Vísir - 20.04.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 20.04.1968, Blaðsíða 5
VlSIR . Laugardagur 20. aprfl 1968. 5 Áfengi bjargar barnslífum „TVTokkur glös af viski geta hindrað að barnið fæðist of snemma", segir Fritz Fuchs, fyrrverandi yfirlæknir við fæð- ingardeild í Kaupmannahöfn, núverandi prófessor og yfirlækn ir við New York sjúkrahúsiö. En það var kona læknisins, sem fyrst fékk hugmyndina. Hún starfar sem fysiolog viö Rockefeller háskólann og upp- götvaði við rannsóknir á dýrum, að áfengi minnkar framleiðslu líkamans á oxytocin, sem er hormon, sem stjómar fæðingar- hríðunum. Hún drakk viskí. Frú Fuchs var fyrsta konan, sem reyndi áfengismeðhöndlun- ina. Hún fékk verki allt of snemma þegar hún gekk' með fjórða barn sitt. Tvo daga í röð drakk hún hálfan líter af viskí og sóda og verkirnir hurfu. Átta vikum seinna fæddi hún frískan og heilbrigðan snáða. Áhugi dr. Fuchs var nú vakn- aður. Lét hann framleiða ster- iliserað alkóhól og gerði úr því blöndu svipaða sterkri viskí- blöndu að styrkleika. Gaf hann síðan blönduna beint í æð. Þessi meðferð hefur nú ver- ið reynd á hundrað konum viö New York sjúkrahúsið og rúml. 2 hundruð á White Medical Cent er í Los Angeles. í öilum til- feilum hefur veriö um konur að ræða, sem fengu fæðingar- hríðir svo snemma, að barniö var of iítið til að lifa. Hjá 70% kvennanna semkaði áfeng- ið fæðingunni þangað til bam- ið var orðiö nógu stórt til að lifa. Barniö lifði. Patricia Cunningham, gift verkfræðingi í New Jersey, gekk með fyrsta barn sitt. Snemma í sjötta mánuðinum fann hún til verkja. Þar sem engir mögu- leikar voru á að barnið lifði, var hún lögð inn á Overlocks sjúkrahúsið í Summit. Yfirlækn- irinn Arthur Perell hóf strax áfengisgjöf eftir forskrift dr. Fuchs. Verkirnir hættu fljótlega og frú Cunningen var útskrifuö með þeim tilmælum að drekka nú nóg af áfengi! Hún drakk síðan tvö stór glös af viskí og ginger aile á degi hverjum. En það nægði ekki til þess að halda nauðsynlegu magni af á- fengi í blóðinu. Lífmóðirin byrj- aði að dragast saman og frú Cunningham varð að leggjast inn á sjúkrahúsið að nýju. Hún var þar í 8 vikur og ár- angurinn var fullfrísk stúlka. Góður árangur. Dr. Arthur Perell hefur reynt áfengisgjöfina á 10 konum og árangurinn er fimm lifandi börn. „Mjög lfklega hefði aðeins eitt þeirra lifað, ef mæður þeirra hefðu ekki fengið áfengismeð- höndlun“, segir hann. Dr. Fuchs er nú í Kaupmanna höfn og heldur fyrirlestra um rannsóknir sínar. B. A. AÐ VEFJA BÖND 1 síöasta hefti af riti Heimilis- iðnaðarfélags íslands, Hugur og hönd, er meðal annars grein um augnofin bönd og tiglabönd, og fylgir þessi mynd greininni. Er þar sagt frá hvernig vefja má á færi bönd, með marg- breytílegum mynstrum, en slík bönd eru mjög mikið í tízku um þessar mundir. Eru þau notuð til bryddingar á ýmiss konar fatn aö, dragtir, kjóla, jakka, piis o. fl. Einnig er hægt að nota þau sem axlabönd en þannig voru þau mikið notuð fyrr. Margar fleiri fróðlegar greinar eru í ritinu, m. a. er sagt frá Elínu Briem. og einnig er sagt frá því hvernig „baldera“ og „skatt- era“ skuli kvöldtöskur, en slík- ur útsaumur var algengur á þjóð búningum hér áður fyrr. ROME/BEIRUT RI0DEJANEIR0 LONDON/PAraS BERLIN/T^œiK MANILA Hin nýja Chesterfield filter fer sigurför um allan heim Chesteríield Made ihU.S.A. Verkamenn og menu Nr vinnuvélum óskast. O K H.F. Fossvogi. — Sími 41692. Siggabúð auglýsir Ljósar gallabuxur á drengi nýkomnar. Telpna- og drengja terylenebuxur í úrvali. Drengjajakkar, drengjavesti- og buxur (sett). ★ Alltaf sama lága verðið. SIGGABÚÐ • Skólavörðustíg 20 Útboð Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í að byggja dæluhús, undirstöður véla, leiðslustokk o. fl. fyrir gasaflstöð í nágrenni Straumsvíkur, og er tilboðsfrestur til 6. maí n.k. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu Landsvirkjunar, Suð- urlandsbraut 14, Reykjavík, gegn skilatrygg- ingu að fjárhæð kr. 2.000,—. Reykjavík, 18. apríl 1968 LANDSVIRKJUN 20 FILTER C I GARETT E S Nýtt Chesterfield Filters ÝMISLEGT ÝMISLEGT Tökum aö okkur hvers konar m'úrbrot og sprengivinnu í húsgrunnum og ræs um. Leigjum út loftpressur og víbra sleöa. Vélaleiga Steindórs Sighvats- sonar Álfabrekku viö Suöurlands- braut, sími 10435.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.