Vísir - 05.04.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 05.04.1968, Blaðsíða 2
VI S I R . Föstudagur 5. apríl 1968. Sk'iðalandsmót og sk'ibavika: . ......................................................................................... . . • ................................................................................................... ..."• ■ ■/ m Þær unnu tvenndarkeppnina, Hulda Guðmundsdóttir til vinstri og Rannveig Magnúsdóttir. (Ljósm. R. V.) FLUGFARGJÖLD LÆKKA FYRIR SKÍÐAFÓLKIÐ Páskavikan verður sannkölluð skíðavika bæði á Akureyri og ísa- firði. Á Akureyri fer fram Skíða- mót íslands, hefst miðvikudaginn 10. april. Skíðamótið fer fram við Skíðahóteliö í Hlíðarfjalli og hefst með setningu kl. 14.30 miðvikud. 10. apríl. Þann dag verður keppt i göngu, 10 km göngu fyrir 17—19 ára og 15 km göngu fyrir 20 ára og eldri. Á skírdag verður stökk- keppni fyrir 17—19 ára og 20 ára Leiknir nálgast metið í 200 m. Leiknir Jónsson úr Ármanni náði ágætum tíma i 200 metra bringusundinu á sundmóti í Sund höll Hafnarfjarðar í fyrrakvöld. TBR átti alla meistarana Jón Árnason varð Fteykjavíkurmeistari í einliðaleik karla í badminton, — mikið þurfti til að venju, Óskar Guðmundsson er ekki auðunninn. Jón vann fyrst með 18:15 og síðari leikinn með örlitlum mun eða 15:12. Jón hafði lent í undanúrslitum gegn hinum efnilega Steinari Petersen úr TBR og tapaði fyrstu lotu með 12:15, en vann síðan 15:4 og örugglega í „oddageimi“ með 15:5. Jón og Viöar Guðjónsson vörðu og titil sinn í tvíliöaleiknum. Þeir unnu Óskar og Reyni en urðu að leika aukaleik, því aö fyrsta leik inn unnu Óskar og Reynir 15:8, en næsta unnu Jón og Viðar meö sömu tölu og aukaleikinn með 15:9. Tvíliðaleikinn unnu þær Hulda Guðmundsdóttir-og Rannveig Magn úsdóttir örugglega gegn þeim Hall- dóru Thoroddsen og Jónínu Niel- jóhníusardóttur, 15:7 og 15:8. — Tvenndarkeppni unnu þau hjónin Jónína og Lárus í úrslitum við Jón Ámason og Halldóru Thoroddsen, en í fyrra lék Lovísa Siguröardótt ir með Jóni og unnu þau þá Félagar úr TBR urðu sigurvegar ar í öllum greinum, en KR og Val ur sendu keppendur til mótsins. i Hann synti á 2.37.9 mín, en met Harðar B. Finnssonar er 2.36.5 Lítur því út fyrir að þetta met standi ekki lengi fyrir Leikni, sem hefur sýnt miklar framfarir að und anförnu. í öðrum greinum náðist j allgóður árangur, einkum virðist j Hrafnhildur Guðmundsdóttir vera að sækja sig enn, vann m.a. bringu sundið, þar sem hún átti í harðri I keppni við Ellen Yngvadóttur. Reykjavíkurtitilinn. Til sigurs þurfti aukaleik sem Lárus og Jón ína unnu 15:12. I 1. flokki vann Páll Ammen- drup einliðaleikinn og lenti í spennandi úrslitum við Harald Kornelíusson. Tvíliðaleikinn unnu þeir Haraldur og Finnbjörn Finn björnsson og áttu í höggi við Björn Árnason og Ásgeir Þorvaldsson úr KR. Þurfti aukaieik til að skera úr um sigurinn. Tvenndarkeppnina í 1. flokki unnu þau Hængur Þor- i steinsson og Hannelore Þorsteins- i son og þurfti aukaleik til að út- kljá keppnina við Rikarð Pálsson og Selmu Hannesdóttur. Rússneskt sundfólk sýnir mikla framför Rússneskt sundfólk virðist ætla að slá i gegn á næstu Olympíuleikum, ef dæma má eftir árangri þeim, sem náðst hefur undanfarna daga í lands keppni Rússa við A-Þjóðverja í Moskvu. Þar setti André Duna jev heimsmet i 400 metra fjór- sundi og synti hann á 4:45.3, sem er sekúndubroti betra en Bandaríkjamaöurinn Dick Roth átti og var það eitt eizta sund- metið, sett á OL i Tokyo 1964. Þá setti Vladimir Kosinskij Evrópumet í 200 metra bringu sundi, synti á 2.27.4 mín. 1 kvennagreinunum var eitt Evrópumet sett, Larisa Zakhar- ova synti 200 metra fjórsund á 2.30.1 mín og bætti örfárra daga gamalt met a-þýzku stúlk- unnar Sabínu Steinbach um sekúndubrot, en árangrar þessir eru mjög góðir og koma báöar til greina sem sigurvegarar á OL í Mexikó. og eldri, ennfremur stökk í nor- rænni tvikeppni og stórsvig kvenna og karla. Föstudaginn langa verður háð skíðaþing og þátt takendur á skíðamóti hlýöa messu. Laugardaginn 13. apríl veröur keppt í fjórum sinnum 10. km göngu og svigi kvenna. Páskadag 14. apríl fer fram svig karla og annan páskadag 30 km ganga, flokkasvig og síðan eru mótsslit. í Hlíðarfjalli verða þrjár skíðalyft- ur i gangi alla mótsdaganna. Að lokinni skíðakeppni dag hvern veröa kvöldvökur, bæði í Skiða- hótelinu og hótelum á Akureyri. , Afhending verðlauna fer fram á lokahófi að kveidi annars páska- dags. Á ísafirði verður skíðavika sem hefst miðvikudaginn 10. apríl. — Keppnir í öllum skíðagreinum fara fram við skíðaskála Isfirðinga 1 Seljalandsdal. Auk keppni verða famar skíðahópgöngur um ná- grennið og haldnar kvöldvökur á kvöldum alla daga skíðavikunnar sem Iýkur að kveldi annars páska dags. Gist verður í skíöaskálanum á hótelum á ísafiröi og á einkaheim ilum í bænum. 1 sambandi viö skíðalandsmótið á Akureyri og skíðavikuna á ísa- firði mun Flugfélag íslands fjölga ferðum til þessara staða eftir þörf um. Ymiss konar afsláttarfargjöld eru nú gildandi á flugleiðum Flug félags íslands innanlands, sem væntanlegir þátttakendur í Skíða móti íslands á Akureyri og Skíða vikunni á ísafiröi geta hagnýtt sér.’ Má þar fyrst nefna fjölskyldu fargjöld, sérstök hópferðarfargjöld og skólafargjöld sem veitt eru gegn vottorði skólastjóra um að viökom andi stundi nám. JSLENDINGAR LEIKA HARKA- LEGA.-NÆRRI ÞVÍ RUDDALEGA —segir Hans Ehrenreich, elzti leikmaður danska landsliðsins — sem var valinn ’óllum á óvart „íslendingar leika mjög harkalega, - of ruddalega“, sagði elzti leikmaður danska landsliðsins, hinn 31 árs Hans Erenreich þegar honum var sagt að hann.hefði verið valinn. Val hans kom mjög flatt upr á menn, — og ekki hvað sízt hann sjálfan, en hann var löngu búinn að af- skrifa sig sem landsliðsmann. Erenreich leikur með KFUM í Arhus og kemur i stað hhis sterka félaga síns, Jörgen Vods gaard, sem íslendingar þekkja og hafa ástæðu til að þakka fyrir að hann varð að hætta við íslandsferðina. Erenreich ' varö fyrir valinu að því er virðist vegna þess að not séu fyrir leikmann, sem lætur hendur skipta, enda virð ast Danir alitaf álíta að íslend- ingar leiki harkalegar en nokkr ir aðrir, — og í þessum sökum er Daninn með þýzka nafnið sérfræðingur. Hann segist hafa komið til íslands fyrir nokkrum áruin með liði sínu og hafi KFUM þá unnið landsliðið létt, — „en það hafa orðið miklar framfar ir síðan, og er betra að vera við öllu búinn’’, segir hann. Hörður Kristinsson stekkur upp og skýtur yfir landsliðsvegg Rú- mena — íslendingamir eru sagðir harðir. V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.