Vísir - 26.02.1968, Side 3

Vísir - 26.02.1968, Side 3
n r-:- ' | Fyrsti andmælandi, Ármann Snævarr, ræðir um ritgerðina. Fremst situr dr. juris Þóröur Eyjólfsson, ' þá Ólafur Jóhannesson, forseti lagadeildarinnar. Fjarst situr doktorsefnið og fylgist vandlega meö ) athugasemdum andmælandans. Hinn nýbakaði doktor juris gengur meö andmælendum, forseta Iagadeildar og forseta íslands úr hátíðasal Háskólans, eftir að doktorsvömin hafði farið fram. Á eftir kemur fjölskylda Gunnars Thoroddsens. / í S IR . Mánudagur 26. febrúar 1968. — T Tm þær mundir er ég lauk ^ lagaprófi, en hugði á framhaldsnám f lögum fékk ég áhuga á að kynna mér þetta efni. — Æran og vemd hennar, málfrelsi og meiðyrði, samband og samhengi þessara hugtaka þóttu mér þá þegar meðal at- hyglisverðustu viðfangsefni lög- fræðinnar, enda snertir þetta verkefni bæði einstaklinga og opinbert líf. Þannig svaraöi dr. Gunnar TTioroddsen sendiherra spum- ingu tíðindamanns VíSis um, hvers vegna hann hefði ráðizt f að skrifa rit sitt „Fjölmæli", sem hann varði til doktorsprófs við lagadeild Háskóla íslands á laugardaginn. Mikill mannfjöldi var við- staddur doktorvömina, þar á meðal forseti Islands, herra Ás- geir Árgeirsson, sem er tengda- faðir hins nýbakaða doktors. Aðrir viðstaddir voru forsætis- ráðherra og aðrir ráðherrar, sendiherrar erlendra ríkja, fjöldi embættismanna svo og aðrir áhugamenn. Ólafur Jóhannesson, forseti lagadeildarinnar, stjómaði dokt- orsvöminni, en andmælendur vom þeir Ármann Snævarr há- skólarektor og dr. juris Þóröur Eyjólfsson, fyrrv. forseti Hæsta- réttar. Doktorsefnið gerði í upphafi grein fyrir riti sínu í stuttu máli. Hann gerði þá m. a. grein fyrir orðinu fjölmæli, en ritgerðin ber það nafn. Fjölmæli er fomt orð og þýöir aö mæla mjög eða mikið, þ. e. ærumeiðingar eða meinyrði eins og það er almennt kaUaö f dag. Orðið yar notaö fram á 19. öld og þekktust orð- in meinyröi og ærumeiðingar ekki fyrr en þá. Sagði doktors- Jóhann Hafstein dómsmálaráðherra óskar hinum nýkjöma doktor til hamingju með doktorsvörnina. Frá vinstri: Vala Thoroddsen, dr. Gylfi Þ. Gfslason, Ólafur Jóliannesson, forseti íslands herra Ásgeir Ásgeirsson, Ármann Snævarr háskólarektor, Magnús Jónsson og dr. juris Þóröur Eyjólfsson. Doktorsefnið flytur lokaorðið. Á fremsta bekk sitja forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, frú Vala Thoroddsen og börn. FJÖLMENNIVIÐ DOKTORSVÖRN efnið, að sér fyndist orðið fallegt þó að innihald fjölmæla sé ekki ávallt fallegt. Því væri ekki á- stæða til að leggja það niður. Andmælendur gerðu ýmsar athugasemdir við ritgerðina og lögðu spurningar fyrir doktors- efnið, en af því spunnust ýmsar fróðlegar og skemmtilegar um- ræöur. Luku báðir andmælendur miklu lofsorði á ritgeröina, scm þeir sögðu vera samda af vand- virkni og yfirgripsmikilli kunn- áttu í viðfangsefninu, og fögn- uðu þeir því að slíkt rit skuli nú hafa bætzt við lagabókmennt ir íslendinga. Hinum nýbakaða doktor var á- kaft fagnað með lófataki, þegar Ólafur Jóhannesson, forseti laga delldarinnar, lýsti því yfir, að hann væri réttkjörinn dr. juris við lagadeild Háskóla íslands eftir að doktorsvömin haföi far- ið fram. Dr. juris Gunnar Thoroddsen er þriðji maðurinn, sem hefur lokið doktorsprófi við lagadeild Háskólans, síðan hann var stofnaður. Hinir em dr. juris Björn Þórðarson, sem varöi rit- gerði sína „Refsivist á íslandi 1761—1925“ árið 1927 og dr. juris Þórður Eyjólfsson, annar andmælendanna, sem varði rit- gerð sína „Um lögveð“ 1934.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.