Vísir - 30.03.1968, Síða 1
VISIR
58. árg. — Laugardagur 30. marz 1968. - 72. tbl.
Beittu exi á hurðir
en rofjárni á þökin
Ótrúleg spellvirki framin á sumarbústöðum
við Hvaleyrarvatn
□ Brotnar rúður, brotnar ljósakrónur, speglar og hurðir og
fleiri viðurstyggileg merki skemmdarfýsnar og ómennsku blöstu
við þeim, sem komu að tveim sumarbústöðum við Hvaleyrarvatn
fyrir nokkru.
□ Svipaða sjón gaf að Iíta í golfskála Hafnfirðinga þar nærri
og hefði enginn trúað, sem séð hefði, að þar hefði óbrjáluð mann-
eskja verið að verki, en rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði hefur
nú haft upp á þeim, sem þetta gerðu.
Fisköskjur og mjólkur-
fernur teknar af frílista
Innlend framleiðsla ódýrari en innflutt
Viðskiptamálaráðuneytið
tók í gær öskjur út af
frílista til þess að geta haft
eftirlit með innflutningi á
fiskumbúðum og mjólkur-
fernum.
Blaðinu barst um þetta
fréttatilkynning frá viðskipta-
málaráðuneytinu. í tilefni henn
ar hafði það samband við Björg
vin Guðmundsson, deildarstjóra
í viðskiptamálaráðuneytinu.
Björgvin sagði, að athugun
hefði leitt í ljós, að 500.000
öskjur, sem Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna keypti nýlega frá
Bandarfkjunum, hefðu verið
mun dýrari en eins öskjur, sem
hægt var að fá innanlands.
Hefðu bandarísku öskjurnar
kostað fob. rúma krónu stykk
ið og þar við bættist flutnings-
kostnaður og útskipun, en ís-
lenzku öskjurnar kostuðu 91
eyri. Mundi ráðuneytið stöðva
slíkan flutning í framtíðinni.
Þá hefur Vísir frétt, að nefnd
sú, sem skipuð var af fjórum
ráðuneytum til ‘þess að kanna
mjólkurumbúöaverð, hafi kom-
izt að þeirri niðurstöðu, að ódýr
ara væri að láta framleiða fern
umar hér heima heldur en
flytja þær inn frá Svfþjóð. Voru
allir fulltrúar ráðuneytanna
sammála um þetta, en forstjóri
Mjólkursamsölunnar skilaði sér-
ák»i.
Þessar tvær athuganir munu
hafa leitt til aðgerða þeirra,
sem viðskiptamálaráðuneytið
hefur nú gripið til.
Fréttatilkynningin um málið
hljóðar svo: „Ráðuneytið hefur
i dag sett reglugerð, er felur
það í sér, að framvegis verði
innflutningur á pappakössum og
öskjum háður innflutnings- og
gjaldeyrisleyfum. Er ráðstöfun
þessi gerð til þess að unnt
sé að hafa eftirlit með innflutn-
ingi á öskjum utan um fisk og
mjólkurfernum."
Hinir seku reyndust vera þrir
unglingsstrákar á aldrinum 12-13
ára. Þeir voru úr hópi 5 pörupilta
sem uppvísir eru aö því að hafa
brotizt fjórum sinnum inn í skipa
smíðastöðina Bátalón í Hafnarfirði.
Þaðan stálu þeir ölföngum, en engu
verulega verðmæti, en spilltu þar
hins vegar híbýlum fyrir þúsundir
króna.
Þremenningarnir brutust fyrir
stuttu inn i golfskálann við Hval-
eyrarvatn og réðust þar á allt inn
anhúss, sem brotlegt var. Rúður
speglar, ljóshjálmar, ljósmyndir.
Ekkert var skilið eftir óbrotið.
Ýmis tæki glofleikmanna eyöilögöu
þeir einnig og innbú fleira.
Þó keyrði alveg um þverbak,
hegðan. þeirra, þegar þeir stór-
skemmdu tvo sumarbústaöi, sem
einnig eru viö Hvaleyrarvatn. Hver
einasta rúöa var mölbrotin, hver
einasti Ijóshjálmur var brotinn. Aö
hurðum réðust þeir með exi og
brutu. Upp á þak fóru þeir einnig
með rofjárn og rufu gat á þakið.
Öllu var spillt, sem þeir höfðu
krafta til að vinna á.
Annar þessara bústaða var afar
vandaður og vel' frágenginn með
dýrri harðviðarhurð og teppi á gólf
um. Þar kveiktu þeir upp í eldavél
og fleygðu svo hripgunum af elda
vélinni á gólfteppið og upp á sófa
borð eitt vandað. Trén í garöinum
hjuggu þeir upp og giröinguna um
hverfis rifu þeir niður.
Þeim sumarbústaöi fylgdi kartöflu
geymsla sem eigandinn geymdi í
sérstakt kartöfluútsæöi, sem hann
hafði ræktað með þrotlausri vinnu
og erfiði. Hana brutu þeir upp og
skildu eftir opna, þegar þeir yfir
gáfu staðinn. Eyðilagðist því allt
útsæðið.
Engum lögum veröur komið yfir
þessa þokkapilta, en lögreglan hef
ur talað við foreldra þeirra og
nokkrar vonir standa til þess, að
eigendum þessara bústaða verði
að einhverju leyti bætt tjónið. —
Piltarnir verða hins vegar sendir
til sálfræðings í geðrannsókn.
Strandferðaskipin úreit
áður en smíði er hafin?
— Ekki miðuð við nýjustu flutningatækni,
segir i grein i Ægi
Smíði hinna nýju strand
ferðaskipa Skipaútgerð-
ar ríkisins, sem nú er að
hefjast á Akureyri, hef-
ur sætt nokkurri gagn-
rýni. í grein í tímaritinu
Ægi er bent á að skipin
séu ekki teiknuð sam-
kvæmt nýjustu tækni
við losun og lestun flutn
ingaskipa og reynslu
annarra þjóða í þeim
efnum, heldur virðist
þau byggð samkvæmt
hinum gamla hefð-
bundna byggingarstíl.
Hin nýja tækni við losun og lest
un flutningaskipa, sem mjög hef
ur rutt sér rúm erlendis að
undanförnu er fólgin í því, að
varan er tekin um borð í skip
ið gegnum sérstakar hurðir á
síðunni. Hurðir þessar eru til
þess gerðar að hægt sé að taka
þar í gegn með lyfturum bretti
hlaðin vöru. Tveir lyftarar
vinna þannig verk margra
manna. Annar kemur vörunni
að hurðinni á síðunni og hinn
tekur við henni um borð staflar
henni í lestu - skipsins. Bent
er á í greininni að Norðmenn
hafi byggt strandferðaskip
með slíkum útbúnaði („Pallet“-
skip) og hafi þau reynzt mjög
vel.
Auk þess yrði krani miöskips
sem nota mætti bæði við fram
og afturlest skipsins. Vörur,
sem ekki væri hægt að setja á
bretti svo sem steypustyrktar-
jám, timbur og annað slíkt eru
hifðar um borð með krananum
ig yrðu þá látnar liggja í stroff
um. þannig að ekki þyrfti ann
að en að húkka þær á í losunar
höfn.
Þann tíma sem ekki væri
hægt að nota siðuhurðir vegna
flóðs og fjöru yrði varan hífð
niður i lest á brettunum, þar
sem lyftarinn tæki við þeim og
staflaði þeim upp.
Núverandi fyrirkomulag við
losun og lestun skipa krefst
fjölda verkamanna, þar sem
handfjatla þarf hvem einasta
kassa eða pakka og stafla upp
W-*- 10. síða.
Skipað inn í bæi
er sprengjan sprakk
| Þaö hefur verið sagt svo að minnst ríkir af öllum lítið fjáðum mönnum hér á landi séu
; Skaefirðingar manna blankastir. Engu að síður eru Skagfirðingar mjög ánægðir með lífið,
. Iiugsa um nross siíemmtan, — og um þessar mundir stendur yfir í Skagafirði óslitin
! vika af sælu, Sæluvika Skagfirðinga, sem fer fram að venju á Sauðárkróki. Myndina tók
| ljósmyndari Vísis á Sauðárkróki, Guðni Friðriksson, af einu atriði Sæluvikunnar, revíu
; úr bæjarlífinu.
Það tók undir í fjöllunum,
þegar eldflaugar úr varnarliðs- j
þotunni voru sprengdar austur i
í Landssveit milli klukkan fimm
og sex í gær. MikiII viðbúnaður
var á staðnum. — Lögreglan
frá Keflavíkurflugvelli og hér-
aðslögreglan í Ámessýslu höfðu
menn á staðnum til þess að
varna forvitnu fólki aðgöngu,
en fólkið á bæjunum í kring
var látið halda sig innan dyra.
„Lömbin sem voru í túnjaðrinum
tóku á rás heim til bæjar, þegar
sprengingarnar byrjuðu", sagði
Guðni Kristinsson, hreppstjóri að
Skaröi, sem er einn af bæjunum
næst þeim stað, þar sem þotan
h paði á dögunum með 24 eld-
flaugar innanborðs. — „Hér voru
gerðar miklar varúðarráðstafanir
og fólk varð að halda sig innan
dyra á bænum, meðan á sprenging
unum stóð, en það var frá klukkan
fimm til korter fyrir sex. Mikill
revkur aaus uno. beear eldflauearn
ar sprungu, en drunurnar uröu ekki
eins miklar og þegar vélin fórst."
Vísir náði tali af Benedikt
Þórarinssyni yfirlögregluþjóni á
Keflavíkurflugvelli sem var við-
staddur sprenginguna og sagði
hann, að lögregluþjónarnir hefðu
orðið að vísa forvitnu fólki
í burtu. Enginn hefði verið í
minna en kílómetra fjarlæeð með-
an sprengjurnar sprungu. Benedikt
sagði að sprengjurnár hefðu verið
sprengdar þetta fjórar í einu. Er
þeim vísað niður í jörðina við
sprenginguna, en hún er fram-
kvæmd líkt og dinamitsprenging,
bannig að þráður er leiddur frá
hvellhettunni að rafmagnsrofa, um
kí'ómetra ieið. — Sagði Benedikt
aö allt hefði þetta tekizt vel og eins
og áætlað var.
Leitinni að tuttugustu og fjórðu
eldflauginni verður haldið áfram
en ekkert hefur bólað á henni enn
þá. Engin hætta er þó talin stafa
af henni, þar eð hún þarf mjög
mikið stuö til bess aö springa.