Vísir - 18.04.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 18.04.1968, Blaðsíða 5
/ V í SIR . Fimmtudagur 18. apríl 1968. rrétíír yfiriatsvBiisins ||ll!lilll!iili!!| Ib Wessman yfirmatsveinn framreiðir „pottsteiktan kjúkling a la Naust“. Kjúlflingar í sunnudagsmatinn — spjallað við Ib Wessman, yfirmatsvein um val og matreiðslu á kjúklingum J£JÚKLINGAR eru í miklu uppáhaldi sem sunnudags- matur hjá mörgum íslendingum og undanfarin ár hafa vinsældir þessarar ágætu matartegundar farið ört vaxandi. Kjúklingar og unghænur fást hér í hverri kjötverzlun frá ýmsum hænsna búum, þó að þeir séu að vísu nokkuö dýrir hér á landi, þá er óhætt að fullyrða aö þeir standast að flestra áliti fylli- lega samanburð við erlenda kjúklinga, en hænsnarækt, með sölu á kjúklingum í fyrirrúmi, hefur verið mjög arðvænlegur atvinnuvegur beggja vegna Atl- antshafsins um langt skeið. Það er algengt að heyra ungar húsmæður segja „Ég hef bara aldrei lagt í að kaupa kjúklinga þeir eru svo dýrir og ég hef ekkert vit. á að velja góðan kjúkling.“ AÖrar segja „Ég kann ekki að hreinsa kjúkling, og ennþá síður að matreiöa hann“. Margar konur álíta að þaö sé einhver sérstök list að velja og meðhöndla kjúkling, þannig að úr fáist ljúffengur matur, og er það raunar rétt aö vissu leyti. Þess vegna datt okkur í hug að spjalla dálítið við matreiðslu- mann hér í bænum, sem hefur fengizt við að matreiða ljúf- fenga kjúklingarétti um langt skeið. Fyrir valinu varð Ib Wessman yfirmatsveinn á ' Naustinu, en hann hefur fyrir skömmu gefið út litla bók, meö uppskriftum af ýmsum réttum og hefur hann sjálfur samiö margar af uppskriftunum, m.a. uppskrift af kjúkling í potti með hrásalati. Við áttum stutt spjall við Ib Wessman og byrjuðum á aö biðja hann að segja okkur frá því hvað hann teldi aöalatriðið við val á kjúklingum. „Ég lít alltaf fyrst á bring- una“, sagði Ib. „Kjúklingur meö hvelfda og kjötmikla bringu er greinilega vel alinn, og er yfir leitt hægt að velja eingöngu eft ir kjötlaginu á bringunni. Auð vitað lít ég einnig á litinn á kjúkíingnum. gulleita húðfit- an gefur til kynna að kfjúklingur inn sé ungur og feitur. Ég hef ekki rekizt á að ekki væri hægt að treysta því að um unga og góöa kjúklinga væri að ræða hjá þeim,- sem selja kjúklinga hér í verzlanir, en meðan ekki er um sérstakt gæðamat að ræöa, er sjálfsagt að vera vandlátur í valinu og reyna að velja það bezta.“ „Unghænur eru mikið seldar hér í verzlunum. Hver er aðal- mismunurinn á matreiðslu á unghænu og kjúklingum?" „Því eldri sem kjúklingarnir eða hænurnar eru, því meiri suðu eða steikingu þarf. Ung hænurnar eru bragðsterkari og feitari, en kjúklingamir meyr- ari. í kjúklingarétti, þar sem að eins er um létta steikingu að ræða, er nauðsynlegt að kjúkl- ingurinn sé ungur ,en unghæn- urnar eru mjög góðar t.d. með karry og ýmsum sósum. Margar húsmæður henda vængjunum, hálsinum og fóarn- inu af kjúklingnum, en það er tilvalið að sjóða það og nota soðið síðan í sósuna eða súpu. Er það þá fyrst brúnað laus- lega og síðan soðið.“ „Hvaða feiti telur þú hentug asta til að steikja kjúklinga í?“ „Jurtaolía er yfirleitt bezt, því að hún tekur ekki bragöið af kjúklingnum eins og ýmis sterkari feiti gerir og hún brenn ur sízt. Ef flesk (beikon) er borðað með kjúklingnum er sjálfsagt að nota svinafeiti, eða feitina af fleskinu, en þetta fer allt eftir því hvaö borið er fram með.“ Við þökkum Ib Wessman fyr- ir spjallið og endum með að birta uppskrift hans á pottsteikt um kjúkling ásamt hrásalati. Pottsteiktur kjúklingur a la Naust. 700—800 gr. kjúklingur bund inn upp, kryddaður með salti, pipar, papriku ,og eilitlu timian. 3 sneiðar af bacon skornar i bita, sem brúnaðir eru í potti, fært upp úr og kjúklingurinn síðan brúnaður. Þá er baconið sett í pottinn aftur ásamt ca. 10 mjög smáum kartöflum og 12—14 nýjum sveppum, steikt viö vægan hita í 20 — 25 mín- útur. Rétt áður en þetta er bor ið fram er svolítið af þunnri kjötsósu sett út í og heitir sperg iltoppar settir I pottinn. Fram- reitt í pottinum sem kjúkl- ingúrinn var steiktur í, þá er hann færður upp á skurðar-- bretti, bandið tekið af og hann skorinn niður. Kartöflurnar, bac onið, sveppirnir og aspasinn, á- samt hrásalati gefið með. Hrásalat. yA hvítkálshaus 3 stórar gulrætur 1 dós spánskúr pipar 1 laukur 1 dl hvítvín. Hvítká.'íð og piparinn er skor ið í fínar iæmur, gulræturriar rifnar á grófu rifjámi og lauk- urinn saxaður smátt, öllu bland að vel saman. Búið til lög á eftirfarandi hátt: Éin eggja- rauða hrærð vel út með 2V2 dl salatolíu, 1 dl hvítvíni og safan um úr 1 sítrónu, olíunni af pip arnum ásamt svolitlu af sykri bætt út í. Papriku, salti og pip- ar bætt í eftir smekk. Hellið síðan leginum yfir salatið og kæliö það vel. Karlakórinn ÞRESTIR Hafnarfirði Samsöngvar Karlakórinn heldur samsöngva í Bæjarbíói þessa daga: Þriðjudag 23. apríl kl. 9, miðvikudag 24. apríl kl. 9, föstudag 26. apríl kl. 9 og laugardag 27. apríl kl. 5. ÁRSHÁTÍÐ kórsins verður laugardaginn 27. apríl í Alþýðuhúsinu og hefst kl. 8.30. Afgreiðsla aðgöngumiða og móttaka styrktarfélags- gjalda er í Bókaverzlun Böðvars Sigurössonar, Strand- götu. Ennfremur er þar tekið á móti skráningu nýrra styrktarfélaga. Karlakórinn ÞRESTIR Borgarspítalinn Staða sérfræðings við lyflækningadeild Borgarspítalans er laus til umsóknar. Upplýsingar varðandi stöðuna veitir yfirlæknir deildarinnar. Umsækjendur skulu vera sérfræðingar í lyflækningum. Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavíkur við Reykjavíkurborg. Staðan veitist frá 1. sept. n.k. Umsóknir, ásamt upp- lýsingum um nám og fyrri störf, sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur fyrir 1. júní n.k. Stöður 3 aðstoðarlækna við lyflækningadeild Borgarspítalans eru lausar til umsóknar. Upplýsingar varðandi stöðurnar veitir yfirlæknir deildarinnar. Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavíkur við Reykjavíkurborg. Stöðurnar veitast frá 1. sept. n.k. Umsóknir, ásamt upp- lýsingum um nám og fyrri störf, sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur fyrir 1. júní n.k. Reykjavík, 17. 4. 1968. , Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Útboð Bæjarsjóður Keflavíkur óskar eftir tilboðum í lögn holræsis í Keflavík. Tilboðsfrestur er til 26. þ. m. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora, Sól- eyjargötu 17, og skrifstofu bæjartæknifræð- ingsins í Keflavík, Mánagötu 5, gegn kr. 1.000,00 skilatryggingu. H.F. ÚTBOÐ OG SAMNINGAR o Til sölu Verksmiðju- og verzlunarhúsnæði með stórri afgirtri lóð á góðum stað í borginni. Eignin selst fokheld eða í því ástandi, er óskað verð- ur. Tilboð sendist auglýsingadeild blaðsins fyrir 25. þ. m. merkt: „Góður staður“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.