Vísir - 18.04.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 18.04.1968, Blaðsíða 9
I*v* VlSIR . Fimmtudagur 18. apríl 1968. • VIÐTAL DAGSINS er við Guðmund Guðbjartsson, um ferðalag til Vestur-lndia Það eru ólíklegustu menn, sem finna útþrána í blóði sínu, og kunna bezt við sig á ferðalögum um framandi álfur, þar sem eitt og annað ólíkt því sem við eigum að venjast ber fyrir sjónir. Aðrir vilja helzt ferðast til að slappa af, eins og það er kallað, og kannski til að flatmaga í sólskini suðrænna stranda og jafnvel bragða vínið, rauða, létta, sem er aðeins til á Spáni og Portúgal. Og til eru þeir sem una hag sínum bezt heima fyrir, og skilja ekkert í þeirri ónáttúru, sem kemur mönnum til að rassskellast um allar jarðir, sóandi tíma og dýr- mætum gjaldeyri til einskis. Guðmundur Guðbjartsson. fara þó af því, hvað honum varð að orði, þegar hann sté hér á land. Trinidad er á .10° norðan miðbaugs, og ríkið Trinidad og Tobago er minnsta ríki Suöur- Ameríku, en íbúar Trinidad eru um 980 þús. og skiptast bannig. að svertingjar eru 370 þús., Indíánar 320 þús., kynblending- ar 140 þús., og hinir eru Eng- lendingar, Frakkar, Portúgalar og Arabar. Þar er enska ríkis- mál, þótt alls konar hrognamál sé einnig notað, en ríkið er í Brezka samveldinu. Trinidad er auöugt land. en þó ríkir þar ekki velmegun. Sennilega er bilið milli ríkra og fátækra hvergi jafnmikið. Ríkið sjálft á ekkert af fyrirtækjunum í landinu, og sjálfvirkni er svo mikil að enga atvinnu er að hafa fyrir þorra íbúanna. Móttaka ferðamanna er lang- stærsta atvinnugrein þeirra, enda er landið mjög fjölsótt af féröamönnum. Þegar Trinidad hafði veriö kvödd með söng sinn og glað- legt fólk, var ferðinni heitið til Barbados, en það ríki er til dæmis merkilegt fyrir þeirra hluta sakir, að þar er þéttbýlla en annars staöar. Landið er 431 ferkm. en íbúarnir eru 260 þús. Eyjan er láglend og geysi- P uðmundur Guöbjartsson er einn þeirra manna, sem hefur „fjöld of farit“ og kann frá mörgu að segja. Hann hefur ferðazt víða um Evrópu, Balk- ■anlöndin og meira að segja lent í svartholinu í Rússíá, þótt það væri fyrir misskilning, en ekki ( fyrir andrússneskan áróöur eins ■ og halda mætti. Þegar aðrir menn íslenzkir sungu drottni dýrð á frostköld- um jólum hér á fósturjörðinni, var hann staddur i Vestur- Indíum, þar sem sólin skein hyað heitast á Kólumbus forð- um tíð. Núna á dögunum kom frétta- maður blaðsins að máli viö Guðmund til að spyrja hann tíð- inda af ferðalaginu, en Guð- mundur er þannig innréttaður, að honum nægir ekki aðeins að sjá hlutina, heldur finnur hann sig einnig knúinn til þess að skyggnast inn í þann heim, sem að baki þeim býr, kynna sér sögu landa og þjóða og kann einnig að segja frá á skipulegan hátt, fræðandi og skemmtilega. í stuttu spjalli er ekki.hægt að' koma fyrir nema broti af þeim fróöleik og frásögnum, sem Guðmundur kom heim með úr feröinni, en reykurinn af rétt- unum er betra en alls ekki neitt, svo að bezt er að gefa Guðmundi orðiö: „Það var lagt upp frá Kaup- mannahöfn með stóru farþega- skipi hinn 16. des. sl. Um helmingur farþeganna voru Danir, en hinir Englendingar og Þjóðverjar. Skipið hafði viö- komu í Kiel og Harwich. Það var siglt um Ermarsund, sem frægt er af fornum sögum og nýjum og er nú ein fjölfamasta skipaleið í heiminum. Það er hættuleg siglingaleið, því að þar eru 40 þokudagar á ári og árekstrar tíðir, þrátt fyrir nú- tíma siglingatækni. Á síðasta ári fóru um 300 þúsund skip um sundið og gefur þaö nokkra hugmynd um hversu úir og grúir þar af hvers kyns farkost- um. Ekki eru þarna meðtalin ýmis furðuleg farartæki, sem menn hafa fleytt sér á yfir sundið, svo sem hjónarúm með utanboiðsmótor, baðker o. s. frv. ý. Eldur um borð Siglt Yar hjá Lissabon, höfuð- stað Portúgals. sem margir T ,Faðir vor, þú sem verður í forsetahöllinni ævilangt" þekkja. Þar bar þaö markverö- ast til tíðinda, að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins, að vísu án þess aö veruleg hætta yrði af, en nægilegt var þetta samt til þess, að seinka skip- inu, svo aö fella varð eyna Jamaíku af áætluninni. Madeira var fyrsti viðkomu- staöurinn. Nafniö er víðfrægt, þótt ekki sé af öðru en'því sér- stæöa víni, sem dregur nafn þar af. Höfuðstaðurinn er Funcal, með um 96 þús. íbúa. Þegar þangað var komiö flykkt- ust söíumenn um borö og fal- buðu varning af ýmsu tagi. Undirlendi þar á staðnum er næstum því ekkert, heldur er Madeira bjarghryggur sundur- grafinn af rásum. Vegir liggja upp brattann, þröngir kráku- stigar og eru kantarnir óvarðir og þverhnípt niður snarbrattar hlíðarnar. Þar stunda menn sér- stæöa atvinnu, sem gengur frá föður til 'sonar og er fólgin í því að flytja fólk niöur brattann í trésleðum. Tveir menn eru saman um hvem sleöa og stjórna honum með böndum, sem þeir hafa 1 honum og hlaupa samhliða honum á mikilli ferö, næstum glæfralegri. Á trésleða á Pvladeira. Guðmundur lengst til vinstri í sætinu. I Þetta hlýtur að vera allerfið atvinna því að vegalengdin nið- ur er hvorki meira né minna en 1860 metrar. Madeira lýtur yfirráöum Portúgala og þar er fátækt mikil og fólkið gerir ekki háar kröfur til lífsins. Karlmennirn- ir þar virðast yfirleitt eiga náð- uga daga, og láta konur og börn yrkja jörðina en liggja sjálfir og flatmaga. Nokkra sá ég þó vinna, en þeir tóku lffinu með stóískri ró og fóru sér að engu óðslega — minntu mig jafnvel á karlana í bæjarvinnunni hér heima. Jólin, og Neptúnus kemur í heimsókn Frá Madeira var stefnan tek- in á Trinidad, en þangað var fimm daga sigling. Nóg var viö að vera um borð og margt til skemmtunar. Jólin voru haldin hátíðleg á skipinu, þótt þar rfkti önnur jólastemmning en á íslandi. Um það leyti var farið yfir hvarfbaug, og þá mætti auövitað sjávarguöinn Nep- túnus og aðstoðarmenn hans, og skírðu þá farþega. sem ekki höföu komið svo sunnarlega áöur. Heldur var guðinn harö- hentur, en allt var þetta þó i góöu gamni. Kólumbus heimsótti Trinidad fyrstur hvítra manna árið 1492. Sagt er, að þegar hann kom á land hafi hann kropið niður og kysst jörðina og mælt: „Hér erum við komnir í forsal Himna- ríkis.“ Sagt er að Kólumbus hafi komið til íslands einhvern tíma 1476—7, en engar sögur fögur og 7/10 hlutar hennar eru akrar. í Barbados eru fbú- arnir flestir hreinræktaöir negr- ar, en þarna er lítið um örbirgö og þjóðfélagið ein sönnun þess, aö negrar standa hvftum mönn- um ekki að baki, ef þeir fá sömu tækifæri. Martinique var næsti við- komustaður. Þar er hið fræga eldfjall, sem árið 1902 lagði heila borg í rúst, er hún grófst undir hraunflóði. Eini maöur- inn, sem komst lífs af þá var negri, sem sat í svartholinu, og mátti síðar þakka sinum sæla fyrir þá fangelsisvist. í dag er ekki að sjá mikil merki náttúruhamfaranna í Martinique. Ibúarnir virðast kæra sig kollótta, þótt eldfjalliö sé ekki útbrunnið og geti tekið til viö aö gjósa á nýjan leik. Það er gaman að reika um á Martinique. íbúarnir eru glaðværir á sinn sérkennilega hátt. Þar ríkir aðeins glaðværð en ekki æsingur eins og meðal íbúa Suður-Evrópu. Stúlkumar eru fagj-ar, og menn þarna virð- ast mikið upp á kvenhöndina. Jósefína Bonaparte er mjög dáð og dýrkuð af fólki þarna, stýtt- ur af henni hafa verið settar upp, og alls staðar finnur mað- ur fyrir frönskum sjarma. Árekstur á Guadeloupe Franska eyjan Guadeloupe var tlæsti viðkomustaður 1 raun- inni er um tvær eyjar aö ræða sem eru aðskildar með bröngu sundi. Höfuðborgin, Pont-a-Pie-‘ m-> 13. síða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.