Vísir - 18.04.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 18.04.1968, Blaðsíða 3
V1 SIR . Fimmtudagur 18. apríl 1968. 3 Þeir eilefufalda síldarverðið f,aö var altur líf og fjör i niöurlagningarverksmiðjuruii Norðurstjömunni í gærdag, þegar fréttamaður Vísis rakst þar inn. Verksmiðjan hefur orð ið að leggja niður rekstur sinn undanfama mánuði vegna verk efnaskorts, en í gær voru þar að störfum um 30 Hafnfirðingar undir stjórn Áma Gíslasonar verkstjóra og veitir verksmiðj- an lífi í heldur dauflegt atvinnu ástand þar. Það undarlega viö niðurlagn- ingu á síld hér á landi virðist það að þrátt fyrir þann firna uppmokstur á fiski, sem hér á sér að öllu jöfnu staö, hefur reynzt erfiðleikum bundið að afla hráefnis til niðurlagningar- innar. Sögðu þeir Norðurstjörnu menn að í sumar yrði reynt að afla hráefnis frá miðum norðan og austanlands, en í framtíð- inni gerðu þeir sér miklar von- ir< um að Suðurlandssíldin veiddist og yrði nægilega feit til niðurlagningar í verksmiöj- Sild er ákaflega dýr matur erlendis og vinsæll, — en við niðurlagningu 11-faldast útflutn ingsverðmæti hennar. Hægt er að framleiða milli 13 og 14 millj. dósa á ári í Norður- stjörnunni og er þá átt við hámarksafköst með þeim véla- kosti sem fyrir hendi er. Verö- mæti vörunnar yrði þannig um 70 millj. króna, en verksmiðjan fullbúin með tveim vélasamstæð um til að framleiða dósirnar, sem notaðar eru, kostaði 40 millj. króna. í dag eru afköst- in langt frá því að vera full af- köst, en þau geta orðið 60.000 dósir... Síldin er þarna nýkomin úr frystinum og er þídd áður en Unnið að niðuriagningunni. niðurlagningin hefst. MYNDSJA VISiS Ung hafnfirzk stúlka gengur frá King Oscar Kipper Snacks dósunum en svo nefnist þessi gómsæta fæða þegar hún er komin á Bandaríkjamarkaö. Hér sést eftir færibandinu, þar sem stúlkurnar leggja niður síldina, sem áður hefur verið léttreykt i ofni. TÁNINGA- SÍÐAN ____\ Leitað plötusamnin ga fyrir hund Cartney-fjölskyldunnar Bonnie & Clvde- J tízkan ryður sér stöðugt til rúms í Evrópu jpaðir McCartney var stúrinn í mörg ár. Mike, sonur hans skauzt frá námi án þess að hafa hlotið haldgóða mennt- un og slæptist með vinum sín- um um Liverpool. Nú er faðir Mikes ánægður, því Mike hefur fengið sér aröbæra vinnu og græðir nú á hverjum fingri. Mike er hljómsveitarstjóri The Scaffold, sem sendi frá sér metsölulagiö ,,Thank U Very Much“, sem komst hátt á vin- sældalistann brezka. En Mc- Cartney-faðirinn má vera — og hefur reyndar alltaf verið — hrifinn af frama sonarins, sem er enginn annar en Bítla-Paul. Það eina, sem hrjáir McCart- ney-fjölskylduna um þessar mun'íir, er að fjölskylduhund- inn Homish vantar hljómplötu- samning. Hundi þessum er margt til lista lagt, líkir m.a. eftir páfagaukum og sækir dans æfingar. Vonandi rætist úr þess um vanda innan tíðar. T ondon, hjarta popp-æðisins, hefur, síðan Bítlarnir komu fram á sjónarsviðið, verið fremst í flokki með tízkuvarn- ing táninga. I-linn svonefnck Bonnie & Clyde stíli hefur skot ið þar upp kollinum og fer eins og eldur i sinu um rneginlar.d Evrópu. Tízka þessi byggist einna helzt á tízku heims- styrjaldaráranna síöari og hefur vakiö mikinn usla. Um þessar mundir standa yfir sýningar á kvikmyndinni Bonnie & Clyde í Danmörku, og hefur aðsókn að henni verið gífurleg. — Þar fara saman vopn nútímans og klæðnaöur fortiöarinnar. Ge- orge Fame hefur sungið titil- lag myndarinnar inn á hljóm- olötu, og hefur skaoað sér gífurlegar vinsældir, eins og nærri má geta. Mynd sú, er fylgir pistli þessum, er af dæmi- gerðri Bonnie & Clvde stúlku. Hvernig lízt ykkur á? \ i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.