Vísir - 19.04.1968, Page 4
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband í Bandaríkjunum þau
Joan Baez þjóðlagasöngkonan
fræga og David Harris, sem er
mikill leiðtogi friðarvina og for-
maður stúdentafélags Stanford-
háskóla.
Joan er 27 ára en David 22.
Pau munu hafa kynnzt er þau
sátu saman í steininum fyrir þátt-
töku í uppþotum, sem stöfuðu
af baráttu fyrir friði á jörðu.
Ekki tóku þau sér langa hveiti
brauðsdaga, bar sem þau eru
bæði á þönum um allar jarðir
til að taka þátt í samkomum hjá
samherjum swum í hinum ýmsu
fylkjum Bandirríkjanna. David á
líka yfir höfði sér ákæru frá
herstjórn Bandaríkjanna, en hann
hefur lieitað því þverlega að
gegna herþjónustu.
Ekki eru aliir Bandarikjamenn
jafnáfjáðir í að fá Robert Kenne-
dy i forsetastól í haust, og hafa
menn horn í síðu hans af ýmsum
ástæðum, og sumir vilja jafnvel
gefa honum holl ráð, eins og
þetta bréf, sem fer á eftir sýnir,
en það birtist í tímaritinu
,,Time.“
„Robert Kennedy fannst nauð
synlegt, eða að minnsta kosti
hentugt.'að fara til annars fylk-
is til að verða kjörinn öldunga-
deildarþingmaður. (Frá Massa-
chusetts til New York).
Vonandi velur hann nú þá leið
að fara ti! annars lands til að
verða kjörinn forseti.
• •
Nýlega er komin út bók um
dálítið sérstæðan mann. I einka-
lífi sínu gekk hann undir nafn-
inu Joseph Pujol. Hann var
fæddui í M'arséilles árið 1857 og
var lærður bakari. En á sviðinu
l.Moulin Rouge eöa Rauðu myll-
unni í París var hann þekktur
sem „Le Petomane", en þaö orð
gæti verið erfitt að 'þýða á ís-
lenzku. Þggar hann stóð á tindi
frægðar sinnar vann hann sér
inn helmingi meira en Sarah
Berhardt, ein frægasta stjarna
allra tíma. Bæði unnu fyrir sér
með því að framleiða hljóð. Hún
söng, en hann gerði hávaða —
með óæðri endanum.
Oft sneri hann bakhlutanum .í
áhorfendur til þess að sýna þeiní,
að hann hefði ekki falið nein
hjálpartæki í buxnasetunni. Hann
gat slökkt á kerti, sem var fet
frá honum, og jafnvel framleitt
músík á þann hátt, sem ekki
hefur verið leikinn eftir fyrr eða
slðar. En það furðulegasta var,
að list hans fylgdi alls enginn ó-
þægilegur þefur — eins og menn
kynnu þó aö halda.
Ekki er það þó neitt eins
dæmi, að menn framleiði hljóð
Joseph Pujol: einkennileg náð-
argáfa. »
með öðru en talfærunum, og við
íslendingar höfum meira að segja
átt stjörnu, sem hélt „konserta"
.fyrir fullu húsi, en það var sá
frægi Guðmundur ' dúllari, sem
einnig var um langt skeið einkarit-
ari Símonar Dalaskálds.
Svanur eða fíll?
Fíll og/eða svanur. Öskubakki eftir Salvador Dali.
•«
Teiknar skopmyndir til að vinna íyrir námi
Hann er við söngnám og auð-
vitað er það dýrt, en hann, hefur
ráð undir hverju rifi, og nú hefur
hann sett upp sýniiigu á skop-
myndum eftir sig á Brönnum-
kaffihúsinu í Höfn, til þess að
vinna sér inn peninga. Að Ey-
vindi standa margir óperusöngv-
arar. Faðir hans, Stefán íslandi,
er vel þekktur, sömuleiðis móðir
Máttur auglýsinga er mikill, og
því sérstæðari sem auglýsing-
arnar eru, þeim mun méiri at-
hygli vekja þær — og tilgang-
inum er náð.
Flugfélag eitt fann upp á því
að láta súrrealistann heimsfræga,
Salvador Dali, búa til fyrir sig
öskubakka, sem það notar síðan
í auglýsingaskyni.
Eins og myndin sýnir er þetta
talsvert merkilegur öskubakki,
því að ef svaninum, sem heldur
honum uppi er snúið við, þá
breytist hann í fíl.
Eyvind Brems íslandi er góð-
kunnur hérlendis, því að hann
er sonur Stefáns óperusöngvara,
og ekki alls fyrir löngu hélt hann
hér konsert.
hans, Else Brems óperusöngkona,
og afi hans, Anders
Gerðu ekki eins og ég geri
— gerðu eins og ég segi!
Það er frægt, þegar Pétur mikli
Rússakeisari vildi láta síðskeggj-
aða hirömenn sína taka upp vest
rænni háttu á fyrri . hlúta 18du
aldar, skipaði hann þeim að raka
skegg sín og gekk sjálfur á und-
an með góðu fordæmi — og að-
stoðaði þá jafnvel, ef hohum þótti
raksturinn hjá þeim ganga seint
Nú hefur annar þjóðhöfðingi
tekið upp sömu stefnu, Fidel
Castro á Cubu sem að vísu er
að opna austurgluggann en ekki
gluggann í vestur eins og Pétur
sáiugi I Rússlandi.
Castro er orðinn þreyttur á
frjálslyndi stúdentanna í Havanna
háskóla og hefur sett þá alla und-
ir heraga, sem þýðir, að þeim er
bannað að láta sér vaxa skegg,
ganga í þröngum buxum og með
hár niður á herðar.
Ekki mun Castro þó sjálfur né
ráðherrar hans hafa í hyggju að
skerða skeggvöxt sinn, sem er
orðinn nokkurs konar tákn
kommúnistanna á Kúbu, eins og
yfirskeggið var tákn þeirra Stal-
íns og Hitlers.
•
o
o
o
o
0
t)
Ofboðslegar
fréttir.
Mörgum er farið að ofbjóða
hið óskaplega fréttaflóð frá Ví-
etnam-stríðinu. Þessar hörmu-
legu stríðsfréttir fylla frétta-
dálka blaðanna og meirihluta
af fréttatíma sjónvarpsins, enda
eru Bandaríkjamenn vafalaust
ósparir á fréttamyndir sínar.
Stundum fvlla fréttamyridir frá
Víetnam meiri tíma í frétta-
sendingum sjónvarps, en inn-
lendar fréttamyndir, eða að
minnsta kosti finnst manni á
stunduno, að stríösfréttirnar það
an að austan, sem, svo vissu-
lega eru hörmulegar, fylli held-
ur mikið rúm af fréttatímanum,
dag eftir dag, svipaðar myndir
af skothríð og fljúgandi þyrlum
og hlaupandi konum og börn-
um að léíta sér skjóls.
Ástandið á fréttasíðum blað-
anna er svipað og er fólki far-
ið að ofbjóöa tilbreytingaleys-
ið í þessum fréttum dag eftir
dag, og margteygður lopinn.
Okkur sem unnum samvinnu viö
vestrænar bjóðir, sem við stönd-
■um í menningarlegu tilliti næst,
rennur til rifja það sem
þarna er að ske, og við ölum
aðeins á óvild og viðbjóði með
öllum þessum fréttaviðbjóði, af
hörmulegum atburðum, sem okk
ur er um megn að standa gegn
eða hamla á móti. Við getum
aðeins dropið höfði af hryggð.
En það væri illt ef þessir J
hörmulegu atburðir sem í nafni •
friðar og hetjuskapar ættu eft- o
ir að sundra samstöðu friðelsk- J
andi vestrænna þjóða. •
Fréttaþurður íslenzkra þlaða, *
útvarps og sjónvarps má ekki J
mótast eingöngu eftir því, ,
hvernig auðveldast er að afla J
fréttanna og hlutfallið í frétt- o
unum má ekki verða amerísk- J
ara en í Ameríku sjálfri, og alls •
ekki bannig að' halda mætti, a
að það væri þegar komin •
stjarna < fánann okkar — •
hvorki hvít eða rauð. . •
1 e
Þrándur í Götu. o
í