Vísir - 19.04.1968, Síða 16
Þýzkur sjómuður
tekinn fyrir nð
selja knffi
Lögreglan handtók í gærkvöldi
sjómann af þýzkum togara, sem
nú liggur í Reykjavikurhöfn, en
henni höfðu borizt spumir af því,
að maðurinn falbyði áfengi og kaffi
á götum. Grunur lék á, að hann
hefði ekki greitt toll af vörunni
og hefði að auki ekki verzlunar-
leyfi hér. Kaffið var í dósum,
merktum Jakobs-kaffi.
^éhennteskynning
ð Kópovogi
Leikfélag Kópavogs gengst fyrir
kyimingu á verkum Magnúsar
Asgeirssonar skálds n.k. mánudag
kl. 21.00 í Félagsheimili Kópavogs.
Fr þetta í áttunda sinn, sem Leik-
céiágið stendur fyrir slíkri kynn-
•'ngu, og er aðgangur ókeypis.
Flytjendur verða Kristinn Halls-
son óp5rusöngva<’i, Baldvin Hall-
dórsson leikari og ieikarar úr Leik-
féiagi Kópavogs. Þá mun Jóhann
T-ijálmarsson tala um skáldið, en
kynnir verður Ragnar Jónsson í
Smára.
AFTUR KEMUR
VOR í DAL
\
Þegar vorblærinn kemur sunnan yfir fjöllin, og hinn kaldi
andgustur Norðra konungs verður undan að láta, þarf að
ræsta til eftir hríðarkófið, sem veturinn og hafísinn hafa
fært yfir Siglufjörð.
Eftir miklar frosthörkur og langvarandi norðanátt kom
loks hlýviðri í vikunni fyrir pálmasunnudaginn og hefur hald-
ið áfram fram yfir páskana. Mikið hefur tekið upp af snjón-
um ag allur lagís á firðinum er að hverfa og hafísinn er
kominn út í hafsauga, og á vonandi ekki afturkvæmt.
Götur bæjarins hafa mestallan veturinn verið ruddar og
því hefur verið bílfæ.t um bæinn oftast nær. En oft hefur
verið um mikla fönr að ræða.
Meðfylgjandi myndir tók Hafliði Guðmundsson ljósmynd-
ari Vísis á Siglufirði, 03 svipmót vetrarins um miðjan ein-
mánuð er ennþá yfir byggðinni. En „aftur kemur vor í dal“
og undanfarna daga hefur ísa leyst og fönnin bráðnar óð-
um fyrir hægum sunnanþey í 10 — 12 stiga hita.
Þ. R. J.
Snjókoma fyrír
ttorðaa í awrgun
— engar 'isfregnir vegna lélegs skyggnis
Snjómugga var víöa fyrir noröan
i morgun, og höfðu Veðurstofunni
engar ísfregnir borizt, enda mun
-kyggni víðast hvar aðeins hafa
verið um 1 km. Sif, flugvél Land-
lelgisgæzlunnar fór í ískönnunar-
'lug í gær og kom í ljós, að sigl-
"icmleiðin fyrir Langanes er enn
rfið og þéttist ísinn þar mjög
mikið.
Dálítið frost er á Norðurlandi, og
er færð ágæt ennþá. Hafði Vega-
gerðin ekki fengið neina fréttir
í morgun af ófærð vegna snjókom
unnar. Öxulþungi er ennþá tak-
marka.ður á flestum aðalvegum um
allt land. Spáð er norð-austan golu
hér á Suðurlandi í dag, en væntan
lega verður úrkomulaust.
Kosningaaldur lækkaður:
TVÍTUGIR FÁ AÐ
VELJA FORSETA
□ Kosningaaidur hefur nú verið
lækkaður úr 21 ári f 20 ár og varð
'rumvarp til laga um breytingar
•essar að lögum í gær. Afgreiddi
"ri deild Alþingis frumvarpið með
' S atkvæðum gegn 2.
Rannsóknir á infiúenzu-
veiruttni standa enn yfir
Veikindafaraldurinn, sem hefur
^engið yfir síðan um páskana, virð-
ist ekki vera i .rénum, eftir þvi
sem aðstoðarborgarlæknir, Bragi
Ölafsson, sagði biaðinu í morgun.
p^nr-Qóknir á veirunni standa enn
yfir á Keldum, og er úrskurðar
ekki að vænta fyrr en eftir 1—2
vikur, en margir telja líklegt að
hér sé um Asíuinflúenzu að ræða.
F.kki vissi Bragi Ólafsson til að
BYRJUÐU VEL Á
HANDFÆRUM
5000 krónur / hlut í fyrsta róðri
Akurnesingar eru nú að byrja
að skaka á þeim ágætu miðum £
„hrauninu", og eru 3 trillur þegar
byrjaðar. I gærmorgun var ör-
deyða hjá stærri bátunum fyrir
vestan í Stykkishólmi og Ólafsvík,
og lítið hjá Akranesbátum, og i
morgun var ekkert að frétta af
aflabrögðum þar efra.
Hins vegar hafa trillukarlar kom
ið með ágætan afla og þeir þrír
bátar sem byrjaðir voru í gær
höfðu fiskað vel, komu með 3
tonn hver. Aflahluturinn á mann
er því um 5000 krónur, en róður-
inn varð óeðlilega langur hjá þeim
og síðasti báturinn var að koma
inn eftir sólarhring og gekk ekk-
ert of vel að komast áfram í
niðdimmri þokunni £ gærmorgun.
í
□ Þeir sem verða orðnir tví-
tugir fyrir 30. júni n.k, eiga nú
þess kost að ganga að kjörborðinu,
— og f þetta sinn stendur valið á ; ' * .
milli a. m. k. tveggja forsetaefna, í , Margréí Guðnadóttir Iækn.r a
þeirra Gunnars Thoroddsen og I Ke,dum’ er barna með egg, sen,
Kristjáns Eldiárn. S notuð en‘ t!l aö rækta inf,uenzu‘
------,-----------------------------í> veiruna.
veikin heföi borizt út á land. —
Hettusóttin hefur breiðzt hægt út.
og eru veikindatilfelli álíka mörg
og fyrst eftir að fór að bera á
henni að ráði eftir áramótin.
Kirkjuræknar dúfur
fiæmdar úr Dóm-
kirkjunni
Önnur náðist i orgelinu
■ Meö einhverjum hætti höfðu tvær dúfur komizt inn í Dóm-
kirkjuna i fyrradag, þegar kirkjuvörðunnn kom í kirkjuna um
morguninn og bættist því það við morgunverkin hans, að koma
þeim út úr kirkjunni. Það dugði ekki að hafa tvær dúfur flöktandi
um guðshúsiö næst, þegar messað yrði.
■ En þær voru bara hreint ekki á því blessaðar dúfurnar, að
íáta reka sig þaðan út, fyrst þær á annað borð voru komnar inn,
og eftir langan eltingaleik og árangurslausan varö kirkjuvöröurinn
að biðja Iögregluna um hjálp.
■ Tveir lögregluþjónar komu honum til liðs og var nú neytt
allra bragða, en tíminn Ieið svo, að ekkí varð dúfunum komið út.
Hefðu nú góð ráö verið dýr, ef þarna hefði átt að fara fram messu-
gjörð kl. 11, en svo var ekki þennan dag.
■ Eftir hálftíma eltingaleik náðu lögreglumennirnir dúfunum
ioks — annarri þar sem hún hafði flogið inn í kirkjuorgelið — og
komu þeim út, en kirkjuvörðurinn tók aftur til við morgunverk sín.
t