Vísir


Vísir - 29.02.1968, Qupperneq 2

Vísir - 29.02.1968, Qupperneq 2
. Fimmtudagur 29. febrúar 1968. eitt þeirra húsa sem umflotin eru. ViS fórum strax i gær, sagði hann, í kirkjuna til þess að athuga skemmdir. Vatnið hafði aðeins komizt í kjallarann og björguðum við þaðan öllu vérðmætu, en flóðin hafa ekki valdið teljandi skemmd- um á húsinu. Það er hins végar mjög óhugnanlegt að sjá það standa þarna í miðri íshrönninni. Séra Sigurður sagði að fimm eða sex fjölskyldur hefðu orðið að flýja heimili sín vegna flóðanna og skemmdirnar væru orðnar mik’.ar á sumum húsanna. Þannig var um að litast á aðalgötum bæjarins í gær, rétt eins og jökulhlaup hefði farið yfir staðinn. ISKYGGILEGT ÁSTAND VEGNA FLÓDANNA ÁSELFOSSI — Flóðin stórjuicust s nótt Flóðin f Ölfusá hafa valdið gífur- legum skemmdum á Selfossi á íbúðarhúsum og öðrum mann virkj- um. — Vatniö hefur verið mikið í ánni f nótt og var vatnsborðiö orð- ið sjö sentimetrum hærra f morg- un, en þaö var hæst f flóðunum miklu 1948, en síðan eru nákvæm- lega 20 ár og þrír dagar. Nú er komið frost og fannviðri og líta Selfyssingar mjög alvarleg- um augum á ástandið. Óttast er að klakastíflan neöan við Selfoss frjósi þar föst og áin haldi áfram aö flæða inn í þorpið, en skemmdirn- ar verða að sjálfsögöu gífurlegar, ef vatnið nær að frjósa inni f hús- unum. Eins og sagt var frá í Vísi i gærdag, kom mikið hlaup í ána í fyrrinótt og náði vatnsborðið þá Langferðabílar aka samkvæmt úætlun þrátt fyrir vegaskemmdir Jón Baldvinsson framkvæmda- stjóri Bifreiðastöðvar íslands tjáði blaðinu í gær, að akstur gengi samkvæmt áætlun, og ekið væri á öllum leiðum eins og venja er og ekki um neinar teljandi seinkanir að ræða. Þó er ófær leiðin austur fyrir fjáll, svo að bílarnir verða aö fara Krýsuvíkurleiðina. sem lengir ferð ina um á að gizka hálfa klukku- stund. Skriða hafði fallið á veginn, en látið var nægja að ryðja burt mesta stórgrýtinu, og slðan héldu áætl unarbifreiðirnar leiðar sinnar. ; sömu hæð og það gerði í flóðun- um 1948, vatnsborðið minnkaði ! þegar á morguninn leið, jókst aftur | undir hádegi, en þá kom annað I hlaup í ána og vatnsborðið stór- hækkaði aftur. Hlaupin fluttu með sér jaka upp á aðalgötur bæjarins og inn í garða til fólks. — Bílar urðu einnig fyrir jákaruðningnum og lokuöust sum- ir inni. Var unniö að því með jarð- ýtum I gær að bjarga þeim. Voru ! sumir skemmdir, en engir mikið. Fjölskyldur flýja hús. Flóð hefur hertekið mörg hús svo að fjölskvldurnar hafa orðið að flýja. Það hefur rutt útihúsum um og brotið niður geymsluhús, sem stóðu vestanvert við Tryggvaskála, en þar flýtur nú vatnið inn um veizlu- salina og er upp undir mittisdjúpt vatn inni á gólfinu. Óttast margir að þetta gamla og nafnfræga hús liöist sundur undan ágangi flóðsins og ísreksins. Flóðið náði í nótt upp undir brú argólfið og rákust ísjakar þár und- ir. Rifnaði' 1 sundur vatnsleiðsla bæjarins, sem lá þar undir brúnni og er síðan vatnslaust í bænum. Vatnið komst inn í kjallara Hótel Selfoss og komst þar f rafmagns- töflu, svo aö húsið varð rafmagns- laúst. ■— Er því ekkert hötel starf andi á Selfossi í bili. Óhugnanlegt að sjá kirk'una í miðri íshrönn- inni. Vísir hafði í morgun rétt sem snöggvast tal af séra Sigurði Páls- I syni, vigslubiskupi, en kirkjan er Ölfusá flæðir yfir þjóðveg- inn austan Selfoss. Alvariegast taldi hann þó að nú skyldi vera byrjað að frjósa og klakastíflan neðan við bæinn héldi enn þá. — Svo gæti farið aö vatnið héldi áfram að renna inn í bæinn, ef stíflan héldi. Áin flóði einnig út fyrir farveg sinn, skammt austan við Selfoss hjá Kiartansstöðum og flæðir hún bar yfir þjóðveginn austur á 25 — 30 metra kafla. Er þar ekki lengur fært nema stórum bílum og þó ill- fært. Gera má ráð fyrir að vegur- inn lokist þar I dag, ef flóðin réna ekki I ánni. Ástandið vegna flóðanna eystra er því orðið allískyggilegt. Auk skemmdanna, sem orðið hafa á Sel- fossi hafa flóð í ánum ofar í hér- aðinu uppi í Hrunamannahreppi og Biskupstungum, til dæmis, gert mikinn usla, sópað burt girðingum, flætt inn í útihús og umhverfis bæi. Brúin yfir Brúará steyptist í ána í gær, en vatnið var þá búið að grafa undan undirstöðunum og stóð brúin úti í miðri ánni eins °g Ölfusárbrúin í hættu. I í flóðinu um hádegið lentu ís- jakar á vírunum og festingunum, sem halda Ölfusárbrúnni uppi og löskuðust þeir og við það riðaöi brúin á tímabili undan ágangi jaka- hlaupsins og óttuðust menn að hún kynni að falla, ef fióðunum héldi áfram. Voru gerðar ráðstafanir til þess aö veria vírana áföllum, en þá voru slitnir í þeim (strengir og festingar beyglaðar. Þegar komið var fram um miðj- an dag í gær tók heldur að sjatna í ánni aftur og síðdegis í gær losn- aði um klakastífluna neðan við fossinn á svokallaðri Árbæjarvík. Seig þá vatnsborðið á augabragði um nokkra metra og vatnið foss- aði í lækjum út úr húsum og beljatji milli húsanna niður aö ánni. Var þá á tímabili útiit fyrir að flóðin væru afstaðin, en ekki var því aö heilsa. Undir nóttina var vatniö tekið aö vaxa enn í ánni og stíflan var að myndast aftur á Árbæjarvíkinni. Vatnsborðið hækkaði smátt og smátt í nótt og var í morgun oröið hærra, en menn hafa nokkurn tíma mælt í Ölfusá. ' •• i ifp ' Mörg hús voru umflotin upp undir glugga. RUMENAR ATTUAUD VELT MED ÁÐSIGRA 23:14 íslenzka landsliðinu í handknattleik gekk ekki eins vel í gær í leik sínum gegn Rúmenum í Cluj, tapaði með 23:14, eða með 9 marka mun fyrir mun betra rúmensku landsliði en í fyrri leiknum, en í hálf ieik hafði rúmenska liðið yfir 10:4. Rúmenar komust í 4:1 tnemma i leiknum og höfðu eft- ir það alla yfirburði í leik. Seinni hálfleikurinn var að vísu heldur jafnari en þó bættu Rúmenar við forskotið 3 mörk- um og unnu auðveldan sigur, 23:144.4 Virðist af fréttum að dæma að Rúmenar hafi styrkt lið sitt töluvert í séinni leiknum með reyndum ,,jöxlum‘‘ eins og t. d. Costache, sem mun ekki hafa verið með fyrri leiknum. íslenzka landsliðiö fór þegar að leik loknum til Búkares með iárnbrautarlest og þaðan fljúga Iandsliðsmenn i dag til Miin- chen jneð viðkomu í Vínarborg en i (Miinchen verður leikið annað kvöld við Þýzkaland, en fjórði og síðasti leikur liðsins verður svo aftur við V.-Þýzka- land á sunnudaginn, en komið heim á mánudag.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.