Vísir - 29.02.1968, Side 5

Vísir - 29.02.1968, Side 5
V1 S IR . Fimmtudagur 29. febrúar 1968. 5 plasti eða stáli og er mjög auð- velt að koma þeim fyrir. Að setningu." Ofið hengi, Ur ull eða > 10. síða. þar sem öðrum megin er hengi fyrir föt, en hinum megin skúff- Hirzla undir hvernhlut ^ Skipuleggið skápa og skúffur undir allar eigur fj'ólskyldunnar og jbið munið sanna til: — Það verður helmingi auðveldara að halda heimilinu snyrtilegu. Ein höfuðundirstaðan fyrir snyrtilegu heimili er að hafa góðar og skipulagðar hirzlur, þar sem hægt er að geyma áll- ar eigur heimilisins, matvæli, fatnað, leikföng, og ýmsa smá- hluti. Viö vitum öll að það er 'nauðsynlegt að hafa hirzlur und ir föt og mat, en það er ekki síður nauðsynlegt að hafa hirzl- ur undir leikföng barnanna, blöð, bréf, skótau, snyrtivörur og ýmsa aðra smávöru, ,en það gefur heimilinu gjarna hirðu- leysislegan blæ, ef enginn á- kveðinn staður er til fyrir það. En nauðsynlegasta hirzlan, að minnsta kosti á stórum heimil- um, er hirzlan þar, sem „allt og ekkert" er geymt. Bezt er að þaö sé skúffa, annaðhvort á gangi, í forstofu, eldhúsi eða jafnvel í svefnherbergi. í þessa skúffu er ýmsum smáhlutum hent, sem kunna að liggja í ó- reiöu, t. d. eru þar nælur hár- spennur, eldspýtur, pennar, reikningar, öryggi, jafnvel lykl- ar, smápeningar og strætisvagna miðar, teiknibólur, bréfaklemm- ur, eða annað þvílíkt, sem oft þarf aö grípa til með stuttum fyrirvara, en erfitt er að hafa sérstaka hirzlu fyrir. Ef þið kom ið ykkur upp svona skúffu, þá munuð þið sanna að öskubakkar og skálar fyllast ekki af þessum hlutum, eins og oft vill verða, en í staðinn jnun þessi skúffa veröa orðin full af ýmsu smá- dóti áður en langt um líðurv Síðan er nauðsynlegt að taka til f skúffunni af og til, og henda öllu sem óþarfi er að geyma. Lítil geymsla er nærri því eins nauðsynleg í hverri íbúð, og eldhúsiö, og því minni sem geymslan er, því nauðsynlegra er að hún sé vel og skipulega innréttuð. Lág geymslukompa undir stiganum er vissulega betri enn ekkert. Þar má gera skógrind við lægsta vegginn og hafa hillur eða skúffur hinum megin. Innan á hurðina er hægt að koma fyrir grind, þar sem hægt er að geyma húfur, vettl- inga, skó, trefla eða annað sem börnin þurfa að nota, og geta gengið frá þvi sjálf í grindina. Slíkar grindur eru nú fáanlegar af fjölda mörgum gerðum, úr T. v. Lítil geymsla undir stiga getur verið mjög hentug og hér sjáum við eina slíka. Á hurðinni hefur verið komið fyrir hengi, þar sem börnin geta lagt frá sér vettlinga, húfur trefla og þvílíkt. Geymslan er eitt þýðingarmesta herbergið í íbúðinni og því nauðsynlegt að hún sé vel innréttuð. Matur, sem ekki er niðursoðinn er geymdur undir glugganum, eða við kaldasta vegginn. Hillur fyrir dósir og krukkur eru hafðar Iágar og gleymið ekki að hafa auðan vegg einhvers staðar, þar sem hægt er að geyma ferðatöskur og pappakassa. sama skapi eru innréttaðar stærri geymslur. Ef um matar- geymslur er aö ræöa er yfir- leitt bezt að smíða tréhillur, misjafnlega háar meöfram veggj unum, en ef gevma á eitthvað fleira í geymslunni en mat er bezt að gera ráð fyrir matar- geymslu við þann vegginn sem er kaldastur (útvegg) og hafa þar hillur, en hinum megín má koma fyrir skúffum eða grind- arskúffum, sem fást í mörgum stærðum og gerðum og eru látn- ar renna á listum, sem auövelt er að koma fyrir. Gott er að hafa auðan vegg í einu horninu þar sem ferðatöskur, pappakass ar og annað getur staðið. í nýrri íbúðum tíðkast gjarna að hafa sérstakt fataherbergi, ur og skápar undir undirfatnað, peysur, skyrtur, skótau og því- Iíkt, og er slíkt herbergi vissu- lega þarfaþing. Er sjálfsagt að hafa þar sérstaka skúffu, eða hirzlu fyrir óhrein föt. Margir láta sér nægja að hafa stóran og góðan innbyggðan skáp i svefnherberginu og innrétta hann meö alls kyns hirzlum. Þessir innbyggðu skápar eru oft nokkuð dýrir, ekki sízt hurðirnar. sem oftast eru úr tekki eða eik, en rétt er að benda á þaö, aö nái slíkir skáp- ar yfir heilan vegg, eöa því sem næst, getur verið mjög skemmtilegt að hafa fallegt hengi fyrir, t. d. úr sama efni og gluggatjöldin og festa því með svokallaðri „amerískri upp- Hér sjáum við þennan ágæta regnfrakka, sem getur bæði verið stuttur og síður. Stutt — Sítt? Sjaldan hafa tízkukóngarnir farið eins illa að ráði sínu og f sambandi við stuttu tízkuna, eða réttara sagt pilssíddina yf- irleitt. Ýmist fréttist að stutta tízkan sé algerlega úr sögunni, og um leið hlaupa hundruð stúlkna til að síkka öll sín pils, eða þeir tilkynna að stutta tízk- an haldi velli um fyrirsjáanlega framtíð, og þá verðum viö auð- vitað að stytta allt f grænum hvelli. Ennþá er ómögulegt að segja hvað verður ofan á í þessu máli, en þó má frekar gera ráö fyrir að stutta tízkan verði áfram í tízku næsta sumar, en yfirleitt styttist pilsfaldurinn frekar en síkkar á vorin. Síðu pilsin hafa selzt illa í London og New York í vetur, en Frakkar hafa hins vegar selt þau ágætlega. Nú hafa Englend- ingar fundið upp ágæta nýjung, til að koma til móts við þær sem vilja síðu tízkuna, og líka þær sem vilja ganga stuttklædd ar. Þeir hafa framleitt regn- frakka,- sem er með þeim ágæt- um, að hægt er að taka neðan af honum, og þá er hann stutt- ur. Lausa stykkið, er fest á með festibandi, og mjög fyrirhafnar- lítið aö fjarlægja það. Þessi á- gæti frakki, sem við sjáum hérna á myndinni er frá enska regnkápufyrirtækinu Weatherall, tvíhnepptur með gylltum tölum og hlýju fóðri. Hver veit nema við getum von bráðar fengið pils með færanlegu stvkki aö neðan? Þá getum við kannski farið að fyrirgefa tízkukóngun- um, að geta ekki ákveðið sig í sambandi við pilssíddina. Hentugustu hirzlur í barnaherbergjum, eru skúffur undir rúmunum, þar sem hægt er að geyma leikföng og annað. Þessar skúffur má smíða úr venjulegum trékössum og mála þær eða lakka eftir vild.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.