Vísir - 20.04.1968, Blaðsíða 8
8
V1SIR . Laugardagur 20. april 1968.
VISIR
Úígefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands
í lausasölu kr. 7.00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda hf._______________________
Þegar öllu er snúið við
Eldhúsdagsumræðunum á Alþingi lauk í fyrrakvöld.
Ósagt skal látið, hve margir hafa hlustað á þær, en
talið er að það sé gert meira í sveitum en þéttbýli.
Sú skoðun er allútbreidd hér í Reykjavík, að margt
betra sé með tímann að gera en hlusta á þingmenn
rífast, enda komi flestar ræðurnar í blöðunum næstu
daga og þá geti þeir lesið þær, sem áhuga hafi. Þá
heyrist það og stundum, að þetta fyrirkomulag sé
orðið úrelt og muni hafa lítil eða engin áhrif í þá átt,
að breyta stjórnmálaskoðunum hlustenda.
Hér skal enginn dómur lagður á þetta, en ýmislegt
athyglisvert kemur þó fram í þessum umræðum fyrir
þá, sem áhuga hafa á þjóðmálum. Það er t. d. býsna
fróðlegt að fylgjast með, hvernig þingmenn tala þegar
þeir eru í ríkisstjórn eða styðja hana og svo aftur
þegar þeir eru í stjórnarandstöðu. Núverandi stjórn-
arandstæðingar fordæma ýmsar ráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar, sem þeir hefðu talið nauðsynleg bjarg-
ráð, væru þeir sjálfir í stjórn. Niðurstaðan hjá stjórn-
arandstöðunni í þessum umræðum er oftast sú, að
ríkisstjórnin hafi allt illa gert og stefna hennar sé að
leiða hörmungar yfir þjóðina. Þennan söng er stjórn-
arandstaðan búin að kirja síðustu átta árin, og alltaf
hefur ógæfan átt að vera að dynja yfir, ekki hvað
sízt á þeim árum, sem þessir sömu menn kalla nú
mesta velgengnistímabil í sögu þjóðarinnar. Er það
furða, þótt fólk sé farið að taka lítið mark á þessum
ræðuhöldum?
En loks komu óviðráðanleg áföll stjórnarandstöð-
unni til hjálpar. Aflabrestur og verðfall á íslenzkum
útflutningsafurðum ollu því sameiginlega, að þjóðar-
tekjurnar minnkuðu um þriðjung á einu ári. Þetta er
meira áfall en nokkur nágrannaþjóð okkar hefur orð-
ið fyrir, a. m. k. um áratuga skeið, og það er mikið
vafamál, að nokkur önnur þjóð hefði reynzt þessum
vanda betur vaxin. Stjórnarandstæðingar láta eins og
þeir hafi himin höndum tekið og segja við landsmenn:
Þama sjáið þið. Þetta höfðum við sagt fyrir. Stjórnar-
stefnan hlaut að leiða til ófarnaðar. Það er ekki afla-
bresturinn og verðfallið, sem erfiðleikunum veldur.
Nei, það er bara smáræði. Þetta er allt ríkisstjórninni
að kenna!
En svo gersamlega er gengið þarna í berhögg við
sannleikann, að öllu er snúið víð. Það er einmitt að
þakka viturlegri stjórnarstefnu á undanfömum árum,
að þetta mikla áfall olli ekki algeru öngþveiti í efna-
bagskerfinu. Gjaldeyrisvarasjóðurinn, sem mestur
'pyrnir hefur verið í augum Eysteins Jónssonar og
Helga Bergs, varð þarna til bjargar.
Værl ekki réttara af þessum mönnum, að hvetja
bióðina til samstöðu í baráttunni við þá erfiðleika,
sem hún á nú við að etja, í stað þess að reyna að
sundra henni og ala á ú'fúð og togstreitu milli stétta
og hagsmunahópa í landinu?
Athyglisverðar niðurstöður bandariskra visindamanna.
Þurfa erfiðismenn fremur en for-
stjórar að óttast hjartasjúkdóma?
100© starfandi aönnua á ári
Yerkamaður
Verkstjóri
Yfirverkstjóri
Porstóóri og
f raiakvæmdast j óri.
JUiers-
qruppen.30-34 35-39
Tjað er útbreidd skoðun meðal
almennings, að líklegasta
fórnardýr kransæðastíflunnar sé
hinn önnum kafni og tauga-
spennti maður f forstjóraskrif-
stofunni. En vísindamenn hefur
grunað, að ýmsir samtvinnaðir
þættir — svo sem offita, hreyf-
ingarleysi og erfðir — séu mik-
ilvægari en „stress" f þróun
hjartasjúkdóma. Og f sfðustu
viku komu vísindamenn frá
Cornell-háskóla með mikilsverð
rök, sem vfsa á bug kenningunni
um, að hjartasjúkdómar séu for-
stjóraveiki. Á hinu árlega lækna
þlngi f Boston skýrði dr. Lawr-
ence E. Hinkle, frá þvf, að krans
æðastífla sé í rauninni sjaldgæf-
ari meðal manna í háum stöð-
um, heldur en þeirra, sem vinna
í vöruskemmum eða við færi-
böndin í verksmiðjum.
í þessari stærstu rannsókn,
sem framkvæmd hefur verið á
sambandinu milli hjartasjúk-
dóma og hinna ýmsu starfs-
greina, rannsökuðu Hinkle og
starfsbræður hans 270.000
manns, er starfa hjá hinum að-
skiljanlegu fyrirtækjum Bell-fé-
lagsins um öll Bandaríkin. í allt
skrásettu þeir og rannsökuöu
meira en 6.000 tilfelli um hjarta-
sjúkdóma og þar á meðal næst-
um 2.000 dauðsföll af völdum
kransæðastíflu.
Hiartasjúkdómar voru algene-
astir, að sögn Hinkles, hjá verk-
stjórum og verkamönnum Bell-
síma-félagsins, en urðu jafnan
fátiðari eftir því sem komið var
að mönnum í hærri launaflokk-
um og stööum. Ennfremur kom
í ljós, að baráttan upp metoröa-
stigann — sem fram til þessa
hefur verið talin miki! orsök
hjartasjúkdóma — jók alls
ekki áhættuna. „Jafnvel meðal
þeirra manna, sem hafa hækkaö
örast í tign — þeirra, sem oröið
hafa framkvæmdastjórar og full-
trúar fyrir 45 ára aldur — er
Frú Coretta King, ekkja dr.
Martins Luthers Kings, ávarpar
í dag fjöldafund í New York,
sem haldinn er til mótmæla
gegn Vietnamstyrjöldinni. Hún
kvað svo að oröi í gærkvöldi:
„Ég ávarpa fundinn í staö
mannsins míns heitins." — en
hann hafði lofað að tala á fund-
inum.
Frú King hefir fallizt á að
taka til starfa fyrir samtökin
Southern Christian Leadership
Congress, en maður hennar var
formaður þeirra.
í Kansas City voru þær upp-
lýsingar látnar I té f skrifstofu
saksóknara nokkrum dögum áð-
ur en dr. King var myrtur i
tíðni sjúkdómanna engu hærri
heldur en hjá verkamönnum og
verkstjórum, sem eru jafngamlir
og hafa sama starfsaldur," sagði
þessi vísindamaður frá Cornell.
Ekki hafði það heldur í för með
sér meiri áhættu að skipta oft
um embætti eða flytjast borg úr
borg, samkvæmt niðurstöðum
. Hinkles.
„T ifnaðarhættir" mannsins,
summan af þjóðfélagslegri
og efnahagslegri stööu hans hafa
meira að segja í sambandi við
hjartasjúkdóma, heldur en á-
byrgðarstöður, sem „stress" fylg
ir. Vísindamennirnir komust að
því, að meðal manna, sem lokið
hafa langskólanámi, eru skað-
vænlegir hjartasjúkdómar 30%
. sjaldgæfari, en meðal þeirra sem
e>ki hafa langk skólagöngu að
baki. f rauninni var fjöldi þeirra
manna, sem hafa háskólapróf
og vinna við stjórnun Bell-fyrir-
tækisins, ein ástæðan til þess að
hjartasjúkdómamir voru fátíð-
ari meðal framkvæmdastjóra og
fulltrúa. Til þess að komast aö
meiru um sambandið milli
menntunar og hjartasjúkdóma,
rannsökuðu Hinkle og félagar
Memphis, að svo kallaðir Mín-
útumenn (hryðjuverkamenn)
hefðu fengið fyrirskipun um að
skjóta tii bana 25 forustumenn
og þeirra á meðal dr. King, ef
Ieiðtogi þeirra, Robert de Pugh,
yrði handtekinn.
Dr. Pugh hafði látið setja sam
an hennan lista eftir að for-
maöur bandarískra nasista,
Lincoln Rockvell. var myrtur
í fyrra.
De Pugh og tveir samstarfs-
menn hans voru I nóvember
1966 dæmdir í fimm ára fangelsi
hver fyrir aö hafa borið skot-
vopn en var sleppt gegn trygg-
ingu. En þeir hurfu og er hald
manna, að þeir séu í Kanada.
40-44 45-4» 50-54 55-59 M-Í4
hans ýmsa þætti eins og sögu
fjölskyldu, mataræði, og líkam-
lega áreynslu meöal þeirra
manna, sem athugaöir voru.
Vísindamennimir komust að
því, að hinir háskólamenntuðu
voru að mikilvægu leyti óllkir
þeim, sem ekki höfðu I háskóla
komið. Meðal starfsmanna Bell.
er voru 56 ára eða eldri, voru
helmingi fleiri reykingamenn i
hópi þeirra, sem ekki höföu
stundað háskólanám; og yfirleitt
höfðu háskólaborgaramir byrj-
að seinna á reykingunum og
reyktu að auki ekki eins mikið.
Einnig vom háskólamennimir
yfirleitt hærri og grannvaxnari
en hinir, sem benti til að þeir
hefðu foröað sér frá hjartasjúk-
dómum með betri lifnaðarhátt-
um, heilsusamlegra mataræði og
meiri hreyfingu. Að nokkm leyti
mega háskólamennirnir samt
þakka „genum“ sínum fyrir, hve
tölumar eru þeim hagstæðar:
Hinkle komst að því, að for-
eldrar þeirra vom heilbrigðari
og langlífari en foreldrar þeirra,
sem ekki höfðu háskólamennt-
un.
Hreyfing: Hinkle tók eftir, að
hin mikla tíöni hjartasjúkdóma
meöal þeirra, sem vinna líkam-
lega vinnu, kom á óvart. Sum-
ar rannsóknir höfðu sýnt, að
verkamenn deyja sjaldnar úr
hjartasjúkdómum heldur en
„hvítflibbamenn", ef til vill
vegna þess að mikil hreyfing
örvar blóðrásina I hjartavöövun-
um og dregur úr offitu. En
Hinkle telur, að sjálfvirknin
hafi dregið úr erfiöi verkamanns
ins. „Það eru ekki margir verka-
menn nú á dögum, sem sveiffa
haka og skóflu,“ segir vísinda-
maðurinn. „Líkamlega erfiðis-
vinnan, sem verndaöi jámbraut-
arverkamennina forðum er nú
úr sögunni." Um leið segir hann,
aö framkvæmdastjórarnir séu
ekki eins miklir kyrrsetumenn
lengur og þeir voru eitt sinn,
þar sem þeir hafa gert golf og
tennis um helgar að fastri hefð.
Cumir þeirra, sem gagnrýna
rannsókn Hinkle, segja að
ef til vill sé samkeppnin innan
hins íhaldssama Bell-félags ekki
eins hörð eins og t. d. í auglýs-
inga„bransanum“ bandaríska, og
lítið „stress" hvíli á fram-
kvæmdastjórum þess. Til að
svara þessu segir Hinkle, aö 325
af hæstsettu starfsmönnunum
hafi byrjað sem verkamenn og
unnið sig upp. Hann heldur þvi
fram, að starfsmenn Bell-télags-
ins séu góður þverskurður af
vinnandi stéttum Bandaríki-
anna. Og svipaöar rannsóknir ð
vegum Du Pont. Standard Oil
(Esso) I New Jersey, og Generai
Motors virðast beinast í sömu
átt og niðurstööurnar hjá Bell.
(Lauslega þýtt)
Ralp Abernathy (t. h.) — sem tók við forustuhlutverki í
SCLC (Southern Christian Leadership Congress), og annar
leiðtogi samtakanna - Andy Young.
Coretta King ávarpar í dag
fjöldafund í New York