Vísir - 29.02.1968, Side 1

Vísir - 29.02.1968, Side 1
VISIR 58. árg. - Fimmtudagur 29. febrúar 1968. - 51. tbl. ~ ' -jr^/vjrtv w v — Félög með 19 þijsund laun- þegum hafa boðað verkföll — Reynt að leysa yfipofandi verkfali á spítölunusn • Yfir 50 verkaiýðsfélög innan Alþýðusambands ís- lanrs hafa nú boðað vinnu- stöðvanir, sem eiga að hefj- ast 4. marz og dagana þar á eftir ef ekki hefur samizt um verðtryggingu launa fyrir þann tíma. Innan þessara fé- laga éru um 19 þús. af 35 þús- undum Iaunþega, sem eru inn an Alþýðusambandsins. Deilunni um vísitölumálin hefur verið vísað til sáttasemj- ara og var fyrsti fundur full- trúa atvinnurekenda og undir- nefndar ASÍ með sáttasemjara haldinn í gær, en hann varð árangurslaus. — Annar fundur hófst j morgun kl. 10, en spurnir höfðu ekki borizt af honum, þegar blaðið fór í prentun. Margvíslegir erfiðleikar munu þegar hljótast af, ef til verk- falla kemur eins og alltaf er í verkföllum. Menn hafa þó ver- ið sérstaklega uggandi um, hvernig hægt verður að reka spftalana ef starfsstúlknafélag- ið Sökn, þ. e. aðstoðarstúlkur á spítölum fara í verkföll 4. marz eins og félagið hefur boö- að. Georg Lúövíksson, fram- kvæmdastjóri rfkisspítalanna hefur leitað eftir þvf við Al- þýðusamband íslands að verk- fallsboðun Sóknar verði aflétt, en ekki hefur verið tekin afstaða til þess máls hjá Alþýðusam- bandinu. Georg Lúðvíksson sagöi í við- tali við Vísi í morgun, að að- stoðarstúlknavinnuafl þetta væri meginuppistaðan í þvotta- m~> 10. síða. Hvítá flæddi inn í hlöður Ólafsvallabænda — Vatn komst i gripahús — Mikib tjón af flóó- unum i ánni, sem náðu hámarki kl. 3 i nóft í morgun voru Elliðaárnar aftur orðnar að sakleysislegum ár- sprænum, en þannig hafa þær leikið veginn, sem Iá upp að Vatns- ^ enda yfir þessi rör. Menn unnu þar að viðgerðum í morgun. AIls- staðar meðfram ánni má sjá eyðileggingu, eflaust fyrir milljónir króna. Mesta úrkoma sem mælzt hefur Það fór sem menn hafði grunað, að úrkoman f gær og fyrrinótt slægi öll met. Á Kvískerjum í Öræfum mældist hún 228 mm á einum sólarLring (til kl. 5 f gær) og það langmesta úrkoma sem mælzt hef- ur frá því úrkomumælingar hófust. Fram að því höfðu mælzt mest 216 mm í Vík ' Mýrdal. Víða annars- staðar á landinu var mikil úrkoma í gær, en hvergi nærri eins mikil og f öræfunum, enda mun hafa rignt þar að heita má stanzlaust allan sólarhringinn. Heldur dró úr úrkomunni um allt land eftir því sem leið á gærdaginn, í gærkveldi var orðið þurrt um allt land, nema fyrir austan, þar hætti að rigna í nótt. Var komið þurr- viðri og lítilsháttar frost um allt land í morgun, nema á Austfjörð- um, en þar var um 2ja stiga hiti. Ekki er spáð meiri rigningu í bili, en gert ráð fyrir frosti í dag og út- synningi með éljum. ■ Vatnavextir hafa valdið gífurlegum skemmdum víða um Suður- og Vesturland. Hvítá breiðir úr sér yfir mjög ^tórt landsvæði á Skeiðum og eru þar margir bæir umflotnir. Flóðið í Hvítá náði hámarki í nótt. Vísir hafði í morgun tal af Eiríki Valdimarssyni í Norðurgarði í Ól- afsvallahverfinu á Skeiðum, en þar i hefur flóðið gert usla á sex bæjum í hverfinu. - Það er ógjörningur að meta tjónið enn sem komið er, sagði Eiríkur. Þaö flæddi inn í tvær hlöö- ur hiá mér, en í þeim eru 7 — 800 hestar af heyi. Vatnið var á að gizka 60—70 cm djúpt í annarri, en ég hef ekki komizt að hinni 1 ennþá. | Ennfremur flóði vatn inn í fjár- hús og varð ég að hleypa kindun- I um út og geymi ég þær nú í kúahlöðunni. Annars staðar hefur vatn komizt inn í hesthús og önnur gripahús. j Flóðið náði hámarki í nótt. Ég mældi vatnsborðið á miðnætti í nótt og var það þá 17 cm. neðar en í flóðunum 1948, en vatnsborðið ' óx eitthvað eftir það. — Nú hefur heldur dregið úr vatnavöxtunum með morgninum og vonum við að það versta sé afstaðið. Þorsteinn Vigfússon símstöövar- stjóri að Húsatóftum á Skeiöum FLÓÐ Á SELFOSSI — Vatnsborðið hærra en Jbað var i flóðunum 1948 Fióðið í Ölfusá náði hámarki í nótt og var orðið sjö cm. hærra vatnsborð í ánni en það varð mest í flóðunum í marz ’48. — Jaká ruðningurinn í ánni hefur skrapað gólfið á hengibrúnni og brot- ið þar vatnsleiöslu bæjarins, svo að nú er vatnslaust í bænum og ógjörningur að komast að leiðsl- unni til viðgerða. Vatnsflaumurinn nær langt inn í bæinn og hafa ibúar orðiö að flýja sex hús við Selfossveginn. Nánar segir frá flóðunum á blað- siðu 2 í blaðinu. sagði að áin flæddi milli bæjanna Vorsabæjar og Fjalls og yfir veg- inn að Efri-Brúnavöllum. Bærinn Úrverk, sem stendur nærri Hvítá er algjörlega einangr- aður. Hænsni hafa farizt á bæjum í Ólafsvallahverfi, en ekki er vitaö um tjón á öðrum skepnum. Vatnsborðið i Þingvallavatni hækkaði um 70 cm. í gær og var þvi gífurlegt vatnsmagn, sem safn- aðist saman i Ölfusá úr Hvítá og Sogi. Bæirnir neðan við Selfoss, meöfram Ölfusá eru margir umflotn ir og þar hefíir áin valdið gífurleg- um skaða á girðingum og öðrum mannvirkjum. — Hafa bændur í Kaldaðarneshverfi austan árinnar og Arnarbælishólum, vestan henn- ar oröið fyrir miklu tjóni af vatna- ganginum. // Kardimommubærinn mannslandi? 44 ■ / — Hvorki Kópavogur né Reykjavik banna byggingar á landssvæðinu • Eins og kunnugt er munaði litlu, að stórslys hlytist af, er hestamenn voru í gær og fyrradag að bjarga reiðskjótum sinum úr hesthúsunum fyrir neðan Elliðavatn. • Hesthús þessi standa í Ieyfisleysi eða eftir því sem næst verður komizt fá þau að vera þama, vegna þess að hvorki Reykjavíkurborg né Kópavogskaupstaður telja sig hafa nægi- lega stoð í lögum til að banna byggingar á staðnum. Hjá bæjarverkfræðingnum í Kópavogi fékk blaðið þær upp- lýsingar, að Einar skáld Bene- diktsson hefði átt hið umdeilda landssvæði beggja vegna Elliða- ánna. Síðan fékk Vatnsendi þessar landspildur fyrir engjar, en nú vantar gögn, sem sanna. að við það hafi landamerki jarð arinnar færzt út, svo að bæði Reykjavíkurborg og Kópavogs- kaupstaður vilja fara varlega í að eigna sér fullan ráðstöfun- arrétt yfir landinu. Ólafur Jensson bæjarverk- fræðingur tjáði blaðinu, að fyr- ir um það bil fjórum íjrum hefði Kópavogskaupstað borizt umsókn frá aðila, sem vildi fá leyfi til að byggja hesthús á hinu umdeilda landi, en beiðn- inni var syniað. Maðurinn lét þó svniunina sem vind um evrun þjóta og hófst handa við að reisa sér hesthús. Reykjavíkurborg var látin vita af þessu, en hvorugur aðil- inn treysti sér til þess að stöðva byggingarframkvæmdirn ar. Fleiri komu á eftir og nú einskis- stendur þarna húsaþyrping, sem hefur verið nefnd „Kardi- mommubærinn." Þeir, sem byggja þarna, munu flestir gera sér ljóst, að þetta er í trássi við allar regl ur og auk þess er þetta hættu- svæði, eins og nú hefur komið f Ijós. En hestamenn í Reykja- vík og nágrenni eiga ekki i mörg hús að venda, og óvíöa geta menn komið sér upp hest- húsum með litlum tilkostnaði. Flóðin umhverfis ,,Kardi- mommubæ" stöfuðu af því, að vatni var hlevpt af stíflunni við Elliðavatn um hádegisbil f fvrradag, en þá var vatnsborðið við stffluna orðið metra hærra heldur en hæsta vatnsborð við venjulegar aðstæður. P-ý 10. síða. Romney úr leik! k Romney ríkisstjóri i Michigan hefur tilkynnt, að hann sé hættur við að keppa um að verða fyrir vali sem forsetaefni flokk síns, republikana. Kvaðst hann ekki hafa fengið eins gððar undirtektir og hann hafði búizt við, og viiji ekki valda flokks- forustunni erfiðleikum með því að streitast við að halda áfram baráttu sinni. k Er nú taliö líklegt, að i höfuðkeppinautarnir verði þeir ' f’ixon og Rockefeller. I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.