Vísir - 18.04.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 18.04.1968, Blaðsíða 8
8 V1S IR . Fimmtudagur 18. apríl 1968. VISIR Útgeíandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson rt.uglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn : Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hf. BimMlMiMIIMBWMWWWilMlllfHWiMBBBa——> Hraðbrautir út á land J viðtali, sem birtist í Vísi í gær, segir Ingólfur Jóns- son samgöngumálaráðherra, að gerð hraðbrauta muni hefjast á ný á næsta ári og verða síðan samfellt verk- efni árum saman. Með hækkun á bensínverði, þunga- skatti og gúmgjaldi hefur vegasjóður fengið tekju- stofn, sem á að gera kleift að leggja 300 kílómetra af hraðbrautum á næstu fimm árum. Það er dýrt að eiga bíl á íslandi. Þess vegna er eðlilegt, að menn séu ekki alls kostar ánægðir með nýja hækkun á bensíni.En það er ekki bensínið sem er dýrara hér en annars staðar. Það er innkaupsverð bílanna og viðhaldskostnaður. Og viðhaldskostnaður- inn verður ekki lækkaður, nema lagðir verði varanleg- ir vegir hér á landi. Varanleg vegagerð utan kaupstaða er óhemju kostn aðarsamt fyrirtæki, ef vinnan á að vera nógu vönduð fyrir íslenzka staðhætti og veðurfar. Þótt Keflavíkur- vegur væri lagður samkvæmt erlend’um venjum í vinnuhagræðingu og tækni, var hann svo dýi, að setja þurfti sérstakan vegaskatt á umferðina um hann. Nú er áætlað, að varanlegir vegir frá Reykjavík upp í Borgarfjörð og austur í Rangárvallasýslu, og vegar- spottar út frá Akureyri muni kosta 1500 milljónir króna. Þetta er gífurlegur kostpaður, miðað við aðra vegagerð á íslandi. Menn munu sjálfsagt bera bensínhækkunina með þolinmæði, í ljósi þess, að hún á að gera kleifa gerð hinna langþráðu hraðbrauta. En margir munu álíta, að unnt verði að draga eitt- hvað úr öðrum vegaframkvæmdum, þegar hraðbráuta gerðin hefst. Undanfarin viðreisnarár hafa stórvirki verið unnin í vegagerð. Varanlegar götur hafa verið lagðar í Reykjavík og öðrum bæjum. Vegakerfi heilla landshluta, Austfjarða og Vestfjarða, hefur verið byggt upp. Vegir hafa verið sprengdir upp snarbratt- ar fjallshlíðar og gegnum fjöll. Allar sveitir landsins eru nú komnar í vegasamband, nú síðast Öræfasveit. Því virðist nú ekki vera eins mikil þörf á nýbygg- ingum vega í dreifbýlinu. Eitthvað mætti fara að draga úr þeim og nota fjármagnið fremur í nauðsynlegt viðhald og í hraðbrautagerðind. Þetta mætti hafa í huga við samningu næstu vegaáætlunar, sem Alþingi á að taka til meðferðar í haust. Einnig er nauðsynlegt, að þungatakmarkanir verði teknar fastari tökum. Það mun^i áreiðanlega borga sig að láta vega alla flutningabíla, sem fara frá Reykja vík. Ofhlaðinn flutningabíll slítur vegunum meira en þúsundir fólksbfla. Þetta eftirlit þarf að herða og beita refsingum. Það eru örugglega tiltölulega fáir bíl- ar, sem valda meginhluta kostnaðarins við vegavið- haldið. Ef þetta er haft til hliðsjónar, má jafnvel hraða gerð hraðbrautanna enn frekar, en nú er áætlað. Það mundi gleðja bifreiðaeigendur mjög. Tjaö hefur nokkuð verið um það rætt hvort kynþátta- ðeirðimar í Bandaríkjunum, sem brutust út, er fréttin barst um morðið á dr. Martin Luther King muni reynast aðeins forleikur að meiri og skelfilegri atburð- um, er hitnar 1 veðri í sumar, og lítið virðist þurfa til aö koma öllu í bál, enda „loft lævi bland- ið“ sem fyrr. Raddir heyrast um, að ef til vill dragi það úr líkunum fyrir válegri tíðindum, að minnsta kosti f bili, að þeir, sem orðið hafa fyrir mestum áhrifum af æsinga-áróöri, fengu þar tæki- færi til aö „hleypa út gufu“, en aðrir eru vantrúaðri, og bú- ast við hinu versta í sumar. Þær skoðanir hafa einnig kom ið fram, aö miklu verr hefði far- ið á dögunum, — ef yfirleitt hefði ekki verið reynt af festu, öruggleik og hófsemi, að tala um fyrir fólkinu, í staö þess að arlega þátttöku þeirra sameig- inlega í bandarísku félags- og þjóðlifi — heldur er um eins konar aöskilnaðarstefnu að ræða, sem vitanlega er ekki „ap artheid-stefna" að suður-afrískri fyrirmynd. Þar er miðað viö að blökkumenn hafi sínar eigin stofnanir fyrir sig, svo sem banka, háskóla, og sín eigin stjómmálafélög. „Við eigum sjálfir að skrá sögu okkar,“ segir Carmichael. í samræmi við þetta hefur hann hvatt svarta íþróttamenn til þess að stofna sin eigin iþrótta- félög og klúbba — og vinna gegn því, að svartir íþróttamenn séu í íþróttafélögum og klúbb- um með hvítum. Og hann vill ekki, að blökku- menn þiggi hjálp hinna hvítu til þess aö þeir geti lifað alger- lega frjálsir og óháðir. Þeir eiga að heyja þessa baráttu einir — og sigra, segir hann. Margir líta svo á, aö í raun- inni sé um striösyfirlýsingu að ræöa af Carmichaels hálfu. Og daglega er honum hótað, að hann verði drepinn. Sennilega aðhyllist mikill meirihluti fólksins ekki kenn- ingar Carmichaels, eða óttast að minnsta kosti, aö barátta hans Stokely Carmiciael Hann boðar skæru- hernað, en einnig nýja stefnu, — að blökkufólkið hafi sinar eigin stofnanir, svo sem banka, háskóla, félagsstofnanir o.s.frv. Barátta og stefna Stokely Carmídiaeis beita hörkulegum aöferðum, og þar mun ekki sízt hafa orðið lið í ýmsum hinna hægfara for- sprakka blökkufólksins. En svo eru menn eins og Stokeley Carmichael, aöalfor- sprakki Svartavalds-samtakanna (Black power), — menn sem blátt áfram hvetja hina ungu til þess að veröa sér úti um vopn og hefja skæruhernað. Hann hefur meðal annars kom izt svo að oröi: „í kynþáttaóeirðunum í New- ark New Jersey í fyrra byrjuð- n við að beita skæruhernaðar- tækni og við höfum síðan unn- ið að skipulagningu skæruhern- aðar i öllum bandarískum borg- um“. Það er vegna hótana slíkra sem þessara, aö hvítir menn hafa stofnaö tii samtaka, þar sem þau voru ekki fyrir, og jafnvel konur stunda skotæfing- ar, til þess aö vera viö því búnar aö verja heimilj sín. Þegar Carmichaeí boðar skæruhernað er ljóst, að hann er hin algera andstæöa manna eins og dr. Martin Luther King var. En svo eru Iíka hvítir menn sen: telja, aö ekkert dugi nema harkan og beiting vopna, sbr. fréttina um að lögreglustjórinn í Chicago hafi fyrirskipað lög- regluliði borgarinnar, að skjóta til bana hvern þann, sem stað- inn er að því að vera brennu- vargur, og á þá sem ræna og rupla í búðum, án þess að vera með vangaveltur yfir hvort menn særist eða ekki. Vafalaust á þetta að verka svo á menn, að menn hætti ekki á aö kveikja í, ræna og rupia, en ýmsir ætla, að boðun svo harkalegra ráð- stafana sem hér um ræðir muni gera illt verra. En í reyndinni cr Carmichael talsmaður nýrrar kynþátta- stefnu, nýrrar lífsstefnu eða heimspeki, og þar er ekki miðaö viö samruna hinna ólíku kyn- stofna eða félags- og menning- verði tii þess að tefja fyrir jafn- réttisþróuninni. Og þessa gætir svo sem aö líkum lætur hjá eldri kynslóðinni, en hinir yngri fylkja sér aö baki Carmichaels og dá hann. Og ekki sízt á hann aödáendur marga meðal blakkra háskólastúdenta. Stokeley Carmichael fæddist í Trinidad fyrir 26 árum. Ellefu ára að aldri fluttist hann meö foreldrum sinum til New York og settist fjölskyldan að í Har- lemhverfi. Faðir hans var snikk- ari og maður iöjusamur, stritaöi til þess aö geta bætt kjör fjöl- skyldunnar, og tókst það, svo að Stokeley ólst upp að veru- legu leyti í „hvítu“ umhverfi og gekk i „hvíta“ skóla, en háskóla prófi í heimspeki lauk hann við Howard Universety i Washing ton, sem er háskóli fyrir blökku fólk, hinn mesti sinnar tegundar í Bandaríkjunum. En að prófi loknu gekk hann þegar fram fyrir skjöldu í bar- áttunni, fór til Suöurrikjanna og hvatti blökkumenn til þess aö krefjast þess, að nöfn þeirra yröu sett á kjörskrár. Carmichael er ómyrkur í máli, er hann ræðst á leiötoga hvítra manna, velur þeim heiti þeim til svívirðingar, hvetur fylgismenn til þess aö brjóta lögin. Hann lítur á mótmælagöngur og spell- virki sem athafnir í uppreist Hann lítur á blökkumenn sem kúgaöa nýlendumenn, er . risið hafa upp gegn „herraþjóöinni" Það er fylgzt vel með geröum hans. Á hættulegri stundu gætu orö hans orðið neistinn, sem kveikti bál uppreistar í öllum stórborgum Bandaríkjanna. Hermenn á verði í Washington fyrir framan CapitoT (þing- húsið).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.