Vísir - 26.02.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 26.02.1968, Blaðsíða 8
8 VISIR . Mánudagur 26. febrúar 1968. VISIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson RÍtstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands 1 lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiöja Vísis — Edda hf. Ábyrgð arkitekta ]\ylega kvað Hæstiréttur upp dóm, sem mun hafa veruleg áhrif á byggingamál hér á landi. Dómurinn fjallaði um skaðabótaskyldu vegna galla, sem komu fram á nýbyggðri fbúð. Verktakinn og meistarinn voru dæmdir skaðabótaskyldir, og vakti það enga at- hygli. Hins vegar vakti mikla athygli, að arkitektar hússins voru einnig dæmdir skaðabótaskyldir. í dómnum var sök arkitektanna talin fólgin í því, að þeir fylgdust ekki með framkvæmd verksins. Það má því segja, að þeir hafi orðið fórnardýr nýs skiln- ings á eðli starfa arkitekta hér á landi. Allir vita, að mjög sjaldgæft er, að arkitektar hafi eftirlit með bygg- ingu húsa, sem þeir hafa teiknað. Þótt arkitektar eigi raunar að heita húsameistarar á íslenzku, hafa hvorki þeir né húsbyggjendur litið á þá sem slíka. Dómurinn hlýtur að hafa verulegar breytingar í för með sér, ef litið er á málið sem prófmál. Hann hlýtur að leiða til þess, að arkitektar gerist raunverulegir húsameistarar, eins og þeir eru í flestum öðrum iönd- um. Þeir munu þá ekki lengur geta tekið störf sín eins léttilega og áður. Er ekki að efa, að það mun hafa mjög bætandi áhrif á íslenzkan byggingariðnað og draga úr margvíslegum mistökum í mannvirkjagerð. Ef litið er til langs tíma, mun dómurinn einnig efla stétt arkitekta. Þeir verða lykilmenn við byggingu húsa, en ekki aukaaðilar eins og áður. Verkefni þeirra munu vaxa og álitið einnig, ef vel tekst til. Ef þeir standa sig eins vel og menntun þeirra gefur tilefni til, mun dómurinn smám saman verða til að efla sóma þeirra. En dómurinn gefur einnig tilefni til almennra hug- leiðinga um ábyrgð. Það er því miður allt of algengt hér á landi, að menn beri ekki næga virðingu fyrir starfi sínu. Ábyrgðarleysi og trassaskapur koma fram á fjölmörgum sviðum, hjá forstöðumönnum, sérfræð- ingum og embættismönnum. Segja má, að þetta hafi komizt í vana vegna skorts á aðhaldi. Ef til vill gefur dómurinn mönnum tilefni til að sætta sig ekki við ábyrgðarskort á ýmsum öðrum sviðum. Það er ekki vanþörf á, að dómstólarnir fái til meðferðar fleiri prófmál um ábyrgð í starfi. Það virðist vera virkasta leiðin til að auka þá ábyrgðar- tilfinningu og starfsvirðingu, sem nú skortir svo mjög hér á landi. Sinnaskipti á þessu sviði eru ekki aðeins mikilvæg fyrir viðskipti og önnur mannleg samskipti manna, heldur hafa einnig verulegt þjóðhagslegt gildi. Það fara ómæld verðmæti forgörðum á hverju ári vegná núverandi ástands. Á þessu sviði hefur þjóðin allt aðvinna. i,- irn íif Fundur um Pueblo í Panmunjom. Yiðbúnaði til várnar hraðað sem mest má verða í Suður-Kóreu 1 Suður-Kóreu er nú hraðað sem mest má verða viöbúnaði til landvarna gegn innrásariil- raunum frí Norður-Kóreu. Svo mikils þyklr við þurfa, áð stjórnin hefur fyrirskipað stofn- un -þjóðvarnarliðs, án þess að leita samþykktar þingsins — sem raunar mun vafalaust fást — og skírskotað til gamallar lagaheimildar um ráðstafanir til verndar öryggi iands og þjóðar. í þessari vamaáæt! n er innifalið, aö stofna varnarsveitir fyrrverandi hermanna, og einnig veröur stofnað til leyndarþjón- ustu sem nær til alls landsins, til þess að hafa vakandi auga á hvers konar starfsemi komm- únista. Stjórn Suður-Kóreu hefir ver- ið sérlega vel á verði vegna áð- urgreindrar hættu og ekki sízt eftir að „smyglaö" var inn í landtö sveit vopnaðra flugu manná, sem höfðu fengiö það hlutverk í hendur, að myrða sjálfan ríkisforsetann. og eft’ að könnunarskipið PUEBLO var hertekið og flutt til hafnar ' N.Kóreu, jókst enn kvíöi manna og öryggisleysi, og málin tekin upp af nýju við Bandaríkia stjórn, um aukna, nauðsynlega vemd til þess að verja landið láta her Suður-Kóreu fá betri vopn, en mikill hluti hersveita S.K. hefir gamaldags riffla Einnir var fariö fram á aukna flugvélavemd Bandaríkjanna og látið var í það skína, að S.K. kynni að neyðast til að kveðja heim herlið það. sem hún sendi til Suöur-Vietnam. Ein af ástæöunum fyrir þvi, að auknum varnarframkvæmd- um er hraöað er sú, aö vorið nálgast, en þá verða hlíðar fjall- anna um miðbik Kóreuskaga þaktar lággóðri. sem innrásar- sveit'. eiga auðvelt með að leyn- ast í. Talsmaður S.K.-stjómar til- greindi allt þetta til sönnunar á nauðsyn aukinna varna án taf- ar, og -hefði Chung Hee Park ríkisfcrseti því undirritað um þetta tilskipun. Kim Sung Hee, varaformaður stefnuskrámefndar stjómar- flokksins, sagði samtímis, að kvaðning einnar milljónar manna f þjóðvarnarherinn, byrj- aði í næsta mánuði. Og þegar þessari skipulagningu er lokið hefir 600.000 manna her Suður- Kóreu sér til stuðnings þjóö- varnarher, sem i em tvær og hálf milljón manna. Minna má á. sbr. það sem að ofan segir, aö það var 21. jan. sem komið var f veg fyrir banatilræði flugumannasveitar- innar við forsetann — og tveimur dögum síðar var könn- unarskipið Pueblo hertekið. Leyndarþjónustan suður- kóreska kveðst hafa vitneskju um að áformað sé, að norður- kóreskir flugumenn, þjálfaðir til hermdarverka, muni á vori komanda gera margar tilraunir til á:isa á stofnanir og menn. Starfsemi þjóðvámarliðsins verður tvíþætt og aðskilin.' í fyrsta lagi er um vopnaða þjóðvarnarliðsmenn, til þess að berjast gegn innrásarflokkum, en í hinum arminum verður ó- vopnað lið, :em fær það hlut- verk að hafa upp á kommúnist- um meðal íbúanna. )U Chian am'r’ssadot Noröur- Vietnams í Moskvu sagöi í skiln aðarveiziu, sem honum var hald in að lokinni Stokkhólmsheim- sókninni, að hann hefði gert það sem stjórn hans bauð hon- um, og kvaðst hann vona, að heimsóknin yrði tii aukinnar velvildar og samstarfs Hann kvaðst hafa lagt fram í Stokk- hólmi þau fjögur grundvallar- skilyrði, sem stjórn hans hefði sett fyrir að hún settist að samningaborði um frið f Viet- nam. .3 Fagerholm, forstjóri finnsku áfengisverzlunarinnar, dvelst nú i Las Palmas, og sagði hann. er honum barst fréttin um, að hann væri talinn lfklegastur næsti for sætisráðherra Finnlands, að hann hefði óskað eftir að taka ekki oftar að sér embætti for sætisráöherra Hann kvaö þaö hafa komið sér algerlega á 6 vart, að talaö væri um sig sem forsætisráðherraefni. Hann ei nú á heimleið og vildi ekki ræð: nálið frekara. 8 Brezka iðnrekendasamband 'ð telur vel horfa um brezkar útflutning á næstu misserun- svo vel, að menn eru farnir að spá hagstæðum greiðslujöfnuð á næsta fjárhagsári en vitaniegr er þetta undir vinnufriðni”- komið ■ Ráðherrafundur OAU (Ein ingarsamtaka Afríku), haldinn Addis Abbeba, hefur gert áæt1 . un um að halda áfram harát unni gegn Rodesíu og Porf-' ■ Látin voru í liós vonbrigði að einstök lönd stvðia sr5”' lans Smiths * Rhodesíu — R”’- ið ræddi m. a. áform stiórns innar í Rhodesiu aö fá spr flesta hvíta innfivtiendur f landsins Lönd. sem skipta 4 fram við Rhodesíu ern Port" - Cuður-Afríka os Janan ■ Noregur, Danmörk og Sví þjóð hafa ákveðið þátttökn 1 heimssýningunni i Osaka í J'ap- an 1670 og hafa hafið undirbún- ing að þátttökunni. ■mmassajtilt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.