim skjöl um, sem Mussölini ritaði með eigin hendi Hið dularfulla hrossahvarf. Menn velta vöngum yfir hrossa hvarfinu, og eru margar getgát- ur uppi um hvað orðið hafi af þessum hrossum. Það gerir þetta allt enn duiarfyllra, að eina nótt ina kom einn af hinum týndu hestum f þá girðingu, sem hann hvarf úr, og virtist við hesta- heilsu. Hér blrtist bréf frá sjó- manni, sem eins og mörgum öör um verður á að velta vöngum yfír þessum dularfuilu hvörfum: „Þeir virðast vera hátt stemmd ir hrossaeigendurnir, sem Vísir á viðtal við í,dag (16. febrúar). í sambandi við þetta umstang dettur mér f hug, hvort ekki geti verið, að töpuðu hrossin séu í Engey. Þegar ég hefl átt leið fram hjá eyjunni í vetur, hefur mér sýnzt vera þar um 18—20 hross, eða álíka mörg og saknað er. Satt bezt að segja hefi ég ekki viljað trúa því, að þessi hross væru þarna með vilja eigenda sinna, jafn fjálg- lega og hrossamenn tala um sína beztu vini, eins og þeir gjarnan nefna hrossin, þegar beir telja það eiga við. Enda hélt ég satt að segja, að menn settu ekki sína beztu vini út í skjól- lausa eyju, þar sem ekki er hægt að líta til þeirra, einmitt þegar þörfin er mest og veörið verst. Hvað sem öllu þessu líð- ur, þá ætti Dýraverndunarfé- lagið að fylgjast með meðferð manna á þessum bez.tu vinum sínum. Með kveöju, Sjémaður". F.g bakka ,,Sjómanni“ bréfið og vísa þvf til viðkomandi aö- ila tii athugunar, hvort þessi hrossa-dvöi þarna úti í Engey er af eölilegum ástæðum, og hvort Engey sé yfirleitt heppi- legur staöur til beitar að vetri til. Mikið hefur verið rætt um hrossaeign Reykvfkinga yfirleitt og kemur oft og víöa fram, að hirðingu og meðferð á hestum er yfirleitt mjög ábótavant, og vantar víða mjög mikið á, að nægilega vel sé með hestana far ið, enda hafa einstaka hrossa- eigendur orðið uppvfsir að þvi að eiga ekki hey. Er vissulega ástæða til fyrir hestamannafélögin og einnig dýraverndunarfélögin að taka þessi mál föstum tökum og láta bæta meðferðina á þessum hestum. Umhirðuiausum hestum þarf að koma tafarlaust í góðra manna umsjá, og yrðu þá eig- endur þeirra látnir leysa þá út vegna kostnaðarins, sem af þvi hlytist að ala þá á viðunandi hátt. Auðvitað yrði þó ekki grip ið til slíks, nema rfk ástæða væri til. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.