Vísir - 26.02.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 26.02.1968, Blaðsíða 12
72 V í S IR . Mánudagur 26. febrúar 196b Kvikmyndasaga eftir Jack Pearl Grenier kveinkaði sér við þessa augljósu einangrun. Gerði ósjálf- rátt tilraun til að rjúfa hana. „Und irforingi", ávarpaði hann Corey, „þar sem svo vill til, að ég er einn af þátttakendum í þessum leið- angri, leyfist mér ef til vill að spyrja hver sé tilgangurinn með honum?“ Corey urraði, án þess aö líta til hans. „Þér verður víst ekki meinað að spyrja.“ Það varð drykklöng þögn, og enn gerðist Grenier til að rjúfa hana. „Ég á við hvað komi til, að þetta senditæki er svo gífurlega mikilvægt?" spurði hann. Og enn varð þögn. Grenier hnipraði sig saman í skut gúmbátsins, sem var eins og lítil, dökk þangbóla á hafinu. Aldrei hafði honum liðið verr á aevinni, aldrei orðið að þola slíka auðmýkingu eða verið eins ein- mana. Þeir höfðu fallstrauminn með sér, og það var brimlaust við sand inn að kálla. Gúmbáturinn skopp- aði á öldunum eins og korktappi. Fyrri báturinn var í þann veginn RYÐVðftN Á að lenda. Davis höfuðsmaður og menn hans stukku fyrir borð og sjórinn tók þeim í mjaðmir, þegar þeir ösluöu upp í sandinn meö gúm bátinn á milli sín. Andartaki síöar lenti bátur Coreys þar spöikorn frá, og menn hans fóru í öllu eins að. Þegar allt var komið í land heilu og höldnu, báru þeir bát- ana inn í frumskógarrjóðrið, hleyptu úr þeim loftinu, skáru gúmiö í smábúta og földu við trjá rætumar. Aö því búnu skriðu landgönguliðarnir hljóðlega inn i skóginn. Þegar þeir höfðu skriðið þann- ig drjúgan spöl, gaf Davis höfuðs- maður merki um að numið skyldi staðar. „Hvemig lízt ykkur á?“ spurði hann, þegar þeir lágu allir saman hlið við hlið og störðu inn 1 myrkt laufþykknið. Corey varð fyrir svörum. Hann hvessti augun og starði fram undan sér. „Ég held að allt sé í lagi“, varð honum að orði. „Hvað álítur þú?“ Hann beindi spurningu sinni að George, manninum með radaraug- un. Í3FREIÐÍNA Þér veljið efnin, vönduð vinna. Gufuþvottur á mótor kostar kr. 250.00 Gufuþvottui, albotnþvottur.undirvagn kr. 600.00 Ryðvört undirvagn og botn. Dinetroi kr. 900.00 Ryðvöm undirvagn og botn, Tectyl kr. 900.00 Ryðvöm undirvagn og botn Encis fluid kr. 600.00 Ryðvöm undirvagn og botn Oiíukvoðun kr. 450.00 Alryðvöm. Tectyl utan og innan kr 3500.00 Ryðvarnarstööin Spitalastig 6 FLJÓT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA. ÓDÝR 0G GÓÐ ÞJÓNUSTA George svipaðist um. „Ég kem ekki auga á neitt grunsamlegt", svaraði hann. „Gott“, tautaði Davis höfuðsmað- ur. „Gott svo Iangt, sem það nær. Nú skríðum við Steve dálitinn spöl á undan“, mælti hann lágt, „en þið bíðið með skotbúnar byssumar og fylgist með okkur“. Höfuðsmaðurinn og undirforing- inn skriðu inn í þykkniö. Hinir héldu kyrru fyrir og miðuðu byss- um sínum báðum megin við þá. Loks nam Corey staðar við digran trjábol, reis á fætur og lét hallast upp að honum. „Ailt í lagi, enn sem komið er“, mælti hann lágt. „Þey-þey“, hvíslaði Davis höfuðs- maður og hlustaði. Eitthvert það hljóð hafði náð eyrum hans, sem ekki samrýmdist sjávargnýnum úti við sandinn eða þytinum í laufinu. Corey heyrði það líka. Þeir drógu báðir upp marghleypurnar og skriðu skamman spöl í átt á hljóð- ið. Innan andartaks sáu þeir bjarma af varðeldi f gegnum laufiö. Þeir skriðu enn nær eins hijóðlega og þeim var unnt, unz glufa í lauf- þykknið varö fyrir þeim og þeir sáu þrjá japanska hermenn sitja að snæðingi við eld í dálitlu róðri. Spölkom frá þeim, gat að líta riffla þeirra í stæðu. Corey undirforingi kinkaði kolli til Davis höfuðsmanns. „Við gæt- um ef til vill komizt fram hjá þeim, án þess þeir yrðu nokkurs varir?“ hvíslaði hann spyrjandi. Höfuðsmaðurinn hleypti brúnum. „Það væri allt of mikil áhætta", hvíslaði hann. „Það er aldrei að vita nema þeir finni þefinn af okk- ur, og geri viðvart í herstöð sinni. Eða þeir veiti okkur eftirför og kæmust aftan að okkur, og hvað þá? Það er vissara að sjá svo um, að þeir verði hvorki tii frásagnar né annars". Corey undirforingi kinkaði kolli til samþykkis. Hann setti hljóðdeyf inn á marghleypu sfna og höfuðs- maðurinn fór eins að. „Þá það“, sagði höfuðsmaðurinn og miðaði marghleypunni. Ég tek þann magra til athugunar, þú þann feita“. Skothvellimir heyrðust naumast. Tveir af japönsku hermönnunum, annar grannvaxinn, hinn feitlaginn, hnigu dauðir niður við eldinn, en sá þriðji starði á þá sem steini lost- inn. Svo kom hann auga á blóð- blettina á einkennisbúningi þeirra, rak upp óp um leið og hann spratt á fætur og seildist eftir riffli sínum. Þeir Davis og Corey skutu báðir samtímis og hann féll dauður niður hjá félögum sínum. „Þá er þessu lokið“, mælti höfuös maðurinn lágt um leið og hann reis á fætur og ætlaði að ganga að eld- inum. Corey var lfka lagður af stað, en það var eins og hann fengi eitt- hvað hugboð um hættu á næsta ieiti, og hann nam staðar. Um leið veitti hann því athygli, að rifflam- ir í stæðunni við eldinn vom fjórir en ekki þrfr. Hann rak upp lágt viðvörunaróp, en það var um sein an. Fjórði japanski hermaðurinn skauzt fram úr skugganum, vinstra megin við höfuösmanninn, sem snerist leifturskjótt tíl varnar og ■ miöaði marghleypunni. Hann náði þó ekki að þrýsta á gikkinn, sá japanski stökk á hann og rak hníf í síðu hans. Davis höfuösmaður stundi, missti marghleypuna úr hendi sér en greip í öxl árásar- manninum. Þegar Corey sá, að hann gat ekki skotið án þess að eiga á hættu aö særa höfuðsmanninn, bölvaði hann, stakk marghleypunni í hylkið, stökk á þann japanska, skellti hon- um niður og settist klofvega ofan á hann, svo dró hann upp marg; hleypuna og skaut. Hleypti af hverju skotinu á eftir öðru f höfuð- ið á japanska hermanninum. Eldhúsinnrétting fyrir 3—5 manna fjölskyldu, ásamt: Stálvaski Uppþvottavél „Blanchard' Eldavél „Siemens“ Lofthreinsara „Xpelair" Verðfrá kr.68300Q9 ElDHIISBi LAUOAVIQI 133 slml *1178B Sendið mér nánari upplýsingar um hinar hagkvæmu flLEIGHT“-Innrétilngar. II Heimlli: KLIPPIÐ ÚT OG SENDIÐ T A R Z A N tarzan: raw/u's pevEk- has bzckew jprrrrr ty EDGJlR RlCS BURROUOHS VOO GO, œAR...IF THIS TRiee WILL HAVE ME, I WOtlLD STAV AND TSACH TH£M OF THE WORLD BSVOND/J^—rA ~~\l V ^JRl/she WISHES TD STAV, 1 V Bfe 'jf l CHIEF, IF vou wish: ZANA IS 6UILTY, CMIEF NYALA SEB HOW HE RUNS TD ESCAPE - -1 THE TRIBE’S WRATH/,-------rí HOLP your > ARROW, TARZAN.'... HE WILL GBT HlS JUST REWARP FRCWl THE JUNGLE ANWALSl THE SADNESS OF YOUp. > LEAVINS, TARZAN, IS TCMPERÉP BV THE JOY OF HER STAVING/ „Zana er sekur, Nyala foringi. Sérðu hvernig hann forðar sér undan refsingu þjóðflokksins“. „Ekki skjóta Tarzan, villidýrin munu sjfi honum fyrir hæfilegri refsingu“. „Tarzan, hitinn hefur lækkað“. „Ágætt, Beth, þá er tími til að Ieggja af stað“. „Þú ferð. Ef þeir vilja hafa mig, þá vil ég vera hér og fræða þá“. „Hún vill vera hér kyrr, ef þið viljið, foringi". „Gleðin yfir að hún ætlar að dvelja hér j bætir upp hryggðina yfir að þurfa að j kveðja þig, Tarzan“. (Uam Þér getið sparað Með því að gera við bílinn sjált ur. Rúmgóður og bjartur salur. Verkfæri á staðnum. Aðstaöa til að þvo, bóna og ryksuga bílinn. Nýja bílaþjönustan Hafnarbraut 17 — Kópavogi. Sími 42530. Heilsuvernd Síðasta námskeiö vetrarins í tauga- og vöðvaslökun og önd- unaræfingum fyrir konur og karla hefst miðvikud. 28 febr. Uppl. i sfma 12240. Vignir Andrésson. FráHekju Frá Jfeklu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.